sunnudagur, september 28, 2003

var að koma af kaffihúsatúrnum með pabba mínum:)

fyrst á Café Paris þar sem ég fékk sögu frá séra Kolbeini um mann sem átti tvo hesta, maðurinn lagðist í þunglyndi og svipti sig lífi og stuttu seinna dó eftirlætis hesturinn hans af óútskýrðum orsökum í haganum og svo varð að aflíf hinn ári seinna.... þegar farið var í göngur eftir þeir voru allir dánir, maðurinn og hestarnir tveir, sá einn maðurinn þá alla saman og sagði: þetta kallast tryggð við sveitina:)

í Kolaportinu talaði ég við Kristján gæd og Leif módelsmið sem kunnu fullt af sögum, Leifur lenti einu sinni í fjörulalla sjálfur sem unglingur (hann lýsti honum og allt saman:)) þegar hann var að ganga frá Dynjanda úr Arnarfjörðinn (held ég... tók þetta allt upp:)) og pabbi hans slóst við draug einu sinni, pabbi hand Kristjáns sá kirkjugarðinn á Ísafirði einu sinni "rísa" á nýjarsnótt og vinur hans bjó með draug í Hlíðunum hér í Reykjavík eitt sumarið - sumarið endaði á því að vinurinn var orðinn svo pirraður á draugakonunni að þau flugust á og hann flutti út:) Guðmundur klarinettuleikari kom til að sækja Kristján og hann sagði mér frá því þegar hann og vinur hans voru einu sinni fullir og vitlausir að ráfa eitthvað úti syngjandi einhverja vitleysu (16 men on a dead man's chest, jóhóhó and a bottle of rum...) - skyndilega urðu þeir báðir skíthræddir og hlupu til byggða... þeir sáu ekki neitt en báðum rann kalt vatn milli skinns og hörunds og þeir urðu að koma sér heim:)

mæltu allir með því að ég talaði við Valdimar Bjarnfreðsson, móðurbróður nýja félagsmálaráðherrans (eða föðurbróðir hans... þeim bar engum saman um það), því hann hefði sjálfur einu sinni slegist við draug þegar hann var á mótorkútternum Drífunni... bitarnirn í lestinni voru sverir eins og símastaurar, draugurinn hljóp í gegnum þá og hann á eftir:)... þess má geta að Valdimar þessi hélt sig einu sinni vera Jesú, gekk í skrautbúningi og kynnti sig sem Frelsarann.... aðallega á Hlemmi:).... verð að fá að tala við hann einhvern tímann:)



sagt er að strákurinn á myndinni hafi fallið í dá stuttu eftir að þessi mynd af honum var tekinn í nestisferð með skólafélögum hans.... þarf varla að segja það en, strákurinn stóð einn á myndinni þegar hún var tekin úúúúúúúúúúúúú!!!!

Engin ummæli: