sunnudagur, desember 17, 2006

Ég fór að sjá Casino Royale í kvöld - það var ekki verið að ýkja hönkfaktor nýja Bondsins, ég er alveg til í að sjá fleiri Bondmyndir með þessum manni:)


við reyndum að fara að sjá myndina síðasta sunnudag en þá var uppselt ... mjög margir í salnum í kvöld en sem betur fer var ekki uppselt því af einhverjum ástæðum stóð Eragon og Salur 1 á miðunum okkar, okkur hefði verið hent út ef það hefði fattast og uppselt á myndina er það ekki?:) ætli það sé gert ráð fyrir því að miðasölustelpurnar geri mistök í sölu? eða bæta þeir bara við stólum?

borðaði kvöldmat á Horninu ásamt nöfnu minni og Olgu, skemmti mér mjög vel en ég held að ég fari ekki á vikuleg hrollvekjukvöld þeirra vegna þess að ég held að annað hvort þolinmæðin eða þráðurinn höndli það ekki ... ef þið skiljið mig? ef myndirnar eru of vel gerðar ræð ég ekki við það því ég er með svo stuttan hryllingþráð en ef þær eru of illa gerðar skortir mig þolinmæði:) en ég ætla ekkert að afsaka mig, sumir eru einfaldlega gerðir eins og ég og þess vegna seljast rómantískar gamanmyndir:)

en talandi um hryllingsmyndir þá ég lét mæla hversu mikið frost Ari þyldi um daginn og komst að því að vatnið í vatnskassanum er eldrautt og þegar búið var að sprauta því í tækið sem mælir frystiþolið (hef ekki hugmynd um hvað það heitir) þá leit planið út eins og við hefðum slátrað litlu dýri ... eldrauðir pollar útum allt, alls ekki fallegt og sá sem kom á eftir mér hefur eflaust litið bensínfólkið hornauga ... fegin að vinur minn sem vann á þessari stöð er hættur, samt ekki, hefði verið gaman að deila þessu eldrauða kælivatni með einhverjum sem ekki var bláókunnugur Dagur - held útimaðurinn hafi heitið Dagur:) ... eða Bjarki? það var amk eitthvað tengt hádegi og sólskini:)

það gengur á ýmsu þessa dagana en ég er ekki orðin svo rugluð að ég hengi nærfötin mín upp til hátíðabrigða, þau eru hins vegar ekki enn fundin enda hef ég ekki verið að leita að þeim sérstaklega ... satt að segja hef ég ekki verið mikið heima undanfarið nema til að sofa og það hefur jafnvel setið á hakanum því ég er komin með kvef - nenni því alls ekki en ef ég fæ hita og má ekki fara út finn ég kannski nærfötin:)

ég held að sumt hjá mér hafi ekki breyst neitt síðan í fyrra þó ég hafi markvisst gengið fram í að breyta sumu:) ég er til dæmis ekki ennþá orðin jólabarn - bíð eftir að þetta komi hjá mér, það var svo margt sem ég gerði ekki sem barn eins og að fá ungbarnaexem, eyrnabólgur og astma ... framantalið kom allt eftir að ég varð fullorðin þannig að ég bíð og vona að kannski næstu jól verði ég orðin jólabarn og hlakki til annars en að fá þriggja daga frí úr vinnunni, kannski fáið þið öll jólakort árið 2007? kannski ekki? :)

farin að sofa því ég man ekki hvað ég ætlaði fleira að segja ;)

Lifið heil

föstudagur, desember 15, 2006

Kominn föstudagur, vinna á morgun en samt kominn föstudagur og bróðir minn kemur heim á eftir:)

verð að fara að huga að jólunum bráðum, ég er búin að skreyta skrautinu mínu en ég er að hugsa um að setja upp ljósin aftur sem ég var með síðasta vetur ... gallinn er bara að ég setti þau á svo góðan stað að ég man ekki í svipinn hvar þau eru:) sama gildir um sokka og nærföt ... kvöldið áður en ég fór út fattaði ég að fírskattapassarinn yrði að fá pláss fyrir sín föt og allt var fullt af mínu dóti, ég tók þess vegna efstu skúffuna sem var full af sokkum og nærfötum (stór skúffa) og tæmdi hana en ég man ekki hvert ... sem betur fer er ég með 2ja vikna skammt sem ég var með úti en mjög óþægilegt að finna allt hitt úr skúffunni ekki ... ég bý ekki í svo stórri íbúð:) ... kannski hef ég sett innihald skúffunar á sama stað og ljósin mín því ég ætlaði að hengja þau upp þegar ég kæmi heim aftur:)

til að enginn verði sár þá ætla ég að upplýsa alla sem búast við jólakorti um að sendi ég engin jólakort á jólunum, ég hef aldrei gert það og ætla ekki að byrja á því núna ... hins vegar kaupi ég alltaf jólakort á hverjum jólum, yfirleitt án þess að fá þau í hendurnar samt því ég nota þau ekki og þá er hægt að endurselja þau og koma þeim á betra heimili en mitt:) hvað er eðlilegt að eyða mánaðarlega í góðgerðamál?

Lifið heil

mánudagur, desember 11, 2006

Góðan og blessaðan:)

komin til landsins og er um það bil að lenda :)

búin að hafa nóg að gera undanfarið en mikið ofsalega var gaman að fara í frí! Mæli hiklaust með svoleiðis tímaeyðslu og ég er ansi hrædd um að ég fari að gera þetta oftar, kannski á hverju ári;) svo komst ég líka að því að mér er ofsalega vel við sól og gott veður þó það hafi verið fremur skrítið að vera í sumarveðri en samt var dagurinn bara um 11 tíma langur, engin miðnætursól ... var búin að gleyma þessu með útlönd, mjög skringilegt:)

hef samt verið að spá síðan ég kom heim hvort það stytti í alvöru veturinn að fara svona í sólina? hvort þetta sé ekki bara sambærilegt við það að pissa í skónna sína, bara á miklu stærri skala? :)

í dag er versti hárdagurinn sem ég hef upplifað lengi, hárið á mér stóð beint í allar áttir þegar ég vaknaði í morgun, eins og ég hefði sofið með höfuðið í innstungu í nótt ... eða innan í blöðru:) ég er búin að bleyta það tvisvar sinnum en ég er ennþá með kokeisíanafró ... að framan, hárið að aftan er heft með teygju í tagl sem betur fer:)

fór að sjá Skolað niður í gær með þremur litlum frænkum og skemmti mér konunglega:) margir fyndnir brandarar (samanber þegar snjóhvíta rannsóknarstofurottan fékk niðurgang; "þú ættir að sjá á mér bossann, ég er eins og japanski fáninn" :D) og ég mæli með þessari mynd fyrir bæði börn og fullorðna ... sem eru ekki alveg vaxnir upp úr klósetthúmornum, myndin heitir Skolað niður á íslensku en ætti kannski frekar að heita Sturtað niður? :)

fæ heimsókn utan af landi í kvöld og frammá miðvikudag skilst mér og hlakka barasta slatta til ... jafnvel að hugsa um að taka eitthvað til þegar ég kem heim:)

segi þetta gott núna, segi meira næst

hafið það gott og lifið heil

sunnudagur, desember 03, 2006

Fjórhjólaferdin var ofsalega skemmtileg og ég laerdi ad borda kaktusfíkjur sem er ekki audvelt thví eins og nafnid gefur til kynna thá vex hún á kaktusum og getur stungid thig í puttana :) thad var ekkert hrikalegt "off-road" í gangi eins og var auglýst thar sem vid vorum á malarvegum mest allan tímann en ég býst vid ad ef thú ert úr stórborg og thad naesta sem thú kemst náttúru heima hjá thér er chiuaháahundur nágrannans thá var thetta alveg hrikaleg ferd:) ég fékk geisladisk ad henni lokinni med myndum af mér "á baki" og á leid yfir spraenurnar sem vid fórum yfir thannig ad thad mega allir koma og kíkja thegar ég kem heim ... annars hefur heill hellingur gerst undanfarid!

hef ekki gert eins mikid og til stód í thessari ferd samt thví fyrstu vikuna var ég med kvef etc. og svo vorum vid thrjú sem kennum sundlauginni um einhvers konar pest sem vid fengum en enginn annar og vid vorum thau einu sem syntum:( thetta var einhvers konar innvortispest sem lýsti sér sem bílveiki og eins og innyflin vaeru oll steypt saman thannig ad vid vildum ekkert hreyfa okkur ef hjá thví var komist ... ég hef sem sagt ekki mikid gert til ad vinna á móti góda matnum á hótelinu og sagan af skipstjóranum er sonn og sést vaentanlega á mér thegar ég kem heim, óboj, óboj ... en ég passa enn í fotin sem ég kom med hingad og hef ekki keypt mér nýjar buxur eins og hefur heyrst ad komi fyrir;)

ég hef samt farid uppí fjollin thar sem vegirnir eru svo mjóir ad thad er alltaf flautad fyrir horn thví thú veist ekkert hvad er hinum megin vid thad, ég hef séd úlfalda, sítrónutré, limgerdi úr aloe vera, mannhaedarháar jólarósir, fornminjar, hitabeltisfiska taka framúr mér í sjónum, ég tók thátt í galdrasýningu, ég hef fengid símanúmer skrifud á mida og mér hefur verid bodid á heilan helling af deitum sem er óumdeilanlega gott fyrir sjálfstraustid ef ég hugsa ekki um thad ad ástaedan fyrir bodinu er líklega sú ad ég er kvenkyns og med púls, raudu náttfotin mín týndust (thau eru vaentanlega í thvotti med hvítu hótelrúmfotunum) og ég er ákvedin í ad taka aldrei neitt rautt med mér aftur til útlanda, thegar ég var í París var raudum naerbuxum stolid af herberginu mínu, thernur leita í rautt greinilega eda thá ad ég er svona óheppin? amk hef ég laest nýja bikiníid mitt í peningaskápnum thegar ég hef ekki verid í thví sídan náttfotin hurfu, thad er nefnilega svo langt sídan ég var í París ad ég var búin ad gleyma thessu med raud-blaetid og keypti mér glampandi rautt bikiní :)

ég var uppí fjollunum í dag og sá alvoru dýrling sem fólk heitir á og labbar á hnjánum til ad bidja í kirkjunni hennar og ádan var verid ad raesa tour-de-france-ískt hjólreidamót fyrir framan lobbíid ... nóg ad gerast og ég er ad hugsa um ad koma hingad aftur einhver daginn thví í sannleika sagt langar mig ekkert heim á thridjudaginn ef ekki vaeri fyrir ykkur oll sem ég sakna;)

thakka ykkur ollum fyrir kommentin og verum í bandi:)

Lifid heil