miðvikudagur, desember 15, 2004

Sælt veri fólkið:)

ég veit þið haldið að ég hef verið að drukkna í verkefnum og skólavinnu undanfarið og hef þar af leiðandi ekki verið að blogga en það er ýmislegt annað að gerast í lífi mínu líka. Eitt hið merkilegasta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og ég er bæði himinlifandi og ósegjanlega hrædd um að ég sé að gera einhverja vitleysu... allt í lagi að vera bæði hrædd og hamingjusöm, það rímar meira að segja næstum því ... gæti verið úr popplagi:)
Málið er nefnilega að ég ætla að gifta mig á Jóladag!! laugardag eftir viku:) fyrst verður bara lítil athöfn með nánum vinum og fjölskyldunni en svo eftir allt mega allir koma í risastóra veislu:) ég vil ekki neina pakka því ég á allt í búið og á nóg af bókum og það sem ég á ekki í búið vil ég ekki ... nema kannski George Foreman grillið, en ef þið komið með pening í brúðkaupsgjöf get ég keypt mér svoleiðis:) þannig að peningur og nærvera ykkar er eina sem mig langar í á brúðkaupsdaginn ... og er einhver getur látið sjá sig fyrir athöfnina með eitt stykki mann sem vill giftast mér yrði ég rosalega þakklát:)

Góðar stundir

mánudagur, nóvember 29, 2004

Skólinn... nóg að gera:) þannig að færsla dagsins í dag verður úr Morgunblaðinu, 1. maí 1952:

SCHUBERT Í HALDI HJÁ KOMMÚNISTUM!!!

STOKKHÓLMI [það stendur að vísu Stokkmómli en ég leiðrétti hér með villuna] - Svenska Dagbladet flytur eftirfarandi frétt fyrir nokkrum dögum:
Austur-þýzkur tónlistarnemi sat nýlega á bekk í lystigarði Leipzigborgar og gluggaði í nótnablöð úr verkum Schuberts. Rússneskan liðsforingja bar þar framhjá og varð um leið litið á nótnahefið. Skyndilega snerist hann á hæli, vatt sér dólgslega að hinum grandlausa námsmanni og tók hann fastan með þeim ummælum að hann væri grunaður um njósnir. Nótnaheftið tók Rússinn í sínar vörzlur.
Pilturinn var þegar fluttur í bækistöðvar M.V.D. (rússnesku leyniþjónustunnar) og yfirheyrður þar með harðræðum í heila klukkustund. Gat hann að sjálfsögðu engar aðar uplýsingar látið í té en þær, að hann hefði verið að kynna sér verk Schuberts, sem naumast yrðu talin njósnafyrirmæli, Schubert væri tónskáld en ekki undirróðursmaður Vesturveldanna.

Þessum upplýsingum tók hinn spuruli Rússi afarilla og hrópaði að lokum fólvondur: "Þú lýgur! Schubert hefur þegar játað!"

góðar stundir

föstudagur, nóvember 26, 2004

Komin með hnapp þarna efst í hægra hornið og ég hvet alla til að gefa blóð, núna þurfa þau á blóði að halda þannig að ef þið hafið gefið blóð einhvern tímann skellið ykkur endilega niður á Barónstíg í dag í kaffinu eða eitthvað:)
ef þið hafið aldrei gefið blóð farið þá í næstu viku og farið í svona prufu, ekkert mál og allir rosalega vinalegir og svo eru kökur eftirá:)... nei, ég fer ekki bara útaf kökunum;)

.... þegar ég var að bisa við hnappinn virðist fyrri póstur dagsins í dag strokast út ... tékka á þessu og athuga líka hvort ég geti ekki sett link í hnappinn... að á alveg að vera hægt er það ekki?... nei, annars, ég skal gera það í kvöld ... þegar ég er búin í vinnunni;)

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Fékk aukaskammt í mötuneytinu í dag því ég var orðin verulega svöng... súkkuaði-kúmen-klatta-pönnukökurnar bötnuðu ekkert þó þær fengu að standa, kom mér svo sem ekkert á óvart:) mötneytiskonan, hún Halldóra, hló að mér þegar ég sagði henni frá því að ég hafi ætlað að elda fyrir mig sjálfa í gær og sagði að ég ætti bara að biðja um að fá mat sendan heim þegar ég byrjaði í prófunum:) munur þegar fólk í mötuneytum er svona yndislegt:) ... persónulega langar mig til að taka hana heim með mér:)

var að breyta linkum vegna ábendingar um að Kollsterinn væri löngu hætt í pásunni sinni, hlýtur að vera soldið síðan líka:( úpps ... og ég bætti þremur nýjum bloggurum inn, Guðrúnu Hinni, Ellu Maju og Láru - allt yndislegar stelpur sem ég hef kynnst nýlega ... en það fer að koma að því að raði öllum linkunum mínum uppá nýtt, það er eitthvað kaos á þessu hjá mér;)

varðandi jólahlaðborðið, Siggi Hall kemur til greina enda í næsta húsi við mig en ég hef líka verið að heyra góðar sögur af Skíðaskálanum og Rauðará ... ætli það sé hægt að gista í Skíðaskálanum?:) gera þetta enn meira grand ... kannski ekki? ;)

góðar stundir

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Ég er að skrifa ritgerð um efni sem mér er alveg nákvæmlega sama um og hef afskaplega takmarkaðan áhuga á... samt áhugavert efni miðað við kúrsinn sem ritgerðin er í, á honum hef ég ekki minnsta áhuga:) og hvað gerði ég í hádeginu? ég eldaði mér hádegismat!! svona eins og ég geri bara þegar ég á að vera að gera verkefni og tek mér frí í vinnunni þar sem er fínt mötuneyti og sér mér yfirleitt fyrir hádegismat á virkum dögum... og hvað eldaði ég kunnið þið að spyrja? hvers konar gormey-snilld framkallaði ég í eldhúsinu mínu? svarið er:
súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur!!!

vá!! heyri ég ykkur segja, rosalega hljómar þetta vel!!! afhverju hef ég aldrei smakkað súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur? amma bakaði aldrei svoleiðis, mamma ekki heldur en hún á samt haug af uppskriftarbókum og fylgist með nýjustu straumum og tískum í matargerð og næringu a la Jamie Oliver og Nigella Lawson, pabbi ykkar hefur heldur aldrei eldað súkkulaðið-kúmen-klatta-pönnukökur þó að margt misjafnt hafi hugsanlega litið dagsins ljós með hann við stjórnvölin ... nei, þau hafa líklega aldrei heyrt um súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur því þau eru væntanlega of skynsöm til að eyða hráefni í þannig vitleysu ...

ég get ekki sagt að þetta hafi verið hreinn viðbjóður því ég borðaði næstum því tvær ... en ég var mjög svöng og ég verð að segja að ég er orðin frekar vön því að borða það sem stendur til boða, samanber það að ég borða í mötuneyti alla daga vikunar ... en þetta var ekki gott, held ég:) ég á næga afganga, kannski eru súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur betri þegar þær hafa fengið að standa aðeins og ... svitna eða sjattna eða hvað það nú er sem matur gerir þegar hann er látinn standa ... þá er ég auðvitað að ganga út frá því að súkkulaði-kúmen-klatta-pönnukökur geti kallast matur ...

en aftur að Lazarillo de Tormes, nafnlausu persónuninum og ritstíflunni (sem læknaðist um leið og ég loggaði mig inn á blogger.com ... lífið er ekki sanngjarnt)

góðar stundir

mánudagur, nóvember 22, 2004

Ég er að hugsa um að fara á jólahlaðborð:) afhverju ekki? mér finnst maturinn alltaf rosalega góður og svo er eitthvað svo hátíðar- og jólalegt að fara og borða alvöru mat einhvers staðar í kósí umhverfi og þurfa ekki að vaska upp eftir sjálfa mig - vera soldið grand á því:) undanfarin ár hef ég alltaf farið með vinnunni eða vinum eða fjölskyldunni en ég held að það sé ekkert planað í ár ... ég hef að minnsta kosti ekki fengið að vita neitt um það:) þannig að ég er að hugsa um að plana þetta bara sjálf:) ... kannski eftir prófin en panta borð núna - hlýtur að vera eitthvað laust einhvers staðar? kannski barasta á virkum degi og bæta einum degi við í "upplestrarfrí" í vinnunni;)

skemmti mér vel um helgina en næsta helgi verðum við með "almennilegt íslenskt partý" fyrir Kíþ:) hlakka til og takk fyrir síðast stelpur:)

góðar stundir

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

hefði ekki giskað á þetta sjálf ...

Take the quiz: "Which American City Are You?"

