sunnudagur, maí 29, 2005

Þvílíkt gaman!!! Brennó, Kýló, Sto og Skotbolti, við fórum í alla leikina sem við mundum eftir og það var klikkað gaman:) mætingin var ágæt en hefði alveg mátt vera betri ... af einhverjum ástæðum héldu rosalega margir að smsið og bloggfærslan væri djók??;) það var alls ekki neitt djók, þið sem komuð ekki misstuð að miklu fjöri en það eru allir velkomnir næst ... og þá verða allir búnir að lesa Brennó-reglurnar og kannski Kýló-reglurnar ... skoðið bara þessa síðu og þið eruð nokkuð seif:)

nánari upplýsingar um daginn má finna á blogginu hennar Írisar:)

annars er ég alveg búin að því, sló garðinn hjá mömmu og pabba í morgun og framyfir hádegi, ég gleymi alltaf hvað það er rosalega mikið GRAS í garðinum þeirra ... og margir hólar og brattir:) en 1. og 2. slátturinn á sumri eru erfiðastir þannig að þetta er ekki neitt hræðilegt þegar líður á:) ... svo boltaleikir á Austurvelli ... í sólinni ... ég er ponsu sólbrennd eftir daginn og allt saman, hefði ekki þurft mikið til annars því húðin á mér hefur ekki séð sól að ráði síðan 1991 ... þvílík snilld að vera bara í einni vinnu í sumar, ég ætla að vera mikið mikið úti í sólinni:)

... og ég ætla bara að taka til þegar það er rigning:) ég ætlaði að vera svo dugleg um helgina, taka til og breyta hérna heima hjá mér en neibbs, ég ætla að bíða eftir rigningu:) plís plís verði gott sumar;)

góðar stundir
Fyrsta Brenniboltamót sumarsins!!

Fyrsta brenniboltmót sumarsins verður haldið í dag, sunnudaginn 29. maí, á Austurvelli klukkan 16:00 síðdegis. Allir velunnarar boltaíþrótta, brenniboltaleikja og brennibolta eru hvattir til að mæta og taka þátt í leiknum - eða fylgjast með af hliðarlínunni ef þið eruð ekki komin út úr brennibolta-skápnum. Þetta mót er hins vegar kjörinn vettvangur til að koma út úr skápnum sem brennibolta aðdáendur, við getum haft nafnleynd og þið megið spila undir spilanöfnum - ef það verða teknar myndir (sjá fyrri póst) er mögulegt að ritskoða þær og setja svart strik yfir augun á þeim sem kjósa nafnleynd.

Leyfi hefur fengist hjá löggunni fyrir leiknum og því hvetjum við alla til að fjölmenna, takið alla með ykkur - þeir sem eru þunnir eftir veislur gærdagsins geta verið dómarar!!

Útbúnaður (ef þið hafið ekki tekið þátt í sambærilegu móti), þægileg föt, skór sem haldast á fótunum, eitthvað að drekka og keppnisskapið!!!

Í dag, sunnudag, 29. maí, Austurvöllur klukkan 16:00

Virðingarfyllst,
Brenniboltafélagið Skúli

laugardagur, maí 28, 2005

tölvur og stafrænar myndavélar ... bara vesen en þvílíkt skemmtilegt!!!:)

Einar fann fyrir mig rétt forrit fyrir myndavélina mína á netinu því diskurinn sem fylgdi henni ... glataðist:) en tölvan mín var ekki á því að ég myndi installa því vegna þess að myndavélin er svo gömul að það var ekki búið að prófa forritið fyrir Windows XP sem ég er að nota núna á nýju tölvunni minni ...

svo sagði Íris mér frá tæki sem les alla minniskubba, ég varð mér úti um solleis og viti menn!!!! ég get farið að taka myndir aftur!!!! beware því núna á ég ekki eftir að sleppa myndavélinni ever ... þangað til hún verður batteríslaus amk ... ég ætti kannski að kaupa mér nýtt batterí?:)

góðar stundir
þá er Maja lögð af stað til Nurburgring til að horfa á formúlu eitt keppnina, ég ælta líka að horfa á keppnina því Maja lofaði að vinka þegar myndavélin kæmi að henni ... ef það klikkar fæ ég væntanlega póstkort frá henni:) í dag er ég að fara á fimleikasýningu hjá Ármanni því ég á eina litla frænku sem er að fara að sýna leikni sýna ... hún er mjög leikin þannig að ég er ekki viss um að ég þori að horfa, ég er of skyld pabba:) og á morgun er ég að fara að slá gras og fjarlægja tré sem dó því miður þegar við urðum að færa það milli staða fyrir tveimur sumrum - í hellidembu og drullu, held ég hafi aldrei á ævinni verið jafndrullug ... eftir að ég varð stór:)

ég fór í heimsókn til strákanna í Gallerý fisk í gærmorgun, ætlaði bara rétt að kíkja inn í kaffi og þannig, svona eins og fólk gerir en fimm mínútum áður en ég kom inn hafði glerið í afgreiðsluborðinu dottið niður á hausinn á meistaranum sem var að setja í borðið og smallast - þetta var mín versta martröð á meðan ég var að vinna þarna en það kom sem betur fer aldrei neitt fyrir mig, hjúkket! ég sem sagt labba inn og glerbrot út um allt og eitt stykki verulega sjokkeraður matreiðlsumeistari með flatann hnakka og blóðugt bak, glerið brotnaði nefnilega þegar það fór á hausinn á henni þannig að hún skarst smá á bakinu:/ en sem betur fer ekkert alvarlega! en í staðinn fyrir hálftíma kaffistopp þá var ég þarna aðeins lengur og hjálpaði til við að þrífa glerbrot og allt borðið - svo fékk ég kaffi:) ... stundum sakna ég þess ennþá að vinna ekki lengur hjá þeim:)

ég vaknaði í fyrradag með gífurlega þreytuverki í lærunum og maganum því mig var að dreyma alla nóttina að ég væri á racer ... racerar eru stúpid-lookin' hjól, rassinn upp í loftið og þannig en samt dreymdi mig að ég væri að þvælast um á þannig hjóli, rautt og hvítt meira að segja ... ef ég fengist yfir höfuð til að fara á racer þá myndi ég sko aldrei fara á rauðan og hvítan racer ... eða jú, ég er ekki svo pikkí:)
í morgun vaknaði ég með þreytuverki í hnjánum og öklunum enda var ég að labba í sandi í alla nótt ... það er ekki langt síðan að mig dreymdi að það væri að flæða vatn inn í íbúðina mína og þegar ég vaknaði var allt, ALLT innbúið mitt komið uppá eitthvað annað, stóll í sófanum, bækur, blöð og föt í rúminu hjá mér þannig að það var varla pláss fyrir mig, öllu var bjargað undan vatnsflauminum ... ég man ekkert eftir að hafa gert nokkuð í þessu flóði í draumnum þannig að ég fékk sjokk þegar ég vaknaði:) og einu sinni vaknaði ég með núningssár á öklakúlunum og sambýlismanninn á sófanum eftir að hafa labbað yfir Grænlandsjökul heila nótt ... er hægt að dreyma OF mikið?

lifið heil

miðvikudagur, maí 25, 2005

Rosalega er veðrið búið að vera gott í skjóli undanfarna daga:) mótorhjól útum ALLT!

Gærdagurinn var frábær, ég vaknaði úrsofin og fékk morgunkorn í morgunmat sem ég hef ekki borðað í mörg, mörg ár og var búin að gleyma hvað það var hryllilega gott:) síðan skellti ég mér í sturtu og fór í fyrsta verklega ökutímann minn:) ég rúntaði um Reykjavík heillengi á risastórum vörubíl og hef ekki skemmt mér eins vel lengi, lengi!
gírkassinn var svona tvískiptur með 10 gírum og ekki næstum eins flókinn og var búið að "lofa" ... eða hræða mig með:)
þetta var svona bíll bara svartur í ET litunum með gráa skúffu en ekki rauðan tank og búkka aftast - aukahjól:)


hann er ekki næstum eins stór í akstri og hann er í útliti:) mjög gaman að keyra hann og ég var að taka beygjur hægri, vinstri og skipta um akreinar eins og alvöru vörubílstjóri:) ... sem ég verð um leið og ég tek prófið auðvitað þó ég vinni ekki endilega við það ... alveg strax;)

eftir bíltúrinn kíkti ég til litla bróður míns í kaffi og bílskúrsskoðun ... ég er að hugsa um að kaupa mér hús með bílskúr:) mig langar ekkert sérstaklega í hús því þá þarf ég að vera með samviskubit yfir fleiri fermetrum en ég hef núna og það eru miklu fleiri veggir í húsi en í íbúð og ef ég þekki mig rétt þá myndi ég geta réttlæt fleiri bækur ef ég byggi á stærri stað þannig að nei, mig langar ekkert í hús en mig langar í bílskúr:) er hægt að kaupa staka bílskúra? ... það ætti að vera hægt, alveg eins og fólk sem er ekki með garð en langar í garð kaupir sér sumarbústaði þá ætti fólk sem er ekki með bílskúr að geta keypt sér stakan bílskúr:) ... það er ábyggilega hægt svona þegar ég pæli í því en þá er hann ekki útí garði eins og bílskúrinn sem bróðir minn á, hann getur bara rölt út á naríunum með kaffibollann og fengið sér sæti við hliðina á mótorhjólinu og tjillað ... missir sjarmann að eiga bílskúr ef það þarf að klæða sig og keyra til að komast í bílskúrsstemninguna er það ekki? nema auðvitað ef ég fer með rúm í bílskúrinn og sef þar? ... er þá ekki bara málið að kaupa sér stakan bílskúr, flytja inn og búa í honum því þá er ég ekki að eignast hús með veggjum sem þarf að mála og herbergjum sem þarf að innrétta og plássi sem þarf að þrífa heldur "bílskúrs-íbúð"? ... ég hef að vísu búið í bílskúr, í heil fjögur ár, en það var "íbúð-í-bílskúr" ekki "bílskúrs-íbúð" ... tvennt ólíkt:)

eftir vinnu var mér boðið í kvöldmat, rosalega góðan grillmat með forrétt og veseni:) sá The Aviator seinna um kvöldið og mér fannst hún rosalega góð, Leonardo DiCaprio fékk alveg prik í kladdann fyrir að leika Howard Hughes svona vel - mjög góð mynd:) ... mig langaði til að vita meira um gaurinn eftir að hafa séð myndina (Hughes sko, ekki DiCaprio, hann lék þetta vel en ég hef ekki baun meiri áhuga á honum í dag en ég hef haft hingað til) þannig að ég var að fletta honum upp og fann þessa síðu, fyrir áhugasama, sem lofar góðu:) ... mig langaði líka til að vita meira um Katharine Hepburn (sem var frábærlega vel leikin af Cate Blanchett), og fann heilan haaaauuuugggg af síðum ... þessi er mjög flott en það eru til ótrúlega margar síður um hana:) ... og ég fann líka þessa síðu, Divas The Site með helling af frægum leikkonum og þannig, mér fannst hún áhugaverð ... að minnsta kosti myndirnar á henni, nennti ekki að lesa textann:)



góðar stundir

mánudagur, maí 23, 2005

Góðan og blessaðan og gleðilegan mánudag:)

var í ökuskólanum um helgina og fékk að fara á rúntinn í rútu, við völdum leiðir sem "við veljum aldrei á þessum bílum" og lentum í alls konar veseni sem við náðum samt alltaf að redda okkur úr, gatnaframkvæmdir á Hlemmi, eitthvað að gerast í Perlunni, hægri beygja af Háaleitisbraut inná Ármúlan og rúntur um bílaplanið á Laugardalssundlaug ... fór að hugsa allt öðruvísi um rútur eftir þennan rúnt en ég þekki því miður ekki réttu leiðirnar, bara þær röngu ... mig langar í annan rútubíltúr með réttum leiðum:)

svo var auðvitað Júróvisjón á laugardaginn, pizza og hamingja þegar Noregur, Sviss og Moldavía fengu stig ... þó enn meiri hamingja þegar Lettland fékk ekki stig:/ þeir voru ekki einu sinni sérlega góðir en höluðu inn stigum, eitthvað mikið að! eftir Júróvisjón kíktum við Íris í afmæli en fórum snemma heim því ég þurfti að mæta klukkan níu í gærmorgun til að læra skyndihjálp og bera menn og vera borin í verklegri skyndihjálp ... ég er ekki að fíla verklega skyndihjálp, var ég ekki annars búin að blogga um "andlegu skyndihjálpina" sem ég varð fyrir um daginn í ökuskólanum?:)

var aðeins að surfa og fann nokkrar síður sem mig langar til að deila með ykkur, en þið lesið þetta bara í haust er það ekki því það er komið sumar og þá eigum við ekki að vera inni í tölvunni? um daginn var ég einmitt að hugsa um að búa til lista um hvernig við vitum að það er komið sumar, því listar eru svo skemmtilegir, en í morgun fann ég lista sem einhver gaur bjó til, ég ætla að linka á hann þangað til minn er tilbúin:) og þar sem það er komið sumar fann ég veskIÐ fyrir allar stelpurnar sem eru vagínaorienteraðar, að þetta skuli vera búið til;) ... á síðunni er linkað á dót sem karlmenn gætu haft gaman af, kannski er þetta fyrir þá sem eru að vinna einhvers staðar í rassgati og sjá ekki konur nokkra mánuði í senn, eins og á olíuborpöllum? það fiktar enginn í annarra manna vasaljósi er það nokkuð?:) ... og nei, ég var ekki að leita að þessu, ég fann bara einn link sem leiddi að öðrum og endaði á þessu:) en fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að fá munn, rass og "discreet" ... það er líka hægt að fá þetta í pakka til að æfa sig og núna er þetta blogg bannað innan 18 ára:)

þar sem ég er komin út á hálan ís ætla ég að halda áfram og linka á síðu sem mér fannst mjög fyndin "The Absolute Bottom 50 ..." þar er hægt að finna lista fyrir ömurlegustu steríótýpurnar - "People in comas are racist assholes" til dæmis og "Germans love bronze statues with erections", mjög skemmtilegt allt saman en það eru fleiri listar eins og gælunöfn á kynfæri karlmanna, ömurleg Prom þemu, það sem verður næst í tísku, samsæriskenningar og jarðafararæður fyrir Ásdísi:)

góðar stundir

föstudagur, maí 20, 2005

... og Ísland datt út en partýið í gær var rosalega skemmtilegt;) takk kærlega fyrir mig:)

það er ökuskóli hjá mér um helgina þannig að ég er hálfpartinn að vona að veðrið verði ekki frábært, svona er ég eigingjörn:) og á morgun er komin vika síðan ég keypti mér fyrsta tölvuleikinn á ævinni:) ... ég er alltaf að festast í einhverjum heilalausum netleikjum sem hafa ekkert uppá sig nema tímaeyðslu og hef stundum velt því fyrir mér að það væri gaman að eiga svona almennilegan tölvuleik með mörgum borðum eða heimum eða ráðgátum ... eitthvað aðeins meira krefjandi en að stafla kubbum (ekki að það sé neitt að því, Tetris hefur verið uppáhaldsleikurinn minn í mörg, mörg ár:)) þannig að þegar ég var í Elko síðasta laugardag og sá leik sem heitir CSI: Dark Motives fannst mér það eina rétta í stöðunni að kaupa hann:)

og hann er rosalega skemmtilegur, en, jamms, það er alltaf "en" hjá mér:) ég kann ekki á leikinn og þó að mér finnist eitthvað góð hugmynd og mig langar til að rannsaka eitthvað betur þá fæ ég leikinn ekki til að gera það:/ þannig að núna er ég ekki bara föst í nýjum leik sem hefur ekkert uppá sig nema tímaeyðslu (því ég efast stórlega um að CSI leikur hafi mikið meira gildi en skemmtanagildi) heldur er ég líka föst Í leiknum, ég næ ekki að leysa mál sem væri auðvelt að leysa ef ég fengi að gera það sem vil gera - og er ábyggilega hægt en ég hef ekki fundið leiðina til þess ennþá - ég er sem sagt pikkföst í tvennum skilningi og ég er ekki svo viss lengur um að það hafi verið góð hugmynd að kaupa flóknari leik en ég hef verið að spila hingað til, kannski hefði ég bara átt að leita að leik með mörgum Tetris-esque-borðum?

.... ætli ég komist upp með að fara með lapptoppina í ökuskólann svo ég geti haldið áfram að spila?

góðar stundir

fimmtudagur, maí 19, 2005

í tilefni þess að ég vaknaði snemma til að taka til og hef ekki gert jack í allan morgun:)


... "detached intellectual" og "help invent the future of mankind" ... ekki slæmt, alls ekki slæmt, mig var farið að gruna að ég væri nefnilega svona common-or-garden-average-jolene, greinilega ekki samkvæmt þessu prófi!:) ég kýs að sjálfsögðu að líta framhjá þessu "whose ideas will save/destoy the world";)


... "rouge wanderer" and my "shadow self" ... soldið krípí:)

góðar stundir

miðvikudagur, maí 18, 2005

ég þakka tæknilega ráðgjöf en eftir birgðatalningu/skoðun hérna heima þá kemur í ljós að ég á barasta ekki neinn skúringarkúst:/ ég á svona rykmoppukúst og ryksugu, glænýja notaða, eldrauða og flotta - kötturinn kallar hana Rauðu Hættuna og ekki að ástæðulausu, hún gefur frá sér hljóð, hefur langan og "hlykkjandi" (Maja, er þetta orð?) rana og hefur þann leiða ávana að ryksuga upp leikfangamýs sem leynast hingað og þangað um íbúðina ... kettinum til mikillar skelfingar, hann var bara rétt nýbyrjaður að leika sér að músinni sem hvarf síðast upp ranann með látum ...

ég keypti mér baðsápu um daginn, ekki í frásögur færandi svo sem en ég er bara nýbyrjuð að nota hana og efast stórlega um dómgreind mína í baðsápuvalsmálum ... jú, hún lúkkar vel, stór brúsi (500 ml, kostur: þarf að kaupa næsta brúsa eftir lengri tíma en ef hann væri minni), flottur litur (sjávargrænt, kostur: gleraugnalaus í sturtunni þá er ekki gaman að fálma eftir sápunni (eins og Neutral sápunni sem stendur ennþá að mestu óhreyfði inní sturtuklefanum því hún hverfur í bakgrunninn um leið og ég er komin inn ...)), nýja baðsápan heitir "neytandavænu" nafni (Palmolive: Thermal Spa; Hydrating with Thermal Minerals Bath Foam, kostur: það sést á nafninu að líkaminn verður hreinn eftir notkun og hydreitaður og Spa er alltaf að virka í hreinsi- og snyrtivörum, þær verða meiri lúxus þó dollan kosti bara 200-300 kall og jamms, ég er neytandi sem fell fyrir auglýsingum, til þess eru þær er það ekki?)

EN, jamms, núna kemur "en"-ið það eru "loftbólur" í þessari baðsápu sem eiga ábyggilega að auka á "frískleikann" - "oh, look!! it's SO thermal it's still bubbling!!" - jamms, lúkkar vel EN þessar loftbólur eru pínkulítil hylki einhvern vegin sem springa ef þú kremur þau beint (en eru eins og korn þegar þau nuddar þeim á þig, eins og ég sé með eina og eina gæsahúð hingað og þangað um líkamann: galli) og ég var búin að minnast á að sápan er sjávargræn og hylkin eru svona grá-ish og hafa svona hint-of-a-tint gráa áru umhverfis sig þannig að þegar ég sprauta sápunni í lófan á mér og horfi á hana gleraugnalaus er eins og ég sé að fara að maka blárri sultu með myglublettum á mig - ótvíræður galli - OG að lokum, ég er ekki frá því að það sé strákalykt af nýju fínu Palmolive: Thermal Spa baðsápunni minni

góðar stundir

þriðjudagur, maí 17, 2005

ég þvoði slatta í gær, bíla og glugga því veðrið var rosalega gott og mig langaði til að vera úti í því aðeins ... byrjaði að vísu svolítið seint þannig að veðrið var ekki alveg eins gott og þegar ég byrjaði að hugsa um að fara út í það en samt ekki svo hræðilega kalt;) ... held að ég sé eini einstaklingurinn sem hefur þvegið bíl í hverfinu hjá mömmu og pabba í snjókomu - það snjóaði ekki í gær en einu sinni þegar ég var að þvo bílinn hennar mömmu var glaðasólskin og fínt veður í nóvember minnir mig, svona alvöru gluggaveður en ég platast út og byrja og er rétt rúmlega hálfnuð við að "löðra bílinn" (svampur, sápa, vatn í fötu ... veit ekki hvað þetta getur heitið annað þegar bíllinn er kominn með froðuhanakamb?) og þá byrjar að snjóa, ekki svona lítið og sætt fjúk eins og kemur stundum heldur risastór-hundaloppu-jólasnjór - hvar var myndavéliln þá?:)

en talandi um gluggaþvott (byrjaði á því sko, sjáiði þarna efst) þá á ég í mestu vandræðum með gluggana mína ... alltaf þegar ég þvæ þá kem ég inn rennandiblaut upp undir handakrika á hægri handleggnum því vatnið lekur alltaf niður og innundir peysuna mína - verulega óþægilegt:/ en það eru bara ca 20% gluggans yfir augnhæð þannig að ég blotna bara við að þvo það ekki hin 80% (nei Ásdís, ég hef ekki verið að læra prósentureikning, það getur meira en vel verið að þessar tölur standist ekki en þær "virka" réttar;)) ... í gær var ég meira að segja að velta því fyrir mér að taka tröppur út til að vatn gæti aldrei lekið niður handlegginn en svo fór ég að pæla, er það ekki frekar tilgerðarlegt að taka tröppur með sér út á svalir til að þvo glugga sem eru 80% í og fyrir neðan augnhæð og þegar ég get snert þakið með því að teygja mig almennilega upp? svona eins og að setja 44" undir Volkswagen Golf?

góðar stundir

p.s. ég var að skoða prófeinkunn, rúllaði einu prófi upp sem ég var hrædd um að merja, grunar að kennarinn hafi drukkið rauðvín á meðan hann fór yfir og ég skilaði seinast þannig að mitt var neðst - ég er ekki að kvarta, ég er að hugsa um að fá mér rauðvín sjálf til að halda uppá þetta:)

mánudagur, maí 16, 2005

Góðan og blessaðan:)

ég reyndi að blogga amminnilega á þriðjudaginn en það gekk ekki að publisha því það var víst "scheduled downtime" og það eyddist allt sem ég hafði skrifað því klukkan var rétt eftir 4 pacific time:) ... ég prófaði aftur á föstudaginn and what do you know "A Bit More Scheduled Downtime" þannig að það eyddist líka - ég verð að fara að lesa leiðbeiningar betur;)

ég reyndi ekkert að að blogga um helgina því ég hafði nóg annað betra að gera:) í gær fór ég uppá Langjökul með Einari og Gemlingunum:) þvílík gargandi schnilld!! glampandi sólskin, útsýnið klikkað, frábært færi og í alla staði mjög skemmtileg ferð:) það voru teknar trilljón myndir þannig að "ef" (geri samt fastlega ráð fyrir að það verði "þegar") þær fara á netið skal ég linka á þær:) jökullinn var fullur af fólki, jeppar, snjósleðar, fólk á skíðum ... og snjólaust upp að skálanum, alveg kominn tími á mótorhjólarúnt þangað, fyrir þá sem hafa áhuga:)

ég var að hugsa þegar við keyrðum framhjá Húsafelli um allar myndirnar sem við tókum þessi ár sem við fórum í Hvítasunnuhelgarútilegur þangað, væri gaman að sjá þær aftur og setja þær kannski á netið - eða ekki?:) ... kannski eru Vanettu-"júmbulettu"-ferðar-myndirnar ekki birtingarhæfar?:) mig langar amk til að sjá þær aftur:)

"tarzan rubber band" wtf??? sadó-masó-myndbanda-googlewack?

farin að sækja bílinn minn

góðar stundir

föstudagur, maí 13, 2005

who would've tunk it?

hippies
You are a Hippie. Wow.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla

... svo var Alexandra að senda auglýsingu fyrir nýja þáttaröð sem gæti barasta verið slatta skemmtileg - en bara ef það verður drama og ef þeir fara að gráta og rífast og á trúnó eins og í America's Next Top Model:)

góðar stundir

föstudagur, maí 06, 2005

.... vá! ég hef ekki bloggað síðan í síðasta mánuði! nú er spurning, er ég ekki búin að blogga vegna þess að það er ekkert að gerast og ég hef ekkert að segja eða vegna þess að ég hef svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að blogga en hef nóg að segja? hmmm, pæling:)

ég var að leika við köttinn uppí rúmi áðan, var að kaffæra hann með sænginni og lemja hann með koddanum ... bara svona eins og fólk gerir sem á 5 kg þung gæludýr - ætli Fídel nái 5 kg? og svo lögðumst við niður þegar síminn hringdi, ég strauk honum á meðan hann var að kasta mæðinni og jafna sig og talaði í símann ... þá tók ég eftir því! merkilegt að hann skuli vera að verða átta ára í sumar og ég hef ekki séð þetta fyrr! ástæðan fyrir því að hann er hræddur við allt (rigningu, snjó, kanínur, vind, hár, lykt, hreyfingu, skuggann sinn etc.) er kannski sú að hann er heilaskemmdur! kannski hef ég rangt fyrir mér en ég sé ekki betur en að augasteinarnir í honum eru misstórir og í skyndihjálp lærði ég að það er merki um heilaskemmdir ... kannski hefur hann ekki alltaf verið svona? kannski heilaskemmdi ég hann sjálf rétt í þessu þegar ég var að lemja hann með koddanum? en það getur verið að augasteinarnir hafi verið misstórir vegna þess að hann lá í skugga öðru megin en ég birtu hinum megin því sá sem var í skugganum var stærri?
ég hef nefnilega ekki verið nægilega dugleg að horfa beint í augun á honum því ég lærði af biturri reynslu á unga aldri að það á aldrei að horfa í augun á köttum því þá ráðast þeir á andlitið á þér - ég horfði að vísu framan í alvöru matrónukött þá, sem hefur ábyggilega átt stærðarinnar betri stofu einhvers staðar á heimilinu með uppstoppuðum músum og kanínum og öndum og svönum og öðrum húsdýrum sem hún hafði veitt ... Fídel veiðir ekkert, hann á ekki betri stofu og er ekki matrónuköttur - ég ætla að vera duglegri við að horfa í augun á honum í framtíðinni og fylgjast rækilega með heilaskemmdunum sem minnir mig á það, ég ætla að leggja hann í læsta hliðarlegu og fara svo að búa til pizzu handa okkur

góðar stundir