sunnudagur, apríl 30, 2006

Ég þjáist af valkvíða, ég vissi ekki að þessi tegund af kvíða væri til fyrr en frekar nýlega en í dag sé ég að ég þjáist af honum:)

og mig/mér klæjar undan blöðruplástrunum sem ég setti á mig í gærkvöldi á meðan ég horfði á M.I. og bloggaði .... það sést á blogginu að ég var að einbeita mér að plástrunum og bíómyndinni sem var ekki eins skemmtileg og mig minnti og svo fór allt continuity ruglið í Prime að fara í taugarnar á mér, á þessum lista minnast þeir ekki á kleenexboxið sem var alltaf á fleygiferð um borðið við sófann og hvernig fólk lá í einu skoti en sat upprétt í því næsta án þess að hafa haft tíma til að setjast upp ... ég ætti kannski bara að gerast skripta í Hollywood? þá get ég sjálf komið í veg fyrir svona mistök ... held samt að ég sé of ... of anal? til að ráða við svoleiðis starf, ég gæti ekki aldrei sofnað ef ske kynni að eitthvað væri að færast úr stað í stúdíóinu:) og að lokum myndi ég missa vitið:)

what to do, what to do ... ég fór ekki í göngutúr í morgun til að hlífa blöðrunum mínum en mig langar út núna, veðrið er frábært og það virkar alvöru, ekki glugga en ég tími ekki að standa upp því kettirnir liggja sitthvoru megin við mig og mala, ef ég stend upp fara þeir að slást og hvæsa og svo þarf ég líka að taka til, herbergið mitt til dæmis er óþekkjanlegt ... ég er að hugsa um að gefa öll fötin mín nema nokkur pör af sokkum, nærfötum, tvennar buxur, tvo boli og kannski tvær peysur þá þyrfti ég aldrei að ákveða í hverju ég ætlaði um morguninn og það væru færri flíkur til að þvo og brjóta saman ... ég lifi í of miklum vellystingum held ég barasta og það versta er að mér finnst ég þurfa að kaupa nýja skó! ég þarf þess ekkert, mér bara finnst það, þessir sem ég er í leka ekki og eru ekki rifnir á áberandi stöðum, reimarnar eru meira að segja heilar en samt langar mig í nýja skó ... ég er kannski búin að horfa of mikið á Sex & the City? fyrst að veðrið er svona gott ætla ég að leysa þetta skó-vandamál með því að fara í sandalana mína og nota þá í nokkra daga þangað til ég-vil-kaupa-nýja-skó tilfinningin er liðin hjá:)

Með ást og virðingu

laugardagur, apríl 29, 2006

Missssjóón Impossible! Tom Cruise freimaður minnir mig ... flottar brellur? Man ég hafði gaman af henni einu sinni en man samt ekkert eftir henni:) Rugla henni saman við Bourne Identity í höfðinu á mér ... spurning um að horfa á M.I. og rugla Bourne Identity saman við hana?:)

var að koma úr bíóinu þar sem ég sá Prime og hló mikið:) Við vorum ósammála um hvernig endirinn á myndinni var en mér fannst myndin barasta slatta fyndin:) Meryl Streep var frábær og Uma Thurman barasta ágætis leikkona þannig að ég mæli alveg með myndinni sem ágætis afþreyingu, auk þess sem Bryan Greenberg var mjög flottur sem David;)

Seifur braust inn í forstofuskápinn minn, þrátt fyrir að um það bil 50 klósettrúllur hafi legið upp við skápinn til að koma í veg fyrir innbrot (ég þekki köttinn;)), hann stal öllum harðfiskinum úr efstu hillunni og át hann ... fyrir framan Fídel sem ég held að hafi ekki fengið neitt:( Seifur kann ekki á klemmur eins og þá sem ég notaði til að loka pokanum þannig að hann át sig í gegnum plastið til að komast í harðfiskinn ... kannski gef ég honum ekki nóg að borða? Nahhh, ég held að þessi köttur sé einfaldlega svangur og forvitinn að eðlisfari:)

ég fór á fyrstu Taekwondo æfinguna mína í gær og skemmti mér alveg konunglega þó að mig hafi langað svolítið til að fara heim eftir upphitunina sem fólst í því að hoppa á mismunandi hátt í ca. 10 mínútur ... ég er ekki hoppi skoppi manneskja utaná þó að ég sé það auðvitað svona inní mér:) fullt af teygjum og svo spörk og fleiri spörk og svo öðruvísi spörk og að lokum nudd:) af einhverjum óútskýrðum ástæðum setti ég hendina undir ennið á mér á meðan á nuddinu stóð og lá á hnúunum þannig að í dag líður mér eins og ég sé með marblett á enninu en sem betur fer sést hann ekki:) eini gallinn við æfinguna var að ég fékk blöðru (sem sprakk) á mótum stóru táar og tábergsins ... í morgun setti ég plástur á blöðruleifarnar til að hlífa þeim á meðan ég fór í 8 kílómetra langan göngutúr í hellidembu með kjarnakonum úr vinnunni:) eftir rúma 3 kílómetra fór ég að finna fyrir plástrinum á tánni við hliðina á stórru tánni svo fann ég meira fyrir honum og þegar ég komst á þurrt aftur og þegar ég fór úr skónum sá ég myndarlega blöðru en ósprungna sem betur fer ... mér finnst alltaf betra þegar þær eru ekki sprungnar af einhverjum ástæðum, jú, þær eru fyrirferðameiri en að minnsta kosti kemur ekki sár á meðan húðin er heil ... vitið þið eitthvað um blöðrur? ... stelpan í apótekinu vissi ekkert meira um þær en ég, hún hafði aldrei heyrt um blöðrur á tánum en seldi mér plástra sem ég átti að geta klippt en fyrsta Importantið á leiðbeiningunum er "Never cut a Compeed plaster" þannig að plástrarnir eru alltof stórir eða ég er með alltof litlar tær:)

... ég ætla aftur í Taekwondo samt og það eru allir velkomnir með mér, næsta miðvikudag klukkan 19:00:)

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Mér finnst að þeir sem lesa inn á auglýsingar fyrir þætti/myndir/hluti sem heita enskum nöfnum þurfi að æfa framburðinn sinn eilítið ... ég veit að ég er að vera hrokafull því enskan er alls ekkert auðvelt tungumál frekar en nokkuð annað mál sem fólk hefur ekki alist upp við að tala en samt finnst mér að ef auglýsingin er öll á íslensku og bara nafnið er á ensku þá ætti kannski að æfa nafnið sjálft nokkrum sinnum? Ég hlusta stundum á sjónvarp án þess að horfa á það og um daginn var alltaf verið að auglýsa einhverja mynd sem hét, að ég hélt, Failure To Lunch og ég eyddi heilmiklum tíma í að velta þessu fyrir mér, um hvað gæti þessi mynd mögulega verið? fólk sem stóð sig ekki í hádeginu? fólk sem klikkaði á hádegismat? en svo sá ég auglýsinguna og gat lesið hvað myndin hét í alvörunni, Failure To Launch, sem að sjálfsögðu er allt annar tebolli:) sama kom fyrir í kvöld, ég er nokkrum sinnum búin að heyra auglýsingu fyrir nýjan þátt á Skjá einum sem ég hélt að héti One Thread og mér fannst það frekar asnalegt nafn á lögguþætti en svo kom í ljós áðan að þátturinn heitir alls ekkert One Thread heldur Wanted!! :)

en að öðru, Seifur er í heimsókn hjá okkur Fídel þessa vikuna því pabbi hans er í London:) Hann er ábyggilega helmingi stærri en hann var um jólin enda hefur hann fengið mikinn og góðan mat fyrir norðan hjá afa sínum og ömmu og núna er hann orðinn hinn myndarlegasti köttur, meira að segja loppurnar á honum eru stærri og það er lengra á milli eyrnanna á honum - heilinn hefur ábyggilega stækkað við að vera útiköttur:) Seifur kom í gærkvöldi og þeim (kisunum) hefur núna tekist að horfa á hvorn annan í heilan sólarhring, hvorugum hefur tekist að pissa í friði hingað til og þeir eru mjög meðvitaðir um hvað hinn fær að borða og hversu stóran harðfisksbita hinn fékk:)

uppþvottaburstinn minn er orðinn blár, ekki burstinn sjálfur heldur hárin og ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað ég gerði við hann? ég á það til að gera hluti án þess að muna það seinna þannig að ég hef sjálfa mig grunaða um að hafa þrifið málningadós eða eitthvað með burstanum en ég man bara ekkert eftir því núna ... ef burstinn sjálfur væri blár myndi ég gera ráð fyrir að ég hefði keypt nýjan en þetta eru bara hárin:) ... ég henti bláhærða burstanum því ég á fleiri vegna þess að ég mundi að mig vantaði uppþvottabursta þegar ég fór í Bónus um daginn ... ég mundi bara því miður eftir því nokkrum sinnum í röð og keypti bursta í hvert skipti:)

ég fór líka í heimsókn til vinar míns í dag:) mjög skemmtileg heimsókn, ég ætlaði ekki að vera lengi en ég var það samt og ég ætla að fara aftur:) það var líka gaman að hitta eiginkonu hans sem ég er hef heyrt svo mikið um og jafnvel talað við í síma en aldrei séð, alltaf gaman þegar það er komið andlit og persónuleiki við nafn sem ég hef heyrt svo oft:)

ég bakaði súkkulaðiköku áðan fyrir staffakaffi í vinnunni á morgun en samt langar mig til að fá mér bita núna, er rangt að vígja kökur of snemma?:) ég komst líka að því að ég er orðin hálfgerður aumingi því það varð að hræra mjög mikið bæði í deiginu og kreminu og ég er með vott af blöðru á milli litlaputta og lófans ... kannski er þetta merki um að ég sé ekkert sérlega góð húsmóðir fyrst ég fæ blöðrur við að nota einfalt "heimilstæki"?:)

ég ætla að setja inn myndir á myndasíðuna mína bráðum, hún hefur verið í dvala of lengi þó ég hafi alveg verið að taka myndir, mér fannst einhver veginn eins og ég hefði ekki verið að gera neitt undanfarið en það er bara ekki alveg rétt, ég hef bara ekki verið að fara í útilegur og þannig sem er ekkert skrítið því það er vetur:) ég læt vita þegar ég er búin að setja nýjar myndir inn:)

ég kom ekki í fréttunum á EnnEffEss í kvöld þó að það hafi komið myndatökumaður í vinnuna í gær og myndað okkur að störfum, ég hef væntanlega verið klippt út því ég roðnaði meira að segja á handarbökunum þegar myndavélinni var beint að mér:)

... og það spila víst ALLIR póker í Svíþjóð! finnst ykkur ég vera kryptískur bloggari?:)

Með ást og virðingu

sunnudagur, apríl 23, 2006

æ fíl prittí ó só prittí!!!

og fyrst ég er að blogga, skapar guð ekki allar kartöflur? ég er að vísu ekki kristin þannig að kannski er ég að misskilja en ef guð skapar bara sumar kartöflur hver skapar þá allar hinar?

... kannski skapaði hinn kartöflu-skaparinn þessa tvo samt gæti verið að öll dæmin að ofan tengist genum að einhverju leyti ...

Góðar stundir

föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar:9

það er pása á öllu í vinnunni núna því það er verið að endurræsa allt draslið ... það var allt í lagi hjá mér og það hefur allt virkað í allan morgun en það var ekkert í gangi á "bakvið" þannig að hugsanlega mögulega er allt sem ég hef gert í morgun "ekki til" ... ég er ekki tækjamanneskja;) jú, fínt að hafa öll þessi tæki, alveg súper, auðveldar lífið, bjargar mannslífum, eykur lífsgæði en ... jamms, en:)

kannski er ég búin að lesa of mikið af ævintýrum um ævina eða þá að ég er búin að fara yfirum á ritgerðinni minni án þess að vita það? kannski er ég búin að spila of mikið Risk God Storm (sem ég er btw orðin hrikalega góð í án þess að svindla, í gær vann ég aftur:))? mig langar til að búa í heimi Tolkiens eða Terry Pratchett ... ég myndi "sætta mig við" heim Astrid Lindgren þó að þar séu hvorki dvergar né galdrakallar bara eilíft sumar, heimabakað brauð, spegilsléttar tjarnir og prakkarastrik:)

Live Long and Prosper

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hefur Vísindakirkjan svona slæm áhrif á fólk? eða er Tom Cruise bara skringilegur að eðlisfari? en það getur vel verið að þetta sé löglegt þó það sé ógeðslegt ... kannski er það löglegt vegna þess að það hefur engum dottið í hug að það þurfi að banna með lögum að fólk borði ekki fylgju og naflastreng nýfædds barns? Ég veit að dýrin gera þetta en þau eru "nær náttúrunni" en við og það er raunverulegur möguleiki á því að það komi annað dýr, finni lykt af blóðinu og éti móður og afkvæmi, lítil hætta á að þetta komi fyrir Hollywood stjörnur ... kannski ætlar Tom að borða fylgjuna til að vera viss um að hlutar hennar verði ekki boðnir upp á eBay? mér finnst það líklegra:) nýjasta fréttin er samt að núna eiga þau Tom og Katie dótturina Suri

ég er búin að lesa mikið af slúðursíðum (og blogg og fréttir etc.) í dag því ég var ein í vinnunni og myndaði í 5 tíma samfleytt ... þannig varð þessi blitz-færsla til:) ég er ekki fræg og ég er rosalega fegin því:) talaði við ókunnugan einstakling áðan og roðnaði um allt, á framhandleggjunum og líka bakvið eyrun ... ég sá það ekki en ég fann það og roðnaði aðeins meira í framan:/ væri samt ábyggilega í lagi að vera fræg því frægar konur eru alltaf með svo mikla andlistmálningu þegar þær fara út að það myndi ekki sjást þegar ég roðna:) svo þegar paparazzíið væri að taka svona candid myndir þá væri ég bara eðlileg á litinn því ég myndi ekki vita að það er verið að taka myndir af mér:) málið leyst, ok, þá get ég alveg verið fræg nema ef þetta með að borða fylgjur komist í tísku? ef það er vesen að nota stofnfrumur í rannsóknir (sem koma að mér skilst úr naflastrengnum) því þær teljast "lifandi" er þá ekki naflastrengsát mannát?

Góðar stundir
Gvöð krakkar hvað það er erfitt að vera svona fræg!! djísus!!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Hver vill vera memm í útileiki á Sumardaginn fyrsta?!!!! ... ef veður leyfir;)

... ég veit að það verður væntanlega snjókoma vegna þess að dagurinn heitir Sumardagurinn fyrsti (þið rignir til dæmis alltaf á Uppstyttingardaginn!) en það þýðir líklega gott sumar þannig að ef við komumst ekki út í leiki á fimmtudaginn sting ég uppá sunnudeginum næsta, þá verður komið sumar:)

hver vill vera memm??:)

Góðar stundir

mánudagur, apríl 17, 2006

Gleðilega páska allir saman:)

ég horfði á Four Weddings and a Funeral áðan:) ykkur finnst ég kannski vera morbid en mér finnst Funeral Blues eftir W.H. Auden eitt rómantískasta ljóð sem ég veit um:

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crépe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever: I was wrong.

The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.


... sérstaklega seinni tvö erindin ... kannski vegna þess að ég heyrði það í fyrsta sinn í myndinni þegar John Hannah las það í jarðaförinni og John Hannah er mjög myndarlegur maður OG skoskur;) George Clooney er ekki slæmur heldur, þó hann sé ekki endilega mín týpa, en vá hvað Intolerable Cruelty er leiðinleg mynd! Jamms, ég hef verið að horfa á sjónvarpið með öðru í kvöld og núna er ég að velta fyrir mér hvort ég vilji horfa á The Human Stain? Ég las bókina þegar ég var í námskeiðinu Amerískar bókmenntir (minnir mig að það hafi heitið, frekar en bandarískar?) og við áttum að sjá myndina en ég klúðraði því, komst ekki eða eitthvað og svo var hætt að sýna hana í bíó og hún kom ekki á leigurnar fyrr en eftir að námskeiðið var búið:) mig rámar samt í að mér hafi verið boðið í heimsókn til að horfa á myndina en ég man ekki eftir að hafa séð hana? ég man eftir heimsókninni en ekki myndinni, var heimsóknin svona eftirminnileg eða myndin óeftirminnileg?:) ... bókin var fín minnir mig, kannski bara vegna þess að ég las hana alla? Stundum verða bækur betri í minningunni þegar ég hef lagt það á mig að lesa þær, fyrir skólann til dæmis:) Þetta er sálfræðilegt og ég man að ég las rannsókn um þetta þegar ég var að læra sálfræði, þegar þú hefur eytt tíma, peningum eða orku í eitthvað þá verður það betra þó það sé lélegt ... dæmi um þetta er þegar ég sagði fólki að Spawn væri fín mynd þó mér hafi sjaldan leiðst jafnmikið í kvikmyndahúsi:) tveim vikum seinna þá réttlætti ég miðaverðið og tímann sem ég eyddi í bíóinu með því að myndin hafi ekki verið svo slæm:) skil samt ekki hvernig Anthony Hopkins getur leikið Coleman Silk en ég ætla ekki að segja afhverju ég skil það ekki fyrir þá sem ætla að horfa á myndina eða lesa bókina og asnast til að lesa þessa færslu fyrst:)

í gær fór ég í pallatíma í Hreyfingu og komst að því að ef "pallar" flokkast undir íþrótt þá eru þeir ekki mín íþrótt ... fyrir utan að ná ekki sporunum auðvitað þá fannst mér þetta bara ekkert skemmtilegt:( kannski ef ég kynni öll sporin kynni ég líka að meta palla-íþróttina? en ég held ég sleppi því að læra þau:) ekki misskilja mig ég skil að fólki finnist þetta skemmtilegt en ég kann ekki að meta palla, mér fannst þrektíminn sem ég fór í á sama stað miklu skemmtilegri:) eftir leikfimina fór ég á skauta með litlu frænku minni og datt aldrei:) núna hef ég farið tvisvar á skauta með stuttu millibili án þess að detta:) kannski ég fari bara að taka línuskautana úr geymslu og hætta rófubeininu á malbikið? :)

Lifið heil og dillið rófunni, svona inní ykkur ...

föstudagur, apríl 14, 2006

Erotic Thriller

You've made your own rules in life - and sometimes that catches up with you.
Winding a web of deceit comes naturally, and no one really knows the true you.

Your best movie matches: Swimming Pool, Unfaithful, The Crush


Erotic Thriller no less ... hef aldrei heyrt um þessar myndir sem "passa best við" mig, en til þess er imdb.com:)

Swimming Pool? neibbs ... mig langar ekki til að sjá hana ... Unfaithful? jú, jafnvel, tilnefnd til óskarsverðlauna, já, kannski bara en lifi það af að sjá hana ekki:) og The Crush? já, nei, hef séð hana á leigum í mörg, mörg ár en hef aldrei viljað sjá hana ... ég held jafnvel að það sé lítið mark á þessu prófi takandi?:) spurning um að taka annað próf?:)

... satt að segja kemur þessi niðurstaða mér ekkert á óvart ...
You Failed 8th Grade Math

Oh no, you only got 5/10 correct!


... sad but true og það versta er að ég velti fyrir mér að nota reiknivél en hafði ekki hugmynd um hvað ég átti að slá inn ... hversu gamlir eru krakkar í 8th grade?

jamms, það liggur ýmislegt betur fyrir mér en stærðfræði verður að viðurkennast en samt lifi ég tiltölulega eðlilegu lífi:)
You Were a Rabbit

You are fast thinking and tend to live by your wits.
Getting over fears is important to you, as is strengthening intuition.

Your Fortune Is

Woman who wear G-string is high on crack.


góðar stundir

miðvikudagur, apríl 12, 2006

You Are Teal Green

You are a one of a kind, original person. There's no one even close to being like you.
Expressive and creative, you have a knack for making the impossible possible.
While you are a bit offbeat, you don't scare people away with your quirks.
Your warm personality nicely counteracts and strange habits you may have.


jújú, one of a kind ... en ég velti því nú samt fyrir mér hversu margir hafi fengið alveg eins niðurstöðu? ég stórlega efa að þessi niðurstaða hafi verið ætluð mér einni:)

ofsalega er sumarlegt í dag, gullfallegt veður og glampandi sól:) veit samt ekki hvort þetta sé gluggaveður en ég er að hugsa um að koma mér út og komast að því:)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

... ég á 55 og hálfa klósettrúllu ... hversu lengi endast 7x8 klósettrúllur? ég býst ekki við að þurfa að kaupa fleiri fyrr en eftir afmælið mitt:) ég myndi bjóða í heimsókn til að klára þetta fyrr, eins og ég myndi gera ef ég ætti 55 og hálfan kexpakka eða 55 og hálfa köku en ég vil helst ekki að fólk komi til að nota klósettið mitt ... jújú, þeim sem koma í heimsókn er velkomið að brúka aðstöðuna, ekki misskilja mig, en ég vil helst ekki að fólk geri sér sérstaka ferð í þeim eina tilgangi, það er bara ekki rétt:)

ég spilaði Risk God Storm á sunnudagskvöldið:) mæli hiklaust með þessu spili, alveg jafnskemmtilegt og Risk en að sumu leyti líka skemmtilegra, Miracle kortin geta verið brútal, Atlantis getur sokkið með manni og mús og musterum, það eru plágur sem geta drepið hálfa heri, fjallgarðar sem er ekki hægt að ráðast yfir, guðirnir eru með í spilinu ... og allir "kallarnir" eru rosalega flottir:) líka ofsalega fínt spil fyrir meðvirka því hermennirnir sem deyja í bardögum "deyja" ekki eiginlega heldur fara í Underworldið þar sem þeir geta haldið áfram að berjast og eiga möguleika á að fæðast aftur:) einn galli við spilið er samt að fólk gleymir íslenskunni um leið og það er búið að lesa leiðbeiningarnar:) ég vann spilið en ég býst við að ég hafi svindlað eins og í fyrsta skipti sem ég spilaði Risk þannig að ég tek þetta ekki of alvarlega, ég fer að monta mig þegar ég er búin að vinna nokkrum sinnum ... samkvæmt reglunum:)

ég get ekki sofið og þess vegna er ég að horfa á Threshold ... hef ekki séð þá í nokkrar vikur en mér sýnist þau ekkert vera að standa sig, geimverurnar eru búnar að fjölga sér og eru um allt að búa til fleiri ... það er komið heilt geimveruþorp og börn að fæðast ... mikið finnst mér Lucas myndarlegur:)

kannski get ég ekki sofið því mér finnst svo jólalegt heima hjá mér og ég fer alltaf svo seint að sofa á jólunum?:) góð vinkona mín keypti nefnilega handa mér ilmkerti eins og ég kaupi alltaf sjálf á jólunum svo ég gæti haft það notalegt og verið dugleg um páskana:) yndisleg vinkona og þetta er alveg að virka, það hefur ekki verið svona kósý heima hjá mér í eitt og hálft ár, ég keypti mér ekkert kerti síðustu jól því ég var svo lasin:)

kötturinn er að taka brjálæðiskast þannig að ég ætti að leika við hann í staðinn fyrir að blogga ... kannski ætti ég að fá mér ís og horfa á rómantíska gamanmynd? eða hita kakó og athuga hvort ég eigi til kex? kannski ætti ég bara að fara aftur upp í rúm, hætta þessari vitleysu og bíða þangað til ég sofna?

... farin að leika við köttinn, vonandi þreytumst við bæði og sofum vel og lengi:)

góðar stundir

föstudagur, apríl 07, 2006

Föstudagurinn mættur, morgunprógramminu var aflýst vegna veðurs þannig að ég svaf aðeins út - mjög ljúft!:)

Ég blitz-bloggaði ekki í gær en gleymdi samt að skrifa um fullt af hlutum sem ég ætlaði að skrifa um, svona fer þegar ég er upptekin af því að sinna klukki og klukka aðra:) Ég fór nefnilega í leikhús á miðvikudaginn og það var alveg meiriháttar! Ég held ég sé sammála Pírisi, einhver brögð hljóta að vera í tafli! Það merkilega er líka að ég var alltaf að gleyma því að ég væri í Hagaskóla, það var allt svo rosalega professional og alvöru - ég er með frekar lítið hjarta og ég var búin að gleyma hvernig sagan endaði þannig að í lokin var ég næstum farin að gráta! Ég ætla ekki að vera leiklistargagnrýnandi þegar ég er orðin stór því ég veit ekkert hvaða orð á að nota yfir svona frábæra sýningu en þegar ég er orðin stærri og þessir krakkar eru orðnir stórir ætla ég að fara á allar sýningarnar sem þau koma fram í ... og á tónleikana:)

Í gærkvöldi hitt ég ÞýðEndurnar í fagmannlega eldaðan kvöldmat heima hjá Berglindi:) Ólöf fór með gamanmál (sem ég flissa ennþá yfir:)) og við lékum eftirminnilega "leikþætti" úr Actionary, þar á meðal tvær útgáfur af humri - ég er með harðsperrur eftir allan hláturinn:) mikið ofsalega var gaman!:)
Á þriðjudaginn síðasta hitti ég loksins Eydísi á Íslandi (ég linka ekki á síðuna því hún er komin í dvala:( því miður, mjög skemmtileg:)) og Birnu og Írisi og Sigrúnu (ertu með blogg?:)). Eydís var búin að búa til flottustu djöflatertuna sem ég hef smakkað og frábæra múffinsköku, svo voru líka chilli kökur og eitthvað japanskt sem ég hætti við að smakka eftir að hafa séð gufuna koma út úr eyrunum á Sigrúnu:) Við reyndum að spila Polyglot en það gekk ekki þannig að við spiluðum leik með skyggni fyrir MR. X ... Cluedo? Man ekki hvað leikurinn hét en við náðum glæpamanninum Sigrúnu-X og spiluðum því næst Leonardo & Co. ... minnir mig að spilið heiti? Mér fannst það mjög skemmtilegt:) lærði hellings eins og hvað "verg" tala/framleiðsla/eitthvað er (þjóðarframleiðsla mínus hráefni minnir mig) og að farfuglar þefa ekki upp löndin sem þeir ætla til heldur nota pólstjörnuna og að helíum blaðra leitar til vinstri í bíl sem er á ferð á beygir til vinstri vegna þess að hún er svo létt ... það er alveg búið að eyðileggja miðflóttakraftinn fyrir mér núna, ef ég er að flytja 40 feta gám fullan af helíumblöðrum og fer of hratt í vinstri beygju get ég þá velt bílnum til vinstri???!!!! Hmmm, hvað segja lesendur mínir meiraprófsbílstjórarnir (líka þeir sem lásu Bíllinn minn ekki Umferðin og ég í ökuprófinu:))?

Góðar stundir

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég hef stundað blizt-blogg undanfarið, ég hef líka bloggað næstum daglega ... blitz-blogg eru sem sagt fín:) en núna er búið að "klukka" mig tvisvar (oftar?) og ég hef ekkert svarað því fyrr en núna, fyrst vegna netleysis og svo vegna blitz-blogg ástundunarinnar:)

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Fiskistelpa í fiskbúð
Bókastelpa í bókabúð
Hótelstelpa á hóteli
Stafrænn varðveitari
(bara vinnur sem ég hef unnið samfellt í meira en ár í fullri vinnu ... skúringarnar voru að vísu nánast samfelldar í 13 ár ... hlutastöfin og sumarvinnurnar eru ekki alveg óteljandi en næstum því:) bréfberi, póstafgreiðsla, gámaflutningar, kaffihúsastelpa, þjónn, útkastari, barþjónn, byggingarvinna, sendill, ritari etc.)

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur: ... bara fjórar?
Shrek og Shrek II
Meg Ryan myndir (You've Got Mail, Sleepless in Seattle ...)
Söndru Bullock myndir (Miss Congeniality, Practical Magic ...)
Nicholas Cage/Edward Norton/John Cusak myndir (Con Air/Fight Club/Grosse Point Blank)
... búin að svindla en það eru fleiri, miklu, miklu fleiri:)

4 staðir sem ég hef búið á:
Seltjarnarnes
Garðabær
Reykjavík
Lerwick - samtals:)

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar: ... aftur bara fjórir:/
Star Trek Voyager og Enterprise
CSI Las Vegas og New York (Miami líka ef Horatio myndi gleyma að setja öryggið á byssuna sína á meðan hann væri að þrífa hana)
Survivor auðvitað:)
Family Guy og South Park

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggið:
snopes.com
sniglar.is
google.com
urbanlegends.com

4 matarkyns sem ég held upp á:
Maturinn hennar mömmu
Maturinn hans Kristófers
Enchilladain mín:)
Súkkulaði!

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Arúba
Lerwick
Nýja Sjálandi
Japan

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Skotland
Frakkland
Þýskaland
Færeyjar:)

4 bloggarar sem þurfa að gera þetta líka:
Gummi
Pálína
Ella Maja
Guðrún hin

Sko! Finnst ykkur þið ekki þekkja mig miklu betur núna?? ... kannski of vel?:)

Lifið heil

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Góðan og blessaðan:)

Undanfarið hef ég séð ungan mann næstum á hverjum degi. Ég þekki hann ekki neitt en ég er alltaf að mæta honum og mér finnst ég kannast við hann, eða hann minnir mig á einhvern. Ég hef aldrei komið því fyrir mig hver er svona líkur honum (eða hverjum hann er líkur) og mér finnst ég þekkja hann þó ég geri það ekki ... fyrr en núna:) Ég þekki hann ekkert betur að vísu en ég mætti þessum unga manni rétt áðan og það rann upp fyrir mér ljós, hann er alveg eins og Edward Norton ... útskýrir samt ekki afhverju mér finnst ég þekkja hann, ég þekki Edward Norton ekki neitt í alvörunni ... en það er ábyggilega sama syndrómið að verki og þegar ég heilsa þulum og fréttafólki þegar ég mæti þeim "því mér finnst ég þekkja það" :)

Lifið heil

mánudagur, apríl 03, 2006

Mogganum hrakar!!!! Aldrei hef ég heyrt um börn í "kjölþyngd" áður:) ... og mér finnst "Íranar" hljóma eins og fílahor, afhverju eru það ekki ÍranIR sem búa í Íran?

var ég búin að segja ykkur frá Skúla Óskarssyni og æsku minni? ... sem minnir mig á það ég á alltaf eftir að upplýsa boðskapinn (einn af nokkrum auðvitað) í Con Air ... geri það við betra tækifæri, heima hjá mér, núna er ég í vinnunni:) ætla líka að öpdieta mæspeisið mitt seinna, ég er komin með svoleiðis:) ... og núna verðið þið að skrá ykkur svo ég geti eignast vini, það er víst pointið:)

Lifið heil og gleðilega snjókomu

sunnudagur, apríl 02, 2006

... það er pókerkvöld núna ... heima hjá mér ... og ég er að blogga því ég er búin að tapa öllum "peningunum" mínum:) ég byjrði vel en það entist bara ekki ... story of my life:) hehehehehe

nei, nei, ég er ekkert bitur ... ekkert svo ... sjaldan sem ég hef tækifæri til að blogga þegar ég er með fólk í heimsókn:) gaman að þessu;)

Góðar stundir