þriðjudagur, júní 03, 2008

Hurðu, ég fór ekki í leikhús á laugardaginn - kvöldið endaði á pizzu, poppi, kúr og Karate Kid:) afskaplega ljúft og Karate Kid svíkur aldrei, ég keypti allar fjórar myndirnar úti og ég er afskaplega ánægð með þau kaup:)... ég veit, ég á að vera vaxin uppúr svona en, en ... þetta er svona box-sett, allar fjórar (I, II, II og Next Karated Kid með Hillary Swank) og var á tilboði ... Die Hard I-IV voru líka á tilboði;)

ég keypti nokkrar DVD úti;)

vissuð þið að það er fyrirtæki í Reykjavík sem er með afskaplega líkt lógó og það sem frú Miyagi saumaði út og var lógóið hans Daniel LaRusso á mótinu fræga?
Fyrirtækið heitir Sólgarðar og lógóið þeirra er tré fyrir framan gula sól:


Karate Kid merkið er merkilega svipað, bara ekki alveg eins, tréið er minna en sólin og bonsailegra ... ég fann ekki mynd á netinu þannig að ykkur verður að nægja þessi paint mynd sem ég gerð sjálf (enda mikill listamaður) þangað til þið horfið sjálf á myndina aftur;)


þið getið jafnvel haft samband og beðið afskaplega fallega og það er aldrei að vita;)

fríið er annars ekki alveg eins og ég ætlaði mér en samt afskaplega ljúft, ég keypti dekk undir hjólið í dag, T63 dekk frá Michellin þannig að núna eru mér bókstaflega allir vegir færir;)

út að borða og svo fundur í Grindavík annað kvöld, never a dull moment;)

Lifið heil

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég eeeelska Karate Kid! Sá hana svona 700 sinnum. Sá Ralph Macchio fyrst í stórmyndinni The Outsiders og "fell in love". Hann þótti hins vegar ekki eins töff og George Michael og Simon LeBon þannig að ég hafði bara plakötin af Ralph mínum innan á hurðinni á fataskápnunm mínum :)
Those were the days!

Nafnlaus sagði...

OK, þá ert þú opinberlega eina manneskjan sem ég veit um sem getur notað paint í eitthvað :) Keyptirðu þér ekki Aliens eða Teminator settin?