mánudagur, júlí 28, 2008

Jújú, eðli vinnunar samkvæmt þá er ég ekki sérlega vinsæl meðal kúnnanna. Viðskiptavinirnir telja mig almennt fremur harðbrjósta og kalda þegar ég sé ekki aumur á þeim og leyfi keðjureykingar ... utandyra ... og eftirlitslaust :)

En ég er alls ekki harðbrjósta, bara hreint ekki neitt þó ég segi sjálf frá. Ég er meira að segja allt, allt of lin og það er fáránlega stutt húsmóðurina í Vesturbænum stundum. Sko, fyrstu viðbrögð við fréttum og atburðum eru einum of oft viðbrögð þessarar tegundar húsmóður en þau vara yfirleitt aðeins jafnlengi og kollurinn er að taka við sér og taka stjórnina. Sem betur fer. Þegar ísbjarnynjan (? er þetta orð íslenskugúrúarnir ykkar ?) lagðist á beit í æðarvarpinu fyrr í sumar fékk ég alveg sting í mig þegar ég hugsaði um alla litlu saklausu, loðnu ungana og ósjálfbjarga ungamömmurnar sem ... þið vitið hvað ég er að fara?

Hvert er Syneta eiginlega að fara? Um hvað er hún að tala?

Jú, þannig er nefnilega mál með vexti að ég er búin að vera í hálfgerðu rusli í alla nótt því ég gleymdi nýja blóminu mínu útá svölum í gærkvöldi. Þetta er að vísu útiblóm og það er ekki alveg rétt að hafi "gleymt" því úti, ég tók ákvörðun um að skilja nýja blómið mitt eftir úti þegar ég fór í vinnuna því veðrið var svo gott, spáð þurrki og það verður að leyfa útiblómum að vera úti er það ekki? Það má ekki ræna plöntur eðlinu bara vegna þess að þær geta ekki gert sig skiljanlegar. Það væri rangt og hvað sem kaldlyndinu og miskunnarleysinu kann að líða þá er ég ekki óréttlát ...

Stuttu eftir að ég var mætt í vinnuna byrjaði hins vegar að rigna og svo fór að hellidemba og það hefur ringt nálega í alla nótt. Ég vökvaði blómið í gær þannig að núna er það kannski drukknað? Eða öll bláu blómin rignd í tætlur?

Það kemur í ljós eftir nokkrar mínútur,

lifið heil

laugardagur, júlí 26, 2008



Jæja, now that I've got your attention :)

geri ekki ráð fyrir að þetta verði sérlega langt blogg því milli fimm og sjö á morgnanna þjáist ég gjarnan af athyglisbrest og hérna í geymslunni aðfaranótt laugardags er ég ekki ein um að þjást af einhvers konar röskun :)

síðan ég bloggaði síðast hef ég:

farið á mótorhjóli um Vestfirðina
farið á tvær bæjarhátíðir á jafnmörgum dögum
hitt frábært fólk
séð Mamma Mia
séð Batman The Dark Knight
horft á fjölda Golden Girls þátta
lamið hendinni svo fast í girðingu að ég hélt ég væri brotin og fór á slysó - reyndist sem betur fer bara illa marin :)
sótt fjölskylduvin á flugvöllinn
keyrt á Jökulsárlón og tilbaka
skoðað nýju hverina í Hveragerði, borðaði í Rauða húsinu á Eyrabakka og fór á Draugasafnið á Stokkseyri
næstum því farið í daglegar gönguferðir með hundinn - og stundum með börn líka
farið í fjöruferðir og farið í fótabað í sjónum, einu sinni með hundinn með mér - næst ætlum við að synda (ég er ekki búin að segja honum frá því ennþá)
ég fékk gefins útiblóm sem stendur í svalahurðinni minni - fer inn og út eftir veðri, eins og kötturinn, nema ég stjórna blóminu ... man því miður ekki hvaða tegund blessaða plantan er en blómin eru blá :)
farið í ísbíltúr
farið í lautarferð
farið í verslunarferð í Kringluna!
farið í matarboð
farið í afmælisveislur

... hmmm, held þetta sé það sem ég hef haft fyrir stafni undanfarið? og líka auðvitað mætt í vinnuna, ég er þar til dæmis núna og var að fá skammir fyrir að vera "klikkað ópersónuleg" - ég tók það ekki inná mig;)

sko mig, mánuðurinn ekki liðinn en ég búin að blogga - sjáum til hvort mér takist að blogga aftur áður en hann er alveg úti;)

Lifið heil og verið góð við hvert annað

sunnudagur, júlí 06, 2008

laugardagur, júlí 05, 2008

Það er ekki hægt að saka mig um að hafa verið dugleg að blogga undanfarið en mér til varnar þá er sumarið of stutt til að eyða frítímanum fyrir framan tölvuna ... ekki að ég hafi átt ofgnógt frítíma undanfarið en núna er ég komin í vinnuna aftur og ætti að geta hripað niður eins og svona einu bloggi á 13 tíma vakt:)

... það eru að vísu fimm tímar búnir af vaktinni nú þegar (er ekki örugglega laugardagseftirmiðdagur??) og ég er ekki búin að afkasta sérlega miklu, nema vinnu auðvitað:) ég er farin að hallast að því að eina fólkið eftir í Reykjavík þessa helgi sé annað hvort fólk sem fékk ekki frí og verður að vinna (eins og ég og vinnufélagarnir) eða snarvitlausir rugludallar sem fara allir á stjá í hópum og gera allt vitlaust:)

Þessi hitabylgja sem var spáð núna um helgina er sóllaus en mikið rosalega er heitt? kannski finnst mér bara svona heitt því það er afskaplega erfitt að stilla hitastigið í vinnunni (það var til dæmis skelfilega kalt hérna í allan vetur) og svo þegar ég fer út klæði ég mig upp eins og ég sé á leiðinni á fjöll um vetur - ætli ég myndi sleppa öllum þessum mótorhjólahlífðarbúnaði ef ég byggi í Aþenu? þar var fólk á mótorhjólum í stuttbuxum einum fata ... jú, og með hjálm en sumir létu sér nægja að halda á honum, kannski segja lögin að fólk verði að bera hjálm við akstur en ekki að hafa hann á höfðinu?

... og kannski virkar þessi orðaleikur ekki á grísku? :)

Við fórum í morgunmat niður í bæ í morgun, á Tíu dropa:) ég fer yfirleitt þangað þegar ég fer á kaffihús því það er svo góður staður og hefur ekkert með það að gera að ég þekki eigendurna, nema bara til að byrja með - þá er ég að meina að vinátta og kunnugleiki við eigendur staðarins kom mér á bragðið og nú er ég húkkt:) en Gunni Palli kokkur (sem ég hef ekki hugmynd um hver er) er alveg sammála mér með að Tíu dropar er heimsóknarinnar virði:) Kíkið endilega sjálf - ég mæli með öllu sem ég hef smakkað þar hingað til;)

Annars fer ég ekki nógu oft á kaffihús þessa dagana ... ég held ég hafi farið síðast á kaffihús í apríl, á Tíu dropa einmitt ... kannski ég fari að stunda þau meira þegar líður að hausti og í vetur?:)

Jú, ég held ég geri það barasta - eruði ekki memm?:)

Lifið heil og ekki vera rugludallar