sunnudagur, desember 17, 2006

Ég fór að sjá Casino Royale í kvöld - það var ekki verið að ýkja hönkfaktor nýja Bondsins, ég er alveg til í að sjá fleiri Bondmyndir með þessum manni:)


við reyndum að fara að sjá myndina síðasta sunnudag en þá var uppselt ... mjög margir í salnum í kvöld en sem betur fer var ekki uppselt því af einhverjum ástæðum stóð Eragon og Salur 1 á miðunum okkar, okkur hefði verið hent út ef það hefði fattast og uppselt á myndina er það ekki?:) ætli það sé gert ráð fyrir því að miðasölustelpurnar geri mistök í sölu? eða bæta þeir bara við stólum?

borðaði kvöldmat á Horninu ásamt nöfnu minni og Olgu, skemmti mér mjög vel en ég held að ég fari ekki á vikuleg hrollvekjukvöld þeirra vegna þess að ég held að annað hvort þolinmæðin eða þráðurinn höndli það ekki ... ef þið skiljið mig? ef myndirnar eru of vel gerðar ræð ég ekki við það því ég er með svo stuttan hryllingþráð en ef þær eru of illa gerðar skortir mig þolinmæði:) en ég ætla ekkert að afsaka mig, sumir eru einfaldlega gerðir eins og ég og þess vegna seljast rómantískar gamanmyndir:)

en talandi um hryllingsmyndir þá ég lét mæla hversu mikið frost Ari þyldi um daginn og komst að því að vatnið í vatnskassanum er eldrautt og þegar búið var að sprauta því í tækið sem mælir frystiþolið (hef ekki hugmynd um hvað það heitir) þá leit planið út eins og við hefðum slátrað litlu dýri ... eldrauðir pollar útum allt, alls ekki fallegt og sá sem kom á eftir mér hefur eflaust litið bensínfólkið hornauga ... fegin að vinur minn sem vann á þessari stöð er hættur, samt ekki, hefði verið gaman að deila þessu eldrauða kælivatni með einhverjum sem ekki var bláókunnugur Dagur - held útimaðurinn hafi heitið Dagur:) ... eða Bjarki? það var amk eitthvað tengt hádegi og sólskini:)

það gengur á ýmsu þessa dagana en ég er ekki orðin svo rugluð að ég hengi nærfötin mín upp til hátíðabrigða, þau eru hins vegar ekki enn fundin enda hef ég ekki verið að leita að þeim sérstaklega ... satt að segja hef ég ekki verið mikið heima undanfarið nema til að sofa og það hefur jafnvel setið á hakanum því ég er komin með kvef - nenni því alls ekki en ef ég fæ hita og má ekki fara út finn ég kannski nærfötin:)

ég held að sumt hjá mér hafi ekki breyst neitt síðan í fyrra þó ég hafi markvisst gengið fram í að breyta sumu:) ég er til dæmis ekki ennþá orðin jólabarn - bíð eftir að þetta komi hjá mér, það var svo margt sem ég gerði ekki sem barn eins og að fá ungbarnaexem, eyrnabólgur og astma ... framantalið kom allt eftir að ég varð fullorðin þannig að ég bíð og vona að kannski næstu jól verði ég orðin jólabarn og hlakki til annars en að fá þriggja daga frí úr vinnunni, kannski fáið þið öll jólakort árið 2007? kannski ekki? :)

farin að sofa því ég man ekki hvað ég ætlaði fleira að segja ;)

Lifið heil

föstudagur, desember 15, 2006

Kominn föstudagur, vinna á morgun en samt kominn föstudagur og bróðir minn kemur heim á eftir:)

verð að fara að huga að jólunum bráðum, ég er búin að skreyta skrautinu mínu en ég er að hugsa um að setja upp ljósin aftur sem ég var með síðasta vetur ... gallinn er bara að ég setti þau á svo góðan stað að ég man ekki í svipinn hvar þau eru:) sama gildir um sokka og nærföt ... kvöldið áður en ég fór út fattaði ég að fírskattapassarinn yrði að fá pláss fyrir sín föt og allt var fullt af mínu dóti, ég tók þess vegna efstu skúffuna sem var full af sokkum og nærfötum (stór skúffa) og tæmdi hana en ég man ekki hvert ... sem betur fer er ég með 2ja vikna skammt sem ég var með úti en mjög óþægilegt að finna allt hitt úr skúffunni ekki ... ég bý ekki í svo stórri íbúð:) ... kannski hef ég sett innihald skúffunar á sama stað og ljósin mín því ég ætlaði að hengja þau upp þegar ég kæmi heim aftur:)

til að enginn verði sár þá ætla ég að upplýsa alla sem búast við jólakorti um að sendi ég engin jólakort á jólunum, ég hef aldrei gert það og ætla ekki að byrja á því núna ... hins vegar kaupi ég alltaf jólakort á hverjum jólum, yfirleitt án þess að fá þau í hendurnar samt því ég nota þau ekki og þá er hægt að endurselja þau og koma þeim á betra heimili en mitt:) hvað er eðlilegt að eyða mánaðarlega í góðgerðamál?

Lifið heil

mánudagur, desember 11, 2006

Góðan og blessaðan:)

komin til landsins og er um það bil að lenda :)

búin að hafa nóg að gera undanfarið en mikið ofsalega var gaman að fara í frí! Mæli hiklaust með svoleiðis tímaeyðslu og ég er ansi hrædd um að ég fari að gera þetta oftar, kannski á hverju ári;) svo komst ég líka að því að mér er ofsalega vel við sól og gott veður þó það hafi verið fremur skrítið að vera í sumarveðri en samt var dagurinn bara um 11 tíma langur, engin miðnætursól ... var búin að gleyma þessu með útlönd, mjög skringilegt:)

hef samt verið að spá síðan ég kom heim hvort það stytti í alvöru veturinn að fara svona í sólina? hvort þetta sé ekki bara sambærilegt við það að pissa í skónna sína, bara á miklu stærri skala? :)

í dag er versti hárdagurinn sem ég hef upplifað lengi, hárið á mér stóð beint í allar áttir þegar ég vaknaði í morgun, eins og ég hefði sofið með höfuðið í innstungu í nótt ... eða innan í blöðru:) ég er búin að bleyta það tvisvar sinnum en ég er ennþá með kokeisíanafró ... að framan, hárið að aftan er heft með teygju í tagl sem betur fer:)

fór að sjá Skolað niður í gær með þremur litlum frænkum og skemmti mér konunglega:) margir fyndnir brandarar (samanber þegar snjóhvíta rannsóknarstofurottan fékk niðurgang; "þú ættir að sjá á mér bossann, ég er eins og japanski fáninn" :D) og ég mæli með þessari mynd fyrir bæði börn og fullorðna ... sem eru ekki alveg vaxnir upp úr klósetthúmornum, myndin heitir Skolað niður á íslensku en ætti kannski frekar að heita Sturtað niður? :)

fæ heimsókn utan af landi í kvöld og frammá miðvikudag skilst mér og hlakka barasta slatta til ... jafnvel að hugsa um að taka eitthvað til þegar ég kem heim:)

segi þetta gott núna, segi meira næst

hafið það gott og lifið heil

sunnudagur, desember 03, 2006

Fjórhjólaferdin var ofsalega skemmtileg og ég laerdi ad borda kaktusfíkjur sem er ekki audvelt thví eins og nafnid gefur til kynna thá vex hún á kaktusum og getur stungid thig í puttana :) thad var ekkert hrikalegt "off-road" í gangi eins og var auglýst thar sem vid vorum á malarvegum mest allan tímann en ég býst vid ad ef thú ert úr stórborg og thad naesta sem thú kemst náttúru heima hjá thér er chiuaháahundur nágrannans thá var thetta alveg hrikaleg ferd:) ég fékk geisladisk ad henni lokinni med myndum af mér "á baki" og á leid yfir spraenurnar sem vid fórum yfir thannig ad thad mega allir koma og kíkja thegar ég kem heim ... annars hefur heill hellingur gerst undanfarid!

hef ekki gert eins mikid og til stód í thessari ferd samt thví fyrstu vikuna var ég med kvef etc. og svo vorum vid thrjú sem kennum sundlauginni um einhvers konar pest sem vid fengum en enginn annar og vid vorum thau einu sem syntum:( thetta var einhvers konar innvortispest sem lýsti sér sem bílveiki og eins og innyflin vaeru oll steypt saman thannig ad vid vildum ekkert hreyfa okkur ef hjá thví var komist ... ég hef sem sagt ekki mikid gert til ad vinna á móti góda matnum á hótelinu og sagan af skipstjóranum er sonn og sést vaentanlega á mér thegar ég kem heim, óboj, óboj ... en ég passa enn í fotin sem ég kom med hingad og hef ekki keypt mér nýjar buxur eins og hefur heyrst ad komi fyrir;)

ég hef samt farid uppí fjollin thar sem vegirnir eru svo mjóir ad thad er alltaf flautad fyrir horn thví thú veist ekkert hvad er hinum megin vid thad, ég hef séd úlfalda, sítrónutré, limgerdi úr aloe vera, mannhaedarháar jólarósir, fornminjar, hitabeltisfiska taka framúr mér í sjónum, ég tók thátt í galdrasýningu, ég hef fengid símanúmer skrifud á mida og mér hefur verid bodid á heilan helling af deitum sem er óumdeilanlega gott fyrir sjálfstraustid ef ég hugsa ekki um thad ad ástaedan fyrir bodinu er líklega sú ad ég er kvenkyns og med púls, raudu náttfotin mín týndust (thau eru vaentanlega í thvotti med hvítu hótelrúmfotunum) og ég er ákvedin í ad taka aldrei neitt rautt med mér aftur til útlanda, thegar ég var í París var raudum naerbuxum stolid af herberginu mínu, thernur leita í rautt greinilega eda thá ad ég er svona óheppin? amk hef ég laest nýja bikiníid mitt í peningaskápnum thegar ég hef ekki verid í thví sídan náttfotin hurfu, thad er nefnilega svo langt sídan ég var í París ad ég var búin ad gleyma thessu med raud-blaetid og keypti mér glampandi rautt bikiní :)

ég var uppí fjollunum í dag og sá alvoru dýrling sem fólk heitir á og labbar á hnjánum til ad bidja í kirkjunni hennar og ádan var verid ad raesa tour-de-france-ískt hjólreidamót fyrir framan lobbíid ... nóg ad gerast og ég er ad hugsa um ad koma hingad aftur einhver daginn thví í sannleika sagt langar mig ekkert heim á thridjudaginn ef ekki vaeri fyrir ykkur oll sem ég sakna;)

thakka ykkur ollum fyrir kommentin og verum í bandi:)

Lifid heil

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Var ad panta mér fjórhjólaferd á morgun ... býst vid ad ég muni endurnýja kynni mín vid thýskuna thví fararstjórinn (og ótrúlega margir hérna) talar thýsku en vona ad thad verdi ekki of mikid af hormottum med í for:)

býst vid ad thad verdi mjog gaman, laet ykkur vita hvernig fer:)

ég er ekki ordin appelsínugul en ég fékk ad heyra frá samferdarfólki mínu "thú hefur tekid lit" í morgunmatnum í morgun!! ég er formlega ekki lengur fraenka hans Kaspers og ég er ad hugsa um ad haetta ad vera vinaleg:)

lífid heldur áfram ad vera audvelt og sólin hlý, ég er ad hugsa um ad koma ekkert eftur heim fyrr en naesta sumar:)

Gódar stundir

laugardagur, nóvember 25, 2006

Gódan og blessadan:)

ég er ad nota tíkallainternet hérna á hótelinu og thad virkar alls ekki, hendir mér út reglulega og setur upp auglýsingu í stadinn ... ég hef alveg prófad ad blogga en aldrei hafa faerslurnar komist alla leid á internetid:)

en ég er bjartsýnismanneskja og kannski ad thessi komist alla leid, thad er nú einu sinni kominn laugardagur:)

lífid er ljúft og thad er afskaplega gaman ad vera til hérna:) vakna, borda morgunmat, fara í gongutúr eftir strondinni, fara í sund, í sjóinn, labba meira, skoda dót, fara hingad og thangad ... ekki mikid búid ad vera ad "gerast" ad vísu enda nádi ég mér í kvef og hálsbólgu ádur en ég fór og er ad dunda mér vid ad losna vid thad:) ... svo er thetta ekki alveg ofnaemislaust land nema á strondinni:)

hótelid er fimm stjornu edalhótel og ég heyrdi af manni sem var hérna og í tvaer vikur og thyngdist um átta kíló ... og ég er sannfaerd um ad thad sé ekki lygisaga! Thvílíkt og annad eins hladbord á matmálstímum ... thad er haegt ad fá sér hvad sem er, sem daemi stendur til boda steikt mjólk í morgunmat og kanínukjot í kvoldmat :)

jaeja, ég aetla ekki ad storka orlogunum thar sem ég hef nád ad skrifa svona mikid og segja thetta gott núna:)

frétti af leiktaekjasal hérna í kortérs fjarlaegd thar sem internetid er baedi ódýrara og hendir manni ekki út:) tékka á thví á eftir en núna er ég farin í sund:)

Lifid heil:)

föstudagur, nóvember 17, 2006

Fyrir þá sem hafa velt því fyrir sér þá er þetta minn húmor :)

LETTER FROM A FARM KID, NOW AT SAN DIEGO MARINE CORPS RECRUIT DEPOT.

Dear Ma and Pa:


I am well. Hope you are. Tell Brother Walt and Brother Elmer the Marine Corps beats working for old man Minch by a mile. Tell them to join up quick before maybe all of the places are filled.

I was restless at first because you got to stay in bed till nearly 6 a.m., but am getting so I like to sleep late.

Tell Walt and Elmer all you do before breakfast is smooth your cot and shine some things. No hogs to slop, feed to pitch, mash to mix, wood to split, fire to lay. Practically nothing. Men got to shave but it is not so bad, there's warm water.

Breakfast is strong on trimmings like fruit juice, cereal, eggs, bacon, etc., but kind of weak on chops, potatoes, ham, steak, fried eggplant, pie and other regular food, but tell Walt and Elmer you can always sit by the two city boys that live on coffee. Their food plus yours holds you till noon when you get fed again.

It's no wonder these city boys can't walk much. We go on "route marches", which the platoon sergeant says are long walks to harden us. If he thinks so, it's not my place to tell him different. A "route march" is about as far as to our mailbox at home. Then the city guys get sore feet and we all ride back in trucks. The country is nice but awful flat.

The sergeant is like a school teacher. He nags a lot. The Capt. is like the school board. Majors and colonels just ride around and frown. They don't bother you none.

This next will kill Walt and Elmer with laughing. I keep getting medals for shooting. I don't know why. The bulls-eye is near as big as a chipmunk head and don't move, and it ain't shooting at you like the Higgett boys at home. All you got to do is lie there all comfortable and hit it. You don't even load your own cartridges. They come in boxes.

Then we have what they call hand-to hand combat training. You get to wrestle with them city boys. I have to be real careful though, they break real easy. It ain't like fighting with that ole bull at home.
I'm about the best they got in this except for that Tug Jordan from over in Silver Lake. I only beat him once. He joined up the same time as me, but I'm only 5'6" and 130 pounds, and he's 6'8" and weighs near 300 pounds dry.

Be sure to tell Walt and Elmer to hurry and join before other fellers get onto this set up and come stampeding in.

Guess I best be goin'.
Your loving daughter,


Gail.Núna eru fjórir dagar í fríið, aðeins morgundagurinn og mánudagurinn eftir í innstimplaðri vinnu og allt að klárast sem varð að klárast ... lífið er ljúft og ég er búin að láta klippa mig ofsalega fínt því klippi- og ofurkonan hún Olga er byrjuð að klippa aftur!! :)

Núna er ég sem sagt hrikalega sæt en til að fyrirbyggja allan misskilning þá var ég ekki að klippa mig til að höstla í fríinu (algengur og útbreiddur misskilningur af einhverjum ástæðum?) heldur vegna þess að mig langaði til að finnast ég vera "viljandi":) það er frekar erfitt að útskýra afhverju mér finnst ég stundum ekki vera viljandi þannig að ég segi ykkur bara að hugsa málið og spyrja ef þið skiljið mig alls ekki:)

Góðar stundir OG lifið heil

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Góðan og blessaðan:)

ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir fjölmörg komment við síðustu færslum og afsaka það að hafa ekki svarað neinu þeirra ... ég er fegin því að vera ekki sú eina sem festist andlega á öðru tungumáli en því sem ég er að tala ... líkamlega :) rauðkál og ora grænar voru eimitt meðlætið á laugardaginn síðasta ásamt kartöflum auðvitað og því miður held ég að ég fari ekki á Jólablótið því undanfarin jól hef ég verið upptekin við annað og fagna vetrarsólhvörfum og því að daginn tekur að lengja á minn eigin hátt. Þannig að við "Leynilegi aðdáandinn" verðum bara að hittast á Sigur- eða Sumarblótinu í staðinn? ... samt grunar mig að "hann" þurfi ekkert að kynna sig fyrir mér fyrst "hann" veit af þessu bloggi? :)

Ég var að hugsa svolítið áðan og ég ætla aldrei að venja mig á það að mála mig á hverjum degi. Fyrir því eru fjölmargar ástæður, mér finnst að húðin eigi að fá að anda, ég er með eða hef fengið ofnæmi fyrir öllum snyrtivörum sem ég hef prófað, snyrtivörur eru dýrar en aðallega ætla ég ekki að venja mig á að mála mig á hverjum degi því þegar ég er orðin gömul og hárið fer að þynnast þá detta sum hárin alveg af og skallablettir myndast. Ég er eiginlega sannfærð um að ég eigi eftir að missa augabrúnirnar og vera sköllótt á enninu. Ef ég er sköllótt á enninu verð ég að teikna á mig augabrúnir og þá má ósköp lítið útaf bera til að ég verði ekki krónískt undrandi á svipinn, er það ekki?

Sex dagar í frí og mig svimar af stressi ...

Lifið heil og verið góð við alla í kringum ykkur.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Það er aftur spáð stormi ... ég er að fara í frí eftir átta daga :)

ég misskil hluti í dag, ekki í fyrsta sinn og því miður held ég að það verði ekki það síðasta ... ég er líka búin að vera stillt inn á ensku í allan morgun af einhverjum ástæðum?
Gaurinn var að vinna hérna við hliðina á mér og segir eitthvað sem ég heyri ekki alveg, fyrir utan eitt orð sem hljómaði eins og stíng eða stíg, þegar ég svara engu (enn að melta það sem hann hafði sagt) lítur hann á mig og segir "police? sting?" og ég fer að velta því fyrir mér afhverju í ósköpunum hann sé að tala um svoleiðis fyrir klukkan níu á mánudagsmorgni? hann var þá að tala um söngvara hljómsveitarinnar Police hann Sting ekki þegar lögreglan gabbar glæpamenn og kemur þeim í fangelsi - hvað er annars íslenska orðið yfir "sting"? er það til?
ég misskildi líka þegar Gaurinn var að tala um The Biggest Looser og sagði að þátturinn væri leikur, ég veit ekki afhverju en ég þýddi "leikur" sem "act" og að þátttakendur væru að leika í þáttunum, að þetta væri ekki raunveruleikasjónvarp ... gleymdi því alveg að "leikur" þýðir líka "game" og maldaði mikið í móinn áður en misskilningur minn uppgötvaðist, hann hélt bara að ég væri að vera með stæla, ekki að sleppa góðu röfli og þannig ... nei, ég var bara föst í meinloku ... ef þú lætur samloku mygla og verða eitraða verður hún þá meinloka? eru kjúklingalanglokur með salmonellu meinlokur? :)

gott að geta glatt sjálfa sig að minnsta kosti:) ... skil samt ekki afhverju ég er föst á ensku í dag? hefur þetta komið fyrir ykkur?

ég setti upp gardínufestingar í gærkvöldi, var loksins komin með rétta stærð af festingum, réttar skrúfur, búin að hlaða borvélina og finna tork skrúfjárn í réttri stærð þegar ég fatta að ég þurfti tæki sem gæti skrúfað fyrir horn til að ná efri skrúfunum beinum inn í vegginn ... nú voru góð ráð dýr en sem betur fer gat ég hringt í riddarann á hvíta hestinum (sem er í raun björgunarsveitarmaður á silfurlituðum Nissan) og hann átti svoleiðis í jeppanum sínum - það er gott að eiga góða vini, sérstaklega þegar þeir skilja spurningar á við "áttu skrúfjárn með olnboga?" :)

talandi um góða vini þá fór ég á Kótilettukvöld með mömmu og pabba og Maju síðasta laugardagskvöld:) það var ofsalega skemmtilegt og margt sem kom á óvart meðal annars það að mjög góður vinur og sessunautur hans pabba míns er fræg útvarpsstjarna sem ég hlusta á mörgum sinnum í viku:) ég hafði ekki hugmynd um að pabbi þekkti hann og mér leið hálfkjánalega allt kvöldið, hrikalegt að fatta að ég er grúppía án þess að hafa gert mér grein fyrir því ... leið líka svona þegar Tim Tangerlini var að kenna uppí skóla, lá við að ég skrópaði til að sýna að ég væri ekki grúppía:)

Lifið heil og vonandi gangið þið heilari til skógar en sumir ...

P.S. mér finnst alltaf sem stelpur séu meirihluti lesenda minna þannig að ég skrifaði fyrst: "vonandi gangið þið heilar til skógar" ... svo fór ég að flissa eins og Hómer Simpson "gangi þið heilar" tíhíhí "brain"!!

Góðar stundir

föstudagur, nóvember 10, 2006

Stutt skilaboð til að fyrirbyggja misskilning og til að fólk sé áfram vinir mínir þrátt fyrir að það haldi að ég hafi hundsað það í heilan dag:

ég setti msn upp í tölvunni hans pabba fyrir langa, langa löngu og stundum tekst honum að logga sig inn sem ég ... en hann skilur ekki msn og gerir þess vegna það sem honum hefur verið sagt að gera við pop-up glugga, hann ýtir á X :) hann var að segja mér að "litli maðurinn minn á skjánum" (við höfum rætt þetta áður ...) hefði verið að tala við sig í dag og spyrja hvort hann væri ekki í vinnunni (sérlega ruglingslegt því hann er kominn á eftirlaun), hvort hann þetta væri hann og hvort hann væri þarna - síðustu tvær fannst honum mjög sérkennilegar :)

ég var ekki inná msn í dag en ég er búin að logga mig út af því hjá pabba núna og ætla heim í sturtu og fá mér að borða og fara að sofa því það er óveður og ég er þreytt og ætla á útiæfingu í fyrrmálið ... nokkuð sem mér finnst í augnablikinu vera hrein geðveiki en ef ég fer ekki fæ ég harðsperrur og samviskubit:)

aðeins 11 dagar í fríið:)

Lifið heil

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ég vinn á rannsóknarbókasafni, við rannsökum hluti - Gaurinn (sbr. fyrri færslur) lítur alveg eins út og Moby í ákveðnu ljósi og Paul Young er sláandi líkur Kónginum frá ákveðnu sjónarhorni ... í dag fékk ég svo sent bréf frá samstarfskonu minni með nýjum upplýsingum um uppruna bloggsins:Þá vitum við það ... núna þarf ég bara að rannsaka hver hinn leynilegi aðdáandi er ... nah, mig langar ekki til að vita það:) takk bara fyrir mig:)

Lifið heil

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Fann mig knúna til að skipta um mynd ... þekki ekki eitt einasta lag með Paul Young:)

... það er lágmark að kunna eitt lag er það ekki?;)

Góðar stundir

mánudagur, nóvember 06, 2006

Aftur kominn mánudagur og ný vika byrjuð, núna eru bara tvær vikur í að ég fari til útlandanna!! Ég er að fara í frí!! Hrikalega verður það fínt:) Held samt að ég kunni ekkert að vera í fríi? Ég er búin að vera að hugsa um allt sem ég ætla að gera á meðan ég verð úti og mér reiknast til að ég þurfi að vera um það bil mánuð til að klára allt og hafa tíma til að sofa:) Spurning um að hætta við allt saman, fara óundirbúin fyrir allan tímann sem ég mun hafa aflögu og í almennilegt frí?

Það er hins vegar alveg nóg að gera hjá mér þangað til ég fer ... ég verð að gera íbúðina fína því það verður búið í henni á meðan ég er úti (ef innbrotsþjófar eru að lesa þetta þá verður grimmur köttur og fírs kattapassari á svæðinu:)). Íbúðin er alveg í lagi finnst mér en þegar ég lít á hana með augum einhvers sem er ekki vanur henni þá má margt betur fara og það verður að laga:)

Ég fékk bréf í dag frá fyrrverandi samstarfskonu og laumulesanda, takk kærlega fyrir það!! Ég leyfði samstarfsfólki mínu að lesa það hjá mér, enda ekki prívat beinlínis og þau unnu öll með henni líka (vona að það hafi alveg verið í lagi??). Yfirmaðurinn las það sem sagt og hann komst að því að ég er með blogg ... í tilefni af því má ég kalla hann "gaur" á síðunni minni, honum fannst "yfirmaður minn" (sbr. síðustu færslu) alltof formlegt:) ... og honum fannst myndin hérna hægra megin vera alveg eins og Paul Young ... þá er komið mál að skipta:) Þetta er alls ekki Paul Young heldur kóngurinn!!

Lifi óformlegheit, lifi frí og lifið heil!

mánudagur, október 30, 2006

Eftir hádegi ...

... dagurinn er ekkert minna furðulegur núna. Yfirmaður minn tilkynnti mér að ég mætti fara á námskeið sem mig langaði til að fara á í vinnunni, ég fagnaði innilega og ég er ekki frá því að ég hafi klappað nokkrum sinnum. Það kemur stundum fyrir að ég gleymi mér í gleði eins og þegar ég sá Mýrina í síðustu viku, þegar myndin kláraðist klappaði einhver í salnum og ósjálfrátt klappaði ég líka með af innlifun.

Námskeiðið virkar ofsalega spennandi og ég hlakka mikið til, það heitir Pappír: eiginleikar og umgengni
... kannski er kominn tími til að skipta um vinnu ef pappír kallar fram fagnaðarlæti?

... pappírablæti?

þetta rímar:)

Góðar stundir
Gleðilegan mánudag litlu rúsínurnar mínar:)

... þetta er búið að vera mjög furðulegur dagur og það er ekki einu sinni komið hádegi ...

Ég heyrði ekki í vekjaraklukkunni og vaknaði við að mamma hringdi í mig. Að fenginni reynslu gengur mér nefnilega ekki alltaf vel að vakna á mánudagsmorgnum og þó ég hafi farið snemma að sofa í gærkvöldi og sleppt fótboltaæfingu til að geta sofið lengur munaði minnstu að ég svæfi yfir mig. Ég þakkaði mömmu kærlega fyrir að hringja, bað hana að hringja aftur eftir fimm mínútur og skellti á hana. Mitt fyrsta verk í morgun var sem sagt að snooza mömmu mína.

Í gær fór ég með litlu frænkur mínar í Smáralindina og útvarpið var ennþá stilllt á Útvarp Latabæ í morgun. Á leiðinni í vinnuna hlustaði ég á Stumpa Disco Extended Remix Version ... lagið hljómar sem sagt eins og Diskó friskó nema þú skiptir "friskó" út fyrir orðið "strumpa", sömuleiðis öllum öðrum orðum sem ekki eru samtengingar, forsetningar eða smáorð ... svo tóku Strumparnir ekki eingöngu sönginn upp heldur líka samræðurnar um hvernig lagið skildi hljóma þegar upptökunni væri lokið. Strumpadiskó hljómar enn í höfðinu á mér og ég skil ekki afhverju ég hafði ekki rænu á að skipta um útvarpsstöð.

Stuttu eftir að ég mætti í vinnuna mætti maður sem ég hef hingað til ekki haft annað sameiginlegt með en að vinna á sama stað. Hann tilkynnti mér að við værum nú orðin tengd eftir uppgötvun hans um helgina. Systir mín er gift manni sem er sonur manns sem er systkinabarn þessa samstarfsfélaga míns og þannig er ég nú tengd ættinni hans í gegnum systur mína. Hann sannaði þessi tengsl fyrir mér með því að sýna mér myndina af systur minni í Klingenbergsættarbókinni. Ég er skyndilega tengd Klingenbergsættinni, geri aðrir betur á mánudagsmorgni í október?

Furðulegheitunum er ekki lokið, ég opna póstinn minn og sé að "Leynilegur aðdáandi" hefur skilið eftir komment á síðunni minni. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim vini, spéfugli og mannvin sem er að þykjast vera aðdáandi minn kærlega fyrir þessa hvítu lygi. Það eykur óneitanlega á sjálfstraustið að ímynda mér að ég eigi leynilegan aðdáanda, sérstaklega í dag. Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég sofnaði með blautt hárið og var of þreytt í morgun til að fatta mistök mín og hárburstunarleysið fyrr en núna rétt í þessu þegar ég gekk framhjá spegli ... á leiðinni úr kaffi.

Lifið heil og verið góð við allt hitt fólkið

fimmtudagur, október 19, 2006

Ég á eina vinkonu sem er ofsalega fyndin og hress og skemmtileg:) Þegar við hittumst eða tölum saman hlæjum við yfirleitt um helming tímans og í sumum tilfellum allan tímann ... það hefur komið fyrir að ég hlæ allan tímann og hún hlær að því að ég er að hlæja:)

Þessi góða vinkona mín missti af skemmtilegasta atriði sjónvarpssögunar síðasta vor og af öllum endursýningunum, þegar ég hugsa um það fer ég að hlæja og hún hlær því ég hlæ ... en ég fann atriðið!! hvar annars staðar en á youtube.com

Þennan link tileinka ég Maju, njótið vel!... og lifið heil:)

miðvikudagur, október 18, 2006

Ég er orðin blá:)

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af bláum lit og mér fannst þessi appelsínuguli ekki vera "ég" ... að vísu var það template orðið svo gamalt að það hafði vissa sérstöðu, ekki margir með eins og þannig en mér finnst þessi litur miklu betri fyrir augað:)

Það datt að vísu ofsalega margt út þegar ég skipti um template þannig að endilega látið mig vita ef eitthvað sem tengist ykkur er dottið út:)

Hvernig finnst ykkur annars?

föstudagur, október 13, 2006

Ari og Hjólið... er ég ekki margbúin að lofa mynd af Ara (nýja bílnum) og mótorhjólinu? Hjólið er að vísu orðið miklu vígalegra núna með aukahlutunum sem ég hef verið að kaupa á það, en ég á ekki mynd af því ennþá:)

Ari hefur greinilega ekki verið nægilega duglegur við að borða grautinn sinn:)

fimmtudagur, október 12, 2006

Jæja, rúsínurnar mínar, kominn fimmtudagur:)

Ég er ennþá lasin, lasnari ef eitthvað er. Þetta er flensa ... fór að lesa mér til um pestir á doktor.is og fann muninn á kvefi og flensu, samkvæmt öllu er ég með flensu, ég er því miður bara búin að vera með 39,5°C síðan á þriðjudaginn þannig að ég á enn eftir einn, tvo hitadaga, höfuðverkurinn er búinn að vera svo slæmur að ég er alltaf að láta hnéin snerta ennið bara til að vera viss um að ég sé ekki með heilahimnubólgu, vöðva- og liðverkir ... var að hugsa um að aflima fyrir neðan mitti í nótt:) ég ætlaði að falla á þrekprófi næsta laugardag (falla já, en sjá hvar ég stend sem er gott) en miðað við að slappleiki og þreyta geti varað í 2-3 vikur sýnist mér ég eiga eftir að falla á æfingum næsta hálfan mánuðinn og ég verð líklega með hita á laugardaginn hvort sem er ... ég var með stíflað nef og hágrét þangað til í gærkvöldi en það er batnað núna, ég hnerraði í morgun og mér er illt í hálsinum, þynglsin í brjóstkassa og hóstinn er ekkert grín, það hljómar eins og ég sé að trekkja eitthvað upp í hvert sinn sem ég anda að mér ... það var árleg bólusetning gegn flensu á þriðjudaginn í vinnunni, hjúkrunarkonan kom klukkan eitt en ég fór heim klukkan tólf ... ekki að ég hafi ætlað að fá bólusetningu, ég er með ofnæmi fyrir henni:)

ég veiktist á svipuðum tíma í fyrra ... og mér batnaði í janúar ... nenni því ekki aftur.

ofsalega margt sem ég hef ætlað að blogga um undanfarið en hef ekki haft tíma (ég á nefnilega alveg skilið að vera lasin miðað við svefnleysið, vinnuálagið og stressið undanfarið, en ég hefði kosið að fá kvef í staðinn fyrir flensu;)), þar á meðal er "fatasagan" sem ég hef sagt þó nokkuð oft síðan 28. september, Myrkvunarkvöldið, en ég er steinbúin að gleyma hverjum ég hef sagt hana? Ég fór á Akureyri síðustu helgi í fyrsta sinn á ævinni (ég fór í sund einu sinni þegar ég var 11 ára en man ekkert eftir því þannig að það telst ekki með:)) og skemmti mér konunglega, strákurinn í búðinni bauð okkur góða kvöldið á laugardagsmorguninn en það er ekki annað tímabelti á Akureyri, hann er bara vanur að vinna á kvöldin:) ég fékk að borða á Greifanum, skoðaði MA á sunnudegi, borðaði Brynjuís, fór í Jólahúsið, í Mollið, inná verkstæði SBA, horfði á hluta úr mynd með Meg Ryan sem breytti skoðun minni á saklausu ljóshærðu leikkonunni um aldur og ævi, bjargaði herðatréi, laumaði laumufarþega í kerru, keypti belti, tók myndir, hló upphátt að ölvuðum manni umkringum vinum sínum sem fannst sá ölvaði ekki eins fyndinn og ég, sá heimskasta ökumann Íslands utanvegar á leiðinni heim og skoðaði svo flottustu stofu landsins og þó víðar væri leitað ... hrikalega gaman og ég þakka samferðakonu minni og móttökunefndinni kærlega fyrir mig:) ... en þið vitið að núna á ég eftir að koma aftur?:)

það hefur tekið mig nokkra klukkutíma með hléum að skrifa þessa færslu en samt er hún samhengislaus, illa skrifuð og löðrandi í innsláttarvillum (mér er illt í fingrunum) ... ég vona heitt og innilega að mér hafi ekki tekist að smita neinn af þessum viðbjóði áður en ég veiktist??!!

Farið vel með ykkur öllsömul og verið góð við náungann, kannski viljið þið að hann komi með safa handa ykkur ef þið veikist:)

Lifið heil og hraust

þriðjudagur, október 10, 2006

Óska eftir bústýru og húsmóður.
Meistarapróf í næringar- og
heimilsfræðum skilyrði.

Virðingafyllst
hornös

þriðjudagur, september 26, 2006

Góðan og blessaðan! :)

Það er kominn þriðjudagur sem er gott því mánudagurinn gekk á hvolfi og ég er eiginlega barasta mjög fegin því að hann skuli vera búinn ... þó að veðrið hafi verið rosalega gott og að allt hafi gengið upp að lokum :)

Leifar af mánudeginum fylgdu mér inn í draumalandið í nótt og ég fékk martröð um að eigand Krambúðarinnar væri búinn að selja búðina og að það væri kominn nýr eigandi sem ætlaði að standa allar vaktirnar sjálfur!! Það gengur aldrei upp og í draumnum hrakaði búðinni og hrakaði og það var ekki lengur hægt að fá neitt nema þurrmat og kex hjá þeim en sem betur fer vaknaði ég áður en nýi eigandinn hætti að panta nýjustu vídeómyndirnar og fór að vera með leiðindi :) ég versla alls ekki mikið í Krambúðinni en ég kaupi eitthvað reglulega og ég vil endilega að hún haldi áfram að vera á sínum stað og eigendaskiptalaus takk fyrir! :)

Hafið þið sprautað banana útúm nefið á ykkur? Ég gerði það í morgun þegar ég las eftirfarandi tölvupóst frá vini mínum sem annars sendir aldrei nokkurn tímann fjölpóst frá sér, það var merkileg stund þegar ég opnaði bréfið og byrjaði að lesa.

Njótið vel rúsínurnar mínar!

Í boði Hannesar:

After every flight Qantas pilots fill out a form, called a "gripe sheet", which tells mechanics about problems with the aircraft.
The mechanics fix the problems, document their repairs on the form, and then pilots review the gripe sheets before the next flight.
Never let it be said that ground crews lack a sense of humour.
Here are some of the actual complaints submitted by Qantas pilots (marked P) and the solutions recorded (marked S) by maintenance engineers.

By the way, Qantas is the only major airline that has never had an accident.

P: Left inside main tyre almost needs replacement.
S: Almost replaced left inside main tyre.

P: Test flight OK, except auto-land very rough.
S: Auto-land not installed on this aircraft.

P: Something loose in cockpit.
S: Something tightened in cockpit.

P: Dead bugs on windshield.
S: Live bugs on back-order.

P: Autopilot in altitude-hold mode produces a 200 feet per minute descent.
S: Cannot reproduce problem on the ground.

P: Evidence of leak on right main landing gear.
S: Evidence removed.

P: DME volume unbelievably loud.
S: DME volume set to more believable level.

P: Friction locks cause throttle levers to stick.
S: That's what they're for.

P: IFF inoperative.
S: IFF always inoperative in OFF mode.

P: Suspected crack in windshield.
S: Suspect you're right.

P: Number 3 engine missing.
S: Engine found on right wing after brief search.

P: Aircraft handles funny. (I love this one)
S: Aircraft warned to straighten up, fly right, and be serious.

P: Target radar hums.
S: Reprogrammed target radar with lyrics.

P: Mouse in cockpit.
S: Cat installed.

And the best one for last.

P: Noise coming from under the instrument panel. sounds like a midget pounding on something with hammer.
S: Took hammer away from midget.

Lifið heil

föstudagur, september 22, 2006

Dyggir lesendum muna ef til vill eftir því að í vor var ég búin að gera samning við málarameistara um að mála húsið okkar og gera það aftur gult eins og það var þegar ég keypti. Það hefur rignt svo mikið í sumar að eymingjans málarinn er kominn langt, langt á eftir með verkin sem hann tók að sér. Ég hef ekkert verið að pressa á hann því ég veit að hann er ekkert að drolla, það er ekki hægt að mála húsveggi í grenjandi rigningu og ég þarf bara að líta út um gluggan til að sjá afhverju hann er ekki kominn:) uppúr sjö í morgun heyrði ég umgang fyrir aftan húsið mitt og rétt fyrir hálfátta þegar ég var á leiðinni í vinnuna tóku á móti mér sex gallaklæddir málarar með jafnmarga stiga og gula málingu í dollum!! húsið mitt verður væntanlega orðið gult þegar ég kem heim í kvöld!! en draumurinn um menn á pöllum umhverfis húsið mitt er orðinn að engu ef þeir ætla svo bara að nota stiga við verkið :)

Annars er ég stressuð þessa dagana og ég er farin að vera þreytt í hnjánum sem er ótvíræð vísbending um að ég verði að fara að slappa af en vegna verkefna og vinnu verður það ekki fyrr en á mánudaginn ... en ég er að sjálfsögðu strax komin með lista yfir það sem ég verð að gera á þriðjudaginn ;)

En það er margt annað gleðilegt fyrir utan að húsið mitt er orðið gult til að gleyma því að hnéin á mér eru orðin þreytt. Það er hamborgari í mötuneytinu í hádeginu, við erum komin með kennara í jógaið þannig að núna mun ég fara í jóga í vinnunni einu sinni í viku og vegna þess að ég stakk uppá þessu hefur mér verið falið að halda utan um þetta allt saman ... ég er greinilega orðin félagsmálatröll á efri árum, sem er gleðilegt held ég barasta? og það er komin helgi eftir nokkra klukkutíma :)

Lifið heil

miðvikudagur, september 20, 2006

Gullfallegt sólsetur, logn og fínt í fyrramálið væntanlega, samkvæmt sjómannahjátrú forfeðra minna að minnsta kosti;)

Ég sótti bíl bróður míns í réttingu í dag - hann klessti hann ekki sjálfur heldur var klesst á hann kyrrstæðan, tvisvar! Stundum er fólk ekki í lagi, hvernig geturðu ekki séð rauðan sjö metra langan, upphækkaðan, 38" dekk, Ford F350 pallbíl? Getur auðvitað verið að ég taki alltaf eftir þessum bílum vegna þess að ég er með pallbílablæti (fyrir þá sem eiga ekki málhreinsunarvini þá er blæti íslenska orðið yfir fetish og vegna þess að ég kann hvorki málfræði né stafsetningu þá legg ég mig fram um að nota íslensk orð og hugtök þegar ég get) og þó að ég sé farin að fíla Ara minn ágætlega þá er hann ósköp mikil píka greyið:) Ég saknaði Silveradosins míns mikið og vegna þess að það er svo mikið um sniðugar tilviljanir í heiminum sá ég einmitt Chevy Suburban á leiðinni heim með stuðaralímmiða sem á stóð:

I'd rather push a Chevy than drive a Honda!:D

... það sá heldur enginn Silveradoinn minn úr bílnum sínum þannig að hann var dældaður allan hringinn að lokum (kannski hefur klikkaði nágranninn minn gengið á hann með kylfu?) og það var endalaust verið að atast í honum, Willisinum líka en Ari litli fær að vera í friði ... hann er líka svo lítill að það tekur enginn eftir því að hann er til:) ég er að hugsa um að útbúa stuðaralímmiða á hann:

Ég verð Hummer ef ég verð duglegur að borða grautinn minn! :)

Það þýðir víst lítið að spá í það afhverju menn reyna ekki við mig og vera með pallbílablæti, það fer ekki saman ... yfirleitt keyri ég farartæki sem líta út fyrir að vera eign kærasta frekar en mín og það hjálpar ekki að ég á eingöngu föt sem hylja nærfötin mín, allir bolirnir ná alla leið upp og niður, ég hef gert samning við hárið á mér: ég bögga það ekki, það böggar mig ekki.

Gagnkvæmur skilningur er af hinu góða.

Fyrir utan það á ég það til að missa eitthvað vanhugsað útúr mér eins og í dag þegar ég var að taka mjög þrönga beygju á Þingholtunum á hinum yndislega en frekar stórvaxna Fordpallbíl bróður míns:

Svakalega er stórt undir mér, ég verð að punkta beygjuna ...

Farþegi minn pissaði í sætið.

Góðar stundir

þriðjudagur, september 19, 2006

Batnandi stelpum og köttum er best að lifa:)

Fídel drap geitung í dag og ég er ekki frá því að ég sé frekar stolt af loðkútnum mínum:) ég sá viðureignina að vísu ekki sjálf en miðað við hvað kötturinn er þreyttur þá hlýtur eitthvað að hafa gengið á ... að vísu er kúturinn orðinn níu ára og hans aðaláhugamál er svefn þannig að það er fræðilegur möguleiki að hann hafi sofið í allan dag og að geitungurinn hafi komist hingað inn rétt áður en hann varð sjálfdauður vegna árstíma en ég neita að trúa því vegna þess að hin útgáfan um hinn mikla bardaga Davíðs og Golíats (sama útkoma en við erum að tala um hreðjastærð ekki líkamlega) er svo miklu skemmtilegri :)

og mitt tilkall til titilsins "betri manneskja fyrir afrek dagsins í dag" er það að ég fór í búðina:) og ekki aðeins fór ég í búðina heldur mundi ég eftir því sem mig vantaði í alvörunni og keypti ekki eingöngu vitleysu og túnfisk eins og kemur svo oft fyrir:) ég keypti sápu og morgunmat og grænmeti og álegg og rúgbrauð því ég keypti mér risavaxna krukku af síld um daginn (flokkast undir vitleysu) en gleymi alltaf tilvist hennar þangað til rúgbrauðið er búið ... á föstudaginn til dæmis þegar ég var að búa til nesti fyrir laugardaginn þá fór ég sérferð út í búð til að kaupa ost til að hafa með öllu þessu óútskýrða rúgbrauði sem ég átti heima hjá mér ... í gær fattaði ég svo að ég átti síld og ost en ekkert brauð:)

Ég er farin að gera mér grein fyrir því að mér er ekki ætlað að vera húsmóðir en ég hef lært að spinna þar sem ég er óumflýjanlega nakin í þessu samhengi. Eitt af mínum húsmóðurráðum fyrir þá sem eru að byrja búskap er að kaupa aldrei sítrónuklósetthreinsi eða klósettstein með sítrónulykt ef þú notar sítrónuuppþvottalög í eldhúsinu því þá verður kúkalykt af uppvaskinu :)

Góðar stundir

mánudagur, september 18, 2006

Jæja smjattpattar,

kominn tími á blogg því það er komið haust og löglegu bloggsumarfríi hlýtur að vera lokið ... ég segi að það sé komið haust vegna þess að það rignir á gluggana hjá mér og ég var að útskýra fyrir kettinum að hann megi ekki hafa svalahurðina opna því það kemur svo kalt inn. Við ræðum þetta reglulega allan veturinn (og stundum á sumrin þegar vindáttin er óhagstæð) en hann gleymir því alltaf á milli skipta, hann hlustar heldur aldrei á mig. Ég veit ekki hversu oft ég hef beðið hann um að vaska upp á meðan ég er í vinnunni, ryksuga, búa um, taka til, etc. en það eina sem honum tekst alltaf og óumflýjanlega að gera er að strauja lítið hringlaga svæði með eigin líkamshita og skreyta það með hárum, ach, hann er svo duglegur:)

Nick Cave síðasta laugardag ... ég ætlaði að skrifa um það í gær en mig skorti orð og í dag er ég engu skárri, ég er ennþá brosandi:) Mér finnst maðurinn hreinn og klár snillingur:) að hlusta á lögin hans er eins og að lesa góða bók, þau "dýpka" við hverja hlustun:) ekki alveg öll að vísu, Rock of Gibraltar er frekar bókstaflegt til dæmis, en langflest :) svo er líka svo gaman að hlusta á tónleikaútgáfurnar því þær eru allt, allt aðrar en þær sem koma á diskum:) og tónleikarnir á laugardaginn voru engin undantekning, þvílíkt flottir!!

Mér finnst frekar merkilegt að ég skuli vera svona hrifin af tónlistarmanni þar sem ég þarf ekki alltaf að hafa tónlist í gangi. Ég er búin að skrifa þetta nokkrum sinnum og þetta kemur aldrei rétt út þannig að nánari útskýringar er þörf: mér finnst einhver vegin að fólk sem á sér uppáhaldstónlistarmenn/hljómsveitir/etc. er alltaf að hlusta á tónlist, það á ipod og fer ekki út fyrir hússins dyr án þess að vera í sambandi við hann, það kemur inn í herbergi og kveikir á útvarpinu, það kemur heim til sín og kveikir á tónlistinni áður en það gerir nokkuð annað ... stundum kveiki ég ekki á tónlist dögum, jafnvel vikum saman, það hefur aldrei truflað mig að eiga útvarpslausa bíla eða að vera viðtækjalaus nokkurs staðar en þegar von er á Nick Cave eða hann er einhvers staðar þar sem ég get hugsanlega mögulega hlustað á hann þá er ég mætt fremst í röðina eldsnemma með take-away kaffi og bros á vör ... við Gréta vorum fremstar í röðinni fyrir tónleikana 2002 og við Valgerður stóðum fremstar þegar miðasalan opnaði í sumar:)

Kannski frekar hallærislegt? En mér til málsbóta þá langar mig ekki baun til að hitta manninn! Ég þekki sjálfa mig, ef ég fengi tækifæri til að hitta hann myndi ég bara standa og roðna og blána og gapa og gleyma hvað ég heiti og að lokum kæmi eitthvað einkennilegt hljóð innan úr vélindanu og örlítill sleftaumur myndi leita niður hökuna og falla á útrétta hönd meistara Nick Cave ... og ég þyrfti að lifa með því alla ævi að hafa fengið tækifæri til að hitta manninn og vita að ég hefði slefað á hann :)

Einkennilega hljóðið innan úr vélindanu er til og ég gef það reglulega frá mér, nú síðast í dag þegar ég komst að því að þjálfararnir mínir (sem þjálfa nokkur hundruð einstaklinga) vita hvað ég heiti ... er það gott eða er það vont? Ég var í 14 manna bekk síðustu tvö árin í menntaskóla og ég er nokkuð viss um að næstum helmingur kennaranna hafi ekki vitað hvað ég hét ... það vissi það enginn fyrstu tvö árin:)

Lifið heil

miðvikudagur, september 13, 2006

"Ertu alveg hætt að blogga?"
"Nei, ég veit bara ekki hvar ég á að byrja."

... og það er alveg satt en svo fór ég að hugsa (í kjölfar þess að viðmælandi minn hló að mér) afhverju þarf ég að segja hvað hefur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast? ég er alls ekki þessi persónulegi bloggari sem segi frá öllum sem er að gerast þannig að ég ætti ekki að sleppa því að blogga vegna þess að ég hef ekki sagt frá því sem er að gerast undanfarið? er það nokkuð? :)

það merkilegasta sem gerðist í dag hins vegar var að ég sendi tölvupóst á alla samstarfsmenn mína (rúmlega hundrað) og hvatti þá til stunda jóga í vetur svo við getum fengið ókeypis jógatíma, á vinnutíma, í vinnunni:) ... að vísu ekki á launum but you can't win them all:)

og það sem er helst í fréttum er að ég er að fara til Kanarí:) pantaði að vísu ferðina í maí síðastliðnum þannig að þetta eru ekkert nýjar fréttir en það er bara svo stutt þangað til ég fer núna að mig er farið að dreyma hvað ég ætla að taka með mér:) ... tveggja vikna sumarfrí í sól á fimm stjörnu hóteli við ströndina ... tvær heilar vikur:) hef ekki farið í frí frí síðan ... 1998? :/

kominn tími til! :)

Lifið heil

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Það er varla hægt að segja að sumarið 2006 hafi verið bloggsumarið mikla hjá mér ... en kannski fer ég að blogga aftur núna þar sem ég er komin aftur í gömlu góðu vinnuna mína þar sem eru engir viðskiptavinir og stress þekkist ekki, í minni deild að minnsta kosti:)

Ég þoli nefnilega ekki að vera stressuð og ég er búin að vera svo leiðinleg við fólk að ég held að það komi barasta enginn í afmælið mitt:(

... sem verður haldið eftir tæpan hálfan mánuð en ég er ekki hvorki búin að ákveða hvar né hvenær ... né hvernig:) planið var alltaf að leigja mér trampólín og bjóða öllum í grillveislu í Hljómskálagarðinum en svo benti einn snillingurinn mér á að ef einhver slasar sig á trampólíninu ber ég alla ábyrgð á tjóninu (verandi leigutakinn) en þar sem ég er á almenningssvæði og trampólínið líka þá borga tryggingarnar mínar ekki krónu ... ég þekki of marga klaufa (no offense, en þið vitið hver þið eruð:)) til að taka sénsinn á því:) þá datt mér í hug að leigja hoppukastala en ég held að það væri sambærilegt við að biðja æðri vættir allra náðsamlegast um rigningu á afmælisdaginn sinn (hoppukastalar = rigning, ef indjánarnir hefðu átt plast, skæra liti og loftdælu (?) hefðu þeir aldrei þurft að búa til regndansinn)

Þannig að ég veit ekkert hvað ég á að gera, útiafmæli er ennþá planið en mynduð þið vilja koma í svoleiðis eða mun ég standa ein við hliðina á blautum hoppukastala? Ekki þannig að þið þurfið að koma til að hanga og tjitttjatta, það verður væntanlega einhver dagskrá,
klukkan eitt núll núll reipitog
klukkan eitt núll þrjú brúnku keppni
klukkan eitt þrettán krikket
klukkan eitt tuttuguogsjö grillveisla
klukkan tvö fjörtíuogfimm ropkeppni
klukkan fimmtán núll tvö brennókeppni
klukkan fimmtán sautján pakkar afhentir og allir sendir heim ...

þá geta allir mætt í það sem þeir vilja vera með í eða horfa á eða hlæja að og geta látið sig hverfa fyrir klukkan fimmtán sautján:) ... annars er ég að hugsa um að afþakka alla pakka því það sem mig langar í er allt of stórt til að passa í afmælispappír;) er þetta of "líkamleg" afmælisveisla? er ég eina sem myndi hafa gaman af þessu?:)

... á ég kannski bara að kaupa bjórkúta eins og fyrir tveim árum, bjóða öllum á fyllerí og fara sjálf heim á miðnætti?

Lifið heil

mánudagur, júlí 24, 2006

Hefði átt að blogga í gær til að halda þessu á 10 daga fresti en pabbi átti afmæli og ég var upptekin um kvöldið þannig að það varð ekkert úr því ... ekki að mér hefði dottið það í hug:) Ég er búin að hafa nóg að gera undanfarið, vinna og hjóla og vinna og æfa og vinna og hitta fólk og passa og svo framvegis:) ... svo er ég með ofsalega mikið ofnæmi þessa dagana og mjög óheppin fyrir neðan hné;) með risastórann marblett á hægri fætinum sem "lak" niður þannig að hann er með svarta rófu og á vinstri fætinum er ég með þá allra stærstu blöðru sem ég hef á ævinni fengið en hún er ekki á "venjulegum" stað heldur á ilinni sem er sigin þegar fólk er með ilsig;) ... blaðran er á stærð við fimmkall ... ég tók mynd:)

en ég ætla ekki að setja hana á netið ... ég veit ekki afhverju ég tók mynd, það er frekar sjúkt að taka mynd af sári er það ekki? en ég tók líka mynd af bílnum og hjólinu og hún kemur á netið bráðum:)

Einarinn benti mér á þessa síðu og ég er svo "illa innrætt" (?) að mér finnst hún sniðug:) en það eru kommentasíður fyrir bæði sjónarhornin, með og á móti, ef þið viljið tjá ykkur:)

Verð kannski duglegri þegar það verður meira að gera hjá mér, er það ekki alltaf þannig?

Lifið heil

fimmtudagur, júlí 13, 2006

úje!... hvar er grámosinn? er sjórinn svartur af síld?

get ekki sofið en verð að sofna, ekki góð blanda;)

annars er ég ekki í neinu bloggstuði þessa dagana og hef þar af leiðandi ekki loggað mig inn lengi, lengi, lengi en ég hef samt nóg að segja come to think of it:)

þakka ykkur öllum fyrir kommentin á síðustu færslu!! ég veit ég hef ekki svarað þeim en það var ofsalega gaman að fá þau öll;)

ég á núna tvo bíla, annar er til sölu og hinn heitir Ari :) Ari er pínku ponsu jeppafóstur, hvítt að lit og eyðir ekki neinu, sá sem er til sölu er alvöru jeppi, 33" breyttur Wrangler '90, svartur, silfrað hardtop, skoðaður athugasemdalaust 07, fín dekk undir honum, mjög gott á honum lakkið og selst ódýrt gegn staðgreiðslu ... um að gera að plögga aðeins fyrst ég á þessa síðu og þannig:)

Ari er ofsalega sætur en er ekki að gera mikið fyrir kúlið ... sem er allt í lagi, ef ég vildi að fólk tæki eftir mér myndi ég bara kaupa mér þrönga boli sem ná hvorki alla leið upp né niður og hlébarðaleggings, það væri ódýrara:)

Lifið heil

mánudagur, júlí 03, 2006

Gleðilegan mánudag aftur krakkar mínir:)

alltaf eitthvað að gerast sem kemst aldrei á bloggið, ég kenni því um að núna er sumar og ég er aldrei heima til að blogga ... þegar ég hef verið heima undanfarið hef ég verið að horfa á snilldar þætti að nafni Firefly sem ég fékk lánaða hjá vini mínum í síðustu viku:) ofsalega skemmtilegir og ég mæli hiklaust með þeim:)

annars er það helst í fréttum að nú er ég hamingjusamur eigandi mótorhjóls, Yamaha XT 660R, blátt og hrikalega flott!!

þið eigið eftir að sjá mig á því á götum bæjarins í framtíðinni en þangað til getið þið skoðað þessa mynd eins oft og þið viljið:)... og já, mig vantar líka bíl en ég hef nú megnustu óbeit á bílasölumönnum (löng saga, fyndin en fær samt að bíða betri tíma) þannig að ef þið þekkið einhvern sem er að selja bílinn sinn megiði endilega láta mig vita;)

Góðar stundir

mánudagur, júní 26, 2006

Gleðilegan mánudag allir saman:)

ég býst við að flestir skoði blogg á mánudagsmorgnum þegar ný vinnuvika er hafin en líkaminn vildi helst vera undir sæng og heilinn er ennþá sofandi:) ... morgunn er asnalegt orð ef þið pælið of lengi í beygingu þess, sérstaklega í fleirtölu morgnar, morgna, morgnum, morgna, beygið morgun tíu sinnum hratt:)

ég hef hvorki bloggað né skoðað blogg í meira en viku en ég fer að byrja aftur þegar um hægist og ég veit um hvað ég á að skrifa:) helgin var til dæmis frábær og ég vona innilega að það verði fleiri svona helgar í sumar, langt síðan ég hef farið út úr bænum í þurru og sólskini:)

ég ákvað að vera smá pæja um daginn og keypti mér brúnkukrem, það er sko í tísku og þið sem þekki mig þá er ég dedicated follower of fashion og ég varð auðvitað að eignast einn bauk ... hvað er málið? Ég var eitthvað að stressa mig á því að vera í stuttbuxum því mér fannst ég svo hvít en það er helmingi skárra að vera eins og marmari (það er líka ofsalega klassískt eitthvað) en að vera eins og albinóa gírafi að neðan! appelsínugular rendur og hvítir flekkir ... eins og ég sagði um árið við vin minn sem var að monta sig yfir sólbrúnkunni (en hafði borið sólarvörnina misjafnlega vel á sig og brunnið í flekkjum); það er betra að vera hvítur en asnalega brúnn ... í þessu tilfelli, asnalega appelsínuröndótt - hver vill eiga brúnkusprey??

eitt próf að lokum ... any takers?? :)

You Are A Professional Girlfriend!

You are the perfect girlfriend - big surprise!
Heaven knows you've had enough practice. That's why you're a total pro.
If there was an Emily Post of girlfriends, it would be you.
You know how to act in every situation ... to make both you and your guy happy.


... og Emily Post heimasíðan, ef þið hafið heldur ekki hugmynd um hver hún er:)


Lifið heil

fimmtudagur, júní 15, 2006

Hilmar er byrjaður að blogga!!

... hann stofnaði síðuna að vísu fyrir lifandi löngu, sagði okkur frá henni og virtist svo gleyma tilvist hennar þangað til núna:) Linkur á síðuna hérna til hægri, endilega kíkið í heimsókn:)

Hellidemba og ekkert mótorhjólaveður en ég ætla samt að kaupa mér þannig ... ekki það sem ég prufukeyrði, ég ætla að kaupa svoleiðis þegar ég er orðin alveg gráhærð, verður víst ekki langt að bíða með þessu áframhaldi, en ekki í næstu viku:) Ural eru ofsalega flott og ég skríkti af kátínu þegar ég prufukeyrði það en þau eru ekki mótorhjól og ekki bílar heldur lífsstíll ... sem verður að bíða betri tíma og bílskúrs:)

Ég er ekki viss um hvað mér finnst um svani, ég er nokkuð viss um að ég hef rætt þetta hér áður þannig að ég ætla ekki að fara út í það aftur en ég er heldur ekki viss um hvað mér finnst um 17. júní, góður dagur? vondur dagur? Það er kannski ekki nauðsynlegt að vera alveg með eða á móti þessum degi frekar en að vera alveg með eða á móti svönum? Það er ekki hægt að vera alveg á móti neinu og það er ekkert frábært á alla kanta er það nokkuð? Einu sinni var ég alveg viss um að ég fílaði ekki dúfur en þegar ég kom heim frá París fyrir nokkrum árum og framkallaði myndirnar (fyrir tíma stafrænna myndavéla) voru dúfur á annarri hverri mynd:) kom mér verulega á óvart verð ég að segja, ég var greinilega ekki eins mikið á móti dúfum og ég hélt:)

17. júní 2006 verður erfiður á margan hátt en vonandi góður líka:)

Lifið heil

mánudagur, júní 12, 2006

Ég er ekki hætt bara upptekin við annað, vinna og heimsóknir og spil og hittingar og tónleikar (Bubbi!!;)) og meiri vinna og smá aukavinna og rúntar ... og í gærkvöldi prufukeyrði ég farartæki sem ég féll algerlega, gersamlega, fullkomlega fyrir ... mig vantar farartæki og það segja allir þegar þeir sjá myndir "þetta er svo mikið þú" ... spurning um að láta vaða? lifa á nöfinni og allt það? :)

Lifið heil

föstudagur, júní 02, 2006

Ójá!!

Ég hef skipt um skoðun varðandi racera þó það sé ögn erfitt að sitja á þeim, það hlýtur að koma með æfingunni ef mér verður boðið aftur?;)

Einarinn bauð mér á rúntinn á nýja hjólinu sínu áðan og vá, já, mótorhjól eru svooooo góð hugmynd, það ættu allir að eiga eitt svoleiðis, líka ég:)

Lifið heil
Í fyrradag vorum við að ræða mótorhjólagalla og muninn á leðri og kevlar. Tilefnið var að Einarinn var að kaupa sér hrikalega flott hjól (til hamingju aftur með það;)) og Gunnar var í vinnunni, þeir komu báðir í heimsókn leðurklæddir og brakandi. Við stóðum úti í semigóðaveðrinu sem fólk var að nýta til gönguferða og ræddum öryggi og meðferð mótorhjólafatnaðar og hvað það sést ekkert á leðri þrátt fyrir mikla notkun. Gunnar sagði að honum þætti best að vera í leðurbuxum og Kevlar jakka. Þessu svara ég hátt á skýrt "Ég er öfug" og meinti að mér þætti leðurjakki og Kevlar buxur þægilegri samsetning, ég sagði það bara ekki;)

Um daginn skar ég mig í vinnunni, var að opna kassa, renndi litla putta innfyrir raufina og skar mig akkúrat í "liðamótafellinguna" á efstu kjúkunni, ég veit ekki ennþá hvað þetta tiltekna svæði fingursins heitir (kjúkufelling?) en þar sem ég dreg blæðandi fingurinn úr kassanum dettur mér aðeins í hug að segja: "ÁÁÁáááááII!! Ég skar mig í beygluna!!"

... stundum held ég að það sé ekkert samband á milli munnsins og málstöðva, þau eru ekki einu sinni fjarskyld þegar ég er þreytt, samanber "stjarnfræðigeimvísindarannsóknarflaugisti" sem þýðing á "rocket scientist" eitt kvöldið þegar ég var orðin frekar lúin;)

Lifið heil

þriðjudagur, maí 30, 2006


Fídel er illa við MGM ljónið ... hvernig veit Fídel að hljóðið er ljónahljóð? Er hann kannski bara hræddur því það kemur skyndilega eftir þögn? Það hlýtur eiginlega að vera því ég er nokkuð viss á að hann hafi aldrei hitt ljón þrátt fyrir að vera lífsreyndur miðaldra kisa:) Ég trúi ekki að MGM ljónið hljómi eins og eitthvað frumdýr sem genin í Fídel þekkja sem óvin. Ég þori að fullyrða að íslenski ruslatunnukisinn hafi aldrei nokkrum tíma í þróunarsögu sinni þurft að óttast ljón, síðast þegar ljón og íslenskir ruslatunnukisar hittust voru þeir báðir hreistruð og eldspúandi fornaldarskrímsli ... með vængi og svöruðu annað hvort nafninu Cringer eða Battle Cat:)

Þar sem ég er að ræða fornöld og jarðsöguleg tímabil þá vil ég leiðrétt einn misskilning sem ég veit ekki hversu útbreiddur er, Krítartímabilið er ekki nefnt svo vegna þess að risaeðlubein hafi fyrst fundist á eyjunni Krít:) Loftslagið var hlýtt að vísu eins og á eyjunni en Krítartímabilið er nefnt eftir risastórum krítarlögum við Bretland og meginland Evrópu ... ótrúlegt að hlusta á vitleysinu sem fólk röflar yfir kaffibollum! Þegar “hjólað í vinnuna” átakið var í gangi sagði einn snillingurinn við annan: “þetta er alveg ótrúlega vinsælt, það eru bara allir að hjóla í vinnuna! Í morgun á leiðinni á skrifstofuna hjólaði ég eftir Miklubrautinni og allir sem voru ekki í bílum voru að hjóla eða ganga eða bíða eftir strætó!!“ stórmerkilegt! Á Miklubrautinni! Jamms, það tóku sko allir þátt í þessu átaki, nema þeir sem voru á bílum auðvitað:)

Góðar stundir
Missti af því að fara á línuskauta í gærkvöldi en planið er að kíkja í kvöld ef hann helst þurr. Ég er samt hálfpartinn að vona að það fari að rigna vegna þess að ég er heigull og ... líkamlega-sérhlífin-þegar-kemur-að-því-að-meiða-mig:) það hlýtur að vera til eitthvað orð yfir þetta á íslensku annað en lífhrædd? ég er nefnilega ekkert sérlega lífhrædd yfirleitt en púkinn inní mér sem er sér um rófubeinið (því púkar eru með rófur, ekki stelpur) telur línuskauta verkfæri djöfulsins og kiprast saman af hræðslu (eða gleði, þetta er nú púki) við tilhugsunina;) afhverju var ég að kaupa mér nýja skauta um daginn? því þeir sem ég átti eru sérhannaðir til að skella skautaranum á bossann og ég hef fengið nægilega mikla reynslu í að detta, núna langar mig til að læra að skauta því ég veit að ég get þetta og mig langar alveg ofsalega að vera línuskautafær:) ég er samt ekki að hugsa um að kaupa mér nýjan fataskáp í sportvöruverslun og sannfærast um að íþróttatoppur virki sem frambærileg hversdagsföt! Ég vil bara geta rúllað áfram án þess að horfa á tásurnar á mér og titra í hnjánum:) Einarinn er líka búinn að koma með alveg snilldarhugmynd um hvernig ég geti verið með rasshlíf án þess að vera með "rasshlíf" sem ég er að hugsa um að notafæra mér - þá verða mér allir vegir færir!!

Góðar stundir

mánudagur, maí 29, 2006

Tölvan er komin heim

... en núna hef ég ekki tíma til að sinna henni;)

Lifið heil

miðvikudagur, maí 24, 2006

Nick Cave kemur aftur!!

Þá veit ég hvað ég verð að gera 16. september næstkomandi, alltaf gaman að gera plön þrjá mánuði fram í tímann ... myndi skrifa þetta í dagbókina mína en ég held ég gleymi ekki þessum tónleikum;)

í öðrum fréttum þá er tölvan mín í viðgerð og verður það kannski fram yfir helgi (viðgerðin tekur að meðaltali 3 virka daga og í þessari viku er að sjálfsögðu einn frídagur ... ég er með fráhvarfseinkenni en tölvuleysið hefur ekki staðið nema rúman sólarhring;)

ég er nördið sem bíð eftir að vinnan mín opnast á morgnanna ... var mætt hálftíma fyrir opnun í morgun en ég gat ekki sofið lengur vegna flókinna draumfara:) ég ákvað nefnilega að eiga kassann sem ég fékk gefins um daginn, ég er búin að mála hann og er núna að ákveða hvernig lokið á að vera ... ég er eiginlega búin að ákveða að skera keltneska "hnúta" í lokið þannig að ég er búin að vera að æfa mig í útskurði undanfarið ... ég er ekkert sérlega góð í að skera út ENNÞÁ en ég er viss um að þetta komi með tímanum;) en ég er sem sagt að æfa mig og það var þess vegna sem ég gat ekki sofið í alla nótt og mætt á skynsamlegum tíma í vinnuna í morgun, mig dreymdi að hnútarnir sem ég var að skera út væru aldrei kyrrir ... þeir vildu ekki fara ofan í viðinn heldur lyftust þeir alltaf upp af honum og mér fannst ég ekki vera að skera þá út heldur var ég að reyna að negla þá á lokið ... eftir þennan draum hef ég ákveðið að sleppa öllum pælingum um drekahöfuð og stafnlíkneskjur:)

Lifið heil

mánudagur, maí 22, 2006

Hrikalega voru Finnarnir flottir á laugardaginn! :)Eeeeeexxxxxxxxxbbbbbbbbbbbéééééééééééééé!

Góðar stundir

föstudagur, maí 19, 2006

Jæja, við keppum ekki á laugardaginn ... en það er í lagi því Lordi komst áfram og mér finnst þeir ótrúlega flottir!:)

Andlega uppgefin akkúrat núna ... ég er hætt að hugsa um að líkaminn þurfi meiri svefn því hann hefur verið þreyttur svo lengi ... ég held að þetta sé ofnæmislyfjunum að kenna þannig að ég get valið á milli þess að geta ekki andað og ekki náð að sofa eða ná að sofa en vera úrvinda allan daginn því mig dreymir svo mikið? ég kýs að anda auk þess eru draumarnir hin ágætasta skemmtun, í nótt dreymdi mig Gorka Morka skrípaher með kokkahúfur og á fiðruðum korsilettum a la Silvía Nótt:)

Einn brandari fær að fljóta með í lokin vegna þess að það er föstudagur:)

A crusty old Sergeant Major found himself at a gala event hosted by a local liberal arts college. There was no shortage of extremely young, idealistic ladies in attendance one of whom approached the Sergeant Major for conversation.

She said, "Excuse me, Sergeant Major, but you seem to be a very serious man. Is something bothering you?"

"Negative, ma'am," the Sergeant Major said, "Just serious by nature."

The young lady looked at his awards and decorations and said, "It looks like you have seen a lot of action."

The Sergeant Major's short reply was, "Yes, ma'am, a lot of action."

The young lady, tiring of trying to start up a conversation, said, "You know, you should lighten up a little. Relax and enjoy yourself."

The Sergeant Major just stared at her in his serious manner.

Finally the young lady said, "You know, I hope you don't take this the wrong way, but when is the last time you had sex?"

The Sergeant Major looked at her and replied, "1955."

She said, "Well, there you are. You really need to chill out and quit taking everything so seriously! I mean, no sex since 1955!" She took his hand and led him to a private room where she proceeded to "relax" him several times.

Afterwards, and panting for breath, she leaned against his bare chest and said, "Wow, you sure didn't forget much since 1955!"

The Sergeant Major, glancing at his watch, said in his matter-of-fact voice, "I hope not, it's only 2130 now."


Góðar stundir

fimmtudagur, maí 18, 2006

Töframaður tekst á við draumaverkefni

Töframaðurinn fífldjarfi, David Blaine, hefur nú að mestu jafnað sig á hrakförunum í vatnskúlunni á dögunum og er nú staddur hér á landi til að takast á við það sem hann kallar stærsta 'töfrabragð allra tíma'.

Blaine segist vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar honum var boðið að spreyta sig á verkefninu og segir það draum allra metnaðargjarnra töframanna að fá tækifæri sem þetta.

Blaine kom til landsins snemma í morgun og hefur þegar hafið undirbúning - en hann mun, standist hann læknisskoðun, stýra kosningabaráttu framsóknarflokksins í Reykjavík á lokasprettinum.


Baggalútur klikkar aldrei;)

Góðar stundir
Gleðilegan undanúrslitadag:)

símreikningurinn minn mun hækka í kvöld en ég er ekki alveg búin að ákveða hverjum það verður að kenna (auk mín) að hann hækki ... en það verður gaman:)

ég labbaði upp á fjall í gærmorgun fyrir vinnu, get því miður ekki sagt að við höfum farið alla leiðina upp en í nótt var ég fegin því ég ekki aðeins endurtók fjallgönguna heldur datt ég niður hlíðina að henni lokinni, ef ég hefði gengið alla leið uppá topp hefði fallið verið miklu hærra og ég gæti vel hafa sofið yfir mig því gangan tók langan tíma í alvörunni en miklu lengur í draumnum - það er ekki hægt að reima skónna sína þegar augun eru lokuð og þú nærð engum fókus ... kannski datt ég því ég gat ekki reimt? man það ekki en ég man að við Fídel lentum í árekstri í nótt og hann var að keyra!! Þegar löggan kom laug ég því að ég hefði verið að keyra með Fídel í fanginu en þeir trúðu mér ekki því ég hef "alltaf verið fyrirmyndarbílstjóri" en það vita allir að kettir eru "sífellt til vandræða" ... löggan var greinilega með fordóma fyrir köttum;)

Lifið heil

þriðjudagur, maí 16, 2006

Fyrst er áríðandi tilkynning frá Sjálfstæðismönnum í Tuborg (áður Árborg)

Eins og flestir ef ekki allir íbúar Tuborgar vita þá hefur eitt af stóru baráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Tuborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í ár verið áhersla á að Hellisheiðin verði full-upplýst á næsta kjörtímabili... Þetta baráttumál er ekki lengur á stefnuskrá flokksins þar sem komið hefur í ljós að ljósastaurar geta hreinlega bara verið fyrir!!

og í öðrum fréttum þá er hjólið komið í lag þannig að ég kemst hraðar á milli staða sem er fínt því ég virðist alltaf eiga að vera annars staðar nokkrum mínútum eftir að ég hætti að eiga að vera þar sem ég var ... en ég gaf blóð í gær og fékk bréf frá gömlum vini í Frakklandi, lífið er barasta mjög fínt þrátt fyrir pikkles, kaos og uppnám:)

Góðar stundir

sunnudagur, maí 14, 2006

Það hvellsprakk á hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna í morgun! Ég vissi ekki að svoleiðis gæti komið fyrir en ég heyrði bara svona "púfffTTTT" hljóð svo "SSSSSSSSSSSSSSSsssssssssss" og dekkið varð alveg loftlaust:) stórmerkilegt alveg hreint en ég datt ekki þó það sé komið sumar og það er orðið frekar langt síðan ég datt síðast - ég er væntanlega að spara mig fyrir línuskautana;)
ég tók dekkið af og keypti bætur á leiðinni heim þannig að núna er ég með ilmandi dekk (ég finn enga lykt sjálf en kettirnir eru einstaklega áhugasamir um þetta allt saman) og pakka af bótum heima hjá mér en er bara nýbúin að uppgötva stórkostlegan feil í áætluninni, ég get ekkert fundið gat í slöngu ef ég get ekki pumpað í hana er það nokkuð?

Sprengikveðjur

föstudagur, maí 12, 2006

Föstudagur ...

stundum vildi ég að hver færsla væri titluð eins og á sumum bloggum en "templateið" sem ég valdi mér býður ekki uppá það ... sem er fínt því þá neyðist ég ekki til að finna titil á hverja einustu færslu;) en þessi færsla er sönn, alvöru, hundrað prósent föstudagsfærsla:)

ég hef ekki getað sofið undanfarið og hef verið hálfsvefnlaus í rúmlega hálfan mánuð:( jú, ég sofna yfirleitt að lokum en þá er ég búin að snúa mér hundrað sinnum, reyna að sofna á sófanum, opna glugga, loka gluggum, opna útá svalir, loka aftur og núna um daginn flutti ég rúmið mitt úr svefnherberginu inní stofu því ég náði ekki andanum þegar ég reyndi að sofna, ég prófaði að fara út að hlaupa og ganga og hjóla til að þreyta mig almennilega líkamlega, prófaði að leysa Soduko gátur og teikna í þrívídd til að þreyta mig almennilega andlega, jú, þetta virkaði alveg, ég varð drulluþreytt en ég hef ekkert náð að hvílast:) í dag datt mér loksins í hug að taka stóran ofnæmislyfjaskammt og viti menn!! ég get andað, mér klæjar ekki í hálsinn og ekki í eyrun og mér svíður ekkert í augun:) ég á eftir að sofa eins og ungabarn í nótt sama hvar ég ákveð að sofa;) ég tók lyfin eftir að ég frétti að mælingar sýna fjórfalt magn frjókorna í Reykjavík miðað við venjulegan maí ... alltaf skemmtilegt þegar þegar vandamál leysast svona auðveldlega, verð greinilega að fylgjast betur með þessum mælingum í framtíðinni?? ég hef ábyggilega gert illt miklu, miklu verra með því að vera alltaf að reyna á mig í útiloftinu rétt fyrir háttinn ...

hvað um það ... í gær keypti ég mér nýja línuskauta:) ég held að þetta sé mynd af þeim, nema ég keypti auðvitað rauða því ég er svo mikil gella ... og svo voru þessir bláu líka búnir;) en ég er ekki alveg hundrað prósent viss því ég er ekki með skautana hérna hjá mér:) ég var sko hjólandi og keypti þá í Everest í Skeifunni þannig að Majan mín elskuleg, sem fór með mér til að auðvelda mér valið á réttu skautunum, ætlar að ná í þá á bílnum sínum á morgun:) það reyndist líka mjög góð hugmynd að skilja þá eftir í búðinni því við enduðum á því að hjóla upp í Salarhverfið í Kópavogi í heimsókn til systur Maju, mjög mikið uppá móti en næst þegar við förum verða brekkurnar ekki eins erfiðar því væntanlega munum við ekki villast á leiðinni eins og í gær;) hringurinn hefur verið 20-25 kílómetrar (ekki hægt að segja að við höfum farið "beinustu leiðina") og ég fór beint í afmæli til Hilmars eftir hjólatúrinn í gærkvöldi og ég fann það á fótunum mínum í dag að þeir hefðu alveg viljað sofa í nokkra klukkutíma í viðbót ... á leiðinni heim áðan kom ég við í Húsasmiðjunni útá Granda, Bónus á Laugavegi, kaffihúsinu (til að taka myndir ekki til að vinna;)), skilaði af mér pakka frá kollega mínum til sameiginlegs vinafólks okkar og pumpaði í dekkin á hjólinu á leiðinni heim ... mikið ofsalega var gott að setjast niður!:) ég hef varla staðið upp síðan ég kom heim en þyrfti að gera það ... þyrfti að gera eitthvað en mig langar bara til að fara að sofa;)

hvernig fer fólk að því að eiga tvö börn og gera ekki uppá milli þeirra? ég á í erfiðleikum með að gera ekki uppá milli kattanna, þegar einn malar finnst mér ég vera að vanrækja hinn en vil ekki hætta að klappa þeim sem malar til að klappa hinum því þá hættir hann að mala ... en samhæfingin mín er öll að koma til, ég er farin að geta leikið mér við tvo ketti samtímis með tveimur leikföngum og er ekki stórsködduð eftir leikinn;)

annars komst ég að svolitlu í dag sem kom mér í verulegt uppnám en það er ekkert sem ég get gert ... hafið þið einhverja skoðun á karma? haldið þið að fólk uppskeri eins og það sái í alvöru eins og orðatiltækaið segir?

þetta er vissulega föstudagsfærsla en vinnuvikan er ekki búin, ég verða að vinna á morgun og hinn og alla næstu viku og svo er ég að þjóna í veislu held ég á föstudagskvöldið eða á veitingastað, veit það ekki ennþá en vin minn bráðvantar fólk þetta kvöld og ég er að skoða eyjar í Adríahafi sem mig langar til að eyða peningum á í haust;)

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ... hlýtur að vera komið sumar því þessi ljóðlína suðar í kollinum á mér:)

Lifið heil

fimmtudagur, maí 11, 2006

Þegar ég fór í vinnuna í morgun ... fyrir næstum því sólarhring síðan ... bjuggu fimm einstaklingar í húsinu mínu að staðaldri, þrír kvenkyns og tveir karlkyns. Aðra hvora helgi, sýnist mér, fjölgar okkur um næstum því helming því tveir krakkar, strákur og stelpa, mæta í kjallarann og kríta broskalla og parísa á hellurnar í garðinum. Núna nýkomin heim úr vinnunni heyrist mér á öllu að við séum orðnir sex íbúar í húsinu en hvort kynjahlutfallið sé ennþá okkur konunum í hag eða hvort karlarnir hafa náð okkur í fjölda veit ég ekki, það er ekki hægt að greina kyn nýfæddra barna á rödd þeirra:)

Á að gefa nágrönnum sínum sængurgjöf? væri það ekki viðeigandi? ég vona að það verði ekkert loftborað á morgun, börn þurfa ekki að vera fædd inní Vísindakirkjufjölskyldur til að verðskulda rólegheit fyrsta sólarhringinn sinn í heiminum ...

Þetta var merkileg vakt í kvöld ... vaskurinn stíflaðist, það varð að skipta um alla kútana þó við hefðum ekki selt sérstaklega mikinn bjór, ég sullaði öllum tegundum sulls á mig því ég mætti þreytt og varð þreyttari, ég braut glös, missti öskubakka, hitti ekki í ruslið, sprautaði rúðuúða framan í mig, brenndi mig á a) grillinu b) kaffivélinni c) sjóðandi heitu vatni, ég henti út tveim stykkjum af rónum, bað frænda tveggja krakka sem voru að klára samræmduprófinn í dag vinsamlegast um að yfirgefa svæðið ásamt krökkunum þegar klukkan var að verða miðnætti og krakkarnir höfðu hjálpað honum nægilega mikið með bjórinn hans (og ekki snert á kakóinu sínu) til að tilkynna mér hverju þau væru að fagna (samræmduprófalokum) og að ég væri besta vinkona þeirra "í öllum heiminum", ég rakst aftur á hel***** járnið í veggnum og fékk gat og mar á framhandlegginn (gerist að vísu fáránlega reglulega), klemmdi mig aftur á hel***** járninu þegar ég var að læsa húsinu (yfirleitt klemmi ég mig EÐA fæ marblett, ekki bæði), læsti mig úti og lyklana inni - eftir lokun, reif ruslapoka á leiðinni í ruslagáminn og var búin að hjóla heim þegar ég fattaði að ég hefði gleymt hjólahjálminum á tröppum kaffihúsins og varð að hjóla hjálmlaus aftur til baka til að ná í hann ... það var samt alveg í lagi því leiðin á kaffihúsið er öll niður á móti, leiðin heim hins vegar virtist þrisvar sinnum lengri en venjulega og var öll upp í móti ... hefði átt að skilja hjálminn eftir þarna því þá myndi ég hafa fullkomlega gilda afsökun fyrir því að kaupa mér nýjan:) þessi sem ég á er svona "alvöru" hjálmur, merktur TREK en hann er fáránlega óþægilegur og mér líður eins og skjaldböku með hann á höfðinu ... hann er straumlínulagaður til að ná meiri hraða en AFHVERJU er hann gerður straumlínulaga? ég held ég hafi aldrei farið nægilega hratt til að réttlæta lögunina samt hjóla ég á útopnu niður eina bröttustu brekku Reykjavíkur á hverjum morgni:) hjálmurinn á að passa og allar ólar eru rétt stilltar en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að höfuðið sjálft sé ekki nægilega straumlínulagað frá náttúrunnar hendi til að þola lögun hjálmsins, ég er með ferkantaðan haus sem á að vera kyrr eða á rólegu rölti, þannig er ég hönnuð og þannig voru forfeður mínir hannaðir - hef ég minnst á það að forfeður mínir fyrir austan voru sumir hverjir með svo ferkantaðan haus að hestar báru þá ekki?

Góðar stundir

miðvikudagur, maí 10, 2006

Siðmenntaðar framkvæmdir hafa enn ekki hafist og loftborinn er enn í fullum gangi en góðu fréttirnar er að þeir hafa fundið neðanjarðarstöðuvatn í kjallaranum! Það er að minnsta kosti allt á floti þarna núna ... nema þeir ætli kannski að byggja sundlaug í staðinn fyrir sólskála?

Sem betur fer hef ég ekki þurft að þola þennan hávaða í allan dag og ég hef alltaf stoppað svo stutt heima þessa vikuna á meðan þeir eru að þessu, bara rétt til að tékka á póstinum og blogginu og skipta um föt svo er ég farin aftur, en aumingjans kisurnar eru í klessu og heimavinnandi og -verandi fólk er eflaust allt orðið heyrnalaust og gráhært ... verð að athuga hvernig hárið er á nágrönnunum næst þegar ég hitti þau, kisurnar eru greinilega alveg búnar að fá nóg og þurfa mikla athygli þannig að ég ætla að sinna þeim en ekki ykkur þangað til ég þarf að mæta aftur í vinnu:)

Með loftborskvejðu úr Þingholtunum

þriðjudagur, maí 09, 2006

Ég er búin að gleyma hvaða tannkrem mér finnst gott ... ég veit að þetta hljómar furðulega en ég man bara ekki fyrir mitt litla hvaða tannkrem það var sem mér fannst gott á bragðið:(

ástæðan fyrir því að ég man þetta ekki, ég veit að allir eiga að muna svona hluti um eigin smekk, en ég versla stundum í Bónus og þar eru ekki allar tannkremstegundir seldar en samt kaupi ég tannkrem þar þegar mitt er alveg að verða búið ... það er ekkert að þessum tegundum sem ég kaupi, mismunandi í hvert skipti held ég, en þær eru bara ekki eins góðar og mér finnst að tannkrem eigi að vera því ég veit að ég hef notað betra tannkrem um ævina en það sem er inná baði núna ... og betra en það sem ég keypti síðast líka ...

hvaða tannkrem notið þið? eruð þið sátt? hvar er það keypt?

Góðar stundir

mánudagur, maí 08, 2006

Komin heim eftir fyrsta 8 til 4 vinnudaginn:) já, krakkar mínir, það kom að því að ég væri að vinna venjulegan vinnutíma en núna kem ég heim á loftborstíma ... þetta er gallinn við að búa í hverfi þar sem alltaf er verið að gera upp hús, byggja við og laga garða ... um leið og vorar fara eigendur og íbúar af stað og allar helgar og öll kvöld má heyra óm framkvæmda þar sem flestir eru í fullri vinnu við að gera eitthvað allt annað á daginn og nota svo sumarfríið sitt í að sitja á nýjum palli við nýmálað hús með nýtt dren og nýtt þaki:) "ómur framkvæmda" er hugsanlega ekki alveg rétt lýsing á þessum dómsdagshávaða sem nístir merg og bein og gerir kettina að skjálfandi taugahrúgum en það er takmarkað mikið sem loftbor dugir, það hlýtur að koma að því að loftborshluti verksins klárist og siðmenntaðri framkvæmdir hefjast ... málingarvinna finnst mér til að mynda afskaplega siðmenntuð, þar eru menn hver með sitt vasadiskó/ipod og eina sem heyrist er létt skvamp þegar pensli er dýft í fötu ... þá er ég að meina þegar búið er að reisa stillansinn og það er ekki kaffitími og þegar allir starfmennirnir eru ekki á svipuðum aldri og hlusta ekki á svipaða tónlist í gettóblaster á sterum ... vonandi verður málingarteymið sem við ætlum að fá til að mála húsið okkar í sumar allir á mismunandi aldri, af mismunandi þjóðernum og með mismunandi tónlistarsmekk þannig að þeir hlusta hver á sína tónlist og tala ekki saman:) að sjálfsögðu er ég að grínast, þeir mega allir vera á sama aldri, hlusta á sömu tónlist, þeir mega meira að segja allir vera fyrrum þátttakendur í Herra Ísland ef þeir fara úr að ofan í vinnunni:) jamms, ég vil fá hálfbera hnakka á palla í kringum húsið mitt í sumar, við ætlum að mála það gult þannig að kannski að Gilzenegger vilji vera með? ég sá hann í auglýsingu um daginn í gulum jakkafötum að auglýsa gular síður þar sem hann var að mála hús gult, tilvalinn kandídat í gulhúsamálun finnst mér:)

en talandi um jakkaföt þá veit ég hvað varð um öll hvítu jakkfötin sem Herra Hafnarfjörður var að auglýsa um daginn:) Trabant keypti lagerinn og var í þeim á Manchestertónleikunum síðasta laugardag! Ég fékk boðsmiða, takk stelpur:) og þetta voru alveg ágætir tónleikar en þegar Elbow (hljómuðu eins og blanda af Coldplay og Sting-eftir-gráa-fiðringinn) byrjaði að spila fórum við heim til að spila Catan sem mér persónulega fannst miklu skemmtilegra:)

í gærkvöldi fórum við í Matador en enginn mundi reglurnar almennilega og Íris rústaði okkur Hilmari eftir að hafa unnið 20.000 króna sveitastyrk ... en Sigga var bankastjóri þannig að kannski voru brögð í tafli? man einhver hvað það þýðir að eiga allar götur í sama lit? kann einhver reglurnar í Matador? ef svo er þá er laust pláss næst þegar Matador verður tekið fram ... sem verður um leið og við Hilmar hættum að vera bitur:)

fyrstu útileikir sumarsins leystust upp í impróveseraðan skotbolta og klifrugrindarklifr ... ég vissi ekki að ég væri með vöðva í handakrikanum, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um líkamann sinn:)

Lifið heil

föstudagur, maí 05, 2006

Ég hálfskammast mín fyrir hvað ég er búin að þjálfa kettina vel ... Fídel er á sérfæði og má helst ekki borða annað en það sem dýralæknirinn leyfði, Seifur er líka á nokkurs konar sér-fæði, hann borðar allt sem hann sér:) en ég er búin að harðbanna honum að koma nálægt matnum hans Fídelar! Fídel nær aldrei að klára matinn sinn ... hann borðar eins og fugl, en ekki segja honum það;) Seifur klárar matinn sinn og reynir svo að borða það sem Fídel skildi eftir en ég stoppa hann alltaf af ... fyrst klappaði ég alltaf og tók matinn af honum, svo klappaði ég en þurfti ekki að taka af honum matinn, hann hætti bara að borða, en núna virðist ekkert þurfa að gera lengur ef ég er einhvers staðar nálægt ... á meðan ég pikka þetta hefur Seifur legið á eldhúsgólfinu og krækt sér í mylsnur af gólfinu í kringum sérfæðis-diskinn hans Fídelar ... mér finnst ekkert sérlega gott að kötturinn sé að borða af gólfinu en ég hugga mig við það að ef ég snéri mér undan án þess að fjarlægja diskinn myndi allt klárast á augnabliki, ég er búin að þjálfa kettina en þeir eru samt ekkert "þjálfaðir";)

Ég var að keyra áðan og útvarpið var stillt Kiss FM, klukkan var sex og þátturinn Sex til sjö átti að byrja. Þulurinn kynnti þáttinn en svo þagnaði útvarpið og ekkert heyrðist í hátt í mínútu svo heyrðist í útvarpsþulinum "tæknin er eitthvað að stríða þeim í Sex til sjö, það heyrist ekkert í míkrófónunum þeirra en þetta hlýtur að fara að koma, ekki hafa áhyggjur ..." ... hafið þið einhvern tímann haft áhyggjur af útsendingum og afsökuðum hléum? vissi ekki að ég ætti að hafa áhyggjur af slíku því hingað til hefur útsendingin alltaf byrjað aftur þegar tæknin hættir að vera stríðnispúki eða tæknimennirnir fatta hvaða snúra datt úr sambandi ... ég myndi kannski hafa áhyggjur ef útsending rofnaði alveg eftir að þulur hafi sagt "við rjúfum þessa beinu útsendingu frá síðustu mínútum úrslitaleiks Íslands og Brasilíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu því aaaaaaaaarrrrrrrrrrrrgggggggggggggggggghhhhhhhhhhhhhhhh .... " jú, þá hefði ég áhyggjur, því ég myndi líklega aldrei horfa á beina útsendingu frá nokkrum fótboltaleik ótilneydd ...

Með ást og virðingu

fimmtudagur, maí 04, 2006

Ég hef ósjaldan haldið því fram að ég sé betri skriflega en í alvörunni en kannski er það ekki rétt hjá mér, jú ég roðna aldrei þegar ég skrifa ... yfirleitt ekki og þegar ég geri það þá er enginn sem horfir á mig þannig að ég roðna ekki meira vegna roðn-meðvitundarinnar ... og það er gott að roðna ekki (annars var stelpa sem ég þekki að segja mér í kvöld að hún hafi aldrei séð mig roðna ... hún man greinilega ekki eftir því þegar við vorum að kynnast, ég held ég hafi aldrei talað við ókunnugan einstakling án þess að roðna?:)) en svo var mér sagt um daginn að þegar fólk sem ég þekki les bloggið mitt heyrir það mig tala um leið og það les, það "sér" handahreyfingarnar sem ég nota alltaf þegar ég er að segja frá hlutum og það er það sem gerir bloggið mitt skemmtilegt ...

skoðanakönnun: "sérð" þú mig tala þegar þú lest bloggið mitt?

og já, ég ákvað í dag að framvegis skyldi ég svara öllum kommentum ... þessi ákvörðun er að vísu ekki afturvirk þannig að þið verðið öll að kommenta aftur til að fá svar:)

... takk samt fyrir öll kommentin, mér finnst alltaf gaman að fá svoleiðis ... og ef þú ert með blogg og hugsar "ég ætla ekki að kommenta því hún kommentar aldrei hjá mér" þá segi ég tveir mínusar gera ekki plús (nema í stærðfræði samkvæmt Írisinni, en stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið:)) fyrir utan það að yfirleitt les ég blogg þegar ég er að mynda í vinnunni og þá get ég ekki notað lyklaborðið;)

Lifið heil
Ég vona að þetta virki því þetta er frábær leið til að byrja nýjan dag:)Góðar stundir

miðvikudagur, maí 03, 2006

Woody Allen: snillingur eða leiðindapúki?

mér finnst hann leiðindapúki ... það finnst ekki öllum hann skemmtilegur

alltof mikil rigning úti og samkvæmt Bergþóri Pálssyni verður góð spretta í sumar

ég er stelpa ... hvorki gras né tilvonandi hey

kettirnir eru komnir inn af svölunum eftir að hafa fylgst með fuglunum í trjánum í allt kvöld

ég veit ekki ennþá hvað mér finnst um svani og ég náði að sofna í nótt ... en ég er fegin að þeir sitja ekki á grein fyrir utan gluggann hjá mér og hræða kettina

Lifið heil

þriðjudagur, maí 02, 2006
... hver hefur verið að bíða eftir hvítum jakkafötum? Herra Hafnarfjörður segir í auglýsingunum sínum að allir hafi verið að bíða eftir þeim en þeir hljóta að vera að ljúga því ég þekki engan sem bíður?

... bandarískt fólk er búið að fatta mæspeis því ég var að horfa á Jay Leno og þegar hann sagði orðin brutust út fagnaðarlæti meðal áhorfenda hans, en hann var að tala um mæspeis í sambandi við þingmann sem reyndi að draga "14 ára" tálbeitu bandarísku alríkislögreglunnar á tálar, er mæspeis útlenskt einkamál.is?

... ég fór að pæla í nótt, á meðan ég beið eftir því að sofna, þegar þið hellið á milli glasa þá verður alltaf eitthvað eftir í gamla glasinu/bollanum, hversu mikið verður eftir? ef ég ætlaði að hella einum desilítra "á milli" glasa/bolla en alltaf nota nýtt glas (og bolla þegar glösin klárast) hversu mörg glös þyrfti ég? ég geri ráð fyrir að það sé hægt að mæla það sem verður eftir í glasinu sem hellt er úr og að það magn ræðst af því hvers kyns vökvinn er, sýróp til dæmis skil meira eftir sig en til að mynda soðið vatn ... glasið gæti líka haft einvher áhrif, pappaglas vs. glerglas, og auðvitað skiptir "hellarinn" sjálfur máli, hvað fer mikið útfyrir? ég komst að þeirri niðurstöðu að allt klárast að lokum og ef það nennir enginn að hella neinu þá gufar vatn upp og maurar éta sýróp, ég þyrfti bara að redda maurum og svo sofnaði ég ... alltof seint:)

... ég vaknaði í morgun nokkrum mínútum eftir að ég fór að sofa og fór niður á Tjörn með litlu frænku minni og stóru systur, við vorum með fjögur heil brauð sem við fengum gefins í bakaríi:) það tekur langan tíma að rífa niður fjögur brauð og það var mikið um að vera í vatninu, tveir svanir fóru að rífast og einn þeirra elti hinn fram og aftur með bakkanum ... ég varð fyrir gusunum og það var andavatnslykt af mér í allan dag ... ég get ekki ákveðið mig hvort ég fíli svani eða ekki? kannski verður sú spurning til þess að ég verði andvaka aftur í nótt?

... ég fékk gefins trékassa um helgina sem ég veit ekki hvort ég vil eiga og ef ég vil eiga hann hvað ég eigi að gera við hann ... hann er stór og gæti litið vel út ef ég málaði hann með málingunni sem ég keypti í gær ... ómeðvitað er ég jafnvel búin að taka ákvörðun nú þegar, ég þarf ekki að mála neitt annað blátt:)

Ást og virðing

sunnudagur, apríl 30, 2006

Ég þjáist af valkvíða, ég vissi ekki að þessi tegund af kvíða væri til fyrr en frekar nýlega en í dag sé ég að ég þjáist af honum:)

og mig/mér klæjar undan blöðruplástrunum sem ég setti á mig í gærkvöldi á meðan ég horfði á M.I. og bloggaði .... það sést á blogginu að ég var að einbeita mér að plástrunum og bíómyndinni sem var ekki eins skemmtileg og mig minnti og svo fór allt continuity ruglið í Prime að fara í taugarnar á mér, á þessum lista minnast þeir ekki á kleenexboxið sem var alltaf á fleygiferð um borðið við sófann og hvernig fólk lá í einu skoti en sat upprétt í því næsta án þess að hafa haft tíma til að setjast upp ... ég ætti kannski bara að gerast skripta í Hollywood? þá get ég sjálf komið í veg fyrir svona mistök ... held samt að ég sé of ... of anal? til að ráða við svoleiðis starf, ég gæti ekki aldrei sofnað ef ske kynni að eitthvað væri að færast úr stað í stúdíóinu:) og að lokum myndi ég missa vitið:)

what to do, what to do ... ég fór ekki í göngutúr í morgun til að hlífa blöðrunum mínum en mig langar út núna, veðrið er frábært og það virkar alvöru, ekki glugga en ég tími ekki að standa upp því kettirnir liggja sitthvoru megin við mig og mala, ef ég stend upp fara þeir að slást og hvæsa og svo þarf ég líka að taka til, herbergið mitt til dæmis er óþekkjanlegt ... ég er að hugsa um að gefa öll fötin mín nema nokkur pör af sokkum, nærfötum, tvennar buxur, tvo boli og kannski tvær peysur þá þyrfti ég aldrei að ákveða í hverju ég ætlaði um morguninn og það væru færri flíkur til að þvo og brjóta saman ... ég lifi í of miklum vellystingum held ég barasta og það versta er að mér finnst ég þurfa að kaupa nýja skó! ég þarf þess ekkert, mér bara finnst það, þessir sem ég er í leka ekki og eru ekki rifnir á áberandi stöðum, reimarnar eru meira að segja heilar en samt langar mig í nýja skó ... ég er kannski búin að horfa of mikið á Sex & the City? fyrst að veðrið er svona gott ætla ég að leysa þetta skó-vandamál með því að fara í sandalana mína og nota þá í nokkra daga þangað til ég-vil-kaupa-nýja-skó tilfinningin er liðin hjá:)

Með ást og virðingu

laugardagur, apríl 29, 2006

Missssjóón Impossible! Tom Cruise freimaður minnir mig ... flottar brellur? Man ég hafði gaman af henni einu sinni en man samt ekkert eftir henni:) Rugla henni saman við Bourne Identity í höfðinu á mér ... spurning um að horfa á M.I. og rugla Bourne Identity saman við hana?:)

var að koma úr bíóinu þar sem ég sá Prime og hló mikið:) Við vorum ósammála um hvernig endirinn á myndinni var en mér fannst myndin barasta slatta fyndin:) Meryl Streep var frábær og Uma Thurman barasta ágætis leikkona þannig að ég mæli alveg með myndinni sem ágætis afþreyingu, auk þess sem Bryan Greenberg var mjög flottur sem David;)

Seifur braust inn í forstofuskápinn minn, þrátt fyrir að um það bil 50 klósettrúllur hafi legið upp við skápinn til að koma í veg fyrir innbrot (ég þekki köttinn;)), hann stal öllum harðfiskinum úr efstu hillunni og át hann ... fyrir framan Fídel sem ég held að hafi ekki fengið neitt:( Seifur kann ekki á klemmur eins og þá sem ég notaði til að loka pokanum þannig að hann át sig í gegnum plastið til að komast í harðfiskinn ... kannski gef ég honum ekki nóg að borða? Nahhh, ég held að þessi köttur sé einfaldlega svangur og forvitinn að eðlisfari:)

ég fór á fyrstu Taekwondo æfinguna mína í gær og skemmti mér alveg konunglega þó að mig hafi langað svolítið til að fara heim eftir upphitunina sem fólst í því að hoppa á mismunandi hátt í ca. 10 mínútur ... ég er ekki hoppi skoppi manneskja utaná þó að ég sé það auðvitað svona inní mér:) fullt af teygjum og svo spörk og fleiri spörk og svo öðruvísi spörk og að lokum nudd:) af einhverjum óútskýrðum ástæðum setti ég hendina undir ennið á mér á meðan á nuddinu stóð og lá á hnúunum þannig að í dag líður mér eins og ég sé með marblett á enninu en sem betur fer sést hann ekki:) eini gallinn við æfinguna var að ég fékk blöðru (sem sprakk) á mótum stóru táar og tábergsins ... í morgun setti ég plástur á blöðruleifarnar til að hlífa þeim á meðan ég fór í 8 kílómetra langan göngutúr í hellidembu með kjarnakonum úr vinnunni:) eftir rúma 3 kílómetra fór ég að finna fyrir plástrinum á tánni við hliðina á stórru tánni svo fann ég meira fyrir honum og þegar ég komst á þurrt aftur og þegar ég fór úr skónum sá ég myndarlega blöðru en ósprungna sem betur fer ... mér finnst alltaf betra þegar þær eru ekki sprungnar af einhverjum ástæðum, jú, þær eru fyrirferðameiri en að minnsta kosti kemur ekki sár á meðan húðin er heil ... vitið þið eitthvað um blöðrur? ... stelpan í apótekinu vissi ekkert meira um þær en ég, hún hafði aldrei heyrt um blöðrur á tánum en seldi mér plástra sem ég átti að geta klippt en fyrsta Importantið á leiðbeiningunum er "Never cut a Compeed plaster" þannig að plástrarnir eru alltof stórir eða ég er með alltof litlar tær:)

... ég ætla aftur í Taekwondo samt og það eru allir velkomnir með mér, næsta miðvikudag klukkan 19:00:)

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Mér finnst að þeir sem lesa inn á auglýsingar fyrir þætti/myndir/hluti sem heita enskum nöfnum þurfi að æfa framburðinn sinn eilítið ... ég veit að ég er að vera hrokafull því enskan er alls ekkert auðvelt tungumál frekar en nokkuð annað mál sem fólk hefur ekki alist upp við að tala en samt finnst mér að ef auglýsingin er öll á íslensku og bara nafnið er á ensku þá ætti kannski að æfa nafnið sjálft nokkrum sinnum? Ég hlusta stundum á sjónvarp án þess að horfa á það og um daginn var alltaf verið að auglýsa einhverja mynd sem hét, að ég hélt, Failure To Lunch og ég eyddi heilmiklum tíma í að velta þessu fyrir mér, um hvað gæti þessi mynd mögulega verið? fólk sem stóð sig ekki í hádeginu? fólk sem klikkaði á hádegismat? en svo sá ég auglýsinguna og gat lesið hvað myndin hét í alvörunni, Failure To Launch, sem að sjálfsögðu er allt annar tebolli:) sama kom fyrir í kvöld, ég er nokkrum sinnum búin að heyra auglýsingu fyrir nýjan þátt á Skjá einum sem ég hélt að héti One Thread og mér fannst það frekar asnalegt nafn á lögguþætti en svo kom í ljós áðan að þátturinn heitir alls ekkert One Thread heldur Wanted!! :)

en að öðru, Seifur er í heimsókn hjá okkur Fídel þessa vikuna því pabbi hans er í London:) Hann er ábyggilega helmingi stærri en hann var um jólin enda hefur hann fengið mikinn og góðan mat fyrir norðan hjá afa sínum og ömmu og núna er hann orðinn hinn myndarlegasti köttur, meira að segja loppurnar á honum eru stærri og það er lengra á milli eyrnanna á honum - heilinn hefur ábyggilega stækkað við að vera útiköttur:) Seifur kom í gærkvöldi og þeim (kisunum) hefur núna tekist að horfa á hvorn annan í heilan sólarhring, hvorugum hefur tekist að pissa í friði hingað til og þeir eru mjög meðvitaðir um hvað hinn fær að borða og hversu stóran harðfisksbita hinn fékk:)

uppþvottaburstinn minn er orðinn blár, ekki burstinn sjálfur heldur hárin og ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað ég gerði við hann? ég á það til að gera hluti án þess að muna það seinna þannig að ég hef sjálfa mig grunaða um að hafa þrifið málningadós eða eitthvað með burstanum en ég man bara ekkert eftir því núna ... ef burstinn sjálfur væri blár myndi ég gera ráð fyrir að ég hefði keypt nýjan en þetta eru bara hárin:) ... ég henti bláhærða burstanum því ég á fleiri vegna þess að ég mundi að mig vantaði uppþvottabursta þegar ég fór í Bónus um daginn ... ég mundi bara því miður eftir því nokkrum sinnum í röð og keypti bursta í hvert skipti:)

ég fór líka í heimsókn til vinar míns í dag:) mjög skemmtileg heimsókn, ég ætlaði ekki að vera lengi en ég var það samt og ég ætla að fara aftur:) það var líka gaman að hitta eiginkonu hans sem ég er hef heyrt svo mikið um og jafnvel talað við í síma en aldrei séð, alltaf gaman þegar það er komið andlit og persónuleiki við nafn sem ég hef heyrt svo oft:)

ég bakaði súkkulaðiköku áðan fyrir staffakaffi í vinnunni á morgun en samt langar mig til að fá mér bita núna, er rangt að vígja kökur of snemma?:) ég komst líka að því að ég er orðin hálfgerður aumingi því það varð að hræra mjög mikið bæði í deiginu og kreminu og ég er með vott af blöðru á milli litlaputta og lófans ... kannski er þetta merki um að ég sé ekkert sérlega góð húsmóðir fyrst ég fæ blöðrur við að nota einfalt "heimilstæki"?:)

ég ætla að setja inn myndir á myndasíðuna mína bráðum, hún hefur verið í dvala of lengi þó ég hafi alveg verið að taka myndir, mér fannst einhver veginn eins og ég hefði ekki verið að gera neitt undanfarið en það er bara ekki alveg rétt, ég hef bara ekki verið að fara í útilegur og þannig sem er ekkert skrítið því það er vetur:) ég læt vita þegar ég er búin að setja nýjar myndir inn:)

ég kom ekki í fréttunum á EnnEffEss í kvöld þó að það hafi komið myndatökumaður í vinnuna í gær og myndað okkur að störfum, ég hef væntanlega verið klippt út því ég roðnaði meira að segja á handarbökunum þegar myndavélinni var beint að mér:)

... og það spila víst ALLIR póker í Svíþjóð! finnst ykkur ég vera kryptískur bloggari?:)

Með ást og virðingu

sunnudagur, apríl 23, 2006

æ fíl prittí ó só prittí!!!

og fyrst ég er að blogga, skapar guð ekki allar kartöflur? ég er að vísu ekki kristin þannig að kannski er ég að misskilja en ef guð skapar bara sumar kartöflur hver skapar þá allar hinar?

... kannski skapaði hinn kartöflu-skaparinn þessa tvo samt gæti verið að öll dæmin að ofan tengist genum að einhverju leyti ...

Góðar stundir

föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar:9

það er pása á öllu í vinnunni núna því það er verið að endurræsa allt draslið ... það var allt í lagi hjá mér og það hefur allt virkað í allan morgun en það var ekkert í gangi á "bakvið" þannig að hugsanlega mögulega er allt sem ég hef gert í morgun "ekki til" ... ég er ekki tækjamanneskja;) jú, fínt að hafa öll þessi tæki, alveg súper, auðveldar lífið, bjargar mannslífum, eykur lífsgæði en ... jamms, en:)

kannski er ég búin að lesa of mikið af ævintýrum um ævina eða þá að ég er búin að fara yfirum á ritgerðinni minni án þess að vita það? kannski er ég búin að spila of mikið Risk God Storm (sem ég er btw orðin hrikalega góð í án þess að svindla, í gær vann ég aftur:))? mig langar til að búa í heimi Tolkiens eða Terry Pratchett ... ég myndi "sætta mig við" heim Astrid Lindgren þó að þar séu hvorki dvergar né galdrakallar bara eilíft sumar, heimabakað brauð, spegilsléttar tjarnir og prakkarastrik:)

Live Long and Prosper

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hefur Vísindakirkjan svona slæm áhrif á fólk? eða er Tom Cruise bara skringilegur að eðlisfari? en það getur vel verið að þetta sé löglegt þó það sé ógeðslegt ... kannski er það löglegt vegna þess að það hefur engum dottið í hug að það þurfi að banna með lögum að fólk borði ekki fylgju og naflastreng nýfædds barns? Ég veit að dýrin gera þetta en þau eru "nær náttúrunni" en við og það er raunverulegur möguleiki á því að það komi annað dýr, finni lykt af blóðinu og éti móður og afkvæmi, lítil hætta á að þetta komi fyrir Hollywood stjörnur ... kannski ætlar Tom að borða fylgjuna til að vera viss um að hlutar hennar verði ekki boðnir upp á eBay? mér finnst það líklegra:) nýjasta fréttin er samt að núna eiga þau Tom og Katie dótturina Suri

ég er búin að lesa mikið af slúðursíðum (og blogg og fréttir etc.) í dag því ég var ein í vinnunni og myndaði í 5 tíma samfleytt ... þannig varð þessi blitz-færsla til:) ég er ekki fræg og ég er rosalega fegin því:) talaði við ókunnugan einstakling áðan og roðnaði um allt, á framhandleggjunum og líka bakvið eyrun ... ég sá það ekki en ég fann það og roðnaði aðeins meira í framan:/ væri samt ábyggilega í lagi að vera fræg því frægar konur eru alltaf með svo mikla andlistmálningu þegar þær fara út að það myndi ekki sjást þegar ég roðna:) svo þegar paparazzíið væri að taka svona candid myndir þá væri ég bara eðlileg á litinn því ég myndi ekki vita að það er verið að taka myndir af mér:) málið leyst, ok, þá get ég alveg verið fræg nema ef þetta með að borða fylgjur komist í tísku? ef það er vesen að nota stofnfrumur í rannsóknir (sem koma að mér skilst úr naflastrengnum) því þær teljast "lifandi" er þá ekki naflastrengsát mannát?

Góðar stundir