New York
You're competative, you like to take it straight to the fight. You gotta have it all or die trying.

var að vonast eftir að fá New Orleans vegna þess að mig langar til að fara þangað:) ... væri alveg til að í að fara til New York líka auðvitað en New Orleans er meira spennandi ... í augnablikinu;) þangað til ég kemst þangað og fæ áhuga á nýrri borg sem ég verð að komast til:)

Which Buffy Girl Are You? Find out @ She's Crafty


er þessi karakter skemmtilegur?:) hef ekki séð Buffy í nokkur ár sko....:/
ég var í bakaríinu áðan og það var strákur fyrir aftan mig sem bað um rúnstykki "æi, svona með fuglakorninu" semsagt sesamkubb:) það er svo gaman að búa í Reykjavík núna:) í gær sá ég mann með lítinn sták á háhest, stákurinn hefur verið svona fimm ára og hélt á leikfangakúrekabyssu ... hann hélt henni upp að gagnauga föður síns og þegar ég gekk framhjá þeim var strákurinn einmitt að reyna að fá pabba sinn til að fara hraðar en pabbinn nennti því ekki ... ef það væri einhver á öxlunum mínum og hélt byssu að höfðinu á mér myndi ég hlaupa:)

rosalega gaman í London og Oxford (nærbuxnadjókurinn var bara skot á mig ... við vorum nýkomin úr Safeway þar sem ég þóttist ekki þekkja Hannes þar sem hann gekk um með klósettrúllur á höfðinu og kallaði á mig ... hmmm) ... líka rosalega gaman um síðustu helgi þó að það hafi vantað fleygar setningar eins og:
"förum og málum bæinn rauðan"
"þokkalega!! í alls konar litum!!" ...

í staðinn drukkum við Fight Club kokkteila, ég reyndi að forðast að vera knúsuð af ónefndum rauðklæddum kvenkyns dverg og hætti við að fara á klósettið því röðin var ákvörðuð af því hver vann sjómann... jamms, alltaf gaman að fara á djammið með Írisi:)

góðar stundir,
Rúsínan
(eftir tæpar tvær vikur í sturtu krumpast allt...);)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

halló hannes hér..
Guðrún er í sturtu og ég er að blogga, eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera.. anyhoo. Guðrún komin með fréttir af eldgosi og verkfallsfríi kennara og ég veit ekki hvað og hvað.. Allt að gerast á íslandi bara.
Guðrún er frábær gestur, maður þarf ekkert fyrir henni að hafa, hún reyndar vakti mig í morgun með orðunum; Hvað segirðu um stóran bolla af sterku kaffi? (já, hugsaði ég með mér og ætlaði að segja henni hvar ég geymi kaffið og bíða svo eftir að fá það í rúmið) - svo bætti hún við að henni leiddist og að við yrðum að fara úr húsi - sem við og gerðum. Nema bara hvað, búin að fá kaffi, egg, beikon, latte, appelsínusafa, vísunda mozzarella.. og ready to rock. erum að fara í bæinn svo guðrún geti keypt nærbuxur. (hún var svo spennt greyið í gær... förum ekkert nánar útí það).
bæbæbæ
... eða næst... eða ekki:) ... það er ástæða fyrir því að hann er ekki með blogg sjálfur... EN ég gladdi heilan hóp af strákum í gær, alveg marga marga - alltaf gaman að geta glatt fólk og leyft því að byrja fríið á brandara og skemmtilegheitum, sérstaklega þegar það er ekki einu sinni kominn dagur.... ég bað nefnilega um sæti vinstra megin í vélinni til að geta séð eldgosið út um gluggan og fékk sæti 4A, en ég var ekki vakandi þegar ég fór inn í vélina þó ég væri löngu komin á fætur... ég sem sagt labbaði inn og hlammaði mér beint í sæti 5F, ekki rétt sætaröð og alveg hinum megin í vélinni:) ok... svo koma einhverjir strákar og hrofa á mig og svo miðann sinn, aftur á mig og ég fatta að kannski er ég ekki alveg á réttum stað og spyr: er ég í vitlausu sæti? er þetta ekki fjórða röðin?
nei, þetta er fimmta, svöruðu þeir þannig að ég ákvað að redda þessu eins hratt og ég gat, henti töskunni minni yfir sætið og kom mér eins fljótt og ég gat í sætið fyrir framan mig - en þeir héldu áfram að horfa á mig....
er þetta ekki rétt hjá mér?
ertu í 4F? spurðu þeir og ég roðnaði.... mikið og færði mig, aftur, þangað sem ég átti að vera EN ég sá eldgosið:)!!!

... það er þráðlaust net alls staðar í London ....
Þá er ég komin til London ... ég er að skrifa íslenska stafi á útlenskt lyklaborð þannig að það er gott að ég veit hvar allir stafirnir eru blindandi því það eru engin merki á tökkunum:) ég er lík að horfa á Finding Nemo, keypti hana í gær og hef aldrei séð hana... við byrjuðum að horfa á hana í gærkvöldi en ég held ég hafi sofnað því ég veit ekki hvort Nemo finnist:) ég er samt nokkuð viss um að hann finnist - blái fiskurinn er hrein snilld:) Ellen Degeneris leikur hana held ég... "wait a minute, I speak whale!!" hehehehe

anívei, ég borðaði vísunda mozzarella í morgun, samloka með vísundamozzarella - hljómar vel er það ekki? rosalega vel, vísunda-ostur!!! mér fannst ég vera geðveikt hugrökk sérstaklega þar sem ég borðaði veruelga góða pizzu í gærkvöldi með hráu kjöti... en það er önnur saga... vísundaosturinn var gersamlega, algerlega, hundrað prósent bragðlaus - ekkert, ekkert bragð .... bara að vara ykkur við:)

ég ætla að fara í snögga sturtu en Hannes ætlar að blogga næstu færslu:)

góðar stundir

mánudagur, nóvember 01, 2004

Bankinn minn klikkaði í morgun ... og í gær en minna í gær:) í gær tvífærði hann eina færslu uppá einhvern sjöhundruð kall en í morgun þrífærði hann fjögurþúsund kall!!! ekki sátt:(

annars er ég að minna sjálfa mig á að anda þessa dagana því það er svo mikið að gera ... og í skólanum áðan varð ég að horfa á rúmlega tveggja tíma mynd um Dauðann í Feneyjum ég er ekki að segja að ég hafi ekki fílað myndina þó hún hafi verið hryllilega löng og það sprakk ekkert... hún var ótrúlega flott, myndrænt séð, tónlistin, aðalleikarinn, allt bara en ég hafði svo innilega ekki eirð í mér til að sitja undir henni í meira en tvo tíma, ekki í dag, ég hef ekki tíma... þess vegna er ég að blogga??? vá, hvað ég er ekki samkvæm sjálfri mér!:) ætli ég sé ekki að blogga því ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram með fyrirlesturinn minn - fyrst var ég sátt því ég hafði svo mikið efni til að vinna úr svo fékk ég sjokk því ég hafði svo mikið efni til að vinna úr ... núna er ég að hugsa um að gráta og segjast vera veik á morgun;)

Peace Out!

miðvikudagur, október 27, 2004

Tvennt:

1. ég hætti að tala um sprautur en gleymdi að segja það áðan, ég talaði bara um sprautur í miðjunni...
2. færsla síðan í dag sem ég hélt að hefði eyðst var allt í einu kominn á síðuna mína... hún var einmitt dæmi dagsins í dag um færslu sem ég hafði reynt að blogga en hvarf;) ég nennti bara ekki að útskýra hvörfin meira...

núna segi ég góða nótt og góðar stundir og vonandi sjáiði tunglmyrkvan sem verður á eftir;)
... ég er búin að vera að reyna að blogga ... ef ég væri að reyna að hringja myndi ég alltaf ná sambandi við Færeyjar - og alltaf sömu konuna í Færeyjum:) stundum finnst serverinn ekki eða ég næ að stroka allt út áður en ég næ að pósta þannig að þessi síðasta getrauna-færsla hefur verið einum of lengi inni... sérstaklega þar sem ég ætlaði að vera duglegri að blogga:)

Valgerður er ótvíræður sigurvegari keppninnar með þrjú stig:)

en þessi getraun var alltof erfið, ég var næstum búin að gleyma svörunum sjálf - fyrir utan það að mér er eiginlega alveg sama núna:)

núna ætla ég að tala um sprautur - viðvörun fyrir þá sem hata þær:)
... flest allir sem ég hitti þessa dagana eru hræddir við sprautur og með ofnæmi fyrir köttum - þetta er ábyggilega að ganga?

ég fékk flensu í vinstri handlegginn um daginn... mæli ekki með flensusprautum:/
hélt það væri góð hugmynd en nei, var það eiginlega ekki neitt - það var greinilega búið að útskýra hvað allt gerðist hratt á bókasafninu fyrir hjúkrunarfræðingnum þannig að hún stakk og frussaði efninu inn á núll komma núll einni... ekkert sérlega vont en ekkert sérlega gott heldur að finna nokkra millilítra af einhverju efni troða sér inn í vöðvann:/ tíu sekúndum seinna byrjaði mig að klæja og mig klæjaði í viku en mig klæjaði ekki bara því fimm mínútum eftir að kláðinn hófst byrjaði upphandleggurinn að bólgna, svo bólgnaði hann meira og endaði með því að ég var með stóra eldrauða kúlu á upphandleggnum sem litlu gati efst eins og sjúklega sýktur, viðbjóðslegur fílapensill ... á vitlausum stað:) svo fékk ég hita ... en bara í handlegginn og beinverki og öll flensueinkenni nema hósta og nefrennsli - en líklega bara vegna þess að ég er hvorki með háls né nef á olnboganum - ég ætla ekki að þiggja flensusprautuna á næsta ári eða nokkurn tímann aftur, það er miklu betra að dreifa flensunni um líkamann en að skella henni á einn líkamshluta þó það sé mögulega hentugt þegar fólk hefur ekki tíma til að verða alveg lasið frá toppi til táar?? ég hef ekki tíma svo að tæknilega séð var ég heppin:)
EN ég var að heyra að þessar sprautur virka hvort sem er bara í 25% tilfella sem þýðir að það eru 75% líkur á að ég fái flensuna í allan líkamann hvort sem er:/ samt skemmtileg lífsreynsla, alltaf gaman að svoleiðis:)

talandi um lífsreynslur þá var ég að hugsa um kaffihúsið í dag, ekki um vinnuna beint heldur fólkið sem mætti ... ég verð að segja að ég er ótrúlega fegin að þurfa ekki að eyða kvöldum í að afgreiða fólk eins og það sem ég kallaði "Elskan mín" og "Nokkuð & Co"!!!
Nokkuð & Co. eru tveir menn sem koma alltaf og panta svart kaffi, annar drekkur það svart og sterkt en hinn setur eins mikið af mjólk og sykri og kemst í bollann og bætir við mjólk eftir hvern sopa þannig að hann endar með a. tóma mjólkurkönnu (fyllt á hana ca. þrisvar í hverri heimsókn) b. haug af sykurbréfum og c. bolla fullann af volgri mjólk og sykri ... frekar ógeðslegt:/ á meðan hann er að klára sæta mjólkurbollann drekkur vinurinn sinn bolla og biður um ábót, eins oft og hann kemst upp með án þess að þurfa að borga fyrir þær (nefnilega aðeins mismunandi eftir því hver er að vinna...) þegar fríu ábótirnar klárast - ef þær gerðu það ekki myndi hann drekka nokkra lítra ... væri að vísu áhugavert að sjá hversu mikið úthald hann hefur;) sérstaklega þar sem hann reykir hraðar en nokkur annar maður sem ég hef séð... eftir að hann klárar sinn kvóta sem sagt sendir hann vin sinn til að fá ábótir sem hann drekkur fyrir hann því mjólk+sykur maðurinn finnst kaffi ógeðslegt:) en kaffidrykkjuritúal þeirra var útúrdúr... það sem fór alltaf í taugarnar á mér varðandi þá var að þessi sem drakk bara mjólk+sykur sagði aldrei neitt og lét hinn tala fyrir sig og sá sem talaði sagði aldrei neitt án þess að segja "nokkuð" á undan því sem hann bað um, aldrei!! "áttu nokkuð kaffi?" - "áttu nokkuð mjólk?" - "áttu nokkuð sykur?" - "áttu nokkuð öskubakka?"... hvers konar kaffihús á ekki kaffi, mjólk, sykur, öskubakka?.... svo borgði sá sem hataði kaffi alltaf fyrir þá báða, jamms, "Nokkuð & Co." fóru í taugarnar á mér - aðallega "Nokkuð" samt:)

svo var það "Elskan mín" ég var alltaf elskan hennar sama hvað ég var að gera, "ég ætla bara að fá kaffi, elskan mín" - þetta sagði hún þegar hún kom inn EN hún vildi ekki bara kaffi, hún vildi aldrei bara kaffi.... fyrst þegar hún kom inn fór ég bara með kaffi til hennar en ég varð að fara sirka fimmtán ferðir að borðinu hennar, fram og tilbaka, með sykurmola, fyrst hvíta svo brúna og tilbaka með hvíta (báðar tegundir verða að vera til staðar sem sagt), vatnsglas, heitt vatn því kaffið var of sterkt, volgara vatn (því kaffið var of heitt) í "stálkönnu" (varð að vera í svoleiðis til að halda hitanum??? sækó!!) öskubakka, mjólk, volga mjólk, aðeins kaldari mjólk, strásykur!!!, meira vatn, tilbaka með vatnið því hún vildi ekki klaka í það núna heldur tvær sítrónur, ekki sítrónu, meiri klaka.... KRÆST!! hún var að gera mig geðveika og það var sama hversu vel undirbúin ég var þegar ég afgreiddi hana, fór með heilan bakka af dóti til hennar þá var alltaf eitthvað að, eitthvað vantaði, einu sinni hélt ég að ég hefði náð þessu en nei, "áttu rör í vatnið, elskan mín?" ... það var ekki hægt að fara eina, tvær ferðir því hún fann alltaf uppá einhverju nýju, ferkantaðan öskubakka, ekki kringlóttan var ein af merkilegri kröfunum en alltaf, alltaf, alltaf var ég elskan hennar.... og subbulegri viðskiptavin er heldur ekki hægt að ímynda sér (og við fáum sambýlishópa í sunnudagsmat, súpur í brauði á línuna!), það varð alltaf að þrífa borðið hennar með hreinsiefni og sópa gólfið undir borðinu hennar þó hún hafi bara fengið sér kaffi ... sakna hennar ekki neitt og hún var sko ekki elskan mín!!

Góðar stundir
Valgerður var ótvíræður sigurvegari síðustu getraunar!!!

... en mér sýnist hún ekki hafa vakið neina sérstaka lukku, getraunin sko:) þannig að hér kemur ný:

hvað heita strákarnir í Friends?
Chandler, Joey og _____

hvað heita stelpurnar í Charmed?
Piper, ______ og _______

og erfiðari:
hvert er eftirnafn Charmed systranna? (vá, þarna skrifaði ég eftirnafnið ......systranna?:) auli:)
hvert er eftirnafn bræðranna í The Goonies?
hvert er eftirnafn nornasystranna (nornaættarinnar) í Practical Magic?

Góðar stundir

sunnudagur, október 24, 2004

Af tilefni sunnudagsins ætla ég að hafa getraun hérna og af vegna þess að ég er að "læra íslensku" þá verður hún um íslenskt mál:) þessi getraun er að vísu stolin, orðin eru úr þættinum Orð skulu standa sem Karl Th. Birgisson er með á laugardögum... hann á sem sagt allan heiðurinn en ég er að stela til að auglýsa þennan þátt, ég er sem sagt ekki vond inn að beini:)

Fyrst þrjú orð sem þið eigið að giska á hvað þýða:
brækta
alsla
búkonuhalli

svo eigið þið að finna orð sem getur þýtt allt þrennt:
óskertur
liðinn
fullkominn

og

páfabréf
áflogahundur
stór, ólögulegur skór

við erum alltaf að nota orðatiltæki sem við hugsanlega vitum ekki alveg hvað þýða, hérna er dæmi um það, hvað þýða feitletruðu orðin í eftirfarandi:

að vera heitt í hamsi
og
að fara í humátt eftir einhverjum/einhverju

jamms, það þýðir heldur ekki að googla þetta ef þið ætlið að þykjast vera klár, það skilar bara eitt niðurstöðu en til að vinna verðið þið að geta eitthvað annað en það orð:)

... sjálf gat ég bara uppá einu þegar ég var að hlusta á þáttinn en hafði óljósa hugmynd um nokkur í viðbót þannig að það þarf að finna svör við tveimur atriðum (það sem skilar googlaðri niðurstöðu telst ekki með sem stig) til að vinna, svör óskast í kommentakerfið:)

Góðar stundir

föstudagur, október 22, 2004

Þið megið öll bjóða mig velkomna á 21. öldina:)

ég sit núna á kaffistofunni í Odda og er að blogga á nýju tölvunni minni í gegnum þráðlaust net!!! Það er ekki einn einasti vír sjáanlegur, ég er tengd við alnetið og tölvan er algerlega hljóðlaus... ég er líka búin að skíra hana:) hún heitir "Coffee- Black" .... asnalegt nafn nema þú þekkir vísunina, hún er ekki svört;)

