sunnudagur, febrúar 29, 2004

Fór í mjög skemmtilega útskriftarveislu í gær, takk kærlega fyrir mig Edda, Bryndís og Júlla;) dansinn var frábær hugmynd:) og hlaðborðið ykkar glampandi gott!!!

málhreinsunarátak í gangi hjá mér, ég ætla að sleppa því að segja að allt sé "snilld" og í staðinn fyrir "brillíant" þá verður allt glampandi:) ... ég ofnota ósjaldan orð sem mér líkar þannig að ég býst fastlega við því að ALLT verði glampandi hitt og þetta núna... sama merking og hljómar frekar vel að hlutir séu glampandi góðir er það ekki?

lokaspretturinn í heimaprófinu... gerði þau mistök áðan að fara á netið til að tékka á svolitlu... er ennþá á netinu;) ... og núna langar mig til að fara í göngutúr, veðrið er svo gott og ég er algerlega að klikkast á fólkinu á hæðinni fyrir neðan... þau eru að flytja út í dag sem er flott því þau eru einstaklega "merkilegir" nágrannar, býst ekki við að ég eigi eftir að sakna þeirra;) en afhverju þurfa þau endilega að flytja út í dag?... og flytja svona "klaufalega"? voru greinilega að pakka eldhúsinu saman áðan og ég taldi þrjú "krasshhh" - "HELVÍTIS!!!"/"for fucks sake!!!" hún er íslensk hann er enskur....

ætla aðeins út að labba, fá blóðið til að flæða annað en upp í höfuðið og fram í fingurgómana, verð miklu hressari á eftir... eða þreyttari?

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

til útskýringar þá birtust ekki íslensku stafirnir í löngu linkafærslunni:)
krrrappppp!!! breytir engu að vera með réttar stillingar.... kannski er það lengdin sem skiptir máli? ætla að prófa eitt....
til að deila með ykkur því sem ég er að finna....

mæli með því að þið lesið "plottið" neðst á þessari blaðsíðu og skoðið myndirnar ? leiðinni niður... er hægt að vera með risakonu fetish? þessi síða er svolítið skyld hinum ...

þó að LÍN sé ekki endilega alltaf sniðug hugmynd þá fær svona síða mig til að velta því fyrir mér hvort að við höfum það ekki betra en fólk í Englandi sem er að ljúka námi?

þetta er svolítið flott en ég yrði klikkuð ef ég væri alltaf með þennan hala á eftir músinni minni ... prófið samt að hafa hana kyrra í smástund og leyfið stöfunum að ná saman:)

HÓLÍ KRAP!!! það eina sem hægt er að segja held ég barasta....

... og fólk eyðir tíma sínum í þetta:) veit hreinlega ekki hvort mér finnist þetta flott eða ekki.... "aðdáunarvert" er kannski rétta orðið? sama gildir um þetta... þetta er samt svolítið flottara:)

fullkomin jólagjöf fyrir alla pimpana sem þið þekki?:)

íþróttir eru alltaf merkilegar:) lesið endilega niður að "skilgreiningunni" í fjórðu efnisgreininni:)

ef þessi leið hvetur menn til að læra skil ég ekki vandamálið:)

snjókarl í sjálfsvígshugleiðingum með eigin heimasíðu... ok:)

myllur eru skemmtilegar og þessi er meiriháttar... mundu að þú þarft FIMM í röð til að vinna:)... ég hef alltaf tapað:)... passið ykkur bara á að gleyma ekki hvað tímanum líður:) ég gerði það nefnilega þannig að ég ætla að segja þetta gott í kvöld:)

en að lokum:

gerði nú ekkert sérlega mikið... aðskildi þjóðfræðingana frá restinni... en verða að gera meira:)

haldiði að Rupert verið nokkuð rekinn næst? búin að vera að velta þessu fyrir mér og miðað við hvað hann er kúl gaur þá var þessi bjálkakofi algert krapp... nema ef honum dettur í hug að byggja ofan á hann:) þá held ég að þeirra skýli verði flottasta skýlið á svæðinu:)
Sælt veri fólkið... ég er ekki dauð eða hætt eða búin að gleyma passwordinu mínu:)... ég hef bara verið að gera annað undanfarið en að surfa... hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í netheimum þessa dagana þannig að ég er að hugsa um að skoða mig aðeins um en ákvað að blogga smá fyrst... bara svona til að það komi ný færsla inn og breyta aðeins linkunum mínum:)

laugardagur, febrúar 07, 2004

Snilldar Þorrablót Þjóðfræðinema í gærkvöldi:) takk fyrir mig:)

er að fara í vinnuna (surprise surprise...) þannig að ég ætla að blogga um blótið seinna en þar sem það er laugardagskvöld ætla ég að koma með smá klippu ur Lord Of The Rings Dating Manual:)

When you're trying to catch the cute guy's eye is the exact moment the dwarf will pick to approach you;
Eating raw fish is no longer a sign of a sophisticated date. (That said, you have to admit the Atkins plan is working for Gollum.)
If you're the only girl among 100 guys you'll still fall for the only one who has a girlfriend;
When overused, terms of endearment such as "precious" lose their meaning;
All couples fight, but battles shouldn't last so long that one of you has to get up and stretch your legs or use the bathroom;
It doesn't matter if you look like Liv Tyler; your pining and whining will still get on people's nerves;
Don't blame your friends just because they can see right through your creepy little partner;
If you can get along on a road trip, the relationship will probably last;
There will come a point when it seems like the relationship should be over. Don't drag it out. Just end it there.

And finally, the mother of all dating wisdom:
Some people will go to any lengths to get a ring; others, having had one for awhile, will go to any lengths to chuck it into a volcano.

Góðar stundir:)

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Góðan og blessaðan:)

ég nenni ekki að pæla í þessari færslu sem fór í klessu þarna um daginn og það gekk ekki að breyta stillingunum og re-publisha... býst við að ég verði að breyta henni manúalt og ég nenni því ekki....

annars er ég að fara í vinnuna eftir nokkrar mínútur... þessa vikuna er ég að vinna í FATABÚÐ!!!! rétta um hendur sem hefði aldrei dottið í hug að ég færi að gera svoleiðis!!! þetta er samt engan vegin til langframa, bara þessa vikuna og svo ekki meira, það kom bara upp svona smá problem þannig að við mamma erum að redda því verandi snillingar og vesen... mamma mín er heldur ekki fatabúðatýpan.... samt hún er meiri pæja og passar betur inn:) mesta snilldin er samt að bróðir minn kemur alltaf í hádeginu með súpu í brauði handa mér vegna þess að kaffihúsið og fatabúðin eru næstum hlið við hlið:) á þriðjudaginn fékk ég sjávaréttasúpu og hvítvínsglas:) frábært:)

ég var að enda við að tala við Eddu og hún sagði bless við mig þannig að ég gæti notað tímann fyrir vinnu til að blogga í staðinn fyrir að tala við hana vegna þess að hana vantar efni til að lesa.... hmmm .... hún var líka að blogga sjálf í gær (talandi um að sjá flísina í augum nágrannans en ekki borðfótinn í sínu - Edda, hversu reglulega bloggar þú???:)hehehehe) og er búin að setja mynd af okkur Þjóðbrókum inná síðuna sína:) þarna er meira að segja mynd af mér síðan við héldum grímuball, Helga í Grease gallanum, Pálína er Mexikaninn og ég fór sem "Þjóðhátíð í Eyjum" með landaflöskuna bundna um hálsinn, pollabuxum með "stuðhatt":) rosalega skemmtilegt grímuball:)... svo seinna á síðunni er hún að bera mig saman við Rúpert:)!!!.... ég sé ekki alveg svipinn sjálf en mér leiðist ekki samlíkingin:) Rúpert er örugglega sá skemmtilegasti Survivor sem nokkru sinni hefur tekið þátt í leiknum:)... hann og Rudy:
Susan: I drank the water
Jeff: Rudy, ex-Navy Seal, is it a good idea to drink the water without boiling it?
Rudy: Yes
Jeff: is it a good idea because she's on the other tribe?
Rudy: Yes

fíla þennan mann í ræmur:) vonandi kemst hann og Rupert sem allra, allra lengst í þessari seríu:) ... það sem mér finnst leiðinlegast er að ég er alltaf að vinna á mánudagskvöldum og ég sakna þess að hafa einhvern til að horfa á þættina með... síðasta sería var góð en hefði verið miklu betri ef ég hefði verið í miðnæturklúbbi á þriðjudagskvöldum;) annars byrja þættirnir núna alltaf klukkan níu á mánudögum en ekki klukkan átta og ég er einmitt búin klukkan níu þannig að ég missi bara af fyrstu mínútunum eftir því hversu fljót ég er að koma mér heim... og bíða eftir að sjónvarpið "hitni" eða hvað sem það er að gera á meðan ég sé bara snjó nema ef ég held stillingar takkanum inni ... en þá heyri ég ekki neitt:/ sumir myndu segja mér að það sé kominn tími á nýtt sjónvarp... nei, mig langar í ferðageislaspilara!:) og rafrænan mjólkurpísk til að geta búið til gott latte eða kapútsjínó hérna heima hjá mér... og svo er eitthvað annað sem ég var búin að sjá að mig langaði frekar í en nýtt sjónvarp en ég man ekki hvað það er núna... auk þess virkar sjónvarpið alveg fínt þegar það er komið í gang... fyrir utan það að off-takkinn er dauður og ég verð alltaf að taka það úr sambandi við vegginn:) en það er auðvitað bara skynsamlegt þegar litið er til að flestir heimiliseldsvoðar eru vegna þess að það kviknar í sjónvörpum ... og þvottavélum... búin með helminginn þar.... ætli líkurnar á að það kvikni í sjónvarpinu þínu minnki ef það hefur nú þegar kviknað í þvottavélinni þinni?

núna verð ég að fara að selja föt.... kræst!! þetta á svo innilega ekki við mig:)
"hvernig fer þetta mér að aftan?"
"ehhhh.... við hverju eru að búast? þú ert með risastóran rass....."