fimmtudagur, september 04, 2003

þetta tók ekki langan tíma:) "atvinnulaus" í tvær vikur sléttar en byrja í nýrri vinnu núna á eftir ... eftir ca. klukkutíma:) merkilegt.... og búin að skrifa undir áður en atvinnuviðtalið var almennilega búið:)... mikið rosalega hlakkar mig til að byrja!!! núna er ég búin að fara í sturtu og LÖNGU vöknuð og hef heljarinnar tíma til að fá mér morgunmat og klára að klæða mig:) kannski vissi ég að gærdagurinn yrði góður dagur og þess vegna vaknaði ég svona snemma? en ef það þýðir að ég finni svona á mér verð ég eiginlega að skrifa vini mínum sem er "týndur" vegna þess að þetta var hálfgerð martröð... nah!!! érr ekkert skyggn:) Joe sendi mér sms í fyrrdag og það hefur ábyggilega komið heilanum mínum til að hugsa um Írland svona undirmeðvitundarlega... þeir eru sko báðir írskir.... hvað um það:)

ný vinna, skemmtilegt námsefni (í hvaða námi fær fólk að lesa Tolkien eins og þeim lystir og sitja á kaffihúsum og hlusta á brandara og draugasögur? mínu!!!!:)), mamma og pabbi koma heim í dag með dót handa mér (þau lofuðu því vegna þess að ég átti afmæli:)) og svo er það deit í kvöld með mjög svo skemmtilegum og myndarlegum einstaklingi:) life is good:)

Engin ummæli: