mánudagur, maí 16, 2005

Góðan og blessaðan:)

ég reyndi að blogga amminnilega á þriðjudaginn en það gekk ekki að publisha því það var víst "scheduled downtime" og það eyddist allt sem ég hafði skrifað því klukkan var rétt eftir 4 pacific time:) ... ég prófaði aftur á föstudaginn and what do you know "A Bit More Scheduled Downtime" þannig að það eyddist líka - ég verð að fara að lesa leiðbeiningar betur;)

ég reyndi ekkert að að blogga um helgina því ég hafði nóg annað betra að gera:) í gær fór ég uppá Langjökul með Einari og Gemlingunum:) þvílík gargandi schnilld!! glampandi sólskin, útsýnið klikkað, frábært færi og í alla staði mjög skemmtileg ferð:) það voru teknar trilljón myndir þannig að "ef" (geri samt fastlega ráð fyrir að það verði "þegar") þær fara á netið skal ég linka á þær:) jökullinn var fullur af fólki, jeppar, snjósleðar, fólk á skíðum ... og snjólaust upp að skálanum, alveg kominn tími á mótorhjólarúnt þangað, fyrir þá sem hafa áhuga:)

ég var að hugsa þegar við keyrðum framhjá Húsafelli um allar myndirnar sem við tókum þessi ár sem við fórum í Hvítasunnuhelgarútilegur þangað, væri gaman að sjá þær aftur og setja þær kannski á netið - eða ekki?:) ... kannski eru Vanettu-"júmbulettu"-ferðar-myndirnar ekki birtingarhæfar?:) mig langar amk til að sjá þær aftur:)

"tarzan rubber band" wtf??? sadó-masó-myndbanda-googlewack?

farin að sækja bílinn minn

góðar stundir

Engin ummæli: