þriðjudagur, nóvember 22, 2005

kettirnir eru að borða og ég verð að fylgjast með þeim því þeir eru að borða sitthvorn matinn, Fídel er á sérfæði sem Seifi finn frábært og Seifur er að borða gamla góða kisumatinn sem Fídeli finnst frábær ... ég verð að fela matinn þegar ég er ekki heima og horfa á þá þegar þeir eru að borða til að vera viss um að þeir laumist ekki í matinn hjá hinum:) þeir eru að læra þetta og ég þarf ekki að skipta mér mikið af, bara segja "nei" ákveðið þegar einn leggst á magann og heldur að hann geti laumað sér milli diska án þess að ég sjái hann:)

ég var að skoða á amazon, eins og fólk gerir og fann lista yfir gjafir sem á ekki að gefa tveggja ára börnum ... hjúkket, nú get ég strokað þessar hugmyndir af listanum yfir "hugmyndir að gjöfum fyrir frændsystkini":) ... en kannski ég ætti að kaupa svona Action Man (klikkið á örvarnar "to learn more";)? alltaf að læra eitthvað nýtt:) nah, held ég finni eitthvað betra:)

en ég sá líka þessa frétt, að drepa fugl í útrýmingarhættu, tut, tut, tut, þeir ættu að skammast sín ... en ég held samt að það lífgi fuglinn ekki við að skrifa nafnið sitt á minngarvefsíðu?:)

Góðar stundir

Engin ummæli: