fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Góða kvöldið:)

Þegar ég var að borða kvöldmat áðan uppgötvaði ég mér til skelfingar að þetta var aðeins önnur "máltíðin" sem ég hef borðað við borð síðan á mánudaginn, ég hef sem sagt borðað sjö af átta máltíðum undir stýri - sjö af níu ef ég tel kvöldmatinn áðan með:) ... aaaaaðeins betri tölfræði en alls ekki nægilega góð:) ég hef samt ekkert verið að borða sérstaklega óhollt eða þannig en ég held samt að það sé ekkert gott fyrir sálina að borða í bílnum þó ég væri að borða tófú og spínat ... ég var samt ekki að því:) ég borða ekki tófú, þegar ég hugsa um það birtast myndir í höfðinu á mér af talandi svepp í vatni, sveppurinn sem átti að lækna allt og var í áramótaskaupinu árið sem allir voru að drekka þetta vatn? man einhver annar eftir þessum svepp? hann lá þarna í skálinni eins og gegnsósa pizza með aukaosti (hvítur og slepjulegur með smá rauðum blæ) og sönglaði lag um eigin ágæti eða fór með vísur eða eitthvað ...

leit einhvern veginn svona út:


man ekki fyrir mitt litla hvað hann hét þessi sveppur:)

Annars er lífið alveg ágætt - mig langar að vísu heim í háttinn akkúrat núna en um leið og ég kemst heim undir morgun verð ég væntanlega ekki baun þreytt og fer að dunda mér þangað til kortér áður en klukkan hringir ... já, sem minnir mig á það, ég er búin að týna gemmsanum mínum. Ef þið hafið verið að hringja/senda sms án þess að fá svar þá verðið þið að fyrirgefa mér, síminn liggur einhvers staðar (væntanlega á stórhöfuðborgarsvæðinu) batteríslaus og yfirgefinn:(

... það er ekki líkt mér að týna dótinu mínu þannig að þetta er mjög óþægilegt:/

Góðar stundir

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hét hann ekki mansjúríusveppur?

Syneta sagði...

Hljómar rétt!! :)

... ég finn ekkert sem heitir það á netinu þannig að þetta er ábyggilega íslenska nafnið á honum?:)

Lára sagði...

hahahaha! Gott samt að setja mynd af Pizza da hut! haha

Nafnlaus sagði...

Þessi sveppur var ógeð....ég borðaði ekki sveppi í mörg ár því að ég sá fyrir mér þetta ógeð.....
Það er ótrúlega óþægilegt að týna dótinu sínu - þú átt alla mína samúð!!! Það versta við að týna símanum sínum(eða að einhver steli honum) er að missa símanúmerin sín:(

Nafnlaus sagði...

Ó hvað ég man eftir þessum sveppi! Frænka mín, og gott ef ekki tvær af þeim, átti svona svepp í Pepsi-flösku inni í ísskáp. Og ekki þótti mér hann kræsilegur, kvikindið.