sunnudagur, ágúst 31, 2003

ég er að starta nýrri síðu á ensku.... hún er hérna:) en það er ekkert komið inn á hana ennþá:)
jæja:) helgin að verða búin og hún er búin að vera alveg rosalega, rosalega skemmtileg:)
fór að versla með Hannesi á föstudaginn og keypti föt sem eru alls ekki neitt sem ég hefði keypt mér sjálf... en þau fara með alveg rosalega vel og ég kaupi mér jafnvel fleiri svipuð einhvern daginn:).... jamms... geri það líklega bráðlega - rosalega gaman að fá svona mikla athygli á djamminu:)

fór líka til tannlæknis á föstudaginn... var tvídeyfð því ég fann fyrir tönninni eftir þá fyrstu... útkoman var sú að ég leit út fyrir að hafa verið kýld og gat engan veginn borið fram samhljóða... alls ekki gott vegna þess að klukkutíma seinna varð ég að fara og tala fyrir framan alla nýnemana í þjóðfræði.... prófið að segja Þjóðfræði án þess að hreyfa tunguna:)

í gær kom systir mín í heimsókn með fjölskyldinnu sinni:) litlu stelpurnar teiknuðu fleiri myndir handa mér sem eru á leiðinni á vegginn:) ég held barasta að ég þurfi ekkert að mála ég er búin að fá svo mikið af póstkortum og myndum frá öllum, farnar að þekja veggina:)

í dag lærði ég að búa til origami fugla og bjó til óróa - ég hef nákvæmlega ekkert að gera við óróa en það var rosalega gaman að búa hann til:) fléttaði bandið sem heldur honum uppi og hengdi hann uppí ljósið í stofunni.... en ég held að ég gefi hann kannski því kötturinn er að fara úr hálsliðum við að komast að því hvernig hann geti náð í hann:) langar einhverjum í orígamí óróa?:)

ætlaði að segja eitthvað rosalega merkilegt en það er alveg dottið úr mér.... vissuð þið að í ólympískri (hvernig er þetta skrifað?) glímu er bannað að snúa uppá tærnar á andstæðingnum?:)

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

You are Peace
You are Peace.

You are at peace with your self and the world
around you. You have balance in your life and
exude tranquility from every pore of your body.
People are constantly asking you "what is
your secret?"


What Emotion Are You?
brought to you by Quizilla


þetta er ég sem sagt... hvað er málið með þig Gréta??? mar fer að verða hræddur við að umgangast þig:)hehehehe

búin að vera rosalega dugleg í dag! vaknaði sex til að skutla pabba á flugvöllinn, heim og borðaði staðgóðan morgunmat (that's a first):) fór í skólann og lærði slatta.... ehhh svo kom ég heim með Pálínu og við borðuðum kökur... langar einhverjum í köku???? ... og hófumst svo handa við að búa til bækling fyrir nýnemana sem byrja í skólanum á morgun... ROSALEGA flottur þó að ég segi sjálf frá:) sérstaklega þar sem eina reynslan sem við höfum af svona dæmum er ... að skrifa ritgerðir í Word... :) þetta heppnaðist mjög vel að minnsta kosti, myndir og allt saman:) mæli með því að þið sníkjið eintak hjá okkur... anívei:) loksins er mér farið að líða eins og alvöru formanni:)hehehehehe

er að fara í afmæli til Rutar litlu frænku minnar og svo að skúra... nenni engan veginn að skúra en svona er lífið:)

vissuð þið að það er miklu líklegra að tík bíti ykkur en hundur?

miðvikudagur, ágúst 27, 2003


ég á afmæli í dag:) ég á afmæli í dag:)

er að baka kökur og allir sem hafa lyst eru velkomnir heim til mín um svona fimmleytið... þá á allt að vera orðið tilbúið... vona ég:) þetta er ekki veisla(n) heldur langaði mig í kökur og það er ekki fræðilegur að ég nái að borða heila köku mig vantar þar af leiðandi smá aðstoð:)....

ætla að halda áfram að baka:)

ég á afmæli í dag:) ég á afmæli í dag:)




p.s. fyrir þá sem föttuðu það ekki er ég að sníkja hamingjuóskir í fídbakkið:)

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

ég á ammæli á morgun!!!!

ég verð officially nær þrítugu en tvítugu.... hljómar ekki vel skal ég segja þér..... en ég hlakka samt til:) ég er að hugsa um að halda veislu en ég vil það ekki fyrr en ég er búin að mála og þannig hérna heima hjá mér þannig að það eru tvær mögulegar lausnir á stöðunni:)
1. partýið bíður þar til allt er orðið fínna (það er ekki búið að vera "fínt" svo lengi að það gætu liðið fleiri ár þangað til ég held uppá afmælið... greinilega not a person of action hérna megin en mér til varnar þá eru veggir rosalega stór fyrirbæri og litakort eru með rosalega mörgun litum:))
2. leigja sal eða fá að vera á bar fyrir miðnætti einhvers staðar næsta laugardag.....

ég fæ svo rosalega sjaldan fídbakk en núna væri gott að fá það... eða hringja eða senda mér póst.... það væri auðvitað rosalega gaman að halda risaafmæli og bjóða öllum sem ég þekki.... allir sem ég þekki komast ekki fræðilega fyrir inni hjá mér auk þess sem allt fólkið sem ég þekki er rosalega ólíkt og það er góð hugmynd að hafa það aðskilið:)... amk suma...

anívei, tannlæknirinn bíður... I'll be back!

mánudagur, ágúst 25, 2003

föstudagur, ágúst 22, 2003

jæja krakkarnir mínir er farin í sumarbústað yfir helgina og líklega í Hreðavatnsskála annað kvöld á einhverja afmælishátíð:) sjáumst:)

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

hæ aftur... ég var að tala við mömmu í símann og hún ætlar að fá bróður sinn til að sýna henni þessa síðu þannig að ég er að hugsa um að hafa eitthvað á ensku til að þau geti skilið eitthvað:)

Hello Erik and Stella:)
All this is in Icelandic (not this obviously though) but when I have time I might have another one that is in English… I have absolutely no idea what to write but I thought it would be a good idea to have something on the page that you would understand… apart from the pictures… then you might come back again sometime later? ... errrr.... to look at pictures:) usually there are more than right now:)



Any more helicopters dropping men in your vicinity?

BTW you can sign the Guestbook on the right where it says "Skrifaðu" and you can post a comment below here where it says in orange letters "Segðu eitthvað" - if you want to:)

take care of yourselves and my mother:)

May The Force Be With You:)
ég er hætt að vinna.... þarf hvorki að mæta á morgun né hinn né í næstu viku... alveg hætt.... ætli ég fatti þetta ekki einhvern tímann um helgina þegar ég er að læra:)?
smá gallar samt við að vera hætt - ég er lasin.... í þriðja skiptið í sumar!!! hef ekki verið svona oft og reglulega lasin síðan ég var í sexára bekk! þetta er samt ekki alvöru lasin neitt, bara kvef og bólginn "úfur" og slappelsi.... svo vaknaði ég klukkan kortér yfir sex í morgun (eins og ég var að grínast með í gær!!) eins og venjulega og ætlaði að fara á fætur! sem betur fer stoppaði ég mig og sofnaði aftur til tíu mínútur yfir sjö... vaknaði í sjokki yfir að vera ekki mætt og ætlaði aftur á fætur:) settist upp og kötturinn undirbjó sig fyrir "morgunböggið" - að þvælast fyrir mér þangað til að ég er búin að finna allt sem ég þarf að taka með mér og hljóta harðfisk að launum þegar ég fer út... hann heldur að sitt hlutverk sé að elta mig á röndum annars fái hann ekki neitt:) en ég áttaði mig á því að það væri alger óþarfi að fara svona snemma á fætur og lagðist aftur í rúmið... vaknaði hálfníu og gat ekki sofnað aftur.... líklega vegna þess að ég fór að sofa fyrir ellefu í gærkvöldi:) soldið fáránlegt að fara svona snemma að sofa loksins þegar ég þarf ekki að vakna morguninn eftir:) ef ég hefði farið oftar að sofa fyrir miðnætti í sumar hefði ég kannski ekki verið svona oft veik?:)

anívei:) rosalega mikið að gerast í dag og á morgun er ég að fara í stúdentsmyndatöku... af sjálfri mér:) mamma og pabbi "eiga enga almennilega mynd" af mér og til að gleðja þau ákvað ég að fara í svona myndatöku... hárið á mér er líka aftur eins og það var vorið sem ég útskrifaðist og ég kemst í fötin og húfan passar og ég er að fara að klippa mig þannig að núna er tíminn:).... sex árum of seint en betra seint en aldrei:) var einmitt að máta "draktina" (ég á meira að segja TVÆR!!!) um daginn og hún passaði mjög vel um mittið og brjóstin en pilsið er aðeins styttra en mig minnti og ermarnar eru þannig að ef ég beygi olnbogana færast þær upp á miðjan framhandlegg ætli ég hafi eitthvað stækkað síðan ég kláraði skólann? held að minnsta kosti að hendurnar á mér hafi lengst - how weird is that???? kannski hefði ég ekki átt að bera svona mikið þungt í undanförnum vinnum:)?

farin að gera eitthvað af viti .... vissuð þið að margir sjómenn gengu með gulleyrnalokk til að geta borgað fyrir almennilega útför þegar þeir dóu?:)

sunnudagur, ágúst 17, 2003

var að lesa þetta hjá henni Bob - frá 15. ágúst sem sagt... ekkert smá rosalegt þetta rafmagnsleysi þarna í Bandaríkjunum!! var engan vegin að gera mér grein fyrir þessu öllu fyrr en ég fór að lesa bloggin þaðan og skoða myndirnar - eins og þessa:



engin ljós neins staðar!! og þessi hérna:



rosalegt kaos!! og það vissi enginn hvað var að gerast, það virkaði ekkert og allt var í klessu... kannski voru þetta hryðjuverk? pant ekki lenda í svona:) ég myndi gersamlega eipa ef ég væri ofan í neðanjarðarlestargöngum í rafmagnsleysi, föst í myrkrinu með fullt af ókunnugu fólki.....:( Sólon í gærkvöldi var nægilega slæmt og mig langar ekki til að fá innilokunarkennd aftur:)

ef þið hafið ekki séð neitt um þetta, svona frá fyrstu persónu mæli ég með þessum:

Frankenstein
Amy
Lorna
og miklu miklu fleiri.... surfið bara ef þið hafið áhuga....

bara þrír vinnudagar eftir....

laugardagur, ágúst 16, 2003

menningarnótt... og það er rigning.... hvað er málið með skemmtilega daga og rigningu? 17. júní, Gay Pride og Menningarnótt = hellidemba.... merkilegt:)

minns búinn vakna snemma, þrífa TVÖ fyrirtæki (mér getur ekki verið ætlað að gera þetta.... "...mitt líf, var það til þess sem ég kom í heiminn?" ég HATA að þrífa klósett!!! takk Hannes fyrir að hjálpa með þessi síðustu:)!!!), þvo þvott OG hengja hann upp, fara út að borða, kaupa lottó, hitta Hannes, horfa á Strike! - hluta af henni að minnsta kosti, fara með barnarúm og sæng og kodda uppí Kópavog, fara í afmæli, troða mér um götur Þingholtsins á frábæra bílnum mínum:) ... það er venjulega soldið tæpt að eiga sex metra langan og tveggja metra breiðan bíl og búa í Þingholtunum en á menningarnótt er það hálfbjánalegt:) ÞÓ að ég sé auðvitað snilldar bílstjóri verð ég að segja að ég lenti í smá klípu á Freyjugötunni vegna þess að það var stór flutningabíll á stéttinni hægra megin og bílar í stæðunum vinstra megin... bílstjóri flutningabílsins var samt rosalega næs - kaldhæðni!!!! - hann lagði speglana á bílnum mínum niður þannig að ég kæmist meðfram honum - nei, ekki færa bílinn!!!! ... og svo að ég hljómi ekki eins og kelling þá var bíllinn tómur og hann var að bera INN ekki að fylla hann og þegar ég var að labba heim (lagði bara hinum megin við hornið) þá var hann að keyra í burtu!!!! afhverju varð ég að troða mér þegar hann var hvort sem er að fara???? varð að minnsta kosti aðeins betri bílstjóri fyrir vikið:) það munaði ekki nema ca. centimetra sitthvoru megin:) ég er hetja:)!!!!!

aníhú, sturta og svo eitthvað skemmtilegt í kvöld - er kannski ekki nægilega menningarleg samt? hef ekki séð neitt í dagskránni sem mig langar til að sjá nema flugeldasýninguna:) en ég ætla að minnsta kosti að sjá hana:) ætli hún sjáist af svölunum mínum? hmmmm held ég hafi einu sinni horft á hana héðan með Hannesi, í rigningu þegar Hafsteinn var að vinna í Hallgrímskirkju???? var það kannski ekki menningarnótt??? - .... fyrir tveimur árum??? hmmmm man það ekki:Þ

hver ætlar á Laugu-styrktartónleikana á fimmtudaginn á Nasa?:) afhverju ekki að halda tónleika til að gera bíl upp?:)

vissuð þið að "Gone With The Wind" átti að heita "Ba! Ba! Black Sheep" - glad they changed that one:)

föstudagur, ágúst 15, 2003

vissuð þið að hjúkrunarkona Alberts Einstein kunni ekki þýsku og skildi þar af leiðandi ekki það sem hann var að babbla á dánarbeðinu? kannski var hann að segja eitthvað GEÐVEIKT merkilegt en við munum aldrei fá að vita það... kannski var hann bara að segja "ég þarf að pissa" eða eitthvað þannig að þetta skiptir engu máli... soldið svona rósbud dæmi samt:)

í krossferðum miðalda var flutningur dauðra manna af vígstöðum mikið vandamál... það dóu mjög margir og líkin voru þung en sem kristnir menn gátu þeir að sjálfsöguð ekk bara skilið líkin eftir... þetta var leyst með því að taka risastóra "potta" með sér í orrustuna, þeir suðu líkin og tóku bara beinin heim með sér... merkilegt en ógeðslegt:)

það voru fjörtíu mismunandi ríkisstjórnir í Frakklandi á millistríðasárunum

það var bara einn postulanna tólf sem dó úr elli... St. John minnir mig.... hinir dóu fyrir aldur fram á mismunandi hátt.... mjög merkilegt:)

vildi bara bæta aðeins úr bloggleysi vikunar en hafði ekkert að segja.... er að fara alveg yfirum á vinnu þessa dagana... svo hef ég verið að vesenast svo mikið þessa vikuna líka, ætlaði að blogga í gær en þá var Hannes í sjónvarpinu og ekki mátti missa af því (svo sauð á bílnum þegar ég var að keyra Írisi heim til sín og ég fór ekki að sofa fyrr en um klukkan tvö í nótt), á miðvikudagskvöldið var Hafsteinn með styrktartónleika sem var auðvitað ekki hægt að missa af:) rosalega góðir tónleikar, mjög hæfileikaríkt fólk sem kom fram en alveg afskaplega róleg lög.... kannski var ég bara of þreytt eða kannski var of lítið loft þarna inni eða ... eitthvað?

fyrsta menningarnóttin mín á morgun!!! fór á fyrsta Gay Prideið mitt síðustu helgi og á morgun mun ég fara á menningarnótt í fyrsta skiptið:) this is definetly a summer of firsts:) hef alltaf verið að vinna þessa daga undanfarin ár en ekki núna:) mér bauðst meira að segja frí frá skúringunum um helgina en ég hafnaði því.... kannski er ég ansi EN... það verður meira en nóg að gera hjá þeim þegar ég hætti því þeir ætla að gera allt sem ég geri sjálfir (og ég held að ég geri soldið mikið gagn þarna....) auk þess sem ég sort of þarf peningana fyrir þetta:) ef einhver veit um vinnu sem er ekki "bindandi" og borgar vel:) EKKI mikla vinnu bara svona soldið öðru hvoru, þá má alveg hringja í mig;) ég er ágætur þjónn og er með vinnuvélaréttindi og skyndihjálparréttindi og fullt af reynslu og ég er dugleg og ég þríf EKKI klósett!!!:).... var að vísu boðin vinna á lyftara á leiðinni til Færeyja (gaurinn sem ég sat hjá á eitthvað uppskipunarfyrirtæki), ætti kannski að hringja og tékka á því ef ég lendi í peningarvandræðum:)??

talandi um peninga - ætti ég að fara í augnleysigeislaaðgerð? losna við gleraugun og sjá vel??? kannski ekki....:) virkar þetta í alvörunni? í sturtu og í háttinn - brjálað þreytt;)

vissuð þið að bensínið í fullum tanki á júmbóþotu myndi nægja venjulegum bíl til að keyra fjórum sinnum í kringum jörðina?

mánudagur, ágúst 11, 2003

jújú:) kominn mánudagur aftur... hef verið að skoða hamsturinn.is - hann er rosalega góður ljósmyndari - og síðuna hennar Dagnýjar Ástu þar sem eru líka snilldarmyndir af Gay Pride:) eins og þessa hérna - ég er þarna!!!!!!... undir regnhlífinni sko:) hehehehe



og hérna er Hafsteinninn!!! ég þekki þennan mann:)! og hann er frægur:)!!!!



svo er um að gera að skoða þetta - og þetta - og þetta - og ...... hehehehehe

þessar myndir eru rosalega stórar þannig að ég mæli bara eindregið með heimasíðunum arni.hamstur.is sem sagt og myndaalbúmi Dagnýjar Ástu:)

rosalega skrítið að vera að hætta í vinnunni bráðum.... veit ekki alveg hvað ég er að gera en ég veit samt að ég meika ekki annan vetur í næstum fullri vinnu með námi... verð að minnsta kosti að athuga hvort að ég sé nægilega klár til að vera í námi:) ef ekki þá fer ég bara að vinna fulltime án þess að vera sífellt á bömmer yfir að vera að vinna of mikið, yfir að vera ekki að læra og yfir að vera hvorki að standa mig í vinnu né námi:) svo verð ég vonandi ekki eins þreytt og ég er alltaf á veturna:)

en ég er þreytt núna og ætla að fara í sturtu og til Írisar sem er eitthvað slöpp:( ekki nægilega gott....

góða nótt:)

sunnudagur, ágúst 10, 2003

ójá, komin með nýjan teljara þarna neðst til hægri... ok, ég er með tvo teljara þar núna en ég tímdi ekki að henda gamla út... amk ekki fyrr en aðrir 700 heimsóknir verða komnar:)hehehehe
Djedveikt gaman í gær!!!!! held að ég hafi ekki dansað svona mikið og lengi síðan.... Rammsteintónleikunum nema að þá hoppaði ég aðallega við sviðið en útkoman, svitalega séð, var sú sama;) vissi ekki að það gæti verið svona gaman á Nasa? kannski er það yfirleitt ekki svona gaman? verð samt að segja að Páll Óskar var ekki alveg eins skemmtilegur og mig minnti... hann sjálfur er skemmtilegur býst ég við, þekki manninn ekki baun, en inná milli komu alltof tekknóleg "lög" án skiljanlegrar laglínu (amk fyrir mín eyru) sem var ekki eins gaman að dansa við.... en DJ Dagný var snilld!!! Öll lögin skemmtileg og alltaf hægt að syngja með og þannig.... ég er svona íslenskur-kellinga-djammari greinilega? verð að geta sungið með til að fíla lögin:)hehehhee

það var grenjandi rigning á leið niður í bæ þannig að við Íris stoppuðum í hraðbanka og vöktum lukku... það sést miklu betur inn en það sést út;) stutt viðkoma í strætóskýlinu í Lækjargötu þar sem við hittum þrjá Þjóðverja sem voru að bíða eftir leigubíl... ok:) ég auðvitað: "auf Deutchland? Ich spreche Deutch!!! I habe Derrick gesehen!!!!" og Íris: "dumdum dumdum dumdum dadadadaaadarara!!!!" (derricklagið sko - soldið erfitt að "skrifa" það:)hehehehe) þeim fannst þetta rosalega fyndið, að sjálfsöguð:) tvær fullar og rennandiblautar íslenskar stelpur að syngja lag úr eldgömlum sjónvarpsþætti:)

anívei, komumst á Nasa og hvern sjáum við þegar við erum búin að skila af okkur jökkunum? Þjóðverjanna!!!! þeir tóku leigubíl úr Lækjargötunni á Nasa:)hehehe við hlógum geðveikt að þeim, auðvitað, og þeir buðu okkur uppá bjór... eins og þú gerir þegar fólk hlær að þér:) gátum ekki alveg torgað nýjum bjór, því við vorum að klára þann sem við höfum keypt þegar við komum inn, en sem betur fer hittum við Hannes, Hafstein, Danna, Ellu og Odd og deildum bjórunum bróðurlega á milli okkar á meðan við dönsuðum:)

rosalega gaman:) Kolla var í mjög flottum kjólfötum og hún var að setja mynd af sjálfri sér á síðuna sína:) hljóta samt að hafa verið rosalega "heit" í öllum hitanum?:) sá fullt af fólki sem ég þekki og allir skemmtu sér rosalega vel held ég barasta, ég og mínir líka - er það ekki????:)

verð að fara að skúra og þrátt fyrir allan dansinn, bjórinn, hösslið, klípingarnar (það var alltaf verið að klípa mig í rassinn og... annars staðar?????? errrr.... gaman að sjá þig líka?:)) og hitt í gærkvöldi er ég í miklu stuði og alveg til í að skúra.... kannski ekki til í að skúra en ég er ekkert þreytt eða slöpp:) sem er að sjálfsögðu vel:)

laugardagur, ágúst 09, 2003

Gay Pride var flott en blautt!!! ekkert svo margir enda blautt!!! hef rosalega mikið að segja núna en ég er að fá vinkonu mína í heimsókn þannig að það er ábyggilega ekki mikill tíma til stefnu... ætlum á Nasa í kvöld, það á að vera rosalega gaman skilst mér en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei farið á Nasa:) ... alltaf er ég að koma upp um lúðaskapinn í mér:)hehehehe

hef verið að pæla soldið mikið í kynhneigðum, táknmáli og fleiru (ekki að kynhneigð og táknmál séu tengd á nokkurn hátt... eða jú kannski?... ný pæling:)) en það verður að bíða betri tíma, Íris er mætt og við ætlum að .... spila eða eitthvað:)hehehehe

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

jújú:) þá er aftur komið kvöld... ætlaði að vera farin að sofa núna... en nei, ég er ekki þessi týpa greinilega:) sko, þessi skynsama sem fer snemma að sofa þegar hún er með einhvern fáránlegan hósta sem er samt ekki hósti heldur svona endurskipulagning innyflanna sem hindrar almennilegan svefn... en ekki djúpa öndun... ég get andað alveg ofaní maga, auðveldlega, en er samt með einhvern lungnahósta sem er rosalega vondur... kannski er ég með nýja óþekkta veiki, þessi myndi vera númer hvað ... fimmtán???:) hehehehe bráðum hætti ég að þora til læknis:)hehehehe
einu sinni fékk ég "útbrot" sem var það samt ekki... ég var með þetta í soldinn tíma og ákvað loks að láta líta á þetta ég snéri bakinu í lækninn og sýndi honum hvað var að mér ... því miður sá ég ekki svipinn á honum en heyrði: "errrr, augnablik..... ég ætla aðeins að ná í.... ég verð að....." hann hafði ekki hugmynd... það næsta sem ég vissi var að það voru mættir fimm læknar og nokkrar hjúkkur inn í herbergið (ég vissi ekki að það væru svona margir læknar á heilsugæslustöðinni!) og allir að pæla..... hmmmm verulega óþægilegt:) þetta var eitthvað merkilegt þannig að ég fór til sérfræðings sem vissi ekki heldur en sendi mig í exemljós sem virkuðu bara fínt:) gallinn var bara sá að ég varð rosalega brún í desember.... verulega hallærislegur-tjokkó-efem-töffari:) sérfræðingurinn fór í jólafrí og hitti mig ekki í nokkrar vikur á meðan ég var í ljósunum, í byrjun janúar fór ég í tíma til hans og hann sagði að ég liti vel út og spurði hvort ég hefði farið til sólarlanda um jólin????? NEI!!! þessi exemljós gera fólk ekki sólbrúnt - couldave fooled me:)hehehehe

jæja þetta voru tvær skemmtilegar sjúkrasögur af mér... segið svo að ég skrifi aldrei um neitt persónulegt:)hehehehe kannski er ég með hita? hver eru einkenni lungnabólgu?:)

vissuð þið að það eru framkvæmdar að meðaltali þrjár kynskiptiaðgerðir á dag í Bandaríkjunum?:)

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

ok... virkaði ekki farið samt á þetta og klikkið á The Life of a Cat:)
verð að tékka á því hvort þessi linkur virkar:) rosalega fyndið... fannst mér ekki Fídel:)
þá er minns kominn heim... og búinn að fara í sturtu og leika soldið við köttinn!!:) samt enn full af orku sem er rosalega merkilegt:) yfirleitt nenni ég ekki að gera neitt mikið þegar ég kem heim á kvöldin en ég er jafnvel að pæla í því að gera aðra atlögu að þessu myndaalbúmi:) eða endurskipuleggja þessa blessuðu eldhússkápa eitthvað... skil ekki hvað fólk hefur í sínum skápum því þetta er ekkert að virka hjá mér? kannski ætti ég að kaupa bók eftir Mörtu Stúart og fá einhver ráð?... eða bara láta þetta vera? kannski ætti ég að losa mig við eitthvað af þessu áfengi sem er að renna út á tíma? hvers konar nörd á útrunnið áfengi???? hugsanlega dett ég bara í það kvöld í staðinn fyrir að gera eitthvað gáfulegt, grynnka aðeins á birgðunum?:)

aníhú:) vissuð þið að ísjakar vega að meðaltali 20 milljón tonn?
tvisvar í viku þarf að skrifa nýjan matseðil og það er eitt af mínum verkum ... það besta við þetta er að prentarinn er rosalega lengi að prenta út frumritið (sem kokkurinn fer yfir til að sjá að allt sé rétt) því hann er ekki orðinn heitur ennþá og ég verð alltaf að bíða eftir því:)
að sitja hérna við tölvuna er alger snilld... fyrir utan það að fá yfirleitt ekki að sitja á neinum öðrum tíma dagsins þá er ég alltaf að læra ný orð:) í dag til dæmis:
Hummus: kjúklingabaunamauk
Compot: hvítvínssoðið eitthvað - tómatar, fennel, aubergine...

mjög merkilegt:)

allir rosalega ánægðir að sjá mig aftur - jafnvel áður en þeir frétta að ég hafi komið með nammi með mér... kannski búast þeir bara við því?:) nnnaaahhh! ég er svo skemmtileg:) auðvitað söknuðu þeir mín allir:) yfirmaðurinn sagði meira að segja að honum hefði liðið í siðustu viku eins og það vantaði á sig vinstri hendina... sem er rosalega merkilegt vegna þess að hann er örvhentur (hvernig er þetta skrifað????) og gerir ALLT með vinstri:)

ok... það er gaman að vera komin aftur í vinnuna:) þetta er bara einhver meinloka í mér að það sé ekki gaman að vinna 13 tíma á dag alla daga vikunar?:)hehehehe

mánudagur, ágúst 04, 2003

tók eitt próf í dag…

Has anyone considered that maybe this world doesn't deserve to be saved?
Fenix.
First priority: Loki.

Second priority: Making sure that he never finds
that out.

Take the male version of this quiz or you can go
visit Ellie @ quod.pitas.com


Which female character from Ragnarok are you?
brought to you by Quizilla

ég er greinilega ekki nægilega heiðin? Hver er Fenix?

Þá er þessi snilldar helgi búin og maður verður að mæta í vinnuna á morgun klukkan sjö… jibbí… kannski er ég bara löt að eðlisfari en mig langar ekkert til að fara að vinna aftur… mig langar í skólann! Kannski er ég bara skrítin?

Ætti kannski að skirfa inn ferðasögu frá Færeyjunum en ekki í kvöld – ég er að lesa svo skemmtilega bók að mig langar til að klára hana áður en ég fer að vinna aftur – annað kvöld á ég ábyggilega ekki eftir að gera neitt annað en að fara í sturtu og glápa á imbann eða spila tölvuleiki… 12-13 tíma vinnudagur er ekki beint auðveldur þegar maður er búinn að vera í svona löngu fríi - maður verður "linur"

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Þetta albúma dæmi er að gera mig vitlausa!!!! Það neitar að uploada á einum stað svo þegar ég reyni hina leiðina (ein í einu – tekur rosalegan tíma) þá fer ég alltaf inn á Windows XP heimasíðuna þó að ég vilji bara browsa…. Hef ekki þolinmæði í þetta í dag:) Ætla að fara að koma mér út og mála útidyrahurðina eða eitthvað… nenni ekki að hanga inni en langar ekkert út… I have serious problems!!:)
Ok, babysteps, fyrst í sturtu, svo í föt, taka soldið til svo mér líði betur hérna, ganga frá töskunni sem er enn á gólfinu þó að allt sé komið úr henni, kannski borða eitthvað ef ég finn eitthvað…. Þyrfti að fara að versla en ég veit aldrei hvað ég á að kaupa þannig að ég kem alltaf heim með tekex og tómatsósu og tannkrem (vá byrjar allt á t!) – þoli ekki búðir… ég kann samt að kaupa bækur held ég… farin að gera eitthvað!!!!

…. ég veit svo sem alveg hvað er að mér en það gerir þetta ekkert auðveldara….
ætli það sé hægt að kaupa lyf gegn eirðarleysi?
núna er ég með smá hálsbólgu en ekki svo slæma, mér líður eins og ég sé lasin en er það samt ekki, ég vil fara út og hitta fólk en vil líka vera bara ein heima, mig langar í útilegu en langar líka til að vera í bænum... ég er SVO eirðarlaus að þetta er ekki fyndið - ég gat ekki einu sinni sofið almennilega í nótt vegna þess að ég varð að fara á fætur og labba einn hring ... ég var ekki að gera neitt nema fara inn á bað og til baka eða inní herbergi og til baka, ég var ekki að ná í neitt og ekki að skila neinu... mjög merkilegt!!!

annars er ég að pæla í að fara að koma mér upp svona on-line myndaalbúmi vegna þess að ég vil geta sett inn myndir hingað og ég kann það ekki nema að hafa svona "internet-addressu" á þær:)

föstudagur, ágúst 01, 2003

Komin heim...

Snilldar ferð og mig langar til að vera þarna lengur ... hvers konar sveitalubbi fellur fyrir Færeyjum?

að vísu hef ég líka fallið fyrir Edinborg, París og Amsterdam eftir að fara þangað og ekki eru það sveitó borgir .... ætti kannski ekki að minnast á það að mig langar líka rosalega til Nýja Sjálands (fleiri kindur en menn), Suður Bandaríkjanna (redneck/white trash/Bible Belt) og Grænlands (þar sem fólk skítur í fötu)...

var heima hjá mömmu og pabba áðan og sat aðeins fyrir framan sjónvarpið þegar pabbi var að horfa á einhvern þátt um fólk sem semur texta fyrir vinsæl popplög - mjög skemmtilegt svo kom myndband með The Righteous Brothers

mér fannst þeir ekki líta út fyrir að vera bræður, tilkynni pabba það og segi að annar líti út fyrir að vera Vúlkani (úr Star Trek .... ok, búin að fullsanna að ég er nörd með einni bloggfærslu!!) hann spyr: "hvað er Vúlkani?" .... ég segi "þjóð í geimnum" og hann tók það gott og gilt, í nokkrar sekúndur og horfði svo á mig eins og ég væri að verða orðin hoppandi geðveik

sjáið þið ekki svipinn með "bróðurnum" til vinstri og þessum til hægri hér?



ef maður pælir í því er hinn soldið líkur honum Kirk...