miðvikudagur, maí 25, 2005

Rosalega er veðrið búið að vera gott í skjóli undanfarna daga:) mótorhjól útum ALLT!

Gærdagurinn var frábær, ég vaknaði úrsofin og fékk morgunkorn í morgunmat sem ég hef ekki borðað í mörg, mörg ár og var búin að gleyma hvað það var hryllilega gott:) síðan skellti ég mér í sturtu og fór í fyrsta verklega ökutímann minn:) ég rúntaði um Reykjavík heillengi á risastórum vörubíl og hef ekki skemmt mér eins vel lengi, lengi!
gírkassinn var svona tvískiptur með 10 gírum og ekki næstum eins flókinn og var búið að "lofa" ... eða hræða mig með:)
þetta var svona bíll bara svartur í ET litunum með gráa skúffu en ekki rauðan tank og búkka aftast - aukahjól:)


hann er ekki næstum eins stór í akstri og hann er í útliti:) mjög gaman að keyra hann og ég var að taka beygjur hægri, vinstri og skipta um akreinar eins og alvöru vörubílstjóri:) ... sem ég verð um leið og ég tek prófið auðvitað þó ég vinni ekki endilega við það ... alveg strax;)

eftir bíltúrinn kíkti ég til litla bróður míns í kaffi og bílskúrsskoðun ... ég er að hugsa um að kaupa mér hús með bílskúr:) mig langar ekkert sérstaklega í hús því þá þarf ég að vera með samviskubit yfir fleiri fermetrum en ég hef núna og það eru miklu fleiri veggir í húsi en í íbúð og ef ég þekki mig rétt þá myndi ég geta réttlæt fleiri bækur ef ég byggi á stærri stað þannig að nei, mig langar ekkert í hús en mig langar í bílskúr:) er hægt að kaupa staka bílskúra? ... það ætti að vera hægt, alveg eins og fólk sem er ekki með garð en langar í garð kaupir sér sumarbústaði þá ætti fólk sem er ekki með bílskúr að geta keypt sér stakan bílskúr:) ... það er ábyggilega hægt svona þegar ég pæli í því en þá er hann ekki útí garði eins og bílskúrinn sem bróðir minn á, hann getur bara rölt út á naríunum með kaffibollann og fengið sér sæti við hliðina á mótorhjólinu og tjillað ... missir sjarmann að eiga bílskúr ef það þarf að klæða sig og keyra til að komast í bílskúrsstemninguna er það ekki? nema auðvitað ef ég fer með rúm í bílskúrinn og sef þar? ... er þá ekki bara málið að kaupa sér stakan bílskúr, flytja inn og búa í honum því þá er ég ekki að eignast hús með veggjum sem þarf að mála og herbergjum sem þarf að innrétta og plássi sem þarf að þrífa heldur "bílskúrs-íbúð"? ... ég hef að vísu búið í bílskúr, í heil fjögur ár, en það var "íbúð-í-bílskúr" ekki "bílskúrs-íbúð" ... tvennt ólíkt:)

eftir vinnu var mér boðið í kvöldmat, rosalega góðan grillmat með forrétt og veseni:) sá The Aviator seinna um kvöldið og mér fannst hún rosalega góð, Leonardo DiCaprio fékk alveg prik í kladdann fyrir að leika Howard Hughes svona vel - mjög góð mynd:) ... mig langaði til að vita meira um gaurinn eftir að hafa séð myndina (Hughes sko, ekki DiCaprio, hann lék þetta vel en ég hef ekki baun meiri áhuga á honum í dag en ég hef haft hingað til) þannig að ég var að fletta honum upp og fann þessa síðu, fyrir áhugasama, sem lofar góðu:) ... mig langaði líka til að vita meira um Katharine Hepburn (sem var frábærlega vel leikin af Cate Blanchett), og fann heilan haaaauuuugggg af síðum ... þessi er mjög flott en það eru til ótrúlega margar síður um hana:) ... og ég fann líka þessa síðu, Divas The Site með helling af frægum leikkonum og þannig, mér fannst hún áhugaverð ... að minnsta kosti myndirnar á henni, nennti ekki að lesa textann:)



góðar stundir

Engin ummæli: