þriðjudagur, september 26, 2006

Góðan og blessaðan! :)

Það er kominn þriðjudagur sem er gott því mánudagurinn gekk á hvolfi og ég er eiginlega barasta mjög fegin því að hann skuli vera búinn ... þó að veðrið hafi verið rosalega gott og að allt hafi gengið upp að lokum :)

Leifar af mánudeginum fylgdu mér inn í draumalandið í nótt og ég fékk martröð um að eigand Krambúðarinnar væri búinn að selja búðina og að það væri kominn nýr eigandi sem ætlaði að standa allar vaktirnar sjálfur!! Það gengur aldrei upp og í draumnum hrakaði búðinni og hrakaði og það var ekki lengur hægt að fá neitt nema þurrmat og kex hjá þeim en sem betur fer vaknaði ég áður en nýi eigandinn hætti að panta nýjustu vídeómyndirnar og fór að vera með leiðindi :) ég versla alls ekki mikið í Krambúðinni en ég kaupi eitthvað reglulega og ég vil endilega að hún haldi áfram að vera á sínum stað og eigendaskiptalaus takk fyrir! :)

Hafið þið sprautað banana útúm nefið á ykkur? Ég gerði það í morgun þegar ég las eftirfarandi tölvupóst frá vini mínum sem annars sendir aldrei nokkurn tímann fjölpóst frá sér, það var merkileg stund þegar ég opnaði bréfið og byrjaði að lesa.

Njótið vel rúsínurnar mínar!

Í boði Hannesar:

After every flight Qantas pilots fill out a form, called a "gripe sheet", which tells mechanics about problems with the aircraft.
The mechanics fix the problems, document their repairs on the form, and then pilots review the gripe sheets before the next flight.
Never let it be said that ground crews lack a sense of humour.
Here are some of the actual complaints submitted by Qantas pilots (marked P) and the solutions recorded (marked S) by maintenance engineers.

By the way, Qantas is the only major airline that has never had an accident.

P: Left inside main tyre almost needs replacement.
S: Almost replaced left inside main tyre.

P: Test flight OK, except auto-land very rough.
S: Auto-land not installed on this aircraft.

P: Something loose in cockpit.
S: Something tightened in cockpit.

P: Dead bugs on windshield.
S: Live bugs on back-order.

P: Autopilot in altitude-hold mode produces a 200 feet per minute descent.
S: Cannot reproduce problem on the ground.

P: Evidence of leak on right main landing gear.
S: Evidence removed.

P: DME volume unbelievably loud.
S: DME volume set to more believable level.

P: Friction locks cause throttle levers to stick.
S: That's what they're for.

P: IFF inoperative.
S: IFF always inoperative in OFF mode.

P: Suspected crack in windshield.
S: Suspect you're right.

P: Number 3 engine missing.
S: Engine found on right wing after brief search.

P: Aircraft handles funny. (I love this one)
S: Aircraft warned to straighten up, fly right, and be serious.

P: Target radar hums.
S: Reprogrammed target radar with lyrics.

P: Mouse in cockpit.
S: Cat installed.

And the best one for last.

P: Noise coming from under the instrument panel. sounds like a midget pounding on something with hammer.
S: Took hammer away from midget.

Lifið heil

föstudagur, september 22, 2006

Dyggir lesendum muna ef til vill eftir því að í vor var ég búin að gera samning við málarameistara um að mála húsið okkar og gera það aftur gult eins og það var þegar ég keypti. Það hefur rignt svo mikið í sumar að eymingjans málarinn er kominn langt, langt á eftir með verkin sem hann tók að sér. Ég hef ekkert verið að pressa á hann því ég veit að hann er ekkert að drolla, það er ekki hægt að mála húsveggi í grenjandi rigningu og ég þarf bara að líta út um gluggan til að sjá afhverju hann er ekki kominn:) uppúr sjö í morgun heyrði ég umgang fyrir aftan húsið mitt og rétt fyrir hálfátta þegar ég var á leiðinni í vinnuna tóku á móti mér sex gallaklæddir málarar með jafnmarga stiga og gula málingu í dollum!! húsið mitt verður væntanlega orðið gult þegar ég kem heim í kvöld!! en draumurinn um menn á pöllum umhverfis húsið mitt er orðinn að engu ef þeir ætla svo bara að nota stiga við verkið :)

