fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Mágur minn hann Ási er alltaf að senda mér sniðuga tölvupósta:) ég var að fá eitt frá honum sem mér finnst mjög fyndið þannig að ég læt það flakka hingað í staðinn fyrir að senda það á alla því ég næ aldrei að senda á ALLA;) ... sumt hafið þið eflaust séð áður en ekki allt:)

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?
Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkoholistar" nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkoholisti"?
Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?
Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?
Af hverju límist ekki límtúpan saman?
Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?
Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?
Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?
Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?
Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?
Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?
Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?
Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?
Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?
Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?
Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?
Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?
Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?
Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?
Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?
Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?
Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?


Lifið heil

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

kettirnir eru að borða og ég verð að fylgjast með þeim því þeir eru að borða sitthvorn matinn, Fídel er á sérfæði sem Seifi finn frábært og Seifur er að borða gamla góða kisumatinn sem Fídeli finnst frábær ... ég verð að fela matinn þegar ég er ekki heima og horfa á þá þegar þeir eru að borða til að vera viss um að þeir laumist ekki í matinn hjá hinum:) þeir eru að læra þetta og ég þarf ekki að skipta mér mikið af, bara segja "nei" ákveðið þegar einn leggst á magann og heldur að hann geti laumað sér milli diska án þess að ég sjái hann:)

ég var að skoða á amazon, eins og fólk gerir og fann lista yfir gjafir sem á ekki að gefa tveggja ára börnum ... hjúkket, nú get ég strokað þessar hugmyndir af listanum yfir "hugmyndir að gjöfum fyrir frændsystkini":) ... en kannski ég ætti að kaupa svona Action Man (klikkið á örvarnar "to learn more";)? alltaf að læra eitthvað nýtt:) nah, held ég finni eitthvað betra:)

en ég sá líka þessa frétt, að drepa fugl í útrýmingarhættu, tut, tut, tut, þeir ættu að skammast sín ... en ég held samt að það lífgi fuglinn ekki við að skrifa nafnið sitt á minngarvefsíðu?:)

Góðar stundir

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Það er gott að hitastigið er ekki hærra en það er, þó að það er ofsalega kalt er það alveg í lagi því við eigum öll vetrarföt sem við notum aldrei og svo kemur kuldinn í veg fyrir að jöklarnir bráðna, þá hækkar yfirborð sjávars ekki og við þurfum ekki að búa til ný landakort, þeim fylgir svo mikill kostnaður - það er gott að eiga vini sem sjá lífið og veðurfarið frá öðru sjónarhorni en aðrir:)

Góðar stundir

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Which Fantasy/SciFi Character Are You?

Galadriel
Possessing a rare combination of wisdom and humility, while serenely dominating your environment you selflessly use your powers to care for others.

Even the smallest person can change the course of the future.

Galadriel is a character in the Middle-Earth universe. You can read more about her at the Galadriel Worshippers Army.
Fídel er aftur kominn á spítlann og íbúðin er mjög tómleg og stór bara fyrir okkur Seif ... hann var lagður inn í gær og við Seifur dunduðum okkur við að hengja upp ljósaseríur í gærkvöldi, ég festi þær á gluggana og Seifur hékk í endanum sem átti eftir að festa upp:) hann er svo duglegur að hjálpa til þessi köttur:)
en við söknum Fídelar ... hann fer líklega í aðgerð í dag, það verður læknafundur eftir hádegið til að meta hann og ástandið og svo ákveða þeir hvað verður að gera ... en helgin var mjög ljúf:) mikið kúrt og lesið og malað og kúrt meira en ég held að Fídel haldi að ég sé eitthvað skrítin því alltaf þegar hann stóð upp elti ég hann, ég átti að fylgjast með honum en hann er vanari að elta mig;)

ég er farin að hlakka svolítið til jólanna, þau hafa yfirleitt bara verið komin án þess að ég hafi áttað mig á hvað tímanum liði en þetta árið "sé" ég þau koma og ég er farin að hlakka svolítið til:) líka vegna þess að ég býst ekki við botnlausri vinnu eins og svo oft áður og ég veit nokkurn veginn hvað fólk fær í jólagjafir frá mér:) man ekki hvenær ég hlakkað beint til jólanna síðast? kannski er ég að verða jólabarn? betra seint en aldrei;)

Lifið heil

föstudagur, nóvember 11, 2005

Ég fékk mér að borða í mötuneytinu hérna í vinnunni áðan, fínn matur alveg, en ég kann ekki alveg að meta hann:( sem mér finnst afskaplega leiðinlegt ... ég fékk mér indverska kartöflusúpu en hún var of sterk fyrir minn smekk ... fólki fannst hún að vísu almennt mjög sterk, held ég, en mér leið eins og hálskirtlarnir væru að vaxa aftur innan í hálsinn á mér og að ég væri að fá hár á bringuna:)

Fídel er búinn að vera á spítala síðan á miðvikudaginn en ég fæ að sækja hann á eftir:) hann er ekki alveg orðinn hress þannig að ég þarf að gefa honum meðal, fylgjast óskaplega vel með honum næstu daga og fara með hann strax á spítalann ef það kemur eitthvað uppá en ég hlakka mikið til að fá hann heim ... mjög mikið, ég hef saknað hans óskaplega... ég fór og heimsótti hann í gær, klappaði honum og talaði við hann heillengi en hann var samt ennþá mjög veikur og skíthræddur þegar ég fór - aumingjans litli kisinn:(

þegar hann kemur heim verður hann dekraðasti kötturinn í Reykjavík ... Seifur fær samt líka knús og dekur fyrir að hafa haldið mér félagsskap þessa Fídel-lausu-daga:) ... Seifur er samt orðinn dekraður, hann fékk meira að segja harðfisk í gærkvöldi að ástæðulausu, bara fyrir að vera til eiginlega ... sem er slatti góð ástæða þegar ég pæli í því;)

Lifið heil

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

ég vil bara leiðrétta svolítið sem snöggvast, ég KANN að brúna kartöflur, þetta hlýtur bara að hafa verið byrjenda-óheppni þarna á sunnudaginn því ég fékk mér afgang af steikinni í gærkvöldi og mér tókst að brúna kartöflur í fyrstu tilraun og þær voru alveg eins og þær áttu að vera og nei, ég freistaðist ekki til að nota brúnan sósulit:)

æfingin skapar meistarann en innst inni er ég frekar fegin að þurfa ekki að hafa brúnar kartöflur með öllum mat eins og planið var áður en ég fattaði að ég kunni þetta barasta ... spagettí, sósa og brúnar kartöflur; chicken fajitas með brúnum kartöflum; kjúklingaréttir með hrísgrjónum og brúnum kartöflum ... hafragrautur og brúnar kartöflur? ekki sérlega girnilegt?;)


ég var rosalega þyrst í nótt, á meðan ég var sofandi sem sagt, og ég vaknaði þrisvar við vaskinn, bæði í eldhúsinu og inná baði ... ég var svo þyrst að ég gekk (að minnsta kosti?) þrisvar í svefni til að ná mér í eitthvað að drekka ... veit ekki með ykkur en mér finnst það frekar merkilegt:)

Lifið heil

mánudagur, nóvember 07, 2005

Kíttisspurningu minni, þeirri sem varðar umfram-efnið-eftir-verkið, hefur verið svarað af mér kíttisfróðari manni ... ég gleymdi að ýta á "losunar-hnappinn" til að taka þrýstinginn af gorminum og þar með sílikontúbunni, auðvitað!! :) skil ekki hvernig ég gat gleymt því vegna þess að framleiðslulandið sem virðist á sumum heimilum skipta höfuðmáli en einmitt skrifað á þennan "losunar-hnapp" ... framleiðslulandið skiptir því greinilega máli þó að mikilvægi þess er annað en ég hélt:) hefði ég ýtt á "Tævan" hefði ekkert sílikon haldið áfram að flæða:)

annað sem ég hef séð fólk gera nokkur hundruð sinnum er að brúna kartöflur og en enn og aftur sannast að það er alls ekki það sama að sjá og að gera ... við prófuðum að elda "jólamat" í gærkvöldi, hamborgarahrygg, salat, rauðkál, gular baunir, sósa the works og ætluðum að hafa brúnar kartöflur með ... gekk ekki:) nokkrar uppskriftir og nokkur símtöl og nokkrar tilraunir sem enduðu í mismunandi tegundum af karmellu:) karmellan var mjög góð en ekki alveg það sem við vorum að reyna að búa til:) núna verða brúnar kartöflur með öllum mat þangað til þær bragðast eins og brúnar kartöflur og eru brúnar eins og hjá mömmu:) hefði kannski átt að nota brúnan matarlit eins og forfeður mínir hafa gert til að ná tilætluðum áhrifum? geri það kannski á jólunum ef ég verð ekki búin að læra galdurinn?:)

annars fór ég í afmæli á laugardaginn síðasta og skemmti mér alveg konunglega!:) ef þú lest bloggið mitt Berglind þá þakka ég kærlega fyrir mig!! skemmtilegasta afmæli sem ég hef farið í lengi lengi:) flottur matur og nóg að drekka og alvöru hljómsveit, skemmtilegt fólk og fyndnar skreytingar og svo fengu allir barmmerki:) enduðum tvær kvöldið á Hótel Sögu þar sem árshátíð Landvara (félag truckdrivera Íslands) var í fullum gangi, hitti þar mág systur minnar og var kynnt fyrir lange-baner af bílstjórum héðan og þaðan af landinu ... ég lagði eina gátu fyrir mann frá Húsavík, að vísu meira til að búa til samræður en að virka dularfull;) ... "hvaða gata í 101 er lengri en Hverfisgatan, með hringtorgi og umferðaljósum, liggur undir brú, upp brekku, gegnum mýri og samsíða flugbraut?" hann hélt ég væri að búa þessa götu til en hún er raunveruleg ... ætli hann sé enn að velta þessu fyrir sér? :)

Góðar stundir

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Your Birthdate: August 27

You are a spiritual soul - a person who tries to find meaning in everything.
You spend a good amount of time meditating, trying to figure out life.
Helping others is also important to you. You enjoy social activities with that goal.
You are very generous and giving. Yet you expect very little in return.

