þriðjudagur, september 09, 2003

fyrsta alvöru vaktin mín í gærkvöldi:) held að þetta verði bara mjög fínt:) rosalega rólegt, ekkert fólk á ferðinni, skemmtilegur samstarfmaður sem kann allt á tölvur þannig að ég þarf engar áhyggjur að hafa af neinu þannig lögðuðu... að vísu var soldið óþægilegt þegar þeir slökktu ljósin því þeir vissu greinilega ekki að við værum að vinna þarna niðri... eða voru búnir að gleyma því:) þeir muna ábyggilega eftir okkur í kvöld samt... vonandi:)

búin að vera að læra í allan morgun eins og herforingi... eða eitthvað annað sem lærir rosalega mikið en núna er ég að fara í skólann þannig að þetta verður ekki mikið lengra....... en ég vil bæta því við að geitungar eru viðbjóður og ég skil ekki tilganginn með þeim!! ekki eins og það séu ekki til alls konar pöddur nú þegar til að ferja fræbbla milli blóma!! ég skil auðvitað að það þarf ekki ALLT að hafa tilgang því annars væri ekki allt til, kötturinn minn er gott dæmi um það, hann hefur engann tilgang en það er að minnsta kosti oft gaman að horfa á hann og klappa honum og þannig... geitungar hins vegar eru hvorki sætir né skemmtilegir!!!..... þeir eru að vísu loðnir... ojjjjjjj!!!!!!!!

Engin ummæli: