fimmtudagur, október 17, 2013

Fukumaru

Fallegar myndir af fallegu sambandi

Þegar ég sé svona myndir sakna ég alltaf Fídels, ætli það eigi nokkuð eftir að breytast?

Vona ekki.

Góðar stundir

laugardagur, mars 23, 2013

Fyrsta vettvangsnámið búið

... það kláraðist bara allt í einu, bara eiginlega án þess að ég gerði mér grein fyrir því. En þannig er það víst þegar það er gaman, þessar vikur sem ég varði á Æfingastöðinni voru einu orði sagt dásamlegar! :) Ekki bara starfsfólkið og staðurinn sjálfur heldur líka krakkarnir og allt sem ég fékk að læra og gera og prófa og hugsa um ... já, það er bara þannig, mér er ætlað að vera iðjuþjálfi :)

Og það er frábært að vera búin að fatta það loksins eftir að hafa prófað næstum því allt hitt ;)


Lifið heil

sunnudagur, febrúar 24, 2013

Fyrsta alvöru vettvangsnámið mitt í náminu byrjar á morgun og ég er ekki frá því að ég sé barasta drullustressuð?

Það er samt ekki eins og ég sé að fara að vinna í alvöru, standa á eigin fótum og gera það sem þarf að gera eða þannig. Það verður haldið í hendina á mér, „ég fer þangað til að læra“ og ég fæ væntanlega ekki mikið að gera ein en samt líður mér eins og Forrest Gump. Þegar hann stígur um borð í rútuna sem á að flytja hann í grunnbúðirnar eftir að hann skráði sig í herinn.


At first, it seemed like I made a mistake ... seeing how it was my induction day and I was already gettin' yelled at.
I didn't know who I might meet or what they might ask.




Held samt að ég sé örugg, iðjuþjálfar æpa ekki á annað fólk (nema kannski til að hvetja og þá er það varla æp) fyrir utan auðvitað að ég ætti að vera orðin vön alls konar mismunandi samskiptamynstrum ;) það er líka margt verra en að vera Forrest Gump.

Góðar stundir