miðvikudagur, apríl 07, 2010

Gleðilega páska gott fólk :) ég vona að þið hafið haft það jafngott um helgina og ég?
Ég var óvænt í fríi aaalllllaaaa páskana og kunni það eiginlega ekki ;) alls ekki vön þessu og kann það eiginlega ekki lengur að vera í fríi á sama tíma og allir aðrir :)

... en ég vona að þetta páskahret fari að klárast ... eða taki þetta almennilega út, erfitt að klæða mig rétt þegar ég verð að skafa nokkra sentimetra af snjó af bílnum fyrir sjö á morgnanna og labba út í vor klukkan þrjú á daginn :)

Vona að þið hafið það sem allra, allra best og lifið heil