Annars er ég stressuð þessa dagana og ég er farin að vera þreytt í hnjánum sem er ótvíræð vísbending um að ég verði að fara að slappa af en vegna verkefna og vinnu verður það ekki fyrr en á mánudaginn ... en ég er að sjálfsögðu strax komin með lista yfir það sem ég verð að gera á þriðjudaginn ;)

En það er margt annað gleðilegt fyrir utan að húsið mitt er orðið gult til að gleyma því að hnéin á mér eru orðin þreytt. Það er hamborgari í mötuneytinu í hádeginu, við erum komin með kennara í jógaið þannig að núna mun ég fara í jóga í vinnunni einu sinni í viku og vegna þess að ég stakk uppá þessu hefur mér verið falið að halda utan um þetta allt saman ... ég er greinilega orðin félagsmálatröll á efri árum, sem er gleðilegt held ég barasta? og það er komin helgi eftir nokkra klukkutíma :)

Lifið heil

miðvikudagur, september 20, 2006

Gullfallegt sólsetur, logn og fínt í fyrramálið væntanlega, samkvæmt sjómannahjátrú forfeðra minna að minnsta kosti;)

Ég sótti bíl bróður míns í réttingu í dag - hann klessti hann ekki sjálfur heldur var klesst á hann kyrrstæðan, tvisvar! Stundum er fólk ekki í lagi, hvernig geturðu ekki séð rauðan sjö metra langan, upphækkaðan, 38" dekk, Ford F350 pallbíl? Getur auðvitað verið að ég taki alltaf eftir þessum bílum vegna þess að ég er með pallbílablæti (fyrir þá sem eiga ekki málhreinsunarvini þá er blæti íslenska orðið yfir fetish og vegna þess að ég kann hvorki málfræði né stafsetningu þá legg ég mig fram um að nota íslensk orð og hugtök þegar ég get) og þó að ég sé farin að fíla Ara minn ágætlega þá er hann ósköp mikil píka greyið:) Ég saknaði Silveradosins míns mikið og vegna þess að það er svo mikið um sniðugar tilviljanir í heiminum sá ég einmitt Chevy Suburban á leiðinni heim með stuðaralímmiða sem á stóð:

I'd rather push a Chevy than drive a Honda!:D

... það sá heldur enginn Silveradoinn minn úr bílnum sínum þannig að hann var dældaður allan hringinn að lokum (kannski hefur klikkaði nágranninn minn gengið á hann með kylfu?) og það var endalaust verið að atast í honum, Willisinum líka en Ari litli fær að vera í friði ... hann er líka svo lítill að það tekur enginn eftir því að hann er til:) ég er að hugsa um að útbúa stuðaralímmiða á hann:

Ég verð Hummer ef ég verð duglegur að borða grautinn minn! :)

Það þýðir víst lítið að spá í það afhverju menn reyna ekki við mig og vera með pallbílablæti, það fer ekki saman ... yfirleitt keyri ég farartæki sem líta út fyrir að vera eign kærasta frekar en mín og það hjálpar ekki að ég á eingöngu föt sem hylja nærfötin mín, allir bolirnir ná alla leið upp og niður, ég hef gert samning við hárið á mér: ég bögga það ekki, það böggar mig ekki.

Gagnkvæmur skilningur er af hinu góða.

Fyrir utan það á ég það til að missa eitthvað vanhugsað útúr mér eins og í dag þegar ég var að taka mjög þrönga beygju á Þingholtunum á hinum yndislega en frekar stórvaxna Fordpallbíl bróður míns:

Svakalega er stórt undir mér, ég verð að punkta beygjuna ...

Farþegi minn pissaði í sætið.

Góðar stundir

þriðjudagur, september 19, 2006

Batnandi stelpum og köttum er best að lifa:)

Fídel drap geitung í dag og ég er ekki frá því að ég sé frekar stolt af loðkútnum mínum:) ég sá viðureignina að vísu ekki sjálf en miðað við hvað kötturinn er þreyttur þá hlýtur eitthvað að hafa gengið á ... að vísu er kúturinn orðinn níu ára og hans aðaláhugamál er svefn þannig að það er fræðilegur möguleiki að hann hafi sofið í allan dag og að geitungurinn hafi komist hingað inn rétt áður en hann varð sjálfdauður vegna árstíma en ég neita að trúa því vegna þess að hin útgáfan um hinn mikla bardaga Davíðs og Golíats (sama útkoma en við erum að tala um hreðjastærð ekki líkamlega) er svo miklu skemmtilegri :)

og mitt tilkall til titilsins "betri manneskja fyrir afrek dagsins í dag" er það að ég fór í búðina:) og ekki aðeins fór ég í búðina heldur mundi ég eftir því sem mig vantaði í alvörunni og keypti ekki eingöngu vitleysu og túnfisk eins og kemur svo oft fyrir:) ég keypti sápu og morgunmat og grænmeti og álegg og rúgbrauð því ég keypti mér risavaxna krukku af síld um daginn (flokkast undir vitleysu) en gleymi alltaf tilvist hennar þangað til rúgbrauðið er búið ... á föstudaginn til dæmis þegar ég var að búa til nesti fyrir laugardaginn þá fór ég sérferð út í búð til að kaupa ost til að hafa með öllu þessu óútskýrða rúgbrauði sem ég átti heima hjá mér ... í gær fattaði ég svo að ég átti síld og ost en ekkert brauð:)

Ég er farin að gera mér grein fyrir því að mér er ekki ætlað að vera húsmóðir en ég hef lært að spinna þar sem ég er óumflýjanlega nakin í þessu samhengi. Eitt af mínum húsmóðurráðum fyrir þá sem eru að byrja búskap er að kaupa aldrei sítrónuklósetthreinsi eða klósettstein með sítrónulykt ef þú notar sítrónuuppþvottalög í eldhúsinu því þá verður kúkalykt af uppvaskinu :)

Góðar stundir

mánudagur, september 18, 2006

Jæja smjattpattar,

kominn tími á blogg því það er komið haust og löglegu bloggsumarfríi hlýtur að vera lokið ... ég segi að það sé komið haust vegna þess að það rignir á gluggana hjá mér og ég var að útskýra fyrir kettinum að hann megi ekki hafa svalahurðina opna því það kemur svo kalt inn. Við ræðum þetta reglulega allan veturinn (og stundum á sumrin þegar vindáttin er óhagstæð) en hann gleymir því alltaf á milli skipta, hann hlustar heldur aldrei á mig. Ég veit ekki hversu oft ég hef beðið hann um að vaska upp á meðan ég er í vinnunni, ryksuga, búa um, taka til, etc. en það eina sem honum tekst alltaf og óumflýjanlega að gera er að strauja lítið hringlaga svæði með eigin líkamshita og skreyta það með hárum, ach, hann er svo duglegur:)

Nick Cave síðasta laugardag ... ég ætlaði að skrifa um það í gær en mig skorti orð og í dag er ég engu skárri, ég er ennþá brosandi:) Mér finnst maðurinn hreinn og klár snillingur:) að hlusta á lögin hans er eins og að lesa góða bók, þau "dýpka" við hverja hlustun:) ekki alveg öll að vísu, Rock of Gibraltar er frekar bókstaflegt til dæmis, en langflest :) svo er líka svo gaman að hlusta á tónleikaútgáfurnar því þær eru allt, allt aðrar en þær sem koma á diskum:) og tónleikarnir á laugardaginn voru engin undantekning, þvílíkt flottir!!

Mér finnst frekar merkilegt að ég skuli vera svona hrifin af tónlistarmanni þar sem ég þarf ekki alltaf að hafa tónlist í gangi. Ég er búin að skrifa þetta nokkrum sinnum og þetta kemur aldrei rétt út þannig að nánari útskýringar er þörf: mér finnst einhver vegin að fólk sem á sér uppáhaldstónlistarmenn/hljómsveitir/etc. er alltaf að hlusta á tónlist, það á ipod og fer ekki út fyrir hússins dyr án þess að vera í sambandi við hann, það kemur inn í herbergi og kveikir á útvarpinu, það kemur heim til sín og kveikir á tónlistinni áður en það gerir nokkuð annað ... stundum kveiki ég ekki á tónlist dögum, jafnvel vikum saman, það hefur aldrei truflað mig að eiga útvarpslausa bíla eða að vera viðtækjalaus nokkurs staðar en þegar von er á Nick Cave eða hann er einhvers staðar þar sem ég get hugsanlega mögulega hlustað á hann þá er ég mætt fremst í röðina eldsnemma með take-away kaffi og bros á vör ... við Gréta vorum fremstar í röðinni fyrir tónleikana 2002 og við Valgerður stóðum fremstar þegar miðasalan opnaði í sumar:)

Kannski frekar hallærislegt? En mér til málsbóta þá langar mig ekki baun til að hitta manninn! Ég þekki sjálfa mig, ef ég fengi tækifæri til að hitta hann myndi ég bara standa og roðna og blána og gapa og gleyma hvað ég heiti og að lokum kæmi eitthvað einkennilegt hljóð innan úr vélindanu og örlítill sleftaumur myndi leita niður hökuna og falla á útrétta hönd meistara Nick Cave ... og ég þyrfti að lifa með því alla ævi að hafa fengið tækifæri til að hitta manninn og vita að ég hefði slefað á hann :)

Einkennilega hljóðið innan úr vélindanu er til og ég gef það reglulega frá mér, nú síðast í dag þegar ég komst að því að þjálfararnir mínir (sem þjálfa nokkur hundruð einstaklinga) vita hvað ég heiti ... er það gott eða er það vont? Ég var í 14 manna bekk síðustu tvö árin í menntaskóla og ég er nokkuð viss um að næstum helmingur kennaranna hafi ekki vitað hvað ég hét ... það vissi það enginn fyrstu tvö árin:)

Lifið heil

miðvikudagur, september 13, 2006

"Ertu alveg hætt að blogga?"
"Nei, ég veit bara ekki hvar ég á að byrja."

... og það er alveg satt en svo fór ég að hugsa (í kjölfar þess að viðmælandi minn hló að mér) afhverju þarf ég að segja hvað hefur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast? ég er alls ekki þessi persónulegi bloggari sem segi frá öllum sem er að gerast þannig að ég ætti ekki að sleppa því að blogga vegna þess að ég hef ekki sagt frá því sem er að gerast undanfarið? er það nokkuð? :)

það merkilegasta sem gerðist í dag hins vegar var að ég sendi tölvupóst á alla samstarfsmenn mína (rúmlega hundrað) og hvatti þá til stunda jóga í vetur svo við getum fengið ókeypis jógatíma, á vinnutíma, í vinnunni:) ... að vísu ekki á launum but you can't win them all:)

og það sem er helst í fréttum er að ég er að fara til Kanarí:) pantaði að vísu ferðina í maí síðastliðnum þannig að þetta eru ekkert nýjar fréttir en það er bara svo stutt þangað til ég fer núna að mig er farið að dreyma hvað ég ætla að taka með mér:) ... tveggja vikna sumarfrí í sól á fimm stjörnu hóteli við ströndina ... tvær heilar vikur:) hef ekki farið í frí frí síðan ... 1998? :/

kominn tími til! :)

Lifið heil