mánudagur, nóvember 29, 2004

Skólinn... nóg að gera:) þannig að færsla dagsins í dag verður úr Morgunblaðinu, 1. maí 1952:

SCHUBERT Í HALDI HJÁ KOMMÚNISTUM!!!

STOKKHÓLMI [það stendur að vísu Stokkmómli en ég leiðrétti hér með villuna] - Svenska Dagbladet flytur eftirfarandi frétt fyrir nokkrum dögum:
Austur-þýzkur tónlistarnemi sat nýlega á bekk í lystigarði Leipzigborgar og gluggaði í nótnablöð úr verkum Schuberts. Rússneskan liðsforingja bar þar framhjá og varð um leið litið á nótnahefið. Skyndilega snerist hann á hæli, vatt sér dólgslega að hinum grandlausa námsmanni og tók hann fastan með þeim ummælum að hann væri grunaður um njósnir. Nótnaheftið tók Rússinn í sínar vörzlur.
Pilturinn var þegar fluttur í bækistöðvar M.V.D. (rússnesku leyniþjónustunnar) og yfirheyrður þar með harðræðum í heila klukkustund. Gat hann að sjálfsögðu engar aðar uplýsingar látið í té en þær, að hann hefði verið að kynna sér verk Schuberts, sem naumast yrðu talin njósnafyrirmæli, Schubert væri tónskáld en ekki undirróðursmaður Vesturveldanna.

Þessum upplýsingum tók hinn spuruli Rússi afarilla og hrópaði að lokum fólvondur: "Þú lýgur! Schubert hefur þegar játað!"

góðar stundir

föstudagur, nóvember 26, 2004

Komin með hnapp þarna efst í hægra hornið og ég hvet alla til að gefa blóð, núna þurfa þau á blóði að halda þannig að ef þið hafið gefið blóð einhvern tímann skellið ykkur endilega niður á Barónstíg í dag í kaffinu eða eitthvað:)
ef þið hafið aldrei gefið blóð farið þá í næstu viku og farið í svona prufu, ekkert mál og allir rosalega vinalegir og svo eru kökur eftirá:)... nei, ég fer ekki bara útaf kökunum;)

.... þegar ég var að bisa við hnappinn virðist fyrri póstur dagsins í dag strokast út ... tékka á þessu og athuga líka hvort ég geti ekki sett link í hnappinn... að á alveg að vera hægt er það ekki?... nei, annars, ég skal gera það í kvöld ... þegar ég er búin í vinnunni;)

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Fékk aukaskammt í mötuneytinu í dag því ég var orðin verulega svöng... súkkuaði-kúmen-klatta-pönnukökurnar bötnuðu ekkert þó þær fengu að standa, kom mér svo sem ekkert á óvart:) mötneytiskonan, hún Halldóra, hló að mér þegar ég sagði henni frá því að ég hafi ætlað að elda fyrir mig sjálfa í gær og sagði að ég ætti bara að biðja um að fá mat sendan heim þegar ég byrjaði í prófunum:) munur þegar fólk í mötuneytum er svona yndislegt:) ... persónulega langar mig til að taka hana heim með mér:)

var að breyta linkum vegna ábendingar um að Kollsterinn væri löngu hætt í pásunni sinni, hlýtur að vera soldið síðan líka:( úpps ... og ég bætti þremur nýjum bloggurum inn, Guðrúnu Hinni, Ellu Maju og Láru - allt yndislegar stelpur sem ég hef kynnst nýlega ... en það fer að koma að því að raði öllum linkunum mínum uppá nýtt, það er eitthvað kaos á þessu hjá mér;)

varðandi jólahlaðborðið, Siggi Hall kemur til greina enda í næsta húsi við mig en ég hef líka verið að heyra góðar sögur af Skíðaskálanum og Rauðará ... ætli það sé hægt að gista í Skíðaskálanum?:) gera þetta enn meira grand ... kannski ekki? ;)

góðar stundir

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Ég er að skrifa ritgerð um efni sem mér er alveg nákvæmlega sama um og hef afskaplega takmarkaðan áhuga á... samt áhugavert efni miðað við kúrsinn sem ritgerðin er í, á honum hef ég ekki minnsta áhuga:) og hvað gerði ég í hádeginu? ég eldaði mér hádegismat!! svona eins og ég geri bara þegar ég á að vera að gera verkefni og tek mér frí í vinnunni þar sem er fínt mötuneyti og sér mér yfirleitt fyrir hádegismat á virkum dögum... og hvað eldaði ég kunnið þið að spyrja? hvers konar gormey-snilld framkallaði ég í eldhúsinu mínu? svarið er:
súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur!!!

vá!! heyri ég ykkur segja, rosalega hljómar þetta vel!!! afhverju hef ég aldrei smakkað súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur? amma bakaði aldrei svoleiðis, mamma ekki heldur en hún á samt haug af uppskriftarbókum og fylgist með nýjustu straumum og tískum í matargerð og næringu a la Jamie Oliver og Nigella Lawson, pabbi ykkar hefur heldur aldrei eldað súkkulaðið-kúmen-klatta-pönnukökur þó að margt misjafnt hafi hugsanlega litið dagsins ljós með hann við stjórnvölin ... nei, þau hafa líklega aldrei heyrt um súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur því þau eru væntanlega of skynsöm til að eyða hráefni í þannig vitleysu ...

ég get ekki sagt að þetta hafi verið hreinn viðbjóður því ég borðaði næstum því tvær ... en ég var mjög svöng og ég verð að segja að ég er orðin frekar vön því að borða það sem stendur til boða, samanber það að ég borða í mötuneyti alla daga vikunar ... en þetta var ekki gott, held ég:) ég á næga afganga, kannski eru súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur betri þegar þær hafa fengið að standa aðeins og ... svitna eða sjattna eða hvað það nú er sem matur gerir þegar hann er látinn standa ... þá er ég auðvitað að ganga út frá því að súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur geti kallast matur ...

en aftur að Lazarillo de Tormes, nafnlausu persónuninum og ritstíflunni (sem læknaðist um leið og ég loggaði mig inn á blogger.com ... lífið er ekki sanngjarnt)

góðar stundir

mánudagur, nóvember 22, 2004

Ég er að hugsa um að fara á jólahlaðborð:) afhverju ekki? mér finnst maturinn alltaf rosalega góður og svo er eitthvað svo hátíðar- og jólalegt að fara og borða alvöru mat einhvers staðar í kósí umhverfi og þurfa ekki að vaska upp eftir sjálfa mig - vera soldið grand á því:) undanfarin ár hef ég alltaf farið með vinnunni eða vinum eða fjölskyldunni en ég held að það sé ekkert planað í ár ... ég hef að minnsta kosti ekki fengið að vita neitt um það:) þannig að ég er að hugsa um að plana þetta bara sjálf:) ... kannski eftir prófin en panta borð núna - hlýtur að vera eitthvað laust einhvers staðar? kannski barasta á virkum degi og bæta einum degi við í "upplestrarfrí" í vinnunni;)

skemmti mér vel um helgina en næsta helgi verðum við með "almennilegt íslenskt partý" fyrir Kíþ:) hlakka til og takk fyrir síðast stelpur:)

góðar stundir

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

hefði ekki giskað á þetta sjálf ...

Take the quiz: "Which American City Are You?"

New York
You're competative, you like to take it straight to the fight. You gotta have it all or die trying.

var að vonast eftir að fá New Orleans vegna þess að mig langar til að fara þangað:) ... væri alveg til að í að fara til New York líka auðvitað en New Orleans er meira spennandi ... í augnablikinu;) þangað til ég kemst þangað og fæ áhuga á nýrri borg sem ég verð að komast til:)

Which Buffy Girl Are You? Find out @ She's Crafty


er þessi karakter skemmtilegur?:) hef ekki séð Buffy í nokkur ár sko....:/
ég var í bakaríinu áðan og það var strákur fyrir aftan mig sem bað um rúnstykki "æi, svona með fuglakorninu" semsagt sesamkubb:) það er svo gaman að búa í Reykjavík núna:) í gær sá ég mann með lítinn sták á háhest, stákurinn hefur verið svona fimm ára og hélt á leikfangakúrekabyssu ... hann hélt henni upp að gagnauga föður síns og þegar ég gekk framhjá þeim var strákurinn einmitt að reyna að fá pabba sinn til að fara hraðar en pabbinn nennti því ekki ... ef það væri einhver á öxlunum mínum og hélt byssu að höfðinu á mér myndi ég hlaupa:)

rosalega gaman í London og Oxford (nærbuxnadjókurinn var bara skot á mig ... við vorum nýkomin úr Safeway þar sem ég þóttist ekki þekkja Hannes þar sem hann gekk um með klósettrúllur á höfðinu og kallaði á mig ... hmmm) ... líka rosalega gaman um síðustu helgi þó að það hafi vantað fleygar setningar eins og:
"förum og málum bæinn rauðan"
"þokkalega!! í alls konar litum!!" ...

í staðinn drukkum við Fight Club kokkteila, ég reyndi að forðast að vera knúsuð af ónefndum rauðklæddum kvenkyns dverg og hætti við að fara á klósettið því röðin var ákvörðuð af því hver vann sjómann... jamms, alltaf gaman að fara á djammið með Írisi:)

góðar stundir,
Rúsínan
(eftir tæpar tvær vikur í sturtu krumpast allt...);)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

halló hannes hér..
Guðrún er í sturtu og ég er að blogga, eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera.. anyhoo. Guðrún komin með fréttir af eldgosi og verkfallsfríi kennara og ég veit ekki hvað og hvað.. Allt að gerast á íslandi bara.
Guðrún er frábær gestur, maður þarf ekkert fyrir henni að hafa, hún reyndar vakti mig í morgun með orðunum; Hvað segirðu um stóran bolla af sterku kaffi? (já, hugsaði ég með mér og ætlaði að segja henni hvar ég geymi kaffið og bíða svo eftir að fá það í rúmið) - svo bætti hún við að henni leiddist og að við yrðum að fara úr húsi - sem við og gerðum. Nema bara hvað, búin að fá kaffi, egg, beikon, latte, appelsínusafa, vísunda mozzarella.. og ready to rock. erum að fara í bæinn svo guðrún geti keypt nærbuxur. (hún var svo spennt greyið í gær... förum ekkert nánar útí það).
bæbæbæ
... eða næst... eða ekki:) ... það er ástæða fyrir því að hann er ekki með blogg sjálfur... EN ég gladdi heilan hóp af strákum í gær, alveg marga marga - alltaf gaman að geta glatt fólk og leyft því að byrja fríið á brandara og skemmtilegheitum, sérstaklega þegar það er ekki einu sinni kominn dagur.... ég bað nefnilega um sæti vinstra megin í vélinni til að geta séð eldgosið út um gluggan og fékk sæti 4A, en ég var ekki vakandi þegar ég fór inn í vélina þó ég væri löngu komin á fætur... ég sem sagt labbaði inn og hlammaði mér beint í sæti 5F, ekki rétt sætaröð og alveg hinum megin í vélinni:) ok... svo koma einhverjir strákar og hrofa á mig og svo miðann sinn, aftur á mig og ég fatta að kannski er ég ekki alveg á réttum stað og spyr: er ég í vitlausu sæti? er þetta ekki fjórða röðin?
nei, þetta er fimmta, svöruðu þeir þannig að ég ákvað að redda þessu eins hratt og ég gat, henti töskunni minni yfir sætið og kom mér eins fljótt og ég gat í sætið fyrir framan mig - en þeir héldu áfram að horfa á mig....
er þetta ekki rétt hjá mér?
ertu í 4F? spurðu þeir og ég roðnaði.... mikið og færði mig, aftur, þangað sem ég átti að vera EN ég sá eldgosið:)!!!

... það er þráðlaust net alls staðar í London ....
Þá er ég komin til London ... ég er að skrifa íslenska stafi á útlenskt lyklaborð þannig að það er gott að ég veit hvar allir stafirnir eru blindandi því það eru engin merki á tökkunum:) ég er lík að horfa á Finding Nemo, keypti hana í gær og hef aldrei séð hana... við byrjuðum að horfa á hana í gærkvöldi en ég held ég hafi sofnað því ég veit ekki hvort Nemo finnist:) ég er samt nokkuð viss um að hann finnist - blái fiskurinn er hrein snilld:) Ellen Degeneris leikur hana held ég... "wait a minute, I speak whale!!" hehehehe

anívei, ég borðaði vísunda mozzarella í morgun, samloka með vísundamozzarella - hljómar vel er það ekki? rosalega vel, vísunda-ostur!!! mér fannst ég vera geðveikt hugrökk sérstaklega þar sem ég borðaði veruelga góða pizzu í gærkvöldi með hráu kjöti... en það er önnur saga... vísundaosturinn var gersamlega, algerlega, hundrað prósent bragðlaus - ekkert, ekkert bragð .... bara að vara ykkur við:)

ég ætla að fara í snögga sturtu en Hannes ætlar að blogga næstu færslu:)

góðar stundir

mánudagur, nóvember 01, 2004

Bankinn minn klikkaði í morgun ... og í gær en minna í gær:) í gær tvífærði hann eina færslu uppá einhvern sjöhundruð kall en í morgun þrífærði hann fjögurþúsund kall!!! ekki sátt:(

annars er ég að minna sjálfa mig á að anda þessa dagana því það er svo mikið að gera ... og í skólanum áðan varð ég að horfa á rúmlega tveggja tíma mynd um Dauðann í Feneyjum ég er ekki að segja að ég hafi ekki fílað myndina þó hún hafi verið hryllilega löng og það sprakk ekkert... hún var ótrúlega flott, myndrænt séð, tónlistin, aðalleikarinn, allt bara en ég hafði svo innilega ekki eirð í mér til að sitja undir henni í meira en tvo tíma, ekki í dag, ég hef ekki tíma... þess vegna er ég að blogga??? vá, hvað ég er ekki samkvæm sjálfri mér!:) ætli ég sé ekki að blogga því ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram með fyrirlesturinn minn - fyrst var ég sátt því ég hafði svo mikið efni til að vinna úr svo fékk ég sjokk því ég hafði svo mikið efni til að vinna úr ... núna er ég að hugsa um að gráta og segjast vera veik á morgun;)

Peace Out!