föstudagur, febrúar 01, 2008

Ég var að taka Facebook-próf, hvaða Bítlalag lýsir lífi þínu þessa stundina og ég fékk eitt af fáum Bítlalögum sem ég fíla í alvörunni:) ... ég veit að sumir kalla þetta guðlast en mér finnst barasta alla ekkert allt með Bítlunum skemmtilegt og í hreinskilni sagt eru þau teljandi á fingrum annarrar handar lögin sem ég nenni að hlusta á með þeim;)

Lagið var sem sagt Here Comes the Sun

You are optimistic and cheery. Although you have your fair share of problems, you are optimistic and choose to look to the future, so you do not let little things get you down. People enjoy your warm, comforting presence and you have the ability to bring sunshine into any room. Warm weather and beaches suit your nature.

... og ég verð að vera sammála þessu með hlýja veðrinu og ströndunum:)

Hérna er annað eða (kannski hitt?) Bítlalagið sem ég fíla en það getur verið vegna þess að Murakami skrifaði samnefnda bók sem mér fannst frábær:)


Við Íris fórum á rúntinn áðan með ókunnugan hund sem við fundum ... reyndum að finna eigendur hans því hann var alveg ómerktur en því miður fundust þeir ekki. Ég hringdi í Fídel og spurði hvort hann vildi fá næturgest en hann tók það ekki í mál þannig að hundurinn er í pössun hjá hundalögreglumanni og ég ætla að hringja og athuga með hann á morgun - ef það kemur enginn að ná í hann langar einhverjum ykkar í ofsalega ljúfan, elskulegan, fallegan og svartan labradorhund?:) kannski langar Zorró í bróður?:)

En talandi um Bítlana og guðlast, ég fíla Björk heldur ekkert sérstaklega vel - mér finnst hún sem manneskja mjög fín en ekki tónlistin hennar;)

Lifið heil

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð að vera sammála með guðlöstin. Ég vildi gjarnan eignast hund en ekki viss um að nágrannanir yrðu sáttir, því miður

Gummi

VallaÓsk sagði...

Ég fíla kannsi fleiri lög með Bítlunum en tvö en samt ekkert mikið fleiri....og ég hlusta alls ekki á Bjarkartónlist!
Ég vildi að ég gæti tekið að mér hund en ég nenni því ekki=o) Nei ég vona að eigandinn finnist annars gæti Íris kannski bara orðið hundaeigandi????
Valgerður

Nafnlaus sagði...

Bloggið mitt var að lifna við aftur. Eigum við ekki að skiptast á hlekkjum?

Nafnlaus sagði...

zorro vill EKKI broðir.