laugardagur, september 25, 2010

Jæja :)

Sumarið var gott :) eins og þau eru yfirleitt er það ekki? sól og hiti og alltaf eitthvað að gerast og til einhvers að hlakka ... en það er líka þannig um vetur, bara ekki eins hlýtt.

Er búin að hugsa um að blogga í fleiri, fleiri daga, jafnvel vikur en núna þegar ég er búin að skrá mig inn man ég ekki eftir neinu? Það kemur alltaf reglulega að ég hugsa "hahaha, ætla að blogga um þetta" eða "einmitt, ég verð að blogga um þetta" en núna ... ekkert. Eins og Kathleen Kelly sem gat aldrei sagt neitt þegar hún lenti í fólki sem móðgaði hana, gat aldrei svarað fyrir sig heldur varð alveg blankó.

Ég er amk á lífi og það er gott. Veturinn virðist ætla að vera mjög spennandi líka, fullt af námskeiðum og verkefnum og meira að segja utanlandsferð. Jújú, ég er aftur að fara til Ungverjalands í nóvember sem forráðamaður lítillar frænku. Geri fastlega ráð fyrir að það verði eins gaman og síðast en hugsanlega eilítið meira taugatrekkjandi því núna er GLÁ ekki bara að fara að æfa heldur að keppa á risastóru alþjóðlegu móti sem þær fimleikastelpurnar horfðu á síðast þegar við fórum. Keppnin verður laugardaginn 27. nóvember og byrjar klukkan 14:00 og þær eru þrjár íslenskar sem verða með. Jamms, spennan er orðin mikil nú þegar :)

... og ég ætla að muna eftir að taka nesti því það er ekkert hægt að kaupa þarna á mótsvæðinu nema skringilegt alls konar sem litlar stelpur borða ekki ... já, stórar stelpur litu sumt hornauga líka en þannig er það stundum ;)


Jújú, hafið það endilega sem allra best.