föstudagur, febrúar 01, 2008

Kæri Póstur!

Mig vantar svar við vandamáli, en þannig er að konan mín vinnur oft lengur en hún þarf og kemur heim seint og angar þá af rakspíra. Hún brjálast ef ég skoða gsm-inn hennar og fær oft dularfull símtöl í heimsímann sem hún neitar að segja frá. Hún er stundum úti á kvöldin og er þá keyrð heim af ókunnum vini.
Einu sinni ætlaði ég að njósna og gá hver þessi óþekkti maður væri, svo rétt áður en hún kom heim, læddist ég út og faldi mig bak við mótorhjólið mitt. Þá sá ég olíuleka á hjólinu. Og nú spyr ég, kæri póstur, er eðlilegt að það komi leki á hjól sem er aðeins búið að keyra um 20.000 km.?


Hehehehe - þetta finnst mér fyndið:)

Ég veit ekki alveg afhverju en mig langar svolítið til að sjá Charlie Wilson's War og svo las ég á bloggi um daginn að búið sé að gera bíómynd byggða á bókinni Choke eftir Chuck Palahniuk (gaurinn sem skrifaði Fight Club)! Spurning hvernig sú mynd verður - persónulega fíla ég Fight Club í ræmur:) ... svo er Invisible Monsters líka væntanleg, dittó Chuck Palahniuk:)

... ég er í vinnunni, það sem kemur mér sífellt á óvart er hvernig fólk heldur sig vera að taka ofsalega rökréttar ákvaðanir þegar það er í annarlegu ástandi. Ég hef unnið á börum, séð og talað við óteljandi ölvaða einstaklinga um ævina en að fylgjast nákvæmlega með fólki heila nótt gefur allt, allt aðra innsýn inn í ástandið sem er kallað annarlegt ... það er ekki hægt að lýsa vakt hérna í orðum:)

og Gummi, þetta er mynd af uppskerutungli, ég fann hana á Wikipedia;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OK; ég hélt að það væri kvarttungl, when in doubt look at Wikipedia :) Invisible Monsters hljómar vel, takk fyrir hintin. Já fólk í annarlegu ástandi áttar sig á því þegar það er orðið edrú að það var ekki jafn skarpt og það hélt sig vera...ef það verður edrú :)
Gummi

Nafnlaus sagði...

Þetta er nokkuð sterkur brandari. Ég ætla að flytja á Akureyri í byrjun sumars, það er kominn tími til að breyta til og svo ætla ég að fara aðeins í nám aftur:o) Greinilega langt síðan við hittumst og spjölluðum! Er samt ekkert á ferðinni fyrr en eitthvað af þessu hvíta ljót hefur horfið og hálkan minnkað þannig að við hittumst kannski einhvern tíma þegar nær líður vori....
Það eru allir í annarlegur ástandi kjánar - nema ég!!! Ég er rökrétt!!!hhahahahaha