föstudagur, febrúar 29, 2008

Þetta er ekki Íþróttafélag lögreglumann sem er að leita að tækjum, en það félag er samt til og lifir á styrkjum og flöskusöfnun eins og önnur íþróttafélög:) þetta er annar vinnustaður sem er að koma sér upp æfingaraðstöðunni og endilega látið mig vita ef þið viljið losna við tæki sem taka pláss hjá ykkur! :)

Talandi um tæki sem taka pláss. Mér finnst að það ætti að sekta fólk sem leggur í tvö stæði. Það hlýtur að falla undir lög um tillitsemi við náungann að leggja í eitt stæði, sérstaklega í þeim hverfum þar sem stæðin eru færri en bílarnir.

Mér finnst "stöðug" tónlist leiðinleg. Nei, ég get ekki nefnt dæmi máli mínu til stuðnings því ég ef ekki þolinmæði í tónlist sem "nuðar" í eyrunum á manni. Frekjan vinkona mín getur sagt ykkur hvað ég á við, hún neyðist stundum til að skipta um lag þegar við erum að hlusta á tónlist saman.

En ég er alveg sammála henni varðandi sumt, mér finnst til dæmis asnalegt að vinna afslátt af dóti sem ég ætlaði mér aldrei að kaupa.

og hrikalega er þetta sæt mynd!


Alveg eins og Fídel ef hann væri albínói ... og nennti að baka:)

Góðar stundir

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Sæl og blessuð:)

núna er ég rétt að slefa í viku síðan síðasta blogg en ég næ að blogga innan vikunnar með þessari færslu:) planið er nefnilega núna að láta aldrei meira en viku líða;)

ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir öll kommentin sem síðasta færsla fékk og gaman að heyra að ykkur fannst hún skemmtileg, það er að sjálfsögðu tilgangurinn með sögunum mínum úr eiginlífinu:)

Það mætti enginn með kaðal á þorrablótið en það var ofsalega gaman þrátt fyrir að allir hafi notað lyftuna upp og niður á þriðju hæðina - þar sem partýið var haldið. Skordýraeitrið var "til vonar og vara" ef óværan skyldi láta á sér kræla aftur, mér skildist sem hún hafi fylgt kettinum því ástandið var ólíkt betra í rúminu eftir að honum var fargað. Kattaflær kannski? ... ég spurði manninn ekki út í það og hann fór heldur ekki frekar í þá sálma, blessunarlega ... og hann hefði eflaust boðið mér á deit eða til að skoða bitin ... eða staðinn þar sem kötturinn var farinn að fela sig kannski? ef hann hefði ekki séð hárið á mér koma undan húfunni? ég held nefnilega að það hafi bjargað mér - ekki viss samt þannig að ég mun halda áfram að greiða mér og geyma húfuna á höfðinu á almannafæri í framtíðinni:)

hafið þið einhvern tímann keypt bumbubana eða lóð eða þrekhjól eða hlaupabretti eða einhvers konar líkamsræktartæki sem tekur pláss í geymslunni ykkar og ykkur langar til að losna við? ég þekki nefnilega hóp manna sem eru að koma sér upp smá æfingaraðstöðu í vinnunni sinni en vantar svona tæki og dót til að gera þetta flottara:) ... óskast helst gefins en þeir eru líka tilbúnir að borga fyrir þetta og væru jafnvel tilkippilegir til að "geyma" dótið þannig að ef þið viljið skammtímavistun fyrir einhvers konar líkamsræktardót, til að fá pláss í geymslunni eða gestaherberginu, þá endilega hafa samband:)

Góðar stundir

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Jú, varðandi 23. febrúar ... honum hefur verið seinkað:)

Ekki deginum sjálfum, ég geri ráð fyrir að hann renni upp bjartur og fagur á milli 22. og 24. febrúar, en ég er upptekin núna 23. febrúar - það er þorrablót í vinnunni og skipulagningin á hinu var ekki komin sérstaklega langt ... en það kemur önnur helgi eftir þessa og ég skal láta ykkur vita með jafnmiklum fyrirvara að taka daginn frá:)

dagurinn í gær var afskaplega góður allan daginn nema í svona tvo tíma inná milli þar sem mér tókst að:
skrækja eins og smástelpa
blóðga hundinn - að vísu var það annar hundur sem sá um það að gera sárið og ég gekk á milli eins og hetja til að stöðva slaginn en ég var með hundinn í göngutúr og bar þar af leiðandi ábyrgð á að hann kæmi óskaddaður heim. Hann er í sjálfu sér alveg óskaddaður því þetta var bara smá sár á augabrúninni en samt, það kom blóð á minni vakt:(
kaupa vitleysu í búðinni - ég á ekki að versla. Ég kann ekki að versla og þrátt fyrir að hafa stundað verslunarferðir í mörg ár er ég ekki enn búin að ná tökum á þessu og er jafnvel að hugsa um að sleppa því framvegis að fara út í búð. Fyrir utan hvað kerrurnar í ónefndnri búð eru asnalega stórar (nei, það eru ekki til körfur í þessari verslun) þá eru þær alltof gagnsæjar þannig að það sést greinilega hvað ég er að kaupa. Í gær var kerran sérlega vandræðaleg. Kisusandur, mýs fyrir kisur (ég hef sagt það áður, þrátt fyrir að vera ekki sérlega mikil kattarkona þá er ég hættulega nálægt því að vera skilgreind sem crazy-cat-lady), gæludýraharðfiskur, klósettpappír 12-í pakka (alltof mikið fyrir mig og endist endalaust en ég hata að kaupa klósettpappír og geri það eins sjaldan og ég mögulega get), ein frosin Ömmupizza og tyggjópakki (því ég hafði farið á kassann áður en ég mundi eftir því að mig vantaði stíflueyði) ... sorgleg, sorgleg innkaupakarfa ...
sýna almenningi þúfnahöfuð eins og ekki hefur sést áður meðal manna - hárið á mér verður eins og þúfa við minnsta hnjask ef það er á einhvern hátt "hamlað", eins og til dæmis með teygju eða spennu eða þvíumlíkum tækjum. Með orðinu hnjask á ég við flestar hreyfiathafnir eins og til dæmis að anda.
Hnjask gærdagsins var sumsé teygja í taglinu, tvær spennur, húfa ofaná allt saman, göngutúr með hundinn, hundaslagsmál og hundaþurrkun með handklæði og nokkur hundaknús, í búðinni klæjaði mig líka aðeins fyrir ofan eyrað og ég klóraði mér í gegnum þykku flíshúfuna sem ég bar á höfðinu ... ég sá mig ekki í spegli þegar ég álpaðist til að lyfta húfunni af mér en miðað við allt sem gekk á áður en mér varð skyndilega heitt á höfðinu (þegar ég varð fyrir næsta atriði) og tók af mér húfuna get ég rétt ímyndað mér hvernig ég leit út. Eftirá að hyggja hefur þessi húfuaftaka ekki verið alslæm (sjá atriði á eftir því næsta til að lesa um hið slæma sem hún hafði í för með sér) því kannski væri ég enn að hlusta á manninn?
fengið að heyra sögu bláókunnugs manns - ekki kúnna úr vinnunni heldur manns sem var að versla í sama stórmarkaði og ég. Sagan innihélt að minnsta kosti tvö dauðsföll (eða nokkur þúsund ef skordýr teljast með), eiginkonan sem dó úr krabbameini í haust og kötturinn sem var fargað í síðustu viku vegna óværu á heimilinu undanfarna mánuði ... afhverju fæ ég svona oft að heyra ævisögur ókunnugra? Ef þú værir í sakleysi þínu að leita að stíflueyði og svo færi maðurinn við hliðina allt í einu að ræða skordýraeitur og endaði á því að fallega fjórlita læðan hans var svæfð (eða fargað eins og hann orðaði það), hvað myndirðu gera? Ef fólk talar svona við ókunnuga í stórmarkaði getur vel verið að enginn sé til staðar til að hlusta þannig að auðvitað hlustaði ég, ég er með tvö eyru. En mér varð heitt á höfðinu. Ég lyfti af mér húfunni og ...
dauðskammaðist mín í 100asta skiptið á ævinni frammi fyrir sama manninum - þetta er merkileg staðreynd en flestir gera sig að fífli fyrir framan sama einstaklingunum. Einn vinur minn til dæmis var mjög fínn strákur en ef hann var að gera eitthvað heimskulegt var eiginlega hægt að bóka það að pabbi kæmi að honum. Ég er búin að þekkja einn strák síðan ég var krakki og það er eiginlega hægt að gera ráð fyrir því að ég hitti hann aldrei nema ég sé að gera einhverja gloríu eða segja eitthvað fáránlegt ... ég roðna bara til tilhugsunina um allt sem hann hefur orðið vitni af í fari mínu um ævina:) ég tók sem sagt húfuna af mér, lít upp og sé hann koma inn ganginn, brosandi við hlið kærustunnar (sem er módel by the way), með fulla kerru af heimilslegum vörum, ég brosi á móti og finn hvernig hárið á mér stendur upp og niður í skrúfum og úfi, eldroðna, skelli húfunni aftur á höfuðið á mér, lít niður í crazy-cat-lady-kerruna mína og í því sem hann gengur framhjá segir ekkillinn með dauða köttinn:

... og ég er allur rauður og stífur eftir svefnlausar nætur ...

og þegar æskuvinur minn er farinn framhjá bætir hann við

... þess vegna er ég að leita að almennilegu skordýraeitri.


Takk fyrir lestur og söng, amen.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Ég steingleymdi auðvitað að taka vítamín í gær þegar ég kom heim og vaknaði aftur í nótt svo stífluð að ég náði ekki andanum ... ef þetta er ofnæmi fyrir hverju í ósköpunum ætti það að vera? 8 tíma straight svefni? þetta er merkilegt ástand en ég hef ekki áhyggjur af því:)

fyrsta ástæðan fyrir því að ég hef ekki áhyggur er sú að það er að koma sumar:) jú, göturnar eru auðar og snjórinn allur farinn (þangað til næst, ég veit það en ég lifi í núinu, krakkar mínir, munið eftir andartakinu!) og það er fluga heima hjá mér! Hún barasta flaug inn um svalahurðina á laugardaginn og hefur ekki farið út aftur:) Fídel hefur að vísu ekki litið við henni en það hafa gestir séð hana og heyrt í henni þannig að ég veit að hún er til og ekki bara óskhyggja hjá mér ... sem væri fáránlegt, ef ég væri að óska eftir skilaboðum um að sumarið væri komið þá færi ég (vonandi!!) að sjá grænt í öllum grasflötum - ekki feita húsflugu í gluggakistunni:)

önnur ástæðan fyrir áhyggjuleysinu er auðvitað að ég næ alveg alltaf andanum og það er bara smá óþægilegt að vakna svona ekkert meira en það. Ég er meira að segja farin að vona að þetta verið nýja leiðin sem ég fæ kvef, bara í svona hálftíma á nóttunni og lífið gengur sinn vanagang hina 23 og hálfan tíma:)

Góðar stundir og njótið augnabliksins

mánudagur, febrúar 18, 2008

Ég held það sé komið.

Í næstum þrjár vikur hef ég vaknað (eða verið vakandi, á næturvöktum) um miðja nótt með kvef. Vaknað eins og ég vakna þegar ég er bullandi lasin og get ekki sofið því nefið er svo stíflað - hver kannast ekki við það? Ég hef sumsé vaknað og hugsað með sjálfri mér "djö, ég nenni þessu ekki, ég ætla að taka sólhatt á morgun!!" En svo hef ég vaknað og verið alveg eiturhress - ok, nú ýki ég kannski hressleika minn á morgnanna en ég hef að minnsta kosti ekki verið lasin þannig að ég hef að sjálfsögðu steingleymt lágnættisákvörðuninni um bætta lífshætti og vítamínát ... um helgina fór ég að hnerra um miðjan daginn og í gær fékk ég með svo mikinn höfuðverk eftir hádegið að jaðraði við mígreni en ég tengdi það ekki við þessar næturflensur fyrr en núna áðan þegar ég "hnerraði í mig" kvef ...

kvefið hefur að vísu sjattnað á meðan ég skrifaði þennan pistil (og stundað vinnuna í leiðinni, auðvitað!) og er eiginlega horfið núna (alveg eins og hið dularfulla miðnæturkvef) en ég finn ennþá fyrir því "þarna á bakvið" - þið vitið svona spenna eða þrýstingur undir enninu og kítl efst í kokinu þannig að ég ætla að taka vítamín um leið og ég kem heim!

Annars var þetta afskaplega skemmtileg helgi:) var að vísu að vinna en komst samt í göngutúra með hundinn, það var tekið við mig viðtal, ég hélt matarboð, fór í útskrifar-ný-vinna-nýtt-líf partý og líka í innflutningspartý ... fór seint að sofa og vaknaði fáránlega snemma þannig að kannski á ég þetta kvef (sem er alveg horfið núna) fyllilega skilið? :)

man ekki hvaða ég leið ég fór (held ég hafi bara heillast af nafninu Son of Cheese og viljað vita meira) en ég var að enda við að lesa þessa bloggfærslu - merkilegt hvað fólk er að föndra svona heima hjá sér:)


Góðar stundir

laugardagur, febrúar 16, 2008

Laugardagur aftur:)

ég er búin að vera að lesa Orða-leynilögguna í morgun - skemmtileg síða, mæli með því að ráfa um hana:) ég hef líka verið að skoða Wikipedia, ráfa milli greina um allt og ekkert - alltaf að læra eitthvað nýtt um alls konar sem ég vissi ekki að mig langaði til að vita:)

var til dæmis að lesa um áróður:


og Torrente:


ég sá fyrstu myndina með honum um daginn - ofsalega ógeðslegur kall þannig að ég er ekki viss um að ég mæli með henni:) en mig langar til að sjá meira af þáttum sem við byrjum að horfa á eftir myndina. Þeir heita Marion and Geoff og virkuðu einhvern veginn alveg minn tebolli:) á einhvert ykkar þessa þætti?

Góðar stundir

föstudagur, febrúar 15, 2008

Ég vona að allir hafi haft það gott á Valentínusardaginn - ég veit að haugur af fólki hatar þennan dag en ég er alls ekki í þeirri hrúgu:) mér finnst hann fínn og Árni Björnsson er núna sammála mér (eða ég sammála honum?) í því að telja þetta eldgamlan heiðinn hátíðardag sem hefur verið endurvakinn með nýjum formerkjum - það á að leitast við að fjölga svona dögum á dagatalinu ekki fækka þeim! Mér finnst það að minnsta kosti og hvernig getur manneskja eins og ég verið á móti degi sem hampar elskendum og ástinni? Gengur ekki upp að fíla rómantískar gamanmyndir, trúa á ást við fyrstu sýn og vera sannfærð um tilvist tvískiptra sála (a la Don Juan de Marco) og vera á móti Valentínusardeginum:)

... en ekki segja neinum:) hard core fólk eins og ég viðurkennir ekki svona ... en þar sem ég er nú þegar búin að opna mig ætla ég að setja inn auglýsingar sem mér finnast massaflottar - ég youtube-a alltaf superbowl auglýsingarnar, mæli með því:)

og þessar eru bestar í ár:)


og



annars fór ég í afmæli seinnipartinn í gær og spilaði svo póker um kvöldið - rústaði mótspilurunum í fyrsta skiptið ever þannig að ég býst fastlega við því að tapa stórt næst þegar við spilum:) hvenær verður það Farandi?


og já, ég var að vinna í morgun en gaurinn var flúinn áður en ég mætti þannig að það er í lagi með mig, það slasaðist enginn og það voru engin slagsmál en ég þakka kærlega fyrir öll sms-in og tölvupóstana sem sýndu að ykkur þykir öllum ennþá vænt um mig ... þrátt fyrir allt saman:)


Góðar stundir

mánudagur, febrúar 11, 2008

A small zoo in Glasgow acquired a very rare species of gorilla. Within a few weeks the gorilla, a female, became very difficult to handle.

Upon examination, the veterinarian determined the problem. The gorilla was in season. To make matters worse, there was no male gorilla available.

Thinking about their problem, the Zoo Keeper thought of Bobby McKay, a local lad & part-time worker responsible for cleaning the animal cages.

Bobby, like many Glasgow folk, had little sense but possessed ample ability to satisfy a female of any species. The Zoo Keeper thought they might have a solution. Bobby was approached with a proposition. Would he be willing to mate with the gorilla for £500? Bobby showed some interest, but said he would have to think the matter over carefully.


The following day, he announced that he would accept their offer, but only under four conditions:


1. "First", Bobby said, "Ah'm no gonnae kiss her on the lips." The Keeper quickly agreed to this condition.

2. "Second", he said, "Ye cannae never tell naebody aboot this." The Keeper again readily agreed to this condition.

3. "Third", Bobby said, "I want all the weans raised as Rangers fans." Once again it was agreed.

4. "And last of all", Bobby stated, "You gotta give me another week to come up with the £500"


Góðar stundir

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Hvað er hægt að segja ?

No comment ...

Lífið er undarlegt, njótið þess:)
Góða kvöldið:)

Þegar ég var að borða kvöldmat áðan uppgötvaði ég mér til skelfingar að þetta var aðeins önnur "máltíðin" sem ég hef borðað við borð síðan á mánudaginn, ég hef sem sagt borðað sjö af átta máltíðum undir stýri - sjö af níu ef ég tel kvöldmatinn áðan með:) ... aaaaaðeins betri tölfræði en alls ekki nægilega góð:) ég hef samt ekkert verið að borða sérstaklega óhollt eða þannig en ég held samt að það sé ekkert gott fyrir sálina að borða í bílnum þó ég væri að borða tófú og spínat ... ég var samt ekki að því:) ég borða ekki tófú, þegar ég hugsa um það birtast myndir í höfðinu á mér af talandi svepp í vatni, sveppurinn sem átti að lækna allt og var í áramótaskaupinu árið sem allir voru að drekka þetta vatn? man einhver annar eftir þessum svepp? hann lá þarna í skálinni eins og gegnsósa pizza með aukaosti (hvítur og slepjulegur með smá rauðum blæ) og sönglaði lag um eigin ágæti eða fór með vísur eða eitthvað ...

leit einhvern veginn svona út:


man ekki fyrir mitt litla hvað hann hét þessi sveppur:)

Annars er lífið alveg ágætt - mig langar að vísu heim í háttinn akkúrat núna en um leið og ég kemst heim undir morgun verð ég væntanlega ekki baun þreytt og fer að dunda mér þangað til kortér áður en klukkan hringir ... já, sem minnir mig á það, ég er búin að týna gemmsanum mínum. Ef þið hafið verið að hringja/senda sms án þess að fá svar þá verðið þið að fyrirgefa mér, síminn liggur einhvers staðar (væntanlega á stórhöfuðborgarsvæðinu) batteríslaus og yfirgefinn:(

... það er ekki líkt mér að týna dótinu mínu þannig að þetta er mjög óþægilegt:/

Góðar stundir

laugardagur, febrúar 02, 2008

Labradorinn er kominn heim til sín:) Hann var sóttur af áhyggjufullum eiganda í gærkvöldi og hefur væntanlega verið knúsaður til óbóta ... ef þið hefðuð séð hann, hundinn ekki eigandann, þá mynduð þið skilja þetta knús komment:)

Eigandinn var að vinna á Nesinu í gær en býr í Kópavogi þannig að það var nánast sénslaust fyrir greyið að rata heim til sín.

Allt er gott sem endar vel og svo framvegis:)

Lifið heil

föstudagur, febrúar 01, 2008

Ég var að taka Facebook-próf, hvaða Bítlalag lýsir lífi þínu þessa stundina og ég fékk eitt af fáum Bítlalögum sem ég fíla í alvörunni:) ... ég veit að sumir kalla þetta guðlast en mér finnst barasta alla ekkert allt með Bítlunum skemmtilegt og í hreinskilni sagt eru þau teljandi á fingrum annarrar handar lögin sem ég nenni að hlusta á með þeim;)

Lagið var sem sagt Here Comes the Sun

You are optimistic and cheery. Although you have your fair share of problems, you are optimistic and choose to look to the future, so you do not let little things get you down. People enjoy your warm, comforting presence and you have the ability to bring sunshine into any room. Warm weather and beaches suit your nature.

... og ég verð að vera sammála þessu með hlýja veðrinu og ströndunum:)

Hérna er annað eða (kannski hitt?) Bítlalagið sem ég fíla en það getur verið vegna þess að Murakami skrifaði samnefnda bók sem mér fannst frábær:)


Við Íris fórum á rúntinn áðan með ókunnugan hund sem við fundum ... reyndum að finna eigendur hans því hann var alveg ómerktur en því miður fundust þeir ekki. Ég hringdi í Fídel og spurði hvort hann vildi fá næturgest en hann tók það ekki í mál þannig að hundurinn er í pössun hjá hundalögreglumanni og ég ætla að hringja og athuga með hann á morgun - ef það kemur enginn að ná í hann langar einhverjum ykkar í ofsalega ljúfan, elskulegan, fallegan og svartan labradorhund?:) kannski langar Zorró í bróður?:)

En talandi um Bítlana og guðlast, ég fíla Björk heldur ekkert sérstaklega vel - mér finnst hún sem manneskja mjög fín en ekki tónlistin hennar;)

Lifið heil
Kæri Póstur!

Mig vantar svar við vandamáli, en þannig er að konan mín vinnur oft lengur en hún þarf og kemur heim seint og angar þá af rakspíra. Hún brjálast ef ég skoða gsm-inn hennar og fær oft dularfull símtöl í heimsímann sem hún neitar að segja frá. Hún er stundum úti á kvöldin og er þá keyrð heim af ókunnum vini.
Einu sinni ætlaði ég að njósna og gá hver þessi óþekkti maður væri, svo rétt áður en hún kom heim, læddist ég út og faldi mig bak við mótorhjólið mitt. Þá sá ég olíuleka á hjólinu. Og nú spyr ég, kæri póstur, er eðlilegt að það komi leki á hjól sem er aðeins búið að keyra um 20.000 km.?


Hehehehe - þetta finnst mér fyndið:)

Ég veit ekki alveg afhverju en mig langar svolítið til að sjá Charlie Wilson's War og svo las ég á bloggi um daginn að búið sé að gera bíómynd byggða á bókinni Choke eftir Chuck Palahniuk (gaurinn sem skrifaði Fight Club)! Spurning hvernig sú mynd verður - persónulega fíla ég Fight Club í ræmur:) ... svo er Invisible Monsters líka væntanleg, dittó Chuck Palahniuk:)

... ég er í vinnunni, það sem kemur mér sífellt á óvart er hvernig fólk heldur sig vera að taka ofsalega rökréttar ákvaðanir þegar það er í annarlegu ástandi. Ég hef unnið á börum, séð og talað við óteljandi ölvaða einstaklinga um ævina en að fylgjast nákvæmlega með fólki heila nótt gefur allt, allt aðra innsýn inn í ástandið sem er kallað annarlegt ... það er ekki hægt að lýsa vakt hérna í orðum:)

og Gummi, þetta er mynd af uppskerutungli, ég fann hana á Wikipedia;)