mánudagur, september 08, 2003

Vildi bara byrja á þessu:

Innilega til hamingju Valgerður með að vera orðin móðursystir:) lítill strákur Steinunnarson fæddist fimmtudaginn 4. september og er að sjálfsögðu fallegasta barn í heimi:) til hamingju aftur en þú veist að þetta gefur þér bara stundarfrið er það ekki? um leið og ömmur eru komnar uppá lagið þá vilja þær alltaf fleiri og fleiri barnabörn eða eins og sagt er á dönsku þær fá blod på tannen:) só til hamingju aftur og vonandi fæ ég að sjá hann bráðum - verð að fara að koma í heimsókn til að fá pizzusnúða:)

af mér er það að frétta að dagurinn í gær sem átti að vera mjög venjulegur, læra heima og þannig endaði í svolítillri hetjuvitleysu:) Gunnar litli bróðir minn hringdi í mig um hádegið og sagði að mæting væri á löggustöðina klukkan hálfeitt í minningarsund um Jón Otta. Jón Otti dó aðfaranótt 26. janúar síðastliðinn. Hann var formaður íþróttafélags lögreglumanna og aðaldriffjöðrin í Sjósundsfélaginu og leyfði mér alltaf að vera með þó að ég væri ekki lögga:) Síðast þegar ég synti með honum var úr Viðey, 15. september í fyrra. Hann var alltaf fyrstur útí og öskraði alltaf eins hátt og hann gat "þetta er HEITT!!!!" til að fá alla hina úti:) meira að segja í nýjarssundinu.... sem er kalt!!:) rosalega skemmtilegur maður og mér fannst frábært hvað mættu margir í þetta sund, bæði löggur og "almenningur" eins og ég:) þetta er fréttin úr Morgunblaðinu og sem betur fer er ekki mynd af mér í blaðinu:)


Innlent | Morgunblaðið | 8.9.2003 | 5:30

Ellefu syntu Engeyjarsund

Ellefu manns syntu Engeyjarsund í gær til minningar um Jón Otta Gíslason lögreglumann, sem féll frá snemma á þessu ári, en hann var einn af aðalhvatamönnunum á bak við Sjósundfélag lögreglunnar og byrjaði á nýárssundinu, sem nú er orðin hefð.
Sundfólkið var á öllum aldri, fimm konur og sex karlar, allt vant sjósundfólk, segir Eiríkur Jónsson, lögreglumaður í Reykjavík, einn sundmannanna. Sundið tók um eina klukkustund, en vegalengdin er um 1.600 metrar áður en straumar, sem bera menn af leið, eru teknir með í reikninginn.

"Þetta var orðið skrambi kalt í lokin, en þó ekki mjög mikið vegna þess að veðrið var gott og sjórinn 12 gráðu heitur, sem þykir bara mjög gott," segir Eiríkur.

Synt var frá miðri eynni, að varnargarðinum við olíustöðina í Örfirisey og inn fyrir hana og komið upp í fjörunni sunnan megin við garðinn.



mér finnst við svolitlar hetjur.... endaði í um það bil 2 km útaf straumunum og allir syntu þetta eins og þeir hefðu ekki gert annað um ævina:) Við fórum að vísu styttri leiðina því það voru svo margir með sem voru vanir að synda í sjó en ekki vanir mjög löngum vegalengdum. Þegar Jón Otti synti úr Engey synti hann alla leið inní Reykjavíkurhöfn sem eru um það bil hálfum kílómetra lengra og upp stiga, á einu klukkutíma og ellefu mínútum.... við lentum í fjöru eftir um það bil 70 mínútur og það er alltaf miklu auðveldara að komast alla leið í land syndandi:) líkaminn þyngist rosalega mikið eftir klukkutíma í sjó og húðin verður soldið tilfinningalaus þannig að maður getur labbað yfir glerbrot án þess að finna fyrir því... fyrr en eftir á auðvitað:) til dæmis hef ég einhvers staðar farið með sköflunginn í stein þegar ég var á leið inn, þetta var sem sagt ekki sandfjara sem er lang lang best:), og er rosalega marin, meira að segja með kúlu og ég fattaði það ekki fyrr en í gærkvöldi þegar ég fór á hnéin til að ná í mús fyrir köttinn:)

skemmtilegt:) annars var ég að fatta að það er ekki auðvelt að vera með stutt hár.... ég á engan spegil og hárið á mér stendur beint uppí loftið!!!! ég finn það!!!! og ég hef ekki hugmynd um hvernig maður reddar svoleiðis.... kannski ég komi við hjá klippikonunni minni á leiðinni í skólann og spyrji hana eða finni mér einhverja húfu til að vera með þangað til ég er komin með helmet hair eins og Shrek???:) fær maður líka svoleiðis þegar maður er með stutt hár?? I don't know....... kannski ætti ég að sofa með svoleiðis?:) en ég á líka eitthvað "stæling krem" til að setja í hárið frá Urban Elements, kostaði morðfjár og eins gott fyrir það að virka almennilega:) endilega ef þið sjáið mig einhvers staðar á götu feel free to come over and rearrange my hair:)

Engin ummæli: