Hilmar er byrjaður að blogga!!
... hann stofnaði síðuna að vísu fyrir lifandi löngu, sagði okkur frá henni og virtist svo gleyma tilvist hennar þangað til núna:) Linkur á síðuna hérna til hægri, endilega kíkið í heimsókn:)
Hellidemba og ekkert mótorhjólaveður en ég ætla samt að kaupa mér þannig ... ekki það sem ég prufukeyrði, ég ætla að kaupa svoleiðis þegar ég er orðin alveg gráhærð, verður víst ekki langt að bíða með þessu áframhaldi, en ekki í næstu viku:) Ural eru ofsalega flott og ég skríkti af kátínu þegar ég prufukeyrði það en þau eru ekki mótorhjól og ekki bílar heldur lífsstíll ... sem verður að bíða betri tíma og bílskúrs:)
Ég er ekki viss um hvað mér finnst um svani, ég er nokkuð viss um að ég hef rætt þetta hér áður þannig að ég ætla ekki að fara út í það aftur en ég er heldur ekki viss um hvað mér finnst um 17. júní, góður dagur? vondur dagur? Það er kannski ekki nauðsynlegt að vera alveg með eða á móti þessum degi frekar en að vera alveg með eða á móti svönum? Það er ekki hægt að vera alveg á móti neinu og það er ekkert frábært á alla kanta er það nokkuð? Einu sinni var ég alveg viss um að ég fílaði ekki dúfur en þegar ég kom heim frá París fyrir nokkrum árum og framkallaði myndirnar (fyrir tíma stafrænna myndavéla) voru dúfur á annarri hverri mynd:) kom mér verulega á óvart verð ég að segja, ég var greinilega ekki eins mikið á móti dúfum og ég hélt:)
17. júní 2006 verður erfiður á margan hátt en vonandi góður líka:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli