mánudagur, júní 30, 2003

Þetta er fyndið og ekki frá Akureyri:)

Selfoss, vikuna 24.6 til 30.6 2003
Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í humarvinnslu Þormóðs ramma í Þorlákshöfn og er það í þriðja sinn á skömmum tíma. Enn var það vaktmaður öryggisgæslufyrirtækis í Þolákshöfn sem kom að tveimur mönnum við humarvinnslu Þormóðs ramma. Mennirnir höfðu þá spennt upp útihurð en vegna afskipta vaktmannsins tókst þeim ekki að stela neinu (merkilegt!!!). Vaktmaðurinn hafði samband við lögregluna sem gerði þegar leit að bifreiðinni. Lögreglan í Kópvavogi stöðvaði bifreiðina við Rauðavatn. Þegar mennirnir urðu lögreglunnar varir hentu þeir út bakpoka en í honum voru nokkrar vindlingalengjur (eru það sígarettur?). Við nánari skoðun kom í ljós að brotist hafði verið inn í Litlu-kaffistofuna og vindligarnir (ef þeir ætla að nota erfið orð, verða þeir ekki að geta stafað þau?) voru þaðan. Lögreglan í Kópavogi handtók mennina og yfirheyrði en þeir játuðu bæði innbrotin.

Um hádegi á laugardag var tilkynnt um hvarf á fjórhjóli úr gámi á golfvallarsvæðinu í Þorlákshöfn. Vaktmaður öryggisgæslumaður í Þorlákshöfn varð var við fjórhjólið um 13 klukkustundum síðar í akstri á gamla Þorlákshafnarveginum (eru bara vaktmenn öryggisgæslu í Þorlákshöfn sem sjá glæpi ekki löggur?). Lögreglan fór þegar á vettvang og stöðvaði akstur fjórhjólsins á Krísuvíkurvegi. Tveir unglingar voru á fjórhjólinu. Málið er í rannsókn (hversu mikið þarf að rannsaka?).

Á laugardag varð vinnuslys á borsvæði við Kolviðarhól. Þar fékk starfsmaður borkrónu á fót sinn og slasaðist við það. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Ekki er vitað um meiðsli mannsins á þessu stigi máls (búast þeir við að hann hafi slasast meira en route eða á spítalanum? ekki traustvekjandi:)).

"You may be a lawyer but I'm a CSI, a damn good one" æl.... þetta CSI er krapp.... þori að veðja að þessi þáttur endi líka á því að Horatio Caine standi í sólskininu, setji á sig sólgleraugun með með vindinn í hárinu og nýtur þess að ganga um götur Miami that are once again safe because he's so damn good!

jæja, ætla að tékka á þessu með könnunina... en Shout Outið er opið aftur!!! sé enga breytingu að vísu en það er að minnsta kosti komið aftur:)

sunnudagur, júní 29, 2003

... og núna er logout takkinn horfinn... hmmmmm
ok:) komin með könnun... ekki rétt á litinn að vísu en.... can't have everything:)

allar þessar fínu spurningar sem delítuðust vegna þess að þetta var ekki að virka... en laga það á morgun:)

verð að læra meira html mál þetta er að gera mig vitlausa að geta ekki gert einfalda hluti:) sjáið til dæmis þessa heimasíðu!!! það er prósess að komast inn á hana:) ég get ekki einu sinni sett inn skoðanakönnun í réttum litum:)!!!!!

og hvaða bögg er þetta með closed for maintenance dæmi? ef þetta kemur ekki til baka og dansar tangó verð ég fyrir vonbrigðum:)!!!

Góða nótt:)
júmms sýnist þetta vera í lagi:)

ok, dagbók lögreglunar aftur

Vestmannaeyjar, 18. júní til 25. júní 2003
Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu vegna óspekta og höfð voru afskipti af nokkrum öðrum einstaklingum sem létu Bakkus ráða ferð.

Sl. mánudag var tilkynnt um enn einn þjófnaðinn á reiðhjóli í Foldahrauni. Stolið var bláu barnahjóli með hjálpardekkjum og er mynd af Gremlings á hjólinu.

Hvað er málið með þjófana í Eyjum?:)

Akureyri, vikuna 23.-27. júní 2003
Á miðvikudaginn gerði Umferðarfulltrúi Norðurlands könnun á notkun bílbelta á Akureyri. ... gefur könnunin því vísbendingar um að heldur hafi slaknað á notkuninni. Bílbeltin eru eitt mikilvægasta öryggistækið og mun lögreglan einbeita sér að því á næstunni að ökumenn verði með beltin spent. Er það starf þegar hafið og voru tíu ökumenn sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti við aksturinn í vikunni.

Gleymdu þeir bara að tékka á þessu þangað til könnunin var gerð?

hvað um það....

einu sinni var The Practice soldið skemmtilegur þáttur en núna er þetta bara væl og tilfinningaflækjur... þessir lögfræðingar eru orðnir alltof tengdir glæpamönnunum, for crying out loud Lindsay er að verjast morðákæru!!! hún er að breytast í sækó as I write this!!! "I had to be ok, so I was ok" - "I wasn't going to be a victim, it was my house so I opened the door" - "he came to take me to heaven"... vandræðaleg þögn "I have nothing further"... og þetta er lokaþátturinn þannig að hún verður örugglega dæmd til dauða eða einhvern andskotann þannig að næsta sería verði beðið með mikilli óþreyju... en ekki af mér, nenni þessum þáttum ekki lengur:) en konan sem leikur Eleanor, Camryn Manheim, er soldið góð:)

SKO!!!! Hún var dæmd sek!!!!! Vissi það! núna kemur "To Be Continued"!!!!

Talandi um þætti á Skjá einum, hvað er málið með CSI Miami? CSI Las Vegas var skemmtilegt enda hét það bara CSI og það voru góðir leikarar og "skemmtilegir" glæpir etc. David Caruso (Horatio Caine) er bara mesti ofleikarinn í sögunni og þetta segi ég þó ég hafi séð þó nokkrar Jim Carrey myndir:) og Emily Procter (Calleigh Duquesne) var fín þegar hún var í West Wing en þarna er hún bara kvartliting frá því að vera redneck... hræðilegt bara hræðilegt en samt horfi ég stundum á þetta - hvað segir það um mig? að ég hafi þekkinguna til að dæma?:) en ég er ekki ein um að vera ósammála þessum þáttum - að vísu hef ég ekki séð þáttinn sem um ræðir hérna en ég er líka nokkuð viss um að mig langar ekkert til að sjá hann:( þetta er bara týpískt fyrir þess seríu, þeir hugsa ekkert til enda! kannski var það eins með Las Vegas en þar virkuðu karakterarnir að minnsta kosti:) vonandi byrja þeir aftur....

ok, verð að bæta inn dóti líka OG fara snemma að sofa... það á að vera ólöglegt að mæta fyrir sjö í vinnuna á mánudagsmorgnum!!!

er ég ennþá með íslenska stafi? verð ég að fara að böggast í templeitinu eins og nokkur blogg sem ég hef verið að skoða... þetta hefur maður uppúr því að nenna ekki á netið í nokkra daga... maður dregst aftur úr:)

mánudagur, júní 23, 2003

Ég var að pæla, þessi auglýsing fyrir Veet Aqua eða hvað sem það heitir virkar ekki! Það eru þessar stelpur að pakka fyrir safaríferð, ein stoppar aðra þegar hún ætlar að pakka rakvél og bendir henni á Veet Aqua, þarf bara að bæta heitu vatni og tilbúið eftir þrjár mínútur. Það situr hópur af stelpum í bíl að keyra um Afríku eða á að vera Afríka því þær eru í réttum "búningum" fyrir það og stelpan vantrúaða segir: þrjár vikur án raksturs!!! ok. Þetta virkar ábyggilega á fæturnar en þær voru ekki með neinar rakvélar og hljóta að hafa verið orðnar að górillum undir höndunum er það ekki?:)

Eitt það skemmtilegasta sem hægt er að lesa á netinu eru dagbækur Lögreglunnar:) stíllinn á þessum færslum er stundum alger snilld:) af einhverjum ástæðum eru akureyrísku löggurnar oft fyndnastar, þetta er allt þaðan:

Dagbók helgina 20.-23. júlí 2003
Um helgina urðu 11 umferðaróhöpp, öll slysalaus og flest smávægileg. Síðdegis á sunnudag varð allharður árekstur á þjóðveginum með þeim hætti að bifreið nam staðar vegna umferðar á móti en ökumaður hennar hugðist beygja til vinstri heim að bóndabæ. Ökumaður sem á eftir kom tókst að nema staðar en sá sem kom þar á eftir tókst það ekki.

Dagbók helgina 13.-15. júní 2003 - Mjög erfið helgi greinilega:)
Talsvert var að gera hjá lögreglunni um helgina enda mikið um að vera eins og venja er helgina fyrir 17. júní. ... Eins og ævinlega þegar margir koma saman kemur í ljós að misjafn sauður eru í mörgu fé og sannaðist það um helgina. Þurfti lögreglan að hafa talsverð afskipti af fólki vegna ölvunar í miðbænum og á tjaldstæðunum við Þórunnarstræti. Verður það ekki liðið að nokkrir fylliraftar og knæpudólgar spilli fyrir fólki sem hér vill eiga ánægjulegar stundir og gista tjaldsvæðin í bænum
...
Á laugardag var tilkynnt um að sprautað hefði verið úr duftslökkvitæki yfir bifreið við fjölbýlishús í bænum. Maður sem þar var gestkomandi viðurkenndi verknaðinn en kunni enga skýringu á gerðum sínum.
...
Sömu nótt var tilkynnt um mann sem dottið hefði á hjóli og fengið skurð á höfði móts við verslunina Hagkaup.. Reyndist þetta vera sjómaður á leið til skips heldur hífaður. Hafði hann fengið sér hjól til reiðar en ástand hans þannig að hann datt af hjólinu.

Á níunda tímanum á sunnudagsmorgni varð það óhapp að stúlka, sem ekki hefur öðlast ökuréttindi, hugðist gangasetja bíl. Vildi þá ekki betur til en svo að bifreiðin, sem var í gír, fór í gang og lagði af stað og yfir tjald sem var framan við bifreiðina. Í tjaldinu var par og vöru þau föst undir bifeiðinni er að var komið. Náðu lögreglumenn að lyfta framenda bifeiðarinnar þannig að hægt var að draga fólkið undan henni. Voru þau bæði flutt á sjúkrahús en munu sem betur fer ekki hafa slasast alvarlega.

Á sunnudagskvöld tilkynnti vegafarandi um bifreið sem æki í ljósum lögum (þetta stendur í alvörunni! með logum skal land byggja) vestur Víkurskarð áleiðis til Akureyrar. Tilkynnti vegfarandinn þetta til Neyðarlínunnar og reyndi í leiðinni að vekja athygli ökumanns á ástandinu. Þegar það loksins tókst kom í ljós að kviknað hafði í bifreiðinni innan við vinstra afturbretti, líklega út frá rafmagni. Tókst að slökkva eldinn en ökumaður bifreiðarinnar taldi að reykurinn kæmi frá útblástursröri bifreiðarinnar og væri því af eðlilegum ástæðum.

Laust eftir miðnætti á mánudag batt lögreglan enda á þrifabað tveggja ungmenna í gosbrunni niður í bæ. Voru þeir þar á nærbrókum einum fata og undu hag sínum vel. Slík ósiðsemi líðst að sjálfsögðu ekki á almannafæri og lauk baðinu á lögreglustöðinni.

Dagbók helgina 30. maí til 2. júní 2003
Laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags var maður á gangi í Hafnarstræti ásamt nokkrum kunningjum sínum. Bar þá til að á vegi hans varð bifreið sem lagt var við götuna. Í stað þess að leggja lykkju á leið sína fram hjá bifreiðinni eins og gangandi vegfarendum ber hélt maðurinn striki sínu og gekk yfir bifreiðina. Dældaðist þak bifreiðarinnar undan þunga mannsins og kom þá í ljós að valt er á toppnum og missti maðurinn fótanna, féll og lenti við það á annarri bifreið og dældaði afturbretti hennar. Sannaðist nú hið fornkveðna að betri er krókur en kelda og situr maðurinn nú uppi með tjónið á bifreiðunum sem hann verður að bæta.
...
Á sunnudagskvöldið var tilkynnt um pilta sem væru að gera það að leik sínum að eyðileggja sláttuvél á svæðinu sunnan við Norðurmjólk. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar Lawnboy sláttuvél í henglum en gerendur farnir af staðnum. Eru upplýsingar um skemmdarvargana vel þegnar.

Dagbók helgina 16. til 19. maí 2003
Næturlíf helgarinnar var með hefðbundnu sniði smá ryskingar hér og þar en pústrar ekki stærri en svo að menn sleikja sár sín án frekari eftirmála.
...
Aðfaranótt sunnudagsins varð umferðaróhapp á Þórunnarstræti. Hafði ökumaður verið að reyna að forðast að aka yfir kött sem hljóp í veg fyrir bifreiðina. Tókst ekki betur til en svo að ökumaður misst stjórn á bifreiðinni sem lenti upp á umferðareyju og umferðarskylti og varð óökuhæf eftir. Það er af kettinum að segja að hann hélt veiðiferð sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Dagbók vikuna 12. til 16. maí 2003
Á mánudagseftirmiðdag varð það óhapp er maður var að taka bensín á bensínstöð að hann gleymdi að aftengja slönguna frá bifreiðinni. Ók hann af stað með þeim afleiðingum að slangan slitnaði og nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni.
...
Á fimmtudagskvöld var tilkynnt um pilta sem farið hefðu bakdyramegin inn á veitingastað í miðbænum og stolið þaðan áfengi. Voru þeir gómaðir áður en þeir náðu að drekka sönnunargögnin og færðir á lögreglustöðina.


Dagbók helgina 9. til 11. maí 2003
Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins stöðvaði lögreglan för bifreiðar með eftirvagn í miðbænum. Var fiskikar með heitu vatni á vagninum og í því þrír menn að baða sig í mestu makindum. Var ökumanni bent á að slíkur farþegaflutningur stangaðist á við umferðarlög auk þess sem þrifabað með þessum hætti bryti í bága við almennt velsæmi.

Dagbók vikuna 5. til 9. maí 2003
Vikan hefur verið óvenju róleg sem þýðir með öðrum orðum að lítið hefur verið um afbrot, slys og óáran af ýmsu tagi sem oft gerir lögreglustarfið erilsamt.
...
Flestir hafa nú tekið fram reiðhjólin og hefur nokkuð borið á því að ófrómir hafi fengið sér hjól til reiðar án vitundar og samþykkis eiganda. Er rétt að brýna fyrir eigendum reiðhjóla að hafa hjólin ávallt læst þegar þau eru ekki í notkun.

Dagbók vikuna 28.apríl til 5 maíl 2003
Aðfaranótt föstudagsins var tilkynnt um innbrot í Veganesti. Vegfarandi hafði orðið var við grunsamlegar mannaferðir og gat gefið greinargóða lýsingu á viðkomandi. Eftir nokkra leit fannst maður sem svarið til lýsingarinnar þar sem hann lá inn í garði leikskóla í næsta nágrenni og í kring um hann þýfi úr versluninni og nauðsynleg áhöld til innbrots. Telst málið upplýst.


Alger snilld:)

laugardagur, júní 21, 2003

og það er sól!!! OG ég er í fríi!!!! það hlýtur að vera blátt tungl í kvöld:)

21. júní er mjög merkilegur dagur á hverju ári vegna þess að:
- SARA AFMÆLI:) Innilega til hamingju með daginn litla stelpa:)
- það eru sumarsólstöður og verandi heiðin fíla ég þær í ræmur þó að ég geri aldrei neitt brjálæðislega merkilegt, velt mér ekki nakin í dögginni á Jónsmessu heldur, ég bara fíla sólstöðurnar, einhver svona Stonehenge fílingur við það eða eitthvað, brings out the naked-dancing-in-the-moon-person sem er í okkur öllum.... eða ekki auðvitað:) ég held að maður fái ekki meira innsæi við það, ég held að ég muni ekki fá sterkari tengsl við minn innri mann/barn (eftir því hvaða bók þú ert að lesa):) við að dansa nakin við fullt tungl... satt að segja held ég að ég myndi bara fá kvef:) now isn't that romantic and spiritual and in touch with nature, yourself and the universe?:)

og í dag eru líka rosalega margir að útskrifast úr háskólanum eins og til dæmis Bryndís:) hún bauð mér og öllum sem lesa bloggið hennar í veisluna í kvöld (ég fékk samt líka sms ligga ligga lái) og hamingjuóskir með daginn og áfangann til hennar:)
Íris var líka að bjóða mér með á magadanskeppni á Hótel Íslandi... held ég:) ég ætlaði að vinna þannig að ég slyppi við að vakna snemma á morgun en ég er að hugsa um að láta mig bara hafa það og horfa á þessar stelpur dilla mjöðmunum og spenna kviðvöðvanna áður en ég fer í útskriftarveisluna? MIKLU skemmtilegra að gera það á laugardagskvöldi en að skúra einhvern veitingastað út í rassgati:)

hvað ég þoli ekki að skúra!!!! samt held ég að "umönnun" sé verra starf... með fullri virðingu fyrir öllum sem vinna við það!! ég held bara að ég myndi ekki geta það:) það er gaman að vinna í fiskbúð, oftast... ég veit ekki undir hvaða steini sumt fólk býr!? í gær lokuðum við klukkan sex eins og venjulega á föstudögum og vegna þess að ég var þjónn á milli þess sem ég var að þrífa búðina með yfirmanninum vorum við soldið sein í því (alltaf að skipta um vinnuföt þegar ég labbaði milli herbergja og þannig, gengur ekki að vera í slorgallanum þegar maður er að mæla við víni og aðalréttum:)). Það kom kona inn klukkan kortér í sjö þegar ég var búin að ganga frá öllum réttunum og það var ekkert eftir í fiskborðinu nema ísinn... hún labbar inn í búðina, virðist ekki taka eftir því að það er ALLT tómt, og segir: "áttu ekkert til að grilla?" sá hún ekki að það var ekki einu sinni til neitt til að sjóða? ofaní köttinn?:) viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og þannig.... svo að ég segi: "jú, ég á lax og lúðu ef þú vilt" - "áttu ekkert tilbúið á spjóti?" - "errrrr, jú, ég á þrjá pinna en ég er búin að pakka þeim...." - "er það nóg fyrir þrjá fullorðna og þrjú börn?"!!!!! .... ok, til að þrjú spjót væru nóg fyrir sex í aðalrétt yrðu þau að vera á stærð við baguette.... þessi voru það ekki, greinilega, þó að ég hafi bara sýnt henni pakkann.... "varla" segi ég. "Ég ætla samt að fá þau og áttu ekki eitthvað sem ég get grillað með því?" - "auðvitað (fíblið þitt!!!!), ég á lax (inní kæli, undir plasti, neðst í bakkanum, undir öðrum), augnablik (ég verð enga stund að ná í eitthvað beitt sem meiðir!!!)" ég var ekkert að flýta mér að grafa eftir fisknum.... viðskiptavinurinn á skilið að fá þjónustu en fyrr skal ég dauð liggja en að einhver kelling fái skjóta afgreiðlsu 45 mínútum eftir að við lokum.... þegar ég kem til baka með laxinn segir hún: " rosalega er tómt borðið hjá ykkur" duuhhh, hún hafði að vísu fengið nokkrar mínútur til að melta það að það var EKKERT í borðinu "já, við lokum klukkan sex" - "en klukkan er kortér í sjö?" - "errrr, já, það tekur auðvitað tíma að ganga frá og þannig" - "en ég heppin!"!!!!! - hún var það, það munaði engu að ég hefði "misst" hnífinn yfir afgreiðsluborðið samt er ég rólyndismanneskja - held ég:)

Anívei, lots to do, frídagarnir eru stuttir og ef maður drífur sig ekki af stað klárast þeir á meðan maður er að skipuleggja þá:)

miðvikudagur, júní 18, 2003

Þetta er alger snilld:) niðurteljarinn sko:) ég ælta að setja fleiri linka inn seinna og endilega komið með uppástungur:)... afmælisdagarnir ykkar til dæmis því ég man þá svo rosalega illa;)

Bíllinn minn er kominn í lag:)!!! Jonni er alger snillingur!!! og ég lærði soldið líka af þessu og fékk að skrúfa ljósin aftur á og ég hirti stykkið sem kviknaði í!!!!! Þess vegna virkuðu ljósin ekki að aftan... ég hefði getað verið að keyra í logandi bíl!!! ég fann lyktina .... en ég bý við hliðina á Eldsmiðjunni það er orðið að vana að leita ekki að því sem er kviknað í vegna þess að "það er verið að baka pizzu" og hugsaði ekkert meira um það:) verð að af-skilyrða mig einhvern veginn... en þá verð ég aftur eins og ég var þegar ég flutti hingað "hvar er eldurinn???" ... og "einhver er að koma!!!" í hver sinn sem bíll keyrði framhjá - svona er að flytja úr úthverfi í miðbæinn... það koma allir labbandi sem koma í heimsókn - ekki fræðilegur að finna bílastæði:)

Ætlaði að skrifa alveg fullt en ég lofaði sjálfri mér (og mömmu) að ég æltaði snemma að sofa í kvöld:)

hmmmm veit ekki alveg:)... kannski kominn tími til að fara að sofa?:)
Get ekki sleppt þessu samt:)
Hrein snilld:) varð að bæta þessu við:)
Gleðilega þjóðhátíð rúsínurnar mínar!!!

Þetta er soldið kúl!! ef þið klikkið á þennan link sjáið þið hversu langt er í daginn sem ég fer til Færeyja!! Ég veit ekki alveg klukkan hvað vélin fer þannig að ég er bara að miða við hádegi þennan dag:)

Það er svona langt þangað til ég á afmæli:) aftur miðað við hádegi og svona langt þangað til ég hætti í vinnunni, hérna miða ég við klukkan átta um kvöld:)

Ég hef ekki enn fundið countdown-dæmi til að setja á síðuna en ég hef ekki gefist upp við að leita:) nenni því bara ekki kvöld þannig að þessi linkar verða að duga... ef þeir virka eitthvað lengur en einn eða tvo daga:) en ef einhver veit um svoleiðis má alveg láta mig vita... láta okkur Grétu vita sem sagt:) sjáum til ... og góða nótt:)

laugardagur, júní 14, 2003

Fáránlega langur vinnudagur í dag! en í lagi vegna þess að það ringdi mest allan daginn og ég var guðslifandi fegin að vera í innivinnu;) vissi að ég myndi skipta um skoðun áður en sumarið væri liðið:)

Annars ætla ég að setja upp svona könnun hérna til að fólk geti tekið þátt í ákvarðanatökunum mínum eins og Gréta Snillingur er með á sinni síðu:) og ef þú ert að lesa þetta elsku Gréta mín þá muntu fá bréf eins fljótt og póstur sem er póstlagður um helgina kemst í hitann í Grikklandi!!!!!

Klukkan er tvö um nótt (ég nenni ekki að pæla í þessari tímasetningu neðst á færslunni minni...) og ég ætla bara að setja inn það sem ég gleymdi að setja inn í gær... bróðir minn var hérna þegar hann sendi mér póstkortið:) Svo innilega ekkert merkileg heimasíða miðað við lýsingarnar á herberginu, umhverfinu etc. en... ákvað að setja hann inn samt fyrst ég var byrjuð:)

Kominn tími til að fara uppí rúm og kúra með kettinum... eftir að ég fer í sturtu! verst við að vinna í fiskbúð er að það er fiskilykt af manni þegar maður kemur heim - merkilegt!! en kötturinn lætur mig ekki í friði og elskar mig miklu meira (jamms, kettir eru shallow!) en þegar það er einhver önnur lykt af mér... hann myndi að vísu elska mig jafnmikið ef ég kæmi heim angandi af pizzasósu, það er uppáhaldið hans:) hann getur hvorki látið hana né pepperóníið í friði ef ég er með pizzu og svo sefur hann á kassanum þangað til að ég hendi honum:) - kassanum ekki kettinum sem sagt - það er ekki illa þrifið heima hjá mér! þetta er rúm kattarins!!!

... rykið hlífir húsgögnunum líka ...

Oyasuminasai krakkar mínir:)

fimmtudagur, júní 12, 2003

ok... þetta virkaði.... bara soldið seinna en ég hélt - þurfti að tvípublisha... stundum skil ég ekki tölvur;)
djö virkaði ekki! kannski eins gott? verulega soppy mynd sem er ekki ég! group hug???!!! svoleiðis fær maður kvef!!!!:) hehehe
Góðan og blessaðan:) mamma mín á afmæli í dag þannig að ég var að koma heim frá því að hafa farið út að borða með foreldrunum á Tilverunni í Hafnarfirði... ég veit að þetta er ekki réttur linkur ;) hehehehe mér fannst þetta bara fyndið.... hmmmm

Já, hvað gefur manni mömmu sinni í afmælisgjöf? ég var í mestu vandræðum þangað til að ég fann hina fullkomnu gjöf! auðvitað virkar þetta ekki á allar mæður því hér á landi eru flestar mæður íslenskar, mín er skosk þannig að hún skilur ensku fullkomlega... skiljanlega:) Ég gaf henni "round TUIT" - hringlótt blað með stöfunum T-U-I-T - því hún segir soldið oft: "I was going to do this/that/the next thing but I didn't get a round to it" so now she got one! hehehehe


OK, mér fannst þetta ógeðslega fyndið og flissaði eins og smástelpa í sturtunni (þar sem mér datt þetta í hug) og allan tímann á meðan ég var að búa það til :) - henni fannst þetta líka rosalega fyndið... eftir að ég hafði útskýrt fyrir henni hvað þetta væri sem sagt :)

Ég fékk póstkort frá litla bróður mínum áðan!!! Hann hefur lofað að senda mér svoleiðis í mörg ár og LOKSINS kom að því!!! Batnandi fólki er best að lifa er það ekki?:) hann hringdi líka heim í morgun, 46°C!!!! en hann segir að það sé ekki svo slæmt? og hann hefur eignast vin þarna úti - einhver Sjefferhundur sem býr í sama húsi og þau :) þar sem lillibó er margfrægur smyglari (en er alltaf nappaður!) reynir hann kannski að taka hann með sér heim?

talaði við vin bróður míns áðan um hið leyndardómsfulla klikk í bílnum... hann var í baði... hmmm bróðir minn fer til útlanda og ég tala við vini hans í baði? það verður unnið í þessu um helgina og ég verð að finna eitthvað sem tímakaup sem virkar ekki eins og tímakaup...??? btw þá á ég svona bíl

minn er að vísu svartur með húsi og 1989 árgerð - geðveikt flottur!

Anívei, ég tók svona próf áðan og þetta er ég.... ?


group hug!


What Smiley Are You?
brought to you by Quizilla

veit ekki alveg hvort ég sé sammála þessu?

miðvikudagur, júní 11, 2003

Búin að uppdeita línkana mína... hef ætlað að gera það solið lengi... ábyggilega búin að gleyma að setja eitthvað blogg inn sem ég var búin að fá leyfi fyrir að linka á? endilega láttu mig vita ef þú ert sár yfir að vera ekki með eða eitthvað... ok

Guffi átti afmæli í gær:) Við Íris mættum heim til hans með pakka, kassa fullan af vatnsblöðrum:) Held barasta að hann hafi verið sáttur við gjöfina... vonandi notar hann hana samt ekki alla sjálfur????

Bíllinn minn er í fokki... ekki bíllinn sjálfur heldur ljósin að aftan - þau virka ekki en enginn veit afhverju... búin að segja löggunni að öryggið hafi farið en það er ekki alveg satt sem sagt, ég hélt það og ég var ekki einu sinni ein um það! svo var hópur af bílaáhugamönnum að vesenast í þrjá tíma með mér og fundu enga ástæðu fyrir þessu... prins póló og kók er hætt að virka sem tímakaup (ég mæti alltaf með veitingar á verkstæðið því það er lítið gagn af mér til annars ;) ) bráðum þarf ég að fara að mæta með bjórkassa, grill og pylsur?

Pabbi segir stundum sögu af manni sem vann með honum þegar hann var handlangari hjá múrara. Þessi maður var alltaf með danska bók sem heitir "Nödekrakkeren" eða eitthvað - heilabrotabók - las eina spurningu eða þraut og vann á meðan hann leysti hana. Þessi maður var víst rosalega klár - skil samt ekki alveg afhverju hann vann við það að moka sandi í steypuhrærivél alla ævi - en hann var svona klár vegna þess að hann hugsaði svo mikið þegar hann vann ... þegar ég er að vinna er eins og heilinn á mér sé á ripít, ein setning úr einhverju ömurlegu lagi sem ég man ekki í heild, aftur og aftur, gameover lagið úr spilakössum, aftur og aftur, eða fimmaurabrandari, aftur og aftur - það er beisikallí ekkert að gerast... held ég? það getur auðvitað verið að eftir 12 eða 13 tíma vinnu sé ég búin að gleyma allri snilldinni sem mér datt í hug um daginn? hvað sem því líður þá er ég alltaf tóm í hausnum og andlaus á kvöldin þegar ég á að vera að gera eitthvað skemmtilegt eða sýna snilli mína á blogginu:) kannski ætti ég að fara að skrifa allt niður? hehehe held ég sleppi því:) í gær var ég meira að segja of þreytt til að fara niðrí bæ og hössla dáta - og ég kalla mig íslenska stelpu! :) hehehehe

mánudagur, júní 09, 2003

jújú - þá er maður komin aftur á netið!!

varð að taka það úr sambandi hérna um daginn vegna þess að ég hafði engan tíma fyrir það en það kom samt ekki í veg fyrir að ég tengdist því og vafraði um heillengi... engin sjálfstjórn sem sagt þannig að ég varð að taka módemið úr sambandi og fela það -fyrir sjálfri mér!!! sumt fólk á ekki að fá að ganga sjálfala er það nokkuð?:)

ég hef ekki svo mikinn tíma í þetta núna heldur, þó að ég hafi klárað verkefnið sem ég var að vinna að áðan, ég er alltaf að ýta öllu á undan mér þangað ég neyðist til að vaka heilu nætunar til að klára það sem verður að gera... eins og til dæmis afmælið mitt... ég er með stórkostleg plön fyrir það þetta sumar (ég ætlaði líka að vera grand á því í fyrra á kvartaldarafmælinu en...) en ég sé samt fram á að vera ósofin og rugluð í veislunni sjálfri því ég hef þurft að klára allt á síðustu stundu:) EN ég er búin að segja upp í vinnunni... rosalega gott en samt solið hræðilegt að sjá fram á að vera bara í einni vinnu næsta vetur, einn tíma á dag - fíla mig eins og ég muni verða atvinnulaus;) hehehehe síðasti vinnudagurinn verður að öllum líkindum föstudagurinn 20. ágúst, viku fyrir afmælið mitt þannig að þetta ætti að reddast:)

Gunnar og Debby og Stanko og Laufey eru í Portoros (veit ekki alveg hvernig þetta er skrifað....?) Júgóslavíu þannig að "þegar" þau lesa þetta: Vonandi hafið þið það sem allra best!!! og ég býst við myndum! til hvers eruð þið með Matrix síma ef maður fær engar myndir sendar???


.... ok, netið er komið í samband en núna verð ég að fara að skipta um öryggi í bílnum mínum - kannski þvo hann líka?:) svo að löggan láti mig í friði... afhverju stoppar löggan mann aldrei þegar allt er í lagi með bílinn og maður er að keyra eins og maður! þá er þeim alveg sama!!!