laugardagur, október 13, 2012

Ég var spurð um daginn hvort ég hefði bloggað eitthvað nýlega ... nei, alls ekki nýlega. En ég er langt frá því hætt að blogga, hef bara verið upptekin við aðra hluti undanfarið - eins og facebook  *hóst*

Annað árið í iðjuþjálfun hafið og er jafnvel skemmtilegra en fyrsta árið !

En ég næ ekki að lesa nóg, ég næ varla að lesa það sem ég á að lesa og það sem ég á að lesa er í bókum sem eru fullar af svo áhugaverðu efni að mig langar til að lesa meira ... mjög gaman að vera í námi þar sem allt efnið er spennandi :) ok, kannski ekki aaaaalllt efnið en langstærsti hlutinn og meira að segja það sem hræddi mig fyrir önnina er ekki eins skelfilegt núna þegar á hólminn er komið :)

Ég var sumsé drulluhrædd við fag sem heitir Hreyfingafræði því í henni eigum við að reikna og nota stærðfræði og finna út krafta og skilja vektora og breyta kílóum í Newton og alls konar sem er bara, já, dót sem ég er drulluhrædd við því mér finnst ég aldrei hafa verið góð í ... vísindum ;) en svo kemur í ljós að ég skil þetta bara ágætlega. Ég kann amk að fylgja leiðbeiningum þannig að í þessum tveim verkefnum sem búin eru þá hef ég fengið 9,5 og 10! Já, ekki 1,0 heldur 10,0! Jamms, það má klappa fyrir mér :)


og núna er ég búin að blogga, sjálfhælið, þægilega langt, broskallar og upphrópunarmerki, upplýsingar um lífið og persónulega hagi, jamms, er þetta ekki bara eins og leiðbeiningarnar biðja um?

Fæ ég 10?

Lifið heil