Góðan og blessaðan:)
fullt að frétta ... hvar á ég að byrja? ég var að eignast eldhúsbekk:) ... ekki endilega til að setja í eldhúsið en ég mér finnst að svona húsgang eigi að heita eldhúsbekkur sama hvar hann stendur:) hann er rosalega flottur, mjög sænsk-grískur einhvern veginn og þó ég kunni ekki almennilega að lýsa honum þá langaði mig í hann um leið og ég sá hann ... síðasta miðvikudag:) akkúat minn stíll ... en þið verðið barasta að kíkja í heimsókn og sjá hann til að skilja mig held ég:) frekar erfitt að koma honum upp stigann hérna að vísu en alveg þess virði, meira að segja kettirnir eru hrifnir:)
þetta er búið að vera löng vika en samt leið hún á núll-einni, ég var "yfirheyrð" í vinnunni í dag af "æðri máttarvöldum" og samkvæmt samstarfsmanni mínum stóð ég mig slatta vel þó að spurningarnar hafi aðallega snúist um tölur og magn en þeir sem þekkja mig vita ef til vill að tölur og magn (og rúmmál samkvæmt Kristófer) eru ekki mín sterkasta hlið ... miðað við frammistöðu í þeim efnum um ævina efast ég reyndar um að það sé hægt að segja að ég hafi "hlið" ... meira svona "ullarveggur-með-lykkjuföllum" ... svona myndrænt séð:)
sílikonið í sturtunni minni var farið að þynnast og ég var sannfærð um að það væri komið gat á einum stað (miniskjúl að vísu, en samt gat) þannig að ég rölti mér í Byko og keypti glært sílikon til að gera við þetta. Ég var ekki viss hvar í búðinni svona kítti væri þannig að ég spurði stelpuna og hún leiddi mig að vegg með alls konar túbum og rétti mér sílikon til að líma saman fiskabúr :/ sturtan þarf ekki alveg að vera svo þétt þannig að ég fann sjálf réttu vöruna enda komin á réttan stað í búðinni:) ég fékk "kíttis-byssu" lánaða hjá pabba - eina frá Tævan og eina frá Englandi (sem ég á að skila) en við hentum þessari frá Kína sem leit nákvæmlega eins og út og þessi tævanska en virkaði ekki neitt ... mig grunar samt að framleiðsluland verkfæra skipti ekki höfuðmáli á meðan að þau virka þannig að ég notaði byssuna frá Tævan svo ég gæti nú örugglega skilað þeirri frá Englandi í sama ástandi og ég fékk hana lánaða:) svo fór ég að kítta ... ég er löngu búin að missa töluna á því hversu oft ég hef séð fólk nota kítti og mér var meira að segja kennt það einu sinni, hreyfa byssuna hægt og rólega eftir rákinni/veggnum etc., halda þrýstingnum jöfnum ... og kíttunin sjálf gekk ljómandi vel EN ... ég hef greinilega hætt að fylgjast með þegar fólk hætti að kítta því staukurinn í byssunni hélt áfram að sprauta sílikoninu löngu eftir að ég var hætt að "hreyfa byssuna hægt og rólega, halda þrýstingnum jöfnum" þetta umfram-efni-eftir-verkið var ekki í leiðbeiningunum sem ég fékk og ég var búin að gleyma hversu ógeðslegt sílikon er þegar þú færð það á þig:/ allt endaði þó vel, sturtan er sem ný, vaskurinn glansar og þó að fólk í borgi fyrir að fá sílikon Í sig get ég alls ekki mælt með því að fá sílikon Á sig:)
núna er mál að elda kvöldmat og prófa brauðuppskriftartilbrigði sem mér datt í hug í dag en hef ekki hugmynd um hvort virki í raunveruleikanum þegar takmarkið er að geta borðað afraksturinn ... sjáum til:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli