mánudagur, nóvember 29, 2004

Skólinn... nóg að gera:) þannig að færsla dagsins í dag verður úr Morgunblaðinu, 1. maí 1952:

SCHUBERT Í HALDI HJÁ KOMMÚNISTUM!!!

STOKKHÓLMI [það stendur að vísu Stokkmómli en ég leiðrétti hér með villuna] - Svenska Dagbladet flytur eftirfarandi frétt fyrir nokkrum dögum:
Austur-þýzkur tónlistarnemi sat nýlega á bekk í lystigarði Leipzigborgar og gluggaði í nótnablöð úr verkum Schuberts. Rússneskan liðsforingja bar þar framhjá og varð um leið litið á nótnahefið. Skyndilega snerist hann á hæli, vatt sér dólgslega að hinum grandlausa námsmanni og tók hann fastan með þeim ummælum að hann væri grunaður um njósnir. Nótnaheftið tók Rússinn í sínar vörzlur.
Pilturinn var þegar fluttur í bækistöðvar M.V.D. (rússnesku leyniþjónustunnar) og yfirheyrður þar með harðræðum í heila klukkustund. Gat hann að sjálfsögðu engar aðar uplýsingar látið í té en þær, að hann hefði verið að kynna sér verk Schuberts, sem naumast yrðu talin njósnafyrirmæli, Schubert væri tónskáld en ekki undirróðursmaður Vesturveldanna.

Þessum upplýsingum tók hinn spuruli Rússi afarilla og hrópaði að lokum fólvondur: "Þú lýgur! Schubert hefur þegar játað!"

góðar stundir

Engin ummæli: