Hefði átt að blogga í gær til að halda þessu á 10 daga fresti en pabbi átti afmæli og ég var upptekin um kvöldið þannig að það varð ekkert úr því ... ekki að mér hefði dottið það í hug:) Ég er búin að hafa nóg að gera undanfarið, vinna og hjóla og vinna og æfa og vinna og hitta fólk og passa og svo framvegis:) ... svo er ég með ofsalega mikið ofnæmi þessa dagana og mjög óheppin fyrir neðan hné;) með risastórann marblett á hægri fætinum sem "lak" niður þannig að hann er með svarta rófu og á vinstri fætinum er ég með þá allra stærstu blöðru sem ég hef á ævinni fengið en hún er ekki á "venjulegum" stað heldur á ilinni sem er sigin þegar fólk er með ilsig;) ... blaðran er á stærð við fimmkall ... ég tók mynd:)
en ég ætla ekki að setja hana á netið ... ég veit ekki afhverju ég tók mynd, það er frekar sjúkt að taka mynd af sári er það ekki? en ég tók líka mynd af bílnum og hjólinu og hún kemur á netið bráðum:)
Einarinn benti mér á þessa síðu og ég er svo "illa innrætt" (?) að mér finnst hún sniðug:) en það eru kommentasíður fyrir bæði sjónarhornin, með og á móti, ef þið viljið tjá ykkur:)
Verð kannski duglegri þegar það verður meira að gera hjá mér, er það ekki alltaf þannig?
Lifið heil
mánudagur, júlí 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli