fimmtudagur, júní 26, 2008

Ég er að horfa á So I Married an Axe Murderer og mér finnst afskaplega erfitt að venjast þeirri tilfinningu að Shrek sé að "tala fyrir" Mike Myers:)

... kannski er það vísbending um að ég hafi horft of oft á Shrek myndirnar?:)

nah, ekki möguleiki að horfa of oft á svona háklassa bíómyndir, er það nokkuð?;)ég er í vinnunni núna og klukkan er að slefa í fimm, tíminn milli fimm og sjö líður stundum afturábak hérna í geymslunni - þá er ég yfirleitt orðin þreytt, allt dottið í dúnalogn, fólk sofnað og lítið að gerast - síðustu nótt var hins vegar mikið stuð á viðskiptavinunum og allt annað en rólegt nema bara rétt undir klukkan sjö. Það var einn kúnninn sem kunni sérlega illa við innilokunina (það kann að sjálfsögðu enginn vel við hana en fólk bregst afskaplega mismunandi við orðnum hlut, vægast sagt).

Þessi barði hurðina stöðugt og án hlés í nokkra klukkutíma. Hurðin er úr stáli og höggin eiga það til að síast inn í undirmeðvitundina mína og líkamann þannig að ég spennist öll upp án þess að vita almennilega af því. Það er yfirleitt ekki fyrr en ég er komin heim sem ég fatta að ég er öll stíf í öxlunum og þreytt í bakinu eftir hávaðann. Ekkert sem heit sturta fyrir svefinn lagar ekki, en það var ekki svo auðvelt í morgun. Í gærdag voru nefnilega settir upp pallar beggja vegna við húsið við hliðina á mér. Tilgangur pallanna er allsherjar yfirhalning á húsinu, steypuviðgerðir, málun og að mér sýnist glugga- og þakskipting. Þessum framkvæmdum fylgja högg og ég var nýsofnuð þegar mennirnir byrjuðu að vinna og berja húsið að utan ... til að gera langa sögu stutta þá svaf ég afskaplega laust í allan dag því mig dreymdi í sífellu að ég væri í vinnunni (því höggin voru sambærileg við hávaðann sem einkenndi síðustu nótt) og ekki að sinna henni heldur lægi sofandi á vaktinni, hálfgerð martröð í allan dag - ég er greinilega samviskusöm í svefni líka:)

Góðar stundir

þriðjudagur, júní 17, 2008

Gleðilega þjóðhátíð rúsínurnar mínar!!Skjaldarmerkið er fengið af síðu forsetans, textinn undir myndinni er merkilega óskiljanlegur, ég varð lesa hann tvisvar (rólega í seinna skiptið) til að skilja hver var hvað, samt vissi ég það - kannski ætti einhver að gera forsetavefinn aðeins skiljanlegri? og þá er ég ekki að tala um að breyta stílnum, þessi stíll er að sjálfsögðu viðeigandi á vef forsetans en myndatextinn er bara rugl;)

og talandi um texta, ætli þessi frétt á mbl.is sé þýdd?:
Manson fékk fjögur úr fjölskyldunni, Atkins, sem var 22 ára, Charles „Tex" Watson, sem var 25 ára, Patriciu Krenwinkel, 22 ára og and Lindu Kasabian, 20 ára, til að myrða Tate og vini hennar.
[feitletrun mín]

Hvað um það:)

Pálína og Hákon eru að fara að gifta sig í dag:)
ég fer í brúðkaupið beint eftir vinnu og það er ekki laust við að ég hlakki til, ef ég er spennt (og stend algerlega utan við þetta allt saman nema sem venjulegur gestur) get ég ekki ímyndað mér hvernig sjálfum brúðhjónunum líður:) og ég held að sé ekki hægt að panta betra brúðkaupsveður;)

Jamms, ég er farin að hallast að því að 17. júní sé bara allt í lagi dagur - þrátt fyrir vangaveltur fyrri ára eru margir góðir 17. júníar þarna í fortíðinni og mér finnst einhvern vegin eins og það hafi alltaf verið sól þennan dag?

... og núna er ég farin út í hana:)

Lifið heil og skemmtið ykkur vel í dag

laugardagur, júní 14, 2008

Jæja, haldiði að ég hafi ekki verið að vinna 1500 króna afslátt af brazilísku vaxi! Gaman að því en held að ég eigi ekki eftir að nota það þannig að ég er að hugsa um að bjóða það í skiptum - ég má sko gefa alla vinningana sem ég fæ á Núinu ef ég held að ég muni ekki nota þá sjálf:)

Nú stendur afsláttur af brazilísku vaxi til boða fyrir hvern þann sem getur hjálpað mér að finna gott "öryggisafrit" af heimildarþáttaseríunum The Long Way Down og The Long Way Round!!? Ég á líka 2 fyrir 1 bæði á James bönd og Grensásvídeói ef viðkomandi vill það heldur? Fyrir utan vaxið og vídeóspólurnar mun ég vera mjög þakklát og hver vill ekki að ég skuldi þeim greiða?

Önnur öryggiseintök væru einnig vel þegin, bíómyndir/þættir sem þið hafið gaman af og haldið að ég myndi fíla ... og allt matsjó auðvitað, bróðir minn er nefnilega að fara til Afganistans eftir nokkra daga og ég á bara ekki neitt (aldrei þessu vant) til að senda með honum:/

Hugsið málið og skoðið hörðu diskana ykkar, eigiði eitthvað handa mér rúsínurnar mínar?

Lifið heil, góðar stundir og verið í bandi!

þriðjudagur, júní 10, 2008

Ég man ekki hvenær ég skipti síðast um ljósaperu, ég hef óljósar minningar um að standa á stiga inná baði og skrúfa krónuna úr til að skipta um peru en ég man ekki fyrir mitt litla hvenær það var ... og það er svo langt síðan að ég keypti ljósaperu að ég veit ekki einu sinni hvar þær fást? er hægt að kaupa venjulegar perur í stórmörkuðum?

ég var einmitt í stórmarkaði áðan, þar hitti ég Deezu og hjásvæfuna, gaman að hitta þau, aldrei hitt hann og hef ekki hitt hana lengi, lengi ... samt er styttra síðan ég hitti hana en síðan ég skipti um peru ... eða finnst mér það kannski bara vegna þess að ég les blogg og er meðlimur á Facebook?

skapa blogg og Facebook gervinánd? kannski finnst mér ég bara lifa fínu félagslífi vegna þess að ég á svo marga vini á Facebook og fylgist með svo mörgum bloggum? kannski? nei, varla, það að ég man ekki hvenær ég skipti síðast um peru hlýtur að sýna hvað ég er lítið heima er það ekki? alltaf útá lífinu krakkar, endalaust;)

jamms, eða heima í myrkri? ;)

Lifið heilofnhanski

laugardagur, júní 07, 2008

Hurðu, svo bara komst ég ekkert í að blogga:)

Ég var að vinna sko, mjög skiljanlegt að ég skuli ekki hafa haft tíma til að sitja og sinna einkaerindum í tölvunni og allt það:) en svolítið skeflilegt kom fyrir á leiðinni heim!

Ég var að keyra í mesta sakleysi - ég var á bílnum, ekki hjólinu því allt draslið sem fylgir hjólinu var í þurrki eftir svaðilfarir fimmtudagskvöldsins ... sem ég mun segja frá við betra tækifæri - þegar ég á ekki að vera að fara að sofa til dæmis:)

Hvað um það, er að keyra heim og vitiði hvaða lag kom í útvarpinu???!!

Dansi, dansi dúkkan mín!!

Reynið að sofna við það á rípít í höfðinu:D

Góðar stundir

föstudagur, júní 06, 2008

Ég ætla að blogga á eftir en ekki fyrr en á eftir, núna ætla ég að herma eftir Frekjunni, hún er alltaf með afskaplega skemmtileg föstudagsmyndbönd, hérna er mitt:Góðar stundir

þriðjudagur, júní 03, 2008

Hurðu, ég fór ekki í leikhús á laugardaginn - kvöldið endaði á pizzu, poppi, kúr og Karate Kid:) afskaplega ljúft og Karate Kid svíkur aldrei, ég keypti allar fjórar myndirnar úti og ég er afskaplega ánægð með þau kaup:)... ég veit, ég á að vera vaxin uppúr svona en, en ... þetta er svona box-sett, allar fjórar (I, II, II og Next Karated Kid með Hillary Swank) og var á tilboði ... Die Hard I-IV voru líka á tilboði;)

ég keypti nokkrar DVD úti;)

vissuð þið að það er fyrirtæki í Reykjavík sem er með afskaplega líkt lógó og það sem frú Miyagi saumaði út og var lógóið hans Daniel LaRusso á mótinu fræga?
Fyrirtækið heitir Sólgarðar og lógóið þeirra er tré fyrir framan gula sól:


Karate Kid merkið er merkilega svipað, bara ekki alveg eins, tréið er minna en sólin og bonsailegra ... ég fann ekki mynd á netinu þannig að ykkur verður að nægja þessi paint mynd sem ég gerð sjálf (enda mikill listamaður) þangað til þið horfið sjálf á myndina aftur;)


þið getið jafnvel haft samband og beðið afskaplega fallega og það er aldrei að vita;)

fríið er annars ekki alveg eins og ég ætlaði mér en samt afskaplega ljúft, ég keypti dekk undir hjólið í dag, T63 dekk frá Michellin þannig að núna eru mér bókstaflega allir vegir færir;)

út að borða og svo fundur í Grindavík annað kvöld, never a dull moment;)

Lifið heil