þriðjudagur, mars 27, 2007

æ hvað er gott að það skuli vera til síður eins og kissthisguy.com því þegar ég les hvað aðrir geta líka heyrt vitlaust þá finnst mér ég ekki vera eins mikill kjáni ... krefst ekki meiri auglýsingar, ekki í dag:)

Takk fyrir mig
Í gær var ég of hress til að fara ekki í vinnuna en í dag er það alveg á mörkunum að ég geti réttlætt veru mína hérna ... en samt ... ég er ekki alveg nægilega veik til að fara heim ... en ég eiginlega aðeins of veik til að vera hérna ... kannski ætti ég bara að fara fyrr heim? *wink*



Lifið heil

mánudagur, mars 26, 2007

Núna er ég búin að setja svo mikið af linkum hérna hægra megin að ég verð líklega að blogga á hverjum degi eða mikið í einu til að krækjulistinn verði ekki lengri en bloggfærslurnar :)

krækjulisti er frekar flott orð:)

en þar sem það er mánudagur og það er langalgengast að fólk byrji "nýtt líf" á mánudögum, ef það tókst ekki um áramót, ætla ég að koma með nokkrar uppástungur um hvað er hægt að gera við "nýja lífið":) Það hefur ekkert uppá sig að ætla að gera allt örðuvísi en við höfum verið að gera án þess að hafa eitthvað til að gera í staðinn:

Net-nýtt-líf:
ef þú ert að byrja "nýtt líf" í dag gæti verið góð hugmynd að koma við á Amnesty síðunni og láta gott af þér leiða, það er ekkert mál, tekur enga stund og þér finnst þú hafa áorkað einhverju :)

ef þú ert ennþá í aktífistafíling máttu líka endilega kíkja inn á Framtíðarlandið í staðinn fyrir að hanga á Barnalandi eða einkamal.is og ef þú ert sammála hvet ég þig til að skrifa undir :)

Andlegt-nýtt-líf:
ertu alltaf að fara að lesa fleiri bækur en lætur aldrei verða af því? eða á leiðinni á sýningar eða fyrirlestra en finnur aldrei tíma? taktu heyrnatól með þér í vinnuna og farðu á heimasíðu RÚV, hlustaðu á útvarpssöguna, víðsjá eða spegilinn, bara sunnudagar á rúv.is endast í nokkra daga - nema þú hefur þeim mun meiri tíma til að hlusta auðvitað ;)

Líkamlegt-nýtt-líf:
hefurðu engan tíma til að stunda líkamsrækt? horfðu þá á sjónvarpsdagskránna á öðrum fæti ... styrkir vöðva um allan líkamann, meira að segja grindarbotninn:) haltu á ryksugunni með annarri hendinni á meðan þú ryksugar, farðu lengri leiðina inn úr bílnum, meira að segja á Íslandi er oft sérdeilis prýðilegt útiveður ef þú ert ekki í fötum sem miða við síðsumar í Róm - ekki klæða þig eins og bjáni (ég er alls ekki að segja að Ítalir séu bjánar auðvitað) þá geturðu náð ágætis gönugtúr daglega með því að ganga örlítinn hring á leiðinni í bílinn og úr honum aftur :) ef þér líst ekki á það farðu þá í Smáralindina eða Kringluna og röltu milli verslanna í klukkutíma ... veldu þér fótboltalið og æstu þig almennilega þegar liðið þitt keppir, að því gefnu að þú eigir ekki við hjartavandamál að stríða:) stundaðu meira kynlíf, ef þig vantar félaga verður þú bara að leggja þig meira fram;) ef þú verður að læra heima og hefur engan tíma til að æfa þess vegna settu bókina á borðstofustól og haltu á honum á meðan þú lest eina og eina blaðsíðu standandi :)


Þess má geta að ég er ekki að byrja nýtt líf þó það sé mánudagur ... mér finnst bara gaman að skrifa prédikunarpistla á mánudögum :)


Góðar stundir

sunnudagur, mars 25, 2007

Búin að vera lasin núna í nokkra daga og búin að fá alveg meira en nóg þannig að ég ætla í vinnuna á morgun ... ég er auðvitað líka orðin hress :)

Ég er búin að skoða netið frekar mikið og breyta aðeins linknum hérna hægra megin, bæta við síðum og spjallsíðum sem ég fer inná daglega og reglulega :) líka búin að hugsa mikið um komandi sumar - hefði mátt vera duglegri við að læra heima og lesa skólabækur því ég fæ ekki að gera neitt skemmtilegt í sumar ef ég verð að taka sumarpróf!! en ég er stundum smábarn og ræð ekki við mig:(

ég ætla að taka hjólið úr geymslu um leið og ég er búin að skrifa eina ritgerð - sem ég hefði getað komist langleiðina með undanfarna daga ef ég hefði ekki verið svona upptekin við að skipuleggja sumarið ;)

og strax eftir vorpróf taka ferðalögin við, alltaf gott veður í maí þó að næturnar séu kaldar þannig að fyrstu ferðarnar verða í heimsóknir til fólk sem ég þekki hingað og þangað - má ég ekki koma í heimsókn eina nótt annars? :)

ætlaði að blogga um heilan helling skemmtilegt en ég er búin að gleyma hvað það var nákvæmlega þannig að ég geri það bara næst ... eða ekki;)

Lifið heil

fimmtudagur, mars 15, 2007

Ég hélt fyrirlestur í gær um líkamsrækt, sýndi meira að segja smá takta ... síðasta miðvikudag hélt ég mótmælaræðu um næringu og næringarfasisma (hvað er annars málið með fyrirsagnir eins og "blóðsykur veldur krabbameini"??! nei! án blóðsykurs ferðu í dá ;)) en næsta miðvikudag held ég hvorki ræðu né fyrirlestur því ræðunámskeiðið er búið og ég er útskrifuð:) ... en ég fer á framhaldsnámskeiðið ef það stendur til boða, ótrúlegt hvað mér finnst ég hafa lært mikið á þessu námskeiði þó það hafi verið stutt - mæli hiklaust með ræðunámskeiðum!!

en núna tveir brandarar sem fengu mig til að hlæja smá upphátt:

A woman goes to the doctor for her yearly physical.
The nurse starts with certain basic items.
"How much do you weigh?" she asks.
"115," she says.
The nurse puts her on the scale.
It turns out her weight is 140.

The nurse asks, "Your height?"
"5 foot 8," she says.
The nurse checks and sees that she only measures 5' 5".

She then takes her blood pressure
And tells the woman it is very high.
"Of course it's high!" she screams,
"When I came in here I was tall and slender!
Now I'm short and fat!"

og svo þessi:

A man and a woman were sitting beside each other in the first class section of an airplane. The woman sneezed, took out a tissue, gently wiped her nose, then visibly shuddered for ten to fifteen seconds. Thinking nothing of it, the man went back to his reading. A few minutes later, the woman sneezed again, took a tissue, wiped her nose, then shuddered violently once more. Assuming that the woman might have a cold, the man was still curious about the shuddering. A few more minutes passed when the woman sneezed yet again. As before, she took a tissue, wiped her nose, her body shaking even more than before.

Unable to restrain his curiosity, the m an turned to the woman and said, "I couldn't help but notice that you've sneezed three times, wiped your nose and then shuddered violently. Are you okay?"

"I am sorry if I disturbed you. I have a very rare medical condition; whenever I sneeze I have an orgasm."

The man, more than a bit embarrassed, was still curious. "I have never heard of that condition before," he said. "Are you taking anything for it?"

The woman nodded. "Pepper."

Góðar stundir

fimmtudagur, mars 08, 2007

Farandabloggið er núna opið þannig að krækja er komin á það hérna hægra megin, ég notaði tækifærið og uppfærði eina gamla krækju á nýja bloggið hennar Þóru Ká og bætti við blogginu hans Kolbeins Há og Heiðrúnar ... löngu kominn tími á þetta en af einhverju ástæðum finnst mér alltaf eins og svona breytingar eigi eftir að taka svo langan tíma þannig að ég geri ekkert í þeim fyrr en eftir dúk og disk:)

ræðunámskeiðið mitt gengur skínandi vel og ég á bara eftir að læra að tala hægar ... gekk ekki alveg upp í gær að tala hægt samt talaði ég næstum hálfri mínútu lengur en á æfingum - ég hlýt að hafa talað eins og byssubrandur þegar ég hélt ræðuna fyrir Fídel fyrr um daginn, hann hefur ábyggilega ekki skilið orð af því sem ég sagði eyminginn ;) nema kannski undir lokin hafi hann verið búinn að ná ræðunni allri, ég endurtók hana nefnilega nokkrum sinnum til að slípa hana til ... og æfa hraðann greinilega ;)

í kvöld fer ég svo á þjóðdansanámskeið og annað kvöld í matarboð - eftir það verður félagslífið sett á pásu þangað til eftir vorprófin og ég bið ykkur um að vera ekki fúl þegar ég afþakka boð og hittinga.

það er einfaldlega aðeins of mikið að gera hjá mér og auðvitað væri ég miklu frekar til í að gera eitthvað með fólki í staðinn fyrir að sitja heima og lesa verk löngu látinna meistara öll kvöld vikunar en eitthvað verður að láta undan og þangað til í maí verða það vinirnir því miður - þið verðið (vonandi) enn til staðar eftir vorprófin en ekki tækifærið til að læra heima og brillera á prófi :)

ég mun samt ennþá fara á æfingar og út fyrir bæinn með hundinn þannig að ef þið viljið hitta mig tékkið þá endilega göngutúra-planinu og komið með - það er að koma vor og yndislegt að komast úr svifrykinu, gott bæði fyrir líkama og sál, ég lofa ;)

Lifið heil og verið hraust!

þriðjudagur, mars 06, 2007

Samband mitt við Jeff Buckley er í fyrsta lagi ímyndað en sambandi mitt við tónlistina hans er flókið, erfitt að útskýra og ég get ekki gert það upp við mig hvort ég kunni að meta hana (tónlistina) eður ei :)

þetta kemur stundum fyrir, ég veit ekki hvað mér finnst um hluti (samanber endalausa umræðu mína á þessum vettvangi um svani) ... og nýjasta dæmið, ég veit ekki hvað mér finnst um El Labertino del Fauno) sem við fórum að sjá síðasta föstudag en ég er ennþá að hugsa um hana og ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á þjóðfræði og ævintýrum áður en Disney dýfði þeim í flórsykur og aspartam :)

en þó ég viti ekki skoðun mína á Jeff Buckley þá get ég alveg sagt að ég held mér finnist pabbi hans Tim Buckley frekar flottur :) ég er ekki alveg 100% en Goodbye and Hello er verulega góður diskur og ég er jafnvel að hugsa um að reyna að nálgast fleiri diska með honum :)

mig langaði bara til að deila þessu með lesendum og því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum er "gleðifæð" er ekki orð ;)

Góðar stundir

mánudagur, mars 05, 2007

Mánudagur og eins og venjulega er pósthólfið mitt fullt af fyndni, ég er ekkert skárri með að nenna ekki að einbeita mér 100% að vinnunni, les allt og skemmti mér vel:)

... en mig langar til að deila gleðinni með ykkur þannig að ég ætla að pósta nokkrum, sem fengu mig til að brosa breiðar - án þess þó að hlæja upphátt því eins og áður sagði þá er ég í vinnunni og ég er ekki í skemmtilegu verkefni núna þannig að ég reyni að hlæja ekki mikið upphátt, svona til að draga ekki athyglina að því að ég er ekki að vinna akkúrat þá stundina ;)

þegar ég segi "ekki skemmtilegu" þá er ég að meina að það er umtalsverður kátínuskortur frekar en leiðinlegt, gleðifæð frekar en óáhugavert - er "gleðifæð" orð? :)

annars er ég yfirleitt mjög einbeitt og dugleg í vinnunni en það er mánudagur ... eftir helgi ;)

A highway patrolman pulled alongside a speeding car on the freeway. Glancing at the car, he was astounded to see that the blonde behind the wheel was knitting!
Realizing that she was oblivious to his flashing lights and siren, the trooper cranked down his window, turned on his bullhorn and yelled, "PULL OVER!"
"NO!" the blonde yelled back, "IT'S A SCARF!"


Fifty-one years ago, Herman James, a North Carolina mountain man, was drafted by the Army.
On his first day in basic training, the Army issued him a comb. That afternoon the Army barber sheared off all his hair.
On his second day, the Army issued Herman a toothbrush. That afternoon the Army dentist yanked seven of his teeth.
On the third day, the Army issued him a jock strap. The Army has been looking for Herman for 51 years.


A blonde was playing Trivial Pursuit one night. It was her turn. She rolled the dice and she landed on Science & Nature. Her question was, "If you are in a vacuum and someone calls your name, can you hear it?"
She thought for a time and then asked, "Is it on or off?"


A Polish immigrant went to the DMV to apply for a driver's license. First, of course, he had to take an eye sight test. The optician showed him a card with the letters: 'C Z W I X N O S T A C Z.'
"Can you read this?" the optician asked.
"Read it?" the Polish guy replied, "I know the guy."


A girl was visiting her blonde friend, who had acquired two new dogs, and asked her what their names were. The blonde responded by saying that one was named Rolex and one was named Timex. Her friend said, "Whoever heard of someone naming dogs like that?"
"HELLLOOOOOOO......," answered the blond. "They're watch dogs!"

There's this blonde out for a walk. She comes to a river and sees another blonde on the opposite bank. "Yoo-hoo!" she shouts, "How can Iget to the other side?"
The second blonde looks up the river then down the river and shouts back, "You ARE on the other side."



og að lokum eitt ljóð sem heitir "Sometimes":

Sometimes...
when you cry
no one sees your tears.

Sometimes...
when you are in pain
no one sees your hurt.

Sometimes...
when you are worried
no one sees your stress.

Sometimes...
when you are happy
no one sees your smile .


But FART!! just ONE time...
And everybody knows!!



Lifið heil og gleðilegan mánudag