föstudagur, janúar 30, 2004

BÖGGG!!! nenni ekki að pæla í þessu....
var a? bor?a snilldar h?degismat a la mamma:) h?n kom me? "fish-cakes" ?r frystinum heima sem ?g fullsteikti h?rna heima og bor?a?i me? bestu lyst - mamma er alger snillingur og ?g er mj?g, mj?g s?tt vi? a? h?n skuli vera mamma m?n:)

?g ? a? skila "huglei?ingu" um ritger?ir sem form ? 20. ?ld ? ?ri?judaginn men oh men... nenni ?v? svo innilega ekki, ?etta eru 400 or?, ekki miki? en ?a? gerir verkefni? eiginlega erfi?ara vegna ?ess a? ?? er ekki h?gt a? bara r?fla og r?fla heldur segja eitthva? mj?g markt?kt og merkilegt ? einni bla?s??u, auk ?ess d?mt er eftir m?lfari og fr?gangi ekki bara efni... svo er ?nnur ritger? sem ?g ? a? skila ? m?nudaginn eftir viku ? Bandar?skum b?kmenntum ? 20. ?ld og ?g ? eftir a? lesa b?kina... ?a? voru "umr??uh?par" ? t?manum s??asta mi?vikudag og ?g keypti b?kina um morguninn, h?n var enn?? ? plastinu og ?g ?or?i ekki a? taka hana upp;)hehehehe ? sta?inn kom ?g me? ?rj? mj?g ?b?kmenntaleg komment til a? segja eitthva? ?egar b?ist var vi? ?v? af m?r 1. j?, einst?k atri?i geta haft ?hrif ? allt l?fi?, s?u? ?i? ekki Dr. Phil ? g?rkv?ldi? 2. lei?togi frj?lsra Dana ? Seinni heimsstyrj?ldinni h?t l?ka Christmas (var veri? a? segja eitthva? um nafni? ? einni af a?als?gupers?nunni, honum Christmas) og 3. Percy ? The Green Mile var alveg eins og ?essi Percy, vondur illskunnar vegna, hann vildi sj? hvernig mannsl?kaminn bryg?ist vi? mismunandi ?reiti (?egar veri? var a? tala um Percy Grimm ? s?gunni og hvort hann st??i undir nafni... err j?, hann geldi Christmas!!)... ?g ?oli ekki umr??uh?pa ?egar ?g ?arf a? segja eitthva? g?fulegt og kemst eiginlega ekki upp me? a? segja ekki neitt... f?nt a? vera ? umr??uh?p ef ?g ?yrfti ekki a? segja neitt nema ?egar ?g hef?i eitthva? a? segja - nordisk samarbedja dau?ans.....

?? er best a? fara a? lesa ??ur en ?g fer ? vinnuna og ??ur en ?g fer ? Lord Of The Rings!!! ?g hlakka rosalega miki? til a? sj? ?essa mynd og ?g er b?in a? vera ? lei?inni s??an fyrir j?l, ?etta er or?i? vandr??alegt a? ?g hafi ekki enn?? s?? hana! varla a? ?g geti kalla? mig "?d?anda" me? ?essu ?framhaldi:(

miðvikudagur, janúar 28, 2004

búin að laga kommentakerfið þannig að allir geti hætt að vera pirraðir:)

þarf að lesa nokkrar greinar fyrir morgundaginn og ég er svo þreytt að ef ég legg höfuðið á borðið sofna ég ... búin að prófa þetta nokkrum sinnum í dag nú þegar:) væri samt alveg týpískt að ég hætti að vera þreytt þegar ég loksins get farið að sofa:)... þá blogga ég meira:)

ég sá America's Next Top Model í gær... hmmm... merkilegir þættir:) horfir einhver á þá að staðaldri?;) bara að spyrja vegna þess ég var að velta því fyrir mér hversu margir færu að gráta í hverjum þætti og hvort þær borði eitthvað og þannig....

mánudagur, janúar 26, 2004

... er bara að reyna að vera með eftir dvalann mikla:)


You are going to marry Brad Pitt. He is always
friendly to anybody he ever meets and he is
very talented as an actor. He is also very
sincere and friendly. He will respect you until
the day he dies. Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla



sunnudagur, janúar 25, 2004

komið nýtt kommentakerfi - heimsins hræðilegasta template akkúrat núna að vísu en mér finnst það soldið fyndið þannig að endilega kommentið og svo skal ég skipta um:)
jæja litlu rúsínurnar mínar - I'm back:)

ég set yfirleitt ekki nein áramótaheit í janúar vegna þess að þeim fylgir alltaf svo mikil pressa eins og sést greinilega á undanförunum vikum... en ég ætla samt ekkert að gefast upp eða þannig ég neita bara að gera þetta aftur:)

svo mikið, mikið, mikið búið að vera að gerast... náttúrulega búin að vera að vinna mikið, eina helgina vann ég 52 tíma frá klukkan fjögur á föstudeginum til dæmis ... það er soldið mikið finnst mér:) einmitt þá helgi kom maður inná Svarta kaffi á sunnudagskvöldinu og pantaði sér bjór og samloku. Hann var snyrtilega klæddur, engin vínlykt af honum en samt soldið furðurlegur (með skegg uppundir augu og hár niður á kinnar... og í innvíðum gallabuxum sagði mér samstarfskona mín, tók ekki eftir því sjálf enda er ég fashion-roadkill af guðsnáð:)). Við afgreiðum hann um þetta og komumst að því að hann er heyrnarlaus - hann hafði sem sagt ekki heyrt að innvíðar gallabuxur eru ekki lengur í tísku:)

Þegar hann var búin að sitja í svona tvo klukkutíma kemur hann að barnum og segir: "borga"
Ég: "það verða 1350.- kr"
Hann: "ég er ekki með neinn pening"
Ég, sannfærð um að hafa misskilið það sem hann var að segja, rétti honum miðann: "1350.-"
Hann: "ég er ekki með neinn pening"

ok... við ræðum málin og ég úskýri fyrir honum að hann eigi ekki að fara inná veitingastaði, panta sér mat og borða hann án þess að vera með krónu í vasanum og hann býður okkur síma í pant, hann ætlaði að koma á mánudeginum til að borga reikninginn... síminn kostaði ábyggilega 30.000.- kall þannig að við tökum við honum, hann lofar hátíðlega að koma daginn eftir og borga allt saman, síðan skrönglast hann niður vitlausar tröppur og fer út bakdyramegin. Tveim mínútum seinna kemur hann aftur inn aðalinnganginn, stoppar fyrir framan barinn, horfir beint í augun á mér og segir: "fá eina súpu og stóran bjór" - ég hló að manninum, benti honum á að það væri ekki fræðilegur möguleiki ... og henti honum út:)

anívei, núna ælta ég að fara að taka til í linkunum mínum og setja inn nýtt kommentakerfi það gamla er greinilega ekkert að virka:)... og ég ætla að fá mér eitthvað að borða - ég er svöng:) en ég er búin að blogga:)

þriðjudagur, janúar 06, 2004

ég hef greinilega ekki verið nægilega dugleg við að blogga undanfarið (ddduuuuhhh!!!) því linkalistinn er alveg jafnlangur textanum sjálfum/bloggfærslunum... annað hvort hef ég ekki verið nægilega duglega eða þá að linkalistinn minn er of langur... það hefur mig grunað í lengri tíma:)

ég er ekki að fara að bæta úr bloggleysi í dag samt... of mikið að gera, skólinn byrjar á morgun og ég gafst upp á biðröðinni í bankanum í gær og verð að fara í dag... ætlaði að vísu að fara í bankann klukkan kortér yfir níu í morgun (opnar hann ekki þá?) en ég klikkaði á því vegna þess að ég er ekki alveg búin að snúa sólarhringnum við aftur eins og hann verður að vera á morgun... samt fór ég ekki svvooo seint að sofa í gær... eða jú kannksi:) en ekki klukkan sex eða sjö eins og ég hef verið að gera undanfarið.... viðleitnin hlýtur að gilda eitthvað vegna þess að ég fór mjög snemma uppí rúm... las bara aðeins of lengi:)

aftur kominn sá tími árs þegar íbúatala Íslands lækkar um nokkur þúsund, íslenskir námsmenn sem hafa verið heima um jólin eru flest allir að snúa aftur til námslandsins í þessari og næstu viku... þetta líður alltaf svo fljótt.... kannski mun það líða enn hraðar þegar ég verð komin í hóp þeirra sem koma heim í jólafrí?... einhvern tímann þegar ég er orðin stór:)

óskið mér góðs gengis í bankanum... hugsiði fallega til mín svo að ég snappi ekki og allt það:) samt fer ég vel undirbúin eins og reynslan sem sendill hefur kennt mér - alltaf fara með bók í biðröð sem nær út að dyrum:)

mánudagur, janúar 05, 2004

barasta komið nýtt ár:) gaman að þessu....

rétta upp hendi þeir sem eiga erfitt með að samræma stundaskránna sína þessa önn?!! þetta er alltaf að koma fyrir hjá mér... alltaf tvö eða fleiri námskeið sem eru kennd á nákvæmlega sama tíma ... eða nokkurn veginn vegna þess að af einhverjum fáránlegum ástæðum þá eru tímarnir í félagsvísindadeild bara 35 mínútur en ekki 45 mínútur eins og annars staðar í kerfinu... hvað er málið???!!!

nýja árið hefur byrjað vel... Spiladagurinn Mikli var haldinn síðasta föstudag, Íris, Hannes og ég sjálf spiluðum í meira en tólf tíma, nammi og gos og kaffi og pizza - bara gaman:)... að vísu er ég enn soldið sár yfir að hafa tapað hverju einasta Kók spili þennan dag... ef þetta er einhver spá fyrir árið vona ég að hún sé að ég verði heppin í ástum en ekki að ég eigi eftir að tapa öllum Kókum það sem eftir er ársins:)

Fídel er aftur orðinn sáttur eftir að hafa verið troðið í ferðakassann sinn og fluttur milli staða:) þegar við komum heim labbaði hann um alla íbúðina, inní öll horn og undir allt, þefaði af öllu og fór svo uppí rúm ... stuttu seinna heyrði ég eitthvað torkennilegt hljóð og þá lá hann alveg á hvolfi og hraut eins og sjóari:) greinilega alveg dauðþreyttur eftir að hafa verið að "verja mig" á skrítnum stað í nokkra daga:)

jæja... farin að lesa meiri fornleifafræði:)