Your strength: Getting along with anyone and everyone

Your weakness: Needing a good amount of downtime to recharge

Your power color: Cobalt blue

Your power symbol: Dove

Your power month: September


You Should Get a MFA (Masters of Fine Arts)

You're a blooming artistic talent, even if you aren't quite convinced.
You'd make an incredible artist, photographer, or film maker.


Your Superhero Profile

Your Superhero Name is The Lieutenant Bug
Your Superpower is Shape Shifter
Your Weakness is Sunlight
Your Weapon is Your Star Rifle
Your Mode of Transportation is Helicopter


Your Haloween Costume Should Be

Catwoman


You Are Somewhat Machiavellian

You're not going to mow over everyone to get ahead...
But you're also powerful enough to make things happen for yourself.
You understand how the world works, even when it's an ugly place.
You just don't get ugly yourself - unless you have to!
Lifið heil

föstudagur, nóvember 04, 2005

Góðan og blessaðan:)

fullt að frétta ... hvar á ég að byrja? ég var að eignast eldhúsbekk:) ... ekki endilega til að setja í eldhúsið en ég mér finnst að svona húsgang eigi að heita eldhúsbekkur sama hvar hann stendur:) hann er rosalega flottur, mjög sænsk-grískur einhvern veginn og þó ég kunni ekki almennilega að lýsa honum þá langaði mig í hann um leið og ég sá hann ... síðasta miðvikudag:) akkúat minn stíll ... en þið verðið barasta að kíkja í heimsókn og sjá hann til að skilja mig held ég:) frekar erfitt að koma honum upp stigann hérna að vísu en alveg þess virði, meira að segja kettirnir eru hrifnir:)

þetta er búið að vera löng vika en samt leið hún á núll-einni, ég var "yfirheyrð" í vinnunni í dag af "æðri máttarvöldum" og samkvæmt samstarfsmanni mínum stóð ég mig slatta vel þó að spurningarnar hafi aðallega snúist um tölur og magn en þeir sem þekkja mig vita ef til vill að tölur og magn (og rúmmál samkvæmt Kristófer) eru ekki mín sterkasta hlið ... miðað við frammistöðu í þeim efnum um ævina efast ég reyndar um að það sé hægt að segja að ég hafi "hlið" ... meira svona "ullarveggur-með-lykkjuföllum" ... svona myndrænt séð:)

sílikonið í sturtunni minni var farið að þynnast og ég var sannfærð um að það væri komið gat á einum stað (miniskjúl að vísu, en samt gat) þannig að ég rölti mér í Byko og keypti glært sílikon til að gera við þetta. Ég var ekki viss hvar í búðinni svona kítti væri þannig að ég spurði stelpuna og hún leiddi mig að vegg með alls konar túbum og rétti mér sílikon til að líma saman fiskabúr :/ sturtan þarf ekki alveg að vera svo þétt þannig að ég fann sjálf réttu vöruna enda komin á réttan stað í búðinni:) ég fékk "kíttis-byssu" lánaða hjá pabba - eina frá Tævan og eina frá Englandi (sem ég á að skila) en við hentum þessari frá Kína sem leit nákvæmlega eins og út og þessi tævanska en virkaði ekki neitt ... mig grunar samt að framleiðsluland verkfæra skipti ekki höfuðmáli á meðan að þau virka þannig að ég notaði byssuna frá Tævan svo ég gæti nú örugglega skilað þeirri frá Englandi í sama ástandi og ég fékk hana lánaða:) svo fór ég að kítta ... ég er löngu búin að missa töluna á því hversu oft ég hef séð fólk nota kítti og mér var meira að segja kennt það einu sinni, hreyfa byssuna hægt og rólega eftir rákinni/veggnum etc., halda þrýstingnum jöfnum ... og kíttunin sjálf gekk ljómandi vel EN ... ég hef greinilega hætt að fylgjast með þegar fólk hætti að kítta því staukurinn í byssunni hélt áfram að sprauta sílikoninu löngu eftir að ég var hætt að "hreyfa byssuna hægt og rólega, halda þrýstingnum jöfnum" þetta umfram-efni-eftir-verkið var ekki í leiðbeiningunum sem ég fékk og ég var búin að gleyma hversu ógeðslegt sílikon er þegar þú færð það á þig:/ allt endaði þó vel, sturtan er sem ný, vaskurinn glansar og þó að fólk í borgi fyrir að fá sílikon Í sig get ég alls ekki mælt með því að fá sílikon Á sig:)

núna er mál að elda kvöldmat og prófa brauðuppskriftartilbrigði sem mér datt í hug í dag en hef ekki hugmynd um hvort virki í raunveruleikanum þegar takmarkið er að geta borðað afraksturinn ... sjáum til:)

Lifið heil