þriðjudagur, september 30, 2003

hvað gerðist skemmtilegt í dag?
Survivor er ekki byrjað og ég nenni ekki að fylgjast með Jay Leno nema með öðru auganu og ég er of þreytt til að lesa eitthvað auk þess sem ég held að ég myndi bara sofna ef ég reyndi það:) um að gera að blogga þá sjálf... þori ekki að lesa annarra manna því það eru svo margir sem ég þekki sem fylgjast með þessum þáttum og kannski hafa einhverjir skrifað um þáttinn í gær????

só... við gáfum kennaranum okkar bjór í dag til að segja okkur sögu:) hann hafði lofað að segja söguna af því þegar hann og bróðir hans brutust inn í yfirgefið geðveikrahæli ef við gæfum honum bjór þannig að við létum hann standa við það:) nafnlaust auðvitað samt.... settum bjórinn bara á kennaraborðið þegar hann var ekki í stofunni:) vorum soldið hræddar um að þeir sem sáu mig setja bjórinn á borðið myndu kjafta frá en allir voru þöglir sem gröfin:) það heppnaðist samt ekki fyrr en í annarri tilraun að koma bjórnum á sinn stað því þegar ég var staðin upp í fyrra skiptið labbaði hann inn ég eipaði - tók sneggstu u-beygju sem um getur, sparkaði með öðrum fætinum í eitt borð sem rakst í annað, með hinum í stól, stakk ísköldum bjórnum inná mig og faldi mig bakvið Berglindi sem stóð til allrar hamingju við hliðina á mér:) roðnaði eins og karfi og tróð bjórnum aftur ofaní töskuna ... og kennarinn tók ekki eftir neinu:)

komst að því að tíður sessunautur minn til að verða tveggja ára er vinkona hans pabba, hann hefur farið oft í kaffi til hennar og þau þekkjast barasta ágætlega:) merkilega lítill heimur:)

við fengum þessa snilldar hugmynd eftir tíma og mér finnst hún svo góð að við verðum eiginlega að sækja um einkaleyfi á henni... við vorum að ræða ritgerðarefni samt... okkur dettur svona snilld í hug en um hvað í andskotanum eigum við að skrifa ritgerð???:)

þegar ég mætti uppí vinnu voru þrír strákar að vaða í "síkinu" umhverfis Þjóðarbókhlöðuna!!!! það var næstum frost í nótt en þeir voru að VAÐA, einn berfættur, annar berfættur í skóm og þriðji á hjóli í sokkunum og í skónum... þeir voru að hlaupa um og skvetta á hvorn annan! mér fannst þetta rosalega merkilegt:) október byrjar á morgun og þannig... kannski voru þeir á sveppum? ég hef heyrt alls konar sveppavímu sögur og þær enda mjög margar á því að fólki finnst svoleiðis mjög góð hugmynd... manni verður víst svo heitt á fótunum við að borða ofskynjunarsveppi:)



úúú!!! Survivor er að byrja!!!!
ég er í vinnunni núna en ekki byrjuð að vinna þannig að þetta er alveg í lagi:)

það er útborgunardagur á morgun og ég fattaði áðan á meðan ég var í tíma að ég hefði steingleymt skattkortinu mínu... það er ennþá uppí Gallerý fisk... og fullur skattur verður dreginn af mér.... stóð fyrir utan Lögberg með Pálínu áðan og við vorum að ræða þetta og hennar skattkort er ennþá á leikskólanum... þá fórum við að pæla í því afhverju það er ekki búið að tölvuvæða skattkortin???? afhverju fáum við ekki bara eitthvað lykilorð sem við látum vinnuveitanda okkar fá og hann getur farið á netið og náð í okkar "skattalegu" upplýsingar þangað... svo ef við skiptum um atvinnurekanda getum við bara loggað okkur inn á heimasíðu Ríkisskattstjóra og breytt lykilorðinu okkar svo að gamli atvinnurekandinn okkar geti ekki lengur séð upplýsingarnar um okkur:) mér finnst þetta alger snilld og skil ekki afhverju það er ekki búið að gera þetta! við getum skilað inn skattaframtali á netinu og þó að þetta sé hugsanlega aðeins flóknara sé ég ekki að þetta ætti að vera ómögulegt??? er það nokkuð?:)

anívei, kominn tími til að fara að gera eitthvað ... eins og að stimpla sig inn til að fá borgað og allan skatt dregið af því vegna þess að skattkortið er lítill, sjúskaður, gulur blaðsnepill sem ég man aldrei eftir:)
jæja:)

bóðir minn er formlega orðinn kaffihúsaeigandi í miðbæ Reykjavíkur:)!!!! hann, Debbý, Stanko og Laufey voru að kaupa Svarta kaffi og ég ætla þokkalega feitt að hanga þarna! frábært að fá svona allörru kaffihús "í fjölskylduna":) hehehehehe

verð að fara að læra núna.... drullusybbin og það á ekki eftir að batna því Survivor er í kvöld og ég verð auðvitað að horfa... svona er þetta þegar mar er að vinna til níu alla mánudaga og missir af þáttunum í frumsýningu:) já ég er Survivor fíkill og það er ekkert að því! fullt af fólki horfir á Survivor og ég skammast mín ekkert fyrir að vera one of those (mis)guided souls:)

það er enginn linkur á neitt Survivor tengt því ég vil ekki vita hvernig þátturinn í gær fór!!!:)

mánudagur, september 29, 2003

verð að bæta þessu við.... einmitt minn húmor:) hún er samt ábyggilega alltof stór til að passa..... kemur í ljós...



ótrúlega politically incorrect ... ég veit:)
mikið ógeðslega er mikill vindur í dag!!!!

og þetta er einmitt dagurinn sem ég valdi mér til að vesenast! fór eldsnemma í morgun á pósthúsið til að senda tvo litla pakka og aftur heim, í skólann og aftur heim (mér fannst ég hafa svo mikinn tíma í morgun því ég var vöknuð fáránlega snemma að ég varð næstum of sein í fyrirlesturinn minn klukkan tíu) því ég hafði gleymt dótinu sem Kolbeinn þurfti að fá áður en hann flytur til Oxford á morgun... pælið í því! ég þekki mann sem er að fara að læra í Oxford:)!!!! fór til hans og kom við í 10-11 á leiðinni heim til að kaupa kattarmat og tannkrem og alls konar dót sem ég sá eftir að hafa keypt um leið og ég byrjaði að hjóla upp brekkuna heim til mín í þriðja skiptið í dag í þessum ógeðslega vindi.....:( ég er búin að hjóla meira í dag en meðaldaginn og allt á ská:)!!! ... útaf vindinum ... ská á hlið:) núna er ég með sand í augunum og blóðbragð í munninum (sem Gunnar lillibó segir að sé merki um mikinn bruna!!!... ehhh .... svona góðan bruna í líkamanum sem fólk sækist eftir þegar það fer í ræktina:))

annars held ég að þetta sé barasta mjög hollt að hjóla svona mikið.... svona uppá kransæðarnar og lungun og þannig:) ... ekki gott fyrir buxurnar mínar samt... það er eitthvað karma í gangi með mig og buxur.... kannski var ég illa innrættur klæðskeri í fyrra lífi og mér hefnist fyrir það í þessu með því að finna hvergi buxur sem passa og þegar ég finn buxur sem passa flæki ég þær í tannhjólunum á hjólinu og ríf þær!!!! þetta kom fyrir mig á leiðinni heim núna sko:) ég var að fara yfir Lækjargötuna, á ská en samt beint, og buxurnar flæktust í 3x gírs tannhjólin (hef ekki hugmynd um hvað það heitir.... þetta ysta og stærsta:)) og til að detta ekki á andlitið rykkti ég í til að losa fótinn og reif skálmina:( .... aumingja mamma:) hún gerir alltaf við það sem ég eyðilegg:) hehehehe

vindurinn í dag er samt ekkert vandamál miðað við það sem þessi gaur þarf að þola:)



ætli þetta sér roadkill eftir hann sjálfan?:)

sunnudagur, september 28, 2003

var að koma af kaffihúsatúrnum með pabba mínum:)

fyrst á Café Paris þar sem ég fékk sögu frá séra Kolbeini um mann sem átti tvo hesta, maðurinn lagðist í þunglyndi og svipti sig lífi og stuttu seinna dó eftirlætis hesturinn hans af óútskýrðum orsökum í haganum og svo varð að aflíf hinn ári seinna.... þegar farið var í göngur eftir þeir voru allir dánir, maðurinn og hestarnir tveir, sá einn maðurinn þá alla saman og sagði: þetta kallast tryggð við sveitina:)

í Kolaportinu talaði ég við Kristján gæd og Leif módelsmið sem kunnu fullt af sögum, Leifur lenti einu sinni í fjörulalla sjálfur sem unglingur (hann lýsti honum og allt saman:)) þegar hann var að ganga frá Dynjanda úr Arnarfjörðinn (held ég... tók þetta allt upp:)) og pabbi hans slóst við draug einu sinni, pabbi hand Kristjáns sá kirkjugarðinn á Ísafirði einu sinni "rísa" á nýjarsnótt og vinur hans bjó með draug í Hlíðunum hér í Reykjavík eitt sumarið - sumarið endaði á því að vinurinn var orðinn svo pirraður á draugakonunni að þau flugust á og hann flutti út:) Guðmundur klarinettuleikari kom til að sækja Kristján og hann sagði mér frá því þegar hann og vinur hans voru einu sinni fullir og vitlausir að ráfa eitthvað úti syngjandi einhverja vitleysu (16 men on a dead man's chest, jóhóhó and a bottle of rum...) - skyndilega urðu þeir báðir skíthræddir og hlupu til byggða... þeir sáu ekki neitt en báðum rann kalt vatn milli skinns og hörunds og þeir urðu að koma sér heim:)

mæltu allir með því að ég talaði við Valdimar Bjarnfreðsson, móðurbróður nýja félagsmálaráðherrans (eða föðurbróðir hans... þeim bar engum saman um það), því hann hefði sjálfur einu sinni slegist við draug þegar hann var á mótorkútternum Drífunni... bitarnirn í lestinni voru sverir eins og símastaurar, draugurinn hljóp í gegnum þá og hann á eftir:)... þess má geta að Valdimar þessi hélt sig einu sinni vera Jesú, gekk í skrautbúningi og kynnti sig sem Frelsarann.... aðallega á Hlemmi:).... verð að fá að tala við hann einhvern tímann:)



sagt er að strákurinn á myndinni hafi fallið í dá stuttu eftir að þessi mynd af honum var tekinn í nestisferð með skólafélögum hans.... þarf varla að segja það en, strákurinn stóð einn á myndinni þegar hún var tekin úúúúúúúúúúúúú!!!!
sunnudagur.... og ég svaf merkilega vel miðað við að hafa haldið draugakvöld í gær:) ég varð eitthvað "spennt" eða eitthvað þannig að mér brá við allt!!! og ég meina allt:)hehehehe ég er ekki með taugar í svona dæmi en samt ælta ég að halda annað svona draugakvöld einhvern tímann:) of margir þjóðfræðinemar staddir þarna í gær til að þetta yrði raunverulega spúkkí (þó að mér hafi auðvitað fundist þetta vera komið gott mörgum sinnum og var við það að slökkva á tónlistinni, blása út kertin og kveikja öll ljós:) ... á tímabili óskaði ég mér meira að segja flúorljósa:)hehehehehe

var að surfa soldið og var að pæla í einu, þessi gaur sem var að deyja, Robert Palmer


söng hann ekki lagið "Crazy River"?? eeeehhhh veit ekki hvort lagið heiti það samt..... svona rólegt og millikaflinn var alltaf "you can find me somewhere down the crazy river, somewhere down the crazy river" í byrjunninni hittir hann einhvern sem spyr "why do you always end up at Nick's café?" og hann svarar "I don't know, the wind just kinda pushed me that way"...... veitiggi..... ég man bara alltaf eftir þessu lagi vegna þess að einu sinni var ég með brjálaða París fíkn og allt sem tengdist París var rómantískt, töfrandi og sexý:)

ég var einmitt að tala við Grétu um ímyndunarheim unglingsstelpna... prófið að fara á google og sláið inn "Orlando Bloom", Legolas í Lord of The Rings ef þið vitið ekki hver hann er... ég fæ 860.000 síður um hann eða þar sem er minnst á hann og margar þessara síða eru síður sem stelpur hafa búið til um hann og fyrir hann... mjög merkilegt:) ég man ekki eftir að hafa verið svona upptekin af einhverjum einstaklingi (þó að mér hafi auðvitað fundist Johnny Depp æðislegur eftir að ég sá Cry Baby:) - ég var ekki alger nörd:))



en kannski var ég ekki svona upptekin af einhverjum súperstjörnum vegna þess að ég var öll í borgunum:) mér fannst ekkert eins spennandi og París:)

verð að fara að safna draugasögu held áfram á eftir með þessa miðurmerkilegu pælingu.... eða ekki:)

föstudagur, september 26, 2003

nýr dagur en núna rignir... ég man alltaf eftir því að mig vantar bretti á hjólið mitt þegar það er rigning úti ekki þegar það er sól og ég nenni aktúallí að koma mér uppí Skeifu til að kaupa bretti:)

Helga er líka komin með blogg og linka á hana hérna til hægri... vonandi er það í lagi?? ég tók mér bara það bessaleyfi að skella þér inn???:) get líka tekið þig út ef þú vilt það, Helga:)

ég held að ég sé ekki "alvöru stelpa"... sumir hafa verið að halda því fram við mig, eins og strákarnir sem ég var að vinna með og þannig.... alltaf stóð ég á því fastar en fótunum að ég væri alveg eins og allar aðrar stelpur bara minna fyrir meikup og að dressa mig upp og minna fyrir styttur og skraut og þannig en .... í gærkvöldi horfði ég á Sex og City þáttinn sem er víst það vinsælasta og .... þvílíkt leiðinlegur þáttur!!!! þessi ljóshærða sem er alltaf að skrifa í dagblaðið (er það ekki?) stóð og öskraði eins og leikskólabarn næstum allan þáttinn og þær virtust allar eiga í rosalegum vandræðum með það hreinlega að vera til.... kannski horfði ég ekki á réttu þættina (það voru tveir!) en mér fannst þetta ekkert merkilegt..... það gerir mig auðvitað ekki að neitt minni stelpu en þessi samnefnari er alltaf að minnka og minnka - ég er ekki að meina vinkonur mínar þegar ég tala um "alvöru stelpur", bara hafa það á hreinu:) ef þið væruð svona "alvöru stelpur" (eins og þær sem eru í lögfræði og félagsfræði) værum við líklega ekki vinkonur:)hehehehe ég þoli ekki að fara "með einhverjum á klósettið" ég er fullfær um að fara ein og vera ein þegar ég sinni svoleiðis hlutum... meira að segja á djamminu:) trúnó er eitthvað sem ég forðast eins og heitan eldinn.... nema stundum með Írisi og Hannesi þegar ég er búin með nokkra bjóra og fyllist gífurlegum ranghugmyndum um allt, mér finnst alltaf eins og þeim langi í alvöru að heyra ruglið sem vellur uppúr mér því ég er búin að þekkja þau í svo rosalega mörg ár og þannig... en þegar ég er búin með nokkra bjóra finnst mér líka alltaf góð hugmynd að syngja á almannafæri, henda vatnsblöðrum í önnur partý og tala við Þjóðverja.... eins og ég segi, ranghugmyndir:) mér er alveg sama ef fötin mín passa ekki saman ... svona yfirleitt, það kom ekki heimsendir þó að ég hafi ekki átt spegil í tvö og hálft ár (ég á spegil núna:) ég á spegla!!! fékk þrjá spegla að gjöf á einni viku:) tvo litla frá Antoni, pabba Ellu og Söru, og einn stóran frá Birni því hann sagði að það gengi ekki að ég ætti bara svona litla piparsveina-rakspegla:) verandi stelpa og ekki piparsveinn:)) og ég myndi aldrei kaupa mér Anne Gedes mynd af litlu barni klætt eins og blómkál eða býfluga.... það er bara eitthvað að því finnst mér:).... eins og pappabarnið sem gyðingastelpan (í fyrri þáttinum í gær) fékk frá manninum sínum (sem hún virðist hafa verið gift í seinni þættinum..... ég held að þetta hafi verið nýr þáttur og gamall þáttur???? held að fólk almennt sé ekki alveg sátt við að allar aðalpersónurnar séu í massa-sambúðar-samböndum sem gerbreytast milli þátta - hvernig er hægt að fylgjast með því??:))

þannig að: ég fíla ekki Sex/City (er það Sex AND the City eða Sex IN the City????), styttur, skraut, trúnó, sameiginlegar klósettferðir og spariföt.... og rugl... ég þoli ekki rugl:)..... og kvensjúkdómalækna!!! nenni ekki að skrifa allt aftur sem ég skrifaði í gær og strokaði út!!!! þannig að það verður bara stiklað á stóru því ég mæli ekki með manninum sem ég fór til, frekar læt ég pína mig í krabbameinshúsinu í Skógarhlíðinni eftir tvö ár - kannski geri ég bara mikið mál úr því hvað þetta hafi verið geðveikt vont síðast og heimta mjúkhentan lækni?:)

ég ætla ekki að segja hvað maðurinn heitir hérna á blogginu því þetta er Ísland, hann er ábyggilega frændi einhvers auk þess á hann ábyggilega mjög ófullnægða eiginkonu í Grafarvoginum, 2,4 börn og labrador (sem kannski er vel fullnægður???) og það gengur ekki að sverta mannorð manna fyrir það eitt að vera fíbl:)

ok, mætti, læknirinn kom fram á eftir einhverri konu, kallaði nafnið mitt og hvarf!!! ég missti af honum inn um eina af þessum hurðum á ganginum og var soldið týnd.... læknaritarinn aumkaði sig yfir mig og sýndi mér réttu hurðina eftir að allir í biðsalnum höfðu horft á mig eins og ég væri hálfviti með óstýrlátt hár:)
settist við skrifborðið hans og svara grilljón spurningum.... símar, nafn, heimilsfang, email, kennitala, núverandi starf, fyrri störf, foreldrar, sambúð/samband/einhleyp, börn, sjúkdómasaga (mörgum sinnum... leið eins og ég væri að sækja um vinnu en fengi hana ekki vegna þess að ég hafði ekki verið nægilega lasin um ævina), foreldrar, systkini, gæludýr!!!!!!!!! skil ekki alveg hvert hann var að fara þegar hann spurði um Fídel og Magnús.... kemur það málinu í alvöru eitthvað við hvort ég eigi gæludýr og hvaða????.... hann pikkaði öll svörin inn í laptopina sína og allan tímann hugsaði ég: "maðurinn er ekki búinn að klippa á sér neglurnar! hann er með langar neglur á hægri hendinni!!!! hann er með langar og brotnar og beittar neglur!!!!" ég ætla að taka það fram að eitt mesta turnoff í mínum huga eru langar neglur.... kannski ekki gítarneglur því þær þjóna tilgangi, plokka stengina, en þegar neglur hafa bara fengið að vaxa vegna vanrækslu og brotna vegna vanrækslu er það bara viðbjóðslegt!!!!! ég sef ekki hjá mönnum með óklipptar neglur en þessum manni ætlaði ég að borga fyrir að ..... ojjjjjjjjjjjj!!!!!!!
full viðbjóðs elti ég hann inní næsta herbergi þar sem ég átti að fara úr öllu að neðan og setjast í þetta sem kvensjúkdómalæknar voga sér að kalla "stól" - eini skyldleikinn við stól er að maður situr ekki á gólfinu... that's about it.....
ég klæddi mig úr, nokkrum sinnum úr sokkunum og í þá aftur..... kann ekki svona "úr að neðan" ettikett... sokkarnir eru að neðan en ef maður fer úr þeim er það soldið óverkill er það ekki vegna þess að þeir eru ekki að fara að skoða á manni tærnar... ákvað að lokum að fara úr skónum en vera í sokkunum og roðna bara í staðinn:)..... svo beið ég og beið og beið og beið og aldrei kom blessaði læknirinn.... hvað heldur hann að fólk sé lengi að klæða sig úr gallabuxum???? ég dundaði mér bara við að skoða lítið barn á sónarskjánum...... mér fannst það rosalega rangt að sitja þarna og horfa á annarra manna barn í einhverju ókunnugu legi... hvað ef ég hefði verið að koma til hans vegna þess að ég átti í erfiðleikum með að verða ólétt?? kannski hefði ég bara farið að vola þarna berrössuð á einhverju apparati horfandi á ófætt barn konunar á undan mér... sem betur fer langar mig ekki í barn en mér fannst þetta samt heimskulegt... maðurinn hefði átt að slökkva á skjánum þegar konan fór eða áður en ég fór inn og beið einhvern kortér með myndina mér til samlætis.... ég beið og beið og beið... ekki gat ég farið að kalla fram "ég er berrössuð"... solleis gerir maður ekki:)

loksins kom hann, tók prufuna og ómskoðaði allt innan í mér til að vera pottþéttur á öllu..... ég hef séð bíómyndir um konur sem eru óléttar, þar eru sett eitthvað smyrsl á magann á þeim og svo er einhverju tæki nuddað í það.... þessi ómskoðun var feitur penni í plasthanska með kremi bara settur upp.... já og svo kom mynd... ekkert barn í leginu mínu:) ekkert krabbamein heldur...... skoðunin tók ca. 3 mínútur og ég borgaði rúman fimmþúsundkall fyrir hana!!!! mér finnst það rippoff!!! kom út og leið eins og ég hefði verið að borga fyrir að sitja hálfber á einhverju fyrirbæri og svara billjón spurningum ekki fyrir að vera viss um að það væri í lagi með mig...... næst ætla ég í krabbameinshúsið.... mér er meira að segja sama núna þó að það verði vont, það líður hjá.... læknarnir tala heldur ekki eins mikið og þessi þarna í gær, kannski er það bara ég? en mér finnst mjög óþægilegt þegar menn eru að halda uppi samræðum við ... eitthvað annað en andlitið á mér:)

fimmtudagur, september 25, 2003

ný gestabók... þarf að safna fleiri kommentum í hana... endilega veriði dugleg:)
Edda bara komin með blogg:)!!! til hamingju með það:) ég skal hjálpa þér eins og ég get..... kann ekki sérlega mikið samt:)

núna er komið að því að ég uppdeiti soldið hérna hjá mér.... gestabókin virkar víst ekki alveg eins vel og hún á að gera og ég er orðin þreytt á þeim leikjum sem ég hef linkað á.... kominn tími á nýja

annars er ég rosalega pirruð ég var búin að skrifa rosalega langan kafla um það hvernig þessi blessaði kvensjúkdómalæknir stóð sig en svo loggaði ég mig óvart út í staðinn fyrir að pósta þannig að ég eyddi öllu saman.... þoli ekki þegar ég geri svona:(..... frekar algengt..... þess vegna kom engin færsla í gær til dæmis - ég nennti ekki að byrja uppá nýtt:)
hæbbs.... mikið að gerast þessa dagana en ekkert sem ég ætla að blogga um:)hehehehehe

pantaði tvær bækur á Amazon á föstudaginn og bjóst við þeim um mánaðarmótin einhvern tímann svo hringdi dyrabjallann í gærkvöldi og þær voru komnar!!! ekkert smá fljótt.... þær áttu ekki að leggja af stað fyrr en í dag - fjórum virkum dögum eftir að ég pantaði þær:) snilld:) núna get ég strax byrjað að lesa... ekki að ég hafi ekki nóg annað að lesa í skólanum líka.... þetta er bara svona ítarefni sem ég þarf á að halda til að geta skrifað einhverja kóherent ritgerð í haust:)

ég er að fara til kvensjúkdómalæknis núna..... svona krabbameinsdæmi... svo innilega ekki að hlakka til!! þetta er verra en að fara til tannlæknis en sem betur fer er þetta bara annað hvert ár og ég er ekki að fara í krabbameinshúsið þarna í Skógarhlíðinni núna.... seinast var það BARA vont!!!! engir læknanemar núna og ég þarf ekki að sitja berrössuð í einhverjum asnalegum slopp á plaststólum sem fullt af öðrum konum hafa berrassast á áður en ég kom.... enda fæ ég líklega að borga slatta fyrir þetta núna:).... en á móti kemur að ég fæ að halda virðingunni sem skiptir miklu:)

sá þetta á blogginu hjá henni Dagnýju Ástu (vonandi er í lagi að ég steli myndinni?????) ekkert smá spúkkí!!!!!



þetta er ógeðslegt en ég held að þetta sé samt bara þjóðsaga, nútíma þjóðsaga, og hún virkar:) fólk er að bera þetta áfram sín á milli og eru raunverulega hræddir um að þetta hafi gerst einhvers staðar út í heimi... kannski dó einhver við borðið sitt en ég stórlega efa að hann hafi verið dauður í fimm daga áður en nokkur tók eftir því nema að loftræstingin á þessum stað hafi verið þeim mun betri og stóllinn einhvers konar Lazy boy.... það er fullt af hlutum sem gerast þegar fólk deyr sem er ekki beint hægt að fela ef maðurinn situr við skrifborð - og ég ætla ekki að fara neitt nánar út í þetta:)

farin í sturtu og ætla að sprauta glimmeri..... hehehehe.... fyndið fyrir þá sem hafa heyrt þann brandara:)

mánudagur, september 22, 2003

fyrsti dagur fjórðu viku skólans.... rosalega líður þetta ógeðslega hratt!!!! ekki búin að læra næstum því nægilega mikið og ekki byrjuð á sumu sem ég á að vera búin með bráðum.... merkilegt:) þetta er samt alltaf svona er það ekki? maður byrjar og er rosalega duglegur svo lendir maður í einhverju rugli/böggi/snilld:) og gerir ekki næstum eins mikið og þarf að gera:)

öll fötin mín eru hrein:) loksins get ég valið í hvað ég ætla að fara og stend ekki framí fyrir því að vilja milli hvítra sokka og hvítra sokka við gallabuxur og Nuclear Free Pacific bol eða Nuclear Free Pacific bol:)

fór á tvo fundi um helgina og fór líka tvisvar í bakarí, veðrið var hræðilegt og varað við því að fara út þannig að ég sleppti því að mestu leiti:) þekkti stelpuna sem var í Djúpu lauginni á föstudagskvöldið:) feitt sem gaurinn valdi vitlaust!!! hann alveg hennar týpa og þegar þau hittust (því hún var ekki valin) lét hann eins og hann þekkti hana, hélt í hendina á henni heillengi og kyssti hana ábyggilega fimm sinnum:)hehehehe kæmi mér alls ekki á óvart ef hann hringdi í hana þegar hitt deitið hefur floppað:)

ætla að fara að gera eitthvað......

laugardagur, september 20, 2003

hæbbs:) búin að mæta á fund í morgun og búin að sofa heil ósköp og ekki búin að læra rassgat ennþá.... gengur ekki nægilega vel hjá mér:)hehehehehe

fann þetta þegar ég var að surfa hjá einhverri stelpu í 4. bekk í MR, hún heitir Tinna held ég alveg örugglega:)
lesið þetta hratt og án þess að stoppa eða pæla í því sem stendur... lesið bara .....

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá
stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það
enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði
stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir
gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið
það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að
mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig
hleudr oirðð sem hiled.

óútrglea mrekliegt:) ælat að grea þaett frgeamvis:)

föstudagur, september 19, 2003

ég fór sem sagt til tannlæknis í gær og ég er hetja!!!!!!:) hann gerði við tönnina sem hann ætlaði að gera við, allt deyft og fínt og ég fann auðvitað ekki fyrir neinu:) en svo sá hann eitthvað sem hann vildi fixa og ég var ekki deyfð þar en hann gerði við það samt!!!! án deyfingar!!!!:) ég er hetja:) ég fann ekkert fyrir því svo sem en ég lét hann samt byrja uppá von og óvon og það er það sem gerir mig svona hugrakka:) vildi bara deila þessu með öllum:)

en sjitt hvað þetta var dýrt!!! ég hefði getað farið í helgarferð til Toyko fyrir sama pening... næstum því .... og tannlæknir minn hefur kostað í sumar samt var ekkert að í rauninni... skipta út fyllingu hér, taka myndir, laga þetta og breyta þessu..... OG ég fékk feitan afslátt því hann er frændi minn og námundar alltaf niður að næsta þúsundi þegar hann leggur einstaka hluti saman.....

btw. Lord Of The Rings er alger hrein snilld:) ef einhverjum dettur eitthvað skemmtilegt ritgerðarefni í hug fyrir Tolkien námskeiðið má endilega láta mig vita af því.... ég er of vitlaus til að skrifa um allt sem mér hefur dottið í hug.... The Outnumbered Fight, Corruption of Evil (gaurar sem smitast af illsku eins og Sauron og Saruman), eða Scouts, Batmen and Sam eða eitthvað.... finn ekkert sem ég ræð við:)hehehehehe endilega ef þið eruð klár (samt ekki of klár ég verð að ráða við það líka:)) látið mig vita:)

fimmtudagur, september 18, 2003

jamms.... nýr dagur sem virðist ætla að verða góður og slæmur að sumu leiti..... ég er drulluþreytt því ég vakti of lengi í gær (fylgist einhver með Judging Amy??????? shit mar!!!!:)) yfir sjónvarpinu og fór SVO að lesa Silmarillion sem ég festist í...... ekki slæmt að festast í góðum bókum en það er ekki gott þegar maður er að verða hetja og vakna alltaf á morgnanna þó að maður þurfi þess ekki:) er að reyna að halda því við að vakna alltaf fyrir átta.... ætti ekki að vera mikið mál miðað við að ég var alltaf MÆTT sjö í fiskbúðina í sumar:) planið er nefnilega að læra alltaf á morgnanna því ég þekki mig og ég nenni aldrei neinu þegar ég er búin í vinnunni:)

svo er ég að fara til tannlæknis á eftir klukkan hálftólf.... þetta er snilldar tannlæknir og ég er ekki svo stressuð á því að ég eigi eftir að finna fyrir neinu..... en ég er alltaf smá stressuð fyrir tannlækna:/ og ég verð að borga.... sayonara útlönd:( mikið rosalega er leiðinlegt stundum að vera orðin fullorðin með íbúð og bíl og kött og reikninga:)hehehehehe verð bara að kaupa miðann og gera hann að útgjaldalið sem ég verð að díla við en ekki bíða þar til ég á nægan pening fyrir honum:) that's the way of the Icelanders anyway right????:)hehehehehehe fæ mér bara Visa eða eitthvað:)

svo er vinnan í kvöld og eftir það er ég að fara út að borða:))))))) sonna allörru deit:)))))))

en núna er ég að fara til mömmu til að þvo þvott, ekki til að horfa á Bíórásina:) og hún ætlar að elda fyrir mig eitthvað (eða hita upp mat síðan í gær:)) svo ég fari ekki svöng til tannlæknisins..... hef ég ekki örugglega minnst á að ég á yndislegustu mömmu í heiminum?:)

miðvikudagur, september 17, 2003

opnaði póstinn minn í morgun eins og mar gerir þegar mar er orðinn 21. aldar stelpa (er það ekki Edda???:)) og fékk þetta:)

From: kolaabiola_02
Date: 16. september 2003 20:54
To: kolaabiola_02@gay.com
Subject: ACCLAIMED WINNER


Naturally, this letter will come to you as a surprise since we have not
met permit me to introduce myself. I am kolawole Abiola, the first son
of the late M.K.O. Abiola, the acclaimed winner of the annulled
presidential election of June 12th 1993 of the Federal Republic of Nigeria.
Before my Fathers death, he willed all his assets and wealth in my name
(as the first son) because my family is a polygamous one, my father has
many wives.
My father transferred a lot of money in United States dollars
domination abroad. And also his assets worth billions of dollars abroad.
Presently, (US$81million) eighty-one million united states dollars
only, is in a security company in europe and asia countries,

that’s why I am soliciting for your urgent assistance to safely transfer
this money in to your account on your behalf and myself.
For your assistance, 30% of the total sum will be given to you, 10% to
offset local or foreign expenses that may be incurred in the course of
this remittance.
I shall be meeting with you, if you accept to assist me.remember all
modalities have been worked out to ensure a clean remittance of this fund
into your account hitch free. Your expertise has been taken into
consideration and quite believe that you will protect my interest by taking
this deal strictly confidential.it will taken fourteen(i4) working days to
actualize this project, without delay.
I will appreciate your quick response.I am open to further question
you may wish to ask in respect of this business transaction.
Our dreams will surely come true.

Regards
Yours faithfully,
Kolawole Abiola


NOTE:I AM NOT GAY.I ONLY USE THE SITE

------------------------------------------------------------------------
Thousands of Profiles. Thousands of potential dates, lovers or friends.
Gay.com Personals -- You'll Get Hooked! http://www.gay.com/personals/



ég hef fengið nokkur svona bréf um ævina og þó að ég svari aldrei og sé fullkomlega meðvituð um að þetta er svindl etc. þá finnst mér rosalega gaman að lesa þau ... sérstaklega þau sem eru skrifuð með samheitaorðabók til að virka meira prófessíónal:) samheiti verandi ekki alltaf "samheiti":)hehehehehe

það sem mér finnst best við þetta bréf er að hann endar á því að segja að draumar okkar hljóti að rætast og notar vefþjón fyrir samkynhneigða.... :) ég fæ svona á tilfinninguna að hann skrifaði þetta: "... in my name (as the first son) because my family is a polygamous one, my father has many wives..." á milli þess sem hann skrifaði "tall, dark, very dark and handsome, write back and we'll see if "Our dreams will surely come true." hehehehehehehe

það er geitungur í glugganum mínum.... heimskasti geitungur í heimi - þó líklega ekki eins heimskur og ætt heimskingjanna sem kom reglulega inn til Írisar í sumar, þeir flugu alltaf upp í loftið, aftur og aftur og aftur og héldu að þeir kæmust út þannig og létu glugganna alveg í friði:) glugginn, sem þessi er í, er fjórskiptur, efst vinstra megin er opnanlegt fag sem er opið.... hann er í glugganum fyrir neðan það.... og þessi gluggi er við hliðina á hurðinni sem hann flaug innum til að komast inn sem er líka alveg galopin:)

kötturinn situr og horfir á hann og ég læt lítið fyrir mér fara... kannski ég loki mig bara inná baði og fari í langa sturtu eða eitthvað þangað til að hann fattar það..... eða hringi í mömmu:)hehehehehehe hún er ekkert hrædd við þá, hún bjargar þeim!!!! setur allt í glös og fleygir þeim út (ég bjarga hunangsflugum, meira að segja náttúran er á móti þeim, fræðilega eiga þær ekki að geta flogið og mar á alltaf að vera góður við minnimáttar:)).... í gær var mamma að "bjarga" geitungi (svo hann gæti farið og stungið fólk) en hann tróð sér undan glasinu og stakk af.... hún vissi ekki hvert hann fór en hann var ábyggilega einhvers staðar INNI!!!! ojjjjjjjjj!!!!!! ég er ábyggilega skyldari pabba sem sagt, hann flýr eins og smástelpa:).... hann var ekki alltaf þannig en einu sinni fór hann til Dóminikanska lýðveldisins og gisti nokkrar nætur, þegar hann kom heim var hann með bit eftir 72 mismunandi pöddur um allan líkamann.... þær bitu hann misoft líka þannig að hann var beisikallí étinn þarna úti og eftir það þolir hann ekki pöddur..... ég skil hann svo vel!!!! ef ég hefði verið þarna í Karíbahafinu og það væru pöddur um allt hefði ég ábyggilega aldrei sest niður, ekkert sofið, ekkert borðað bara hlaupið um göturnar öskrandi ... og líklega nakin:)hehehehehehe

farin að lesa eitthvað mind-expanding og gáfulegt...... eða Lord of The Rings:)

þriðjudagur, september 16, 2003

þessi leikur er líka skemmtilegur ef þú átt góða mús... mér hefur aldrei tekist að komast yfir 4. borðið vegna þess að takkinn á lappanum mínum er brotinn og býður ekki uppá mikinn hraða:)
... og þau sátu hlið við hlið í tímanum í gær:)......

núna er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna heillengi núna og velta því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa það sem ég ætlaði að skrifa næst... en ég ætla ekki að gera það.... þetta er ekki persónulegt blogg og þá kemur mér heldur ekki við persónulegt dót annarra er það nokkuð? mér kemur ekki við hverjir sofa hjá hverjum og nei ég er ekki baun skotin í þessum strák og heldur ekki í stelpunni.... þetta er soldið annað sem kemur mér ekki við:)hehehehehe
hver er annars tilgangurinn með þessu bloggi?????? afhverju er ég að þessu?? kannski er þetta bara orðinn vani? ég prófaði einu sinni að blogga persónulega (og nei!!!!! linkurinn er einkamál:).... held líka að mér hafi tekist að eyða því, vonandi:)) og komst að því að það væri ekkert fyrir mig:).... mig langaði ekki rassgat að deila þessari vitleysu með fólki:)

í staðinn ætla ég að láta hingað link að leik sem ég fann um daginn og mér finnst frábær:) þú ert að spila á móti kjúklingum:) hehehehehe

mánudagur, september 15, 2003

ég er að prófa nýja fítus sem bloggið er að bjóða uppá:) í dag er laugardagur 13. september en ég ætla að stilla þetta á mánudaginn 15. september og sjá hvort þetta birtist þá:)

ok gekk ekki......... ég ætla að prófa aftur....
góðan daginn:)

og það var gaman:) ÞVÍLÍKT gaman á laugardaginn:) skemmti mér geðveikt:) .... mætti slatti af fólki og við gamla stjórnin afsöluðum okkur titlunum með því að fá okkur stóran bjór eftir stóran bjór:) þið sem misstuð af því misstuð af miklu:) Terry og Tim mættu og ég gerði mitt besta til að forðast þann síðarnefnda verandi grúppía og allt það:) held að allir hafi skemmt sér ágætlega... mér sýndist það að minnsta kosti....? tók fullt af myndum meira að segja af "ástarborðinu" þetta gerist þegar það eru svona fáir karlmenn í deildinni ef það mætir einn getur hann beisikallí fengið að velja sýndist mér:) ef þetta er ekki hvatning fyrir karlmenn til að skrá sig í þjóðfræðina veit ég ekki hvað myndi virka.... ókei, hún var búin að vera soldið skotin í honum í lengri tíma þannig að þetta reddaðist bara mjög vel:)

er að fara að koma mér í skólann.... þau eru bæði með mér í tíma á eftir:)hehehehehe gaman að þessu:)

ójá... það kemur ábyggilega inn einhver vitleysa á eftir því ég var að prófa nýjan fítus á bloggið mitt... vonandi birtist það að minnsta kosti:)

laugardagur, september 13, 2003

ok prófið búið.... búið og ég hef ekki hugmynd um hvernig mér gekk.... en ég notaði alla litina (pælið í því! próf í háskólanum og við vorum beðin um að koma með liti með okkur:)!!!) og skrifaði fullt en ég klúðraði lesnu spurningunni vegna þess að ég var eiginlega of undirbúin undir hana eða eitthvað... veit ekki alveg hvað var að en ég var búin að skrifa niður fullt af punktum en mundi ekki rassgat!!! þegar í prófið var komið.... einhver breinleki eða eitthvað... man ekki ennþá hvað ég ætlaði að skrifa og ég meika ekki að kíkja á punktana mína til að sjá hverju ég gleymdi:)

anívei, það er skyldumæting í óvissuferð á mánudaginn í vinnunni en við kvöldfólkið sleppum því við erum með stundaskrá sem segir að við verðum að vera annars staðar allan daginn .... sem betur fer!!! svona hvataferðir eru murder! sérstaklega ef það er skyldumæting... á manni ekki að langa til að fara í svona ferðir? þetta er eins og að segja að barsmíðunum mun vera haldið áfram þar til mórallinn batnar.... hehehehehe

só, partý í kvöld, vonandi mætir öll deildin:) ég ætla ekki að bjóða mig fram sem formaður aftur... held ég.... samt er það þannig að ég er farin að kunna allt núna eftir að hafa aldrei verið í neinu félagsstarfi (verandi ófélagslynd manneskja og allt það) og þá er soldil synd að hætta... nema auðvitað ef ég hugsa það þannig að ég sé að hætta á toppnum:)hehehehe

hvað um það ég er viss um að það verði gaman:)

föstudagur, september 12, 2003

hefðbundin heimsmyndafræði speimsmynsfræði!!!!!!!! that's all I've got to say.... vinsamlegast allir senda mér góða orku klukkan tíu til eitt á morgun því ég er að fara í mitt fyrsta jólapróf......cosmology suck-my-logy.... skil ekki rassgat!!!!!

dí hvað ég hef hljómað svartsýn undanfarin tvö blogg!!!! ég er það svo innilega ekki samt:) hehehehehehe próf eru bara próf eru bara próf eru bara próf...... ég er líka í stefnunum í bókmenntafræði, ekki að fara í próf þar strax en ég er alveg komin með merkingarkjarna og merkingarauka kenningarnar á hreint:)hehehehehe

fimmtudagur, september 11, 2003

hef ekkert að segja þannig að ég ætla að setja þetta inn í staðinn.... stundum langar manni bara til að segja eitthvað svona þegar maður er fastur með einhverjum sem má alveg bara fara og hoppa.... hehehehehe ok, ég myndi aldrei segja neitt af þessu en það má hugsa það er það ekki? þetta er soldið fyndið:)... kannski finnst mér þetta sérstaklega fyndið í dag vegna þess að ég eyddi morgninum á einhverjum starfmannafundi sem ég var ekki alveg að sjá tilganginn með verandi bara 50% starfsmaður til bráðabirgða.....:)

What am I? Flypaper for freaks!?

How about never? Is never good for you?

I see you've set aside this special time to humiliate yourself in public.

I'm really easy to get along with once you people learn to worship me.

I'll try being nicer if you'll try being smarter.

I'm out of my mind, but feel free to leave a message...

I can see your point, but I still think you're full of shit.

I like you. You remind me of when I was young and stupid.

You are validating my inherent mistrust of strangers.

I have plenty of talent and vision. I just don't give a damn.

I will always cherish the initial misconceptions I had about you.

Thank you. We're all refreshed and challenged by your unique point of view.

The fact that no one understands you doesn't mean you're an artist.

I'm not being rude. You're just insignificant.

Yes, I am an agent of Satan, but my duties are largely ceremonial.

Sorry, it's not my day to care

The beatings will continue until morale improves

Your ridiculous little opinion has been noted

I don't do perky

Do I look like a freakin' people person?

Shhh.... that's the sound of nobody caring what you think

Gee, I'd like to care but I don't possess that gene

I'm not good at empathy, will you settle for sarcasm?

I'm not really interested

Go fascinate someone else

Your problem is low self esteem which is very common for losers like you

I'm afraid you have mistaken me for someone who actually gives a crap

Just because I don't care doesn't mean I don't understand

Any connection between your reality and mine is purely coincidental

I respect your opinion, I just think it's stupid

... and I should care, why?

Has anger solved your other problems?

I'd rather be at band camp

miðvikudagur, september 10, 2003

ok, ok ..... ég veit ekki rassgat um fugla!!!! ég veit að þeir fljúga and that's about it..... svona leit fuglinn okkar út



og reynist vera hrossagaukur:)..... en ég bjargaði honum samt úr lífsháska:)
gleymdi að segja frá "góðverkinu" sem ég gerði í gær:) þegar ég var að labba heim í gærkvöldi og var eiginlega alveg komin heyrði ég "SPPPPLLLLAAAATTTT" og fékk fugl í hausinn..... held að ég hafi meira að segja slegið frá mér vegna þess að mér brá svo mikið:/ þetta var pínkulítil lóa sem hafði ruglast á glugga og lofti, flogið beint á hann og steinrotað sig.... þarna lá hún á bakinu alveg útúr heiminum og kipptist til.... ég er auðvitað með svo pínkulítið hjarta að ég gat ekki bara látið hana liggja þarna eina og ruglaða svo ég setti standarann á hjólið einum megin við hana í svolítillri fjarlægð og stóð hinum megin svo að enginn myndi labba á hana á meðan hún væri að jafna sig. Stuttu seinna kom 12 ára stelpa sem býr í götunni minni með hundinn sinn, hún ætlar að verða dýralæknir þegar hún verður stór og er strax byrjuð að bjarga dýrum, eins og hundinum sem hún var með, það átti að lóga honum fyrir óþekkt en hún tók það ekki mál og var að ala hann upp.... virtist ganga alveg ágætlega hjá henni líka:) hún settist hjá mér og við spjölluðum um dýr og dýr og dýr og skólann soldið líka:) hún spurði mig við hvað ég ynni!!!!!! rosalega merkilegt að vera spurð að því:) svo varð hún soldið sjokkeruð þegar ég sagði að ég vissi ekkert hvað mig langaði til að verða - meira að segja hún var búin að ákveða sig:)hehehehe

þetta var næstum klukkutíma prósess.... litla lóan snéri sér á magann og vaggaði sér og hreyfði vængina og sat svo bara "kyrr" (hún leit soldið út fyrir að vera á bát, svona vagg hingað og vagg þangað:)) að lokum stóð hún upp og hundurinn var að verða vitlaus en fékk að dunda sér við að gelta á alla ketti sem komu nálægt okkur:) litla stelpan leyfði honum það og hrósaði honum meira að segja fyrir hvað hann var að vera duglegur.... þangað til að hún fattaði að núna væri hún búin að eyðileggja allt sem hún hafði verið að reyna að kenna honum um að gelta ekki á ketti:)hehehehe

rétt eftir tíu tók lóan svo tilhlaup og eftir að hafa stefnt á hausinn á mér í nokkur sekúndubrot rétti hún sig af og flaug í burtu - kannski bara til þess að fljúga í annan glugga? en vonandi hefur hún þá valið sér fáfarnari stað:) ef við hefðum ekki verið þarna hefðu að minnsta kosti fimm stigið á hana og tveir bílar keyrt yfir hana og nokkrir kettir reynt að veiða hana... ég gerði góðverk:) en mikið ROSALEGA er ég fegin að hún var ekki vængbrotin eða eitthvað!!!! ég hefði illa höndlað að þurfa eitthvað að díla við það auk þess sem ég hefði aldrei getað gert það fyrir framan litlu stelpuna með hundinn!!! ég hefði farið að vola eins og smábarn en þessi stelpa var alltof matter-of-fact-leg.... bannað að vera aumingi þegar maður á að vera fyrirmynd og þannig.... að minnsta kosti þegar maður er elstur í félagsskapnum:)
ég vil byrja á að þakka fyrir öll emailin og allt fídbakkið sem ég hef fengið undanfarið:)

hárið á mér er að koma til en ég sé að ég verð líklega að kaupa mér spegil því þó að ketillinn sé ágætur lengir hann á mér höfuðuð og mér finnst ég alltaf með enn úfnara hár en það er raunverulega:) klippingin á líka að vera úfin þannig að kannski er þetta bara allt í lagi? klippikonan mín veit að ég er hárgreiðlsulega challenged svo að hún klippti alveg rétta klippingu í mig:)... það er bara vaninn að hafa verið með sítt hár í öll þessi ár - mér líður eins og ég sé með húfu því ég finn fyrir hárinu allan hringinn:)

ég skammast mín ekkert fyrir að vera hrædd við geitunga í fyrsta lagi er kötturinn minn líka hræddur við þá en ekki hunangsflugur (nema ef þær eru of stórar:)), í öðru lagi þá stinga þeir af tilefnislausu (sérstaklega á haustin) eins og Bedda getur vottað frá Menningarnótt og sést á blogginu hennar 22. ágúst, í þriðja lagi þá elta þeir mann, lookin' like they know you!!! eins og þeir séu að skoða mann allann og finna lykt af manni eða eitthvað!!! OOOOJJJJJ!!!!!!!! kíkja inn í eyrun á manni og setjast á gleraugun manns - ég fæ bara hroll við tilhugsunina!!!! í fjórða lagi er eins og þeir séu "viti bornir" - hljómar asnalegt en ég treysti þeim bara ekki baun, ekki frekar en stjórnmálamanni eða tryggingasölumanni, þeir eru eitthvað sinister... fljúgandi um og látandi blómin alveg í friði.... bíðandi eftir einhverju í réttum blóðflokki sem er með blómailmavatn til að réttlæta "mistökin"..... í fimmta lagi eru þeir of skipulagðir! hafiði séð búin þeirra???? allt alveg nákvæmlega jafnstórt og svo rosalega skynsamleg hönnun.... ég treysti engum í skólanum heldur sem er með kolorkóordineitaðar glósur og skipuleggur tímann sinn frá A til Ö - there is just something creepy about that.... í sjötta lagi fara þeir oft um í hópum og drepa.... amk í útlöndunum, þeir eru ekki nægilega margir hérna heima til að ferðast saman (vegna þess að þeir verða að fylgjast með öllum hornum "landareignar" sinnar og neyðast þess vegna til þess að dreifa sér) en kannski kemur sá dagur? kannski þurfum við einhvern daginn að rýma hverfi vegna geitunga? soldið eins og með terroristanna, þeir eru nokkuð seif svona einn og einn (nema auðvitað ef þeir eru búnir að teipa á sig sprengiefni.....) en þegar þeir koma saman í hópum verður einhver múgæsingur og þeir byrja að vera vondir... geitungar eru illa innrættir að eðlisfari í sjöunda lagi búa þeir of þétt.... ég hef aldrei treyst fólki sem er sátt við nordisk samarbæde og ég ælta ekki að treysta geitungum sem eru sáttir við það heldur!! bara prinsip! í áttunda lagi fljúga þeir og hreyfa sig eins og þyrlur, svona kyrrir í loftinu og nánast hljóðlausir, meta aðstæður, kommjúnikeita við félagana og BAAAAMMMM þeir gera árás!!!! ég treysti engu sem er þúsund sinnum minna en ég en getur verið kyrrt í augnhæð og horft í augun á mér!!!! oooojjjjjj!!!!! ég þoli geitunga ekki í níunda lagi vegna þess að þeir geta LÍKA flogið ótrúlega hratt! (ég er til dæmis ekkert hrædd við ánamaðka og snigla, þeir fara hægt) ég ræð ekki við að fylgjast með geitungum á flugi vegna þess að ég hlýt að vera misþroska, ég fæ bolta alltaf í hausinn og næ aldrei að grípa þá samt fara þeir eftir mjög fyrirfram ákveðnum leiðum, upp, áfram og lenda, geitungum er sama um þessa náttúrulegu röð hlutanna! þeir fara upp, niður, áfram, upp, áfram, niður, kyyyyyyrrrrrrrrrrrr, áfram, upp, áfram, niður, niður, kyyyyrrrr, áfram, áfram, upp BBBAAAAAMMMMM!!!!!!! maður er stunginn í hálsinn eða augað og það verður að aflima!!!! að lokum, í tíunda lagi, þá hef ég aldrei verið stungin af geitungi, 7, 9, 13, en ég hef heyrt milljón sögur af því hvað það er vont, hvað það er ógeðslegt að þurfa að bíða á meðan hann "lýkur sér af" og flýgur burt sjálfur svo að oddurinn verði ekki eftir í stungunni (mér hefur alltaf fundist ógeðslegt þetta orðatiltæki "lýkur sér af"..... think about it!!!) og hvernig fólk hefur lent í lífshættu því geitungar eru ekki alltaf að velja öruggustu staðina til að stinga, ég hef til dæmis aldrei heyrt um geitungastungu á upphandlegginn þar sem fólk fær venjulega sprautur??? nei, þeir velja augun, hálsinn, kokið, nasir, eyru, slagæðar etc. ..... og það þýðir ekki rassgat fyrir fólk að segja mér að "hann er ábyggilega hræddari við þig en þú ert við hann"!!!!! fat chance!!! ef hann væri raunverulega hræddur við mig myndi hann láta mig í friði, hann myndi fljúga í hring í kringum mig og vera alveg sáttur við að vita ekkert hvað er inní eyranu á mér!!! hann myndi aldrei búa til "hreiður" í húsum og á leikskólum þar sem fólk gengur framhjá á hverjum einasta degi!!! ef hann væri hræddari við mig myndi hann fá sér vinnu eins og venjuleg skordýr og leita að blómum til að frjóvga eða flugum til að veiða!!! ef ég væri geitungur myndi ég ALDREI stinga neitt sem er þúsund sinnum stærra en ég þó ég fengi borgað fyrir það!!!!... nema ef ég vissi að ég hefði raunverulega yfirburðina, vissi að ég gæti stungið einhvers staðar í mjúka slímhimnu og drepið fórnarlamb mitt eða valdið því miklum sársauka.... ég myndi samt ekki gera það vegna þess að ég er ekki illa innrætt!!!!

hvað um það:) Engeyjarsundið:) ég held að sjósund fari soldið mikið eftir því hvað er utaná þér, ekki eingöngu en það skiptir máli, þess vegna er ég eins og ég er:)hehehehe 12°C er ekki sérlega heitt en það er samt ekki "kalt" nema ef þú berð það saman við sundlaugarnar.... ég þoli kuldann frekar vel og hef aldrei lent í að fá "skjálfta" (7, 9, 13) - svona geðveikir krampar sem þú getur fengið og gerir þig næstum ósjálfbjarga, alls ekki sniðugt í sjó:) svo er þetta líka kannski spurning um að æfa sig soldið? ég synti alltaf í sjónum þegar ég var krakki og svo byrjaði ég á því aftur þegar ég fékk klórofnæmið því það stóð ekkert annað til boða:) en ég hef ekki ennþá vanist því að synda inní marglittu þvögu.... það ER BARA ÓGEÐSLEGT! eins og að synda í hlaupi eða eitthvað...... ótjslegt!!!!! og þari... mér er ekki vel við þara... að er eitthvað svo mikið líf í honum:)hehehehe og Edda, allir strákar lenda í því að það "fjósi undan þeim" ... ekki alveg í bókstaflegri meiningu en það minnkar allt ískyggilega mikið og þess vegna er öllum rosalega illa við ljósmyndara á bakkanum eftir sund..... mér er líka illa við þá vegna þess að í kulda stækka geirvörtunar:)hehehehehe

..... og nýja vinnan mín er í Þjóðarbókhlöðunni við að taka digitalmyndir af dagblöðum og tímaritum (aðallega Morgunblaðinu frá upphafi) til að setja á netið:) þetta er fín vinna en tölvunar eru alltaf eitthvað að derra sig..... einhver tæknileg vandamál í gangi síðan ég byrjaði vegna þess að þeir voru að uppfæra fullt af dóti daginn sem ég byrjaði vegna þess að ég var að byrja, stækka minnið og eitthvað til að taka við fleiri gögnum.... I sort of feel responsible:)hehehehe..... og þeir eru ekki enn búnir að fatta að við erum að vinna þarna niðri því þeir slökktu ljósin aftur í gærkvöldi..... þeir hljóta að muna eftir okkur í kvöld???:)

farin að læra eins og herforingi aftur..... hvað lærir rosalega mikið? ég veit að það eru ekki herforingjar???:)

þriðjudagur, september 09, 2003

fyrsta alvöru vaktin mín í gærkvöldi:) held að þetta verði bara mjög fínt:) rosalega rólegt, ekkert fólk á ferðinni, skemmtilegur samstarfmaður sem kann allt á tölvur þannig að ég þarf engar áhyggjur að hafa af neinu þannig lögðuðu... að vísu var soldið óþægilegt þegar þeir slökktu ljósin því þeir vissu greinilega ekki að við værum að vinna þarna niðri... eða voru búnir að gleyma því:) þeir muna ábyggilega eftir okkur í kvöld samt... vonandi:)

búin að vera að læra í allan morgun eins og herforingi... eða eitthvað annað sem lærir rosalega mikið en núna er ég að fara í skólann þannig að þetta verður ekki mikið lengra....... en ég vil bæta því við að geitungar eru viðbjóður og ég skil ekki tilganginn með þeim!! ekki eins og það séu ekki til alls konar pöddur nú þegar til að ferja fræbbla milli blóma!! ég skil auðvitað að það þarf ekki ALLT að hafa tilgang því annars væri ekki allt til, kötturinn minn er gott dæmi um það, hann hefur engann tilgang en það er að minnsta kosti oft gaman að horfa á hann og klappa honum og þannig... geitungar hins vegar eru hvorki sætir né skemmtilegir!!!..... þeir eru að vísu loðnir... ojjjjjjj!!!!!!!!

mánudagur, september 08, 2003

Vildi bara byrja á þessu:

Innilega til hamingju Valgerður með að vera orðin móðursystir:) lítill strákur Steinunnarson fæddist fimmtudaginn 4. september og er að sjálfsögðu fallegasta barn í heimi:) til hamingju aftur en þú veist að þetta gefur þér bara stundarfrið er það ekki? um leið og ömmur eru komnar uppá lagið þá vilja þær alltaf fleiri og fleiri barnabörn eða eins og sagt er á dönsku þær fá blod på tannen:) só til hamingju aftur og vonandi fæ ég að sjá hann bráðum - verð að fara að koma í heimsókn til að fá pizzusnúða:)

af mér er það að frétta að dagurinn í gær sem átti að vera mjög venjulegur, læra heima og þannig endaði í svolítillri hetjuvitleysu:) Gunnar litli bróðir minn hringdi í mig um hádegið og sagði að mæting væri á löggustöðina klukkan hálfeitt í minningarsund um Jón Otta. Jón Otti dó aðfaranótt 26. janúar síðastliðinn. Hann var formaður íþróttafélags lögreglumanna og aðaldriffjöðrin í Sjósundsfélaginu og leyfði mér alltaf að vera með þó að ég væri ekki lögga:) Síðast þegar ég synti með honum var úr Viðey, 15. september í fyrra. Hann var alltaf fyrstur útí og öskraði alltaf eins hátt og hann gat "þetta er HEITT!!!!" til að fá alla hina úti:) meira að segja í nýjarssundinu.... sem er kalt!!:) rosalega skemmtilegur maður og mér fannst frábært hvað mættu margir í þetta sund, bæði löggur og "almenningur" eins og ég:) þetta er fréttin úr Morgunblaðinu og sem betur fer er ekki mynd af mér í blaðinu:)


Innlent | Morgunblaðið | 8.9.2003 | 5:30

Ellefu syntu Engeyjarsund

Ellefu manns syntu Engeyjarsund í gær til minningar um Jón Otta Gíslason lögreglumann, sem féll frá snemma á þessu ári, en hann var einn af aðalhvatamönnunum á bak við Sjósundfélag lögreglunnar og byrjaði á nýárssundinu, sem nú er orðin hefð.
Sundfólkið var á öllum aldri, fimm konur og sex karlar, allt vant sjósundfólk, segir Eiríkur Jónsson, lögreglumaður í Reykjavík, einn sundmannanna. Sundið tók um eina klukkustund, en vegalengdin er um 1.600 metrar áður en straumar, sem bera menn af leið, eru teknir með í reikninginn.

"Þetta var orðið skrambi kalt í lokin, en þó ekki mjög mikið vegna þess að veðrið var gott og sjórinn 12 gráðu heitur, sem þykir bara mjög gott," segir Eiríkur.

Synt var frá miðri eynni, að varnargarðinum við olíustöðina í Örfirisey og inn fyrir hana og komið upp í fjörunni sunnan megin við garðinn.



mér finnst við svolitlar hetjur.... endaði í um það bil 2 km útaf straumunum og allir syntu þetta eins og þeir hefðu ekki gert annað um ævina:) Við fórum að vísu styttri leiðina því það voru svo margir með sem voru vanir að synda í sjó en ekki vanir mjög löngum vegalengdum. Þegar Jón Otti synti úr Engey synti hann alla leið inní Reykjavíkurhöfn sem eru um það bil hálfum kílómetra lengra og upp stiga, á einu klukkutíma og ellefu mínútum.... við lentum í fjöru eftir um það bil 70 mínútur og það er alltaf miklu auðveldara að komast alla leið í land syndandi:) líkaminn þyngist rosalega mikið eftir klukkutíma í sjó og húðin verður soldið tilfinningalaus þannig að maður getur labbað yfir glerbrot án þess að finna fyrir því... fyrr en eftir á auðvitað:) til dæmis hef ég einhvers staðar farið með sköflunginn í stein þegar ég var á leið inn, þetta var sem sagt ekki sandfjara sem er lang lang best:), og er rosalega marin, meira að segja með kúlu og ég fattaði það ekki fyrr en í gærkvöldi þegar ég fór á hnéin til að ná í mús fyrir köttinn:)

skemmtilegt:) annars var ég að fatta að það er ekki auðvelt að vera með stutt hár.... ég á engan spegil og hárið á mér stendur beint uppí loftið!!!! ég finn það!!!! og ég hef ekki hugmynd um hvernig maður reddar svoleiðis.... kannski ég komi við hjá klippikonunni minni á leiðinni í skólann og spyrji hana eða finni mér einhverja húfu til að vera með þangað til ég er komin með helmet hair eins og Shrek???:) fær maður líka svoleiðis þegar maður er með stutt hár?? I don't know....... kannski ætti ég að sofa með svoleiðis?:) en ég á líka eitthvað "stæling krem" til að setja í hárið frá Urban Elements, kostaði morðfjár og eins gott fyrir það að virka almennilega:) endilega ef þið sjáið mig einhvers staðar á götu feel free to come over and rearrange my hair:)

sunnudagur, september 07, 2003

Sumo Ballerina:)



mér finnst hann rosalega flottur:)
lítið að gerast.... mikið að pæla samt:) ekkert til að blogga um þó.....

föstudagur, september 05, 2003

nýr dagur, ný vinna (TAKK TAKK TAKK Íris:)!!!!!!!!!), nýtt hár:) svo þokkalega feitt búin að klippa mig að fólk er ekki að þekkja mig:) mér finnst hárið á mér geðveikt flott og meira að segja pabbi minn er sáttur við það sem ég gerði þó að ég held að enginn hafi trúað því að ég myndi láta verða af því.... well, you were all wrong:)hehehehe hélt það myndi líða yfir klippikonuna mína, hin óumræðinlega yndislega Olga í Hársmiðjunni á Týsgötunni, þegar ég sagði henni hvað ég vildi láta gera:).... fyrst trúði hún mér að vísu ekki:).... er að vísu ekki alveg búin að fatta þetta... geri það bráðum býst ég við:)..... vonandi:) hitti konu sem ég var að vinna með einu sinni útí sjoppu áðan og byrjaði að spjalla við hana..... við tölum alltaf saman þegar við hittumst og hún er mjög mannglögg en hún hélt fyrst að ég væri systir einhverrar Sólu? ég þurfti að útskýra fyrir henni hver ég væri: "við vorum að vinna saman í Eymundsson".... "mikið uppí erlendu deildinni....." hehehehe

hvað um það:) þessi vinna er fín:) sit bara þarna ofaní kjallaranum á Þjóðarbókhlöðunni og tek myndir af eldgömlum dagblöðum og tímaritum:) rosalega skemmtilegt fólk sem ég er að vinn með líka.... verð að vísu ekki að vinna með þeim lengur því ég er bara að taka kvöldvaktirnar og þau eru öll á dagvöktunum en ég á ábyggilega eftir að hitta þau öll aftur:)

núna er ég að fara að lesa Tolkien og heimsmyndarfræði.... rosalega gaman að vera í skóla:).... en ég missi því miður af Murakami fyrirlestrinum á þriðjudaginn..... trú því ekki!!!!!!!! búin að hlakka SVO mikið til en ég byrja að vinna á nákvæmlega sama tíma og fyrirlesturinn hans byrjar.... gæti farið að gráta ef ég væri ekki svona sátt við að vera búin að finna vinnu...... hefði átt að setja inn svona klausu í ráðningarsamninginn.... "vinn allar mínar vaktir nema þær sem stangast á við fyrirlestur uppáhaldsrithöfundarins míns....."..... kann ekki við að biðja um frí svona nýbyrjuð??????? hmmmmm hef helgina til að pæla í þessu..... hvað segir þú Íris? verð ég rekin?:)

fimmtudagur, september 04, 2003

þetta tók ekki langan tíma:) "atvinnulaus" í tvær vikur sléttar en byrja í nýrri vinnu núna á eftir ... eftir ca. klukkutíma:) merkilegt.... og búin að skrifa undir áður en atvinnuviðtalið var almennilega búið:)... mikið rosalega hlakkar mig til að byrja!!! núna er ég búin að fara í sturtu og LÖNGU vöknuð og hef heljarinnar tíma til að fá mér morgunmat og klára að klæða mig:) kannski vissi ég að gærdagurinn yrði góður dagur og þess vegna vaknaði ég svona snemma? en ef það þýðir að ég finni svona á mér verð ég eiginlega að skrifa vini mínum sem er "týndur" vegna þess að þetta var hálfgerð martröð... nah!!! érr ekkert skyggn:) Joe sendi mér sms í fyrrdag og það hefur ábyggilega komið heilanum mínum til að hugsa um Írland svona undirmeðvitundarlega... þeir eru sko báðir írskir.... hvað um það:)

ný vinna, skemmtilegt námsefni (í hvaða námi fær fólk að lesa Tolkien eins og þeim lystir og sitja á kaffihúsum og hlusta á brandara og draugasögur? mínu!!!!:)), mamma og pabbi koma heim í dag með dót handa mér (þau lofuðu því vegna þess að ég átti afmæli:)) og svo er það deit í kvöld með mjög svo skemmtilegum og myndarlegum einstaklingi:) life is good:)

miðvikudagur, september 03, 2003

sjitt hvað maður er framtakssamur!!! búin að blogga á ensku líka hérna:)!!!!! maybe this is the new me? hversu lengi ætli þessi atorka endist?:)
ég er vöknuð og komin á fætur og klukkan er ekki einu sinni orðin sjö.... það er bara eitthvað svo mikið og merkilegt að gerast þessa dagana að ég bara gat ekki sofið lengur:)... vaknaði við það að mig var að dreyma strák sem ég þekkti fyrir mörgum árum, alveg rosalega raunverulegur draumur þannig að ég vaknaði og gat engan vegin sofnað aftur vegna pælinga um hvað hefði orðið um hann... síðast þegar ég hitti hann var hann nýbúinn að kynnast einhverri norskri stelpu og var að flytja með henni til Noregs en það eru ábyggilega komin 5 ár síðan það var.... hvað er langt síðan Eymundsson var tekin í gegn og það komu nýju innréttingarnar? það var áður en búðinni var breytt... long, long time ago:) þess vegna skil ég ekki afhverju mig dreymdi hann í nótt??????? furðulegt:)

verð að gera svo mikið í dag að það er alveg eins gott að byrja bara á því strax fyrst ég er vöknuð og hress og er jafnvel að hugsa um að fá mér morgunmat bráðum:)

þriðjudagur, september 02, 2003

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELLA!!!!!
jamms þá er skólinn byrjaður samkvæmt stundaskrá sem er helvítis bögg vegna þess að það er ekkert að passa saman.... ég ætlaði að fara í japönsku en það er alls ekki að ganga því námskeiðin sem ég "verð" að taka þessa önn eru öll á nákvæmlega sama tíma þannig að ég verð því miður að sleppa henni.... ekkert smá leiðinlegt.... en miðað við hvað ég hef verið lengi í Háskólanum er alveg eins líklegt að ég verði þar aftur næsta haust og þá get ég tekið einhverja japönsku kúrsa:) en núna tek ég bara Stefnur í bókmenntafræði... sem virkar brjálað erfiður kúrs og ég er ekki næstum eins bókmenntalega þenkjandi og allir hinir sem voru með mér í tíma.... ok.... kannski fara bókmenntalegir hæfileikar ekki eftir útliti? ...... gaurinn við hliðina á mér var meira að segja með einhverja skáldsögu í rassvasanum!!!!... en engann penna til að skrifa það sem átti að læra heima og þurfti að fá lánað hjá mér.....:)

ég keypti mér prentara í gær:) rosalega stolt af sjálfri mér en mér finnst að það hefði mátt standa á pakkanum að UBS tengið fylgdi ekki með því ég var í þvílíkum ham í gær að sanna tölvunarhæfileika mína með því að setja hann upp og prenta eitthvað út en það er auðvitað allt lokað klukkan tíu á kvöldin og engan vegin hægt að redda þessu.... ekki sátt:( en ég er að fara núna þannig að í kvöld verð ég vonandi orðin hetja:).... svo er líka spurning um að sanna fyrir pabba að maður geti þetta, amk áður en hann kemur heim:) hann bauð fram aðstoð einhverra gaura úr vinnunni sinni til að hjálpa mér! ég þarf ekki að fá einhverja menn í heimsókn verandi eins klár og ég er..... ó sjitt.... kallast þetta ekki að jinxa verkefninu???? 7 9 13!.... lítur samt út fyrir að vera nokkuð idiotprúff:)

Timothy Tangherlini er SNILLD!!!! ég er svona nörd sem á uppáhaldsfræðimann og þessa önn er einmitt þetta uppáhald að KENNA mér:) þetta er eins og fyrir suma að fara á leiklistarnámskeið hjá ..... Brad Pitt... svona ef hann gæti leikið:).... að vísu er þessi fræðimaður ekki eins myndarlegur og ég fíla hann "ekki þannig".... ok.... fyrir söngvara að fara á námskeið hjá eeehhhhhh...... Pavarotti?:)hehehhehe

whatever:)..... nenni ekki að pæla í ensku síðunni núna þannig að það verður að bíða.... líklega fram að jólum því það er ekkert smá brjálað lesefni í öllum námskeiðunum mínum...:)