það eru allir með lapptoppa hérna þannig að mér finnst ég ekkert sérstaklega mikið nörd en ég er samt að hugsa um að segja þetta gott - vildi bara láta vita af því að ég er formlega orðin meðlimur 21. aldarinnar:) ... tókst að vísu ekki sjálf því ég veit hvað orðin í "proxy server" þýðir en ég hef ekki hugmynd um hvað þau "þýða" ... takk kærlega fyrir að hjálpa mér Pétur;)

farin á fyrirlestur, enda háskólanemi.... hmmm ... jamms, ég borgði skólagjöldin;)

góðar stundir

miðvikudagur, október 20, 2004

í gærkvöldi lærði ég að spila Nepalskt fjárhættuspil:) ég hélt að ég væri að fara að spila með ókunnugu fólki en svo komst ég að því að ég þekkti alla við borðið:) verulega lítill heimur;) mér fannst rosalega gaman og er alveg til í að spila þetta aftur en ég var ekki sérlega heppin... tapaði ÖLLU sem ég kom með og varð að skipta hjá "bankanum" EN það er alltaf sagt að ef fólk er óheppið í spilum eigi það eftir að vera heppið í ástum... miðað við gang kvöldsins bjóst ég við því að lenda á hörkuséns á leiðinni heim sem gekk að vísu ekki eftir EN ég hitti og spjallaði við þrjá af fjórum meðlimum verulega góðrar íslenskrar rokk hljómsveitar sem er að fara að halda tónleika á föstudaginn:) ... ég er feitt að fara á þessa tónleika:) ... en ég er samt ekkert skotin í þessum gaurum... bara svona til að hafa það á hreinu;) hefði nefnilega mátt misskiljast ... whatever... ætli ég sé ekki bara að blogga því það er svo langt síðan? frekar en að ég hafi eitthvað að segja sem ég man í augnablikinu? ég er bara að reyna að koma mér í gírinn aftur:) þar sem ég er komin með snilldartölvu heim til mín og þannig...;) ég fer að verða virkari:)

úr Morgunblaðinu 1. september 1952:
Saga úr dýraríkinu:

Litla margfætlan kom grátandi heim.
- Mamma, það steig vondur maður ofan á fæturna.
- Svona litli vinur, vertu ekki að gráta, þetta er ekki svo voðalegt. Nú skulum við nudda löppina úr einhverju græðandi salvi, og þá verður allt gott aftur. Hvaða fótur var það, barnið mitt?
- Ég veit það ekki, mamma, þú veist að ég kann bar aað telja upp að 10.

Góðar stundir

þriðjudagur, október 05, 2004

Góða kvöldið:)

orðið frekar langt síðan ég bloggaði síðast, næstum því tvær vikur... og meira en nóg hefur verið að gerast til að blogga um en það hefur svo mikið verið að gerast að ég hef ekki haft tíma til þess:) atburðirnir hafa verið misblogghæfir - það sem er merkilegt fyrir mér er ekki endilega merkilegt fyrir aðra og sumt kemur fólki einfaldlega ekki við:)

helgina eftir að ég bloggaði síðast var brotist inn í bílinn minn á Hallgrímskirkjuplaninu, rúða brotin og dóti stolið - ég þoli ekki fólk stundum!! ég færði bílinn niður á Freyjugötuna á sunnudagskvöldinu og á mánudagsmorgninum var ég að þrífa glerbrotin úr honum þegar mér fór að finnast einhver vera að horfa á mig... þegar ég lít í kringum mig voru tveir gamlir menn að horfa á mig útum stofugluggann sinn á annarri hæð svo ég brosi og vinka en þeir hrista höfuðuð, alveg samtaka með sama ólundarsvipnum eins og þeir hafi verið að æfa sig fyrir framan spegilinn ... ok:) þeir halda áfram að glápa og annar þeirra kallar að hann ætli að hringja á lögguna! ég þykist ekki heyra hvað hann var að segja, brosi og yppti öxlum þannig að kortéri seinna er hann kominn útá stéttina - þó hann hafi ábyggilega haldið rakleiðis út þegar hann sá að ég heyrði ekki í honum því hann var á inniskóm og ekki "alveg" klæddur, hann var í fötum jú, en ekki klæddur samt... ég ætla ekkert nánar útí hvað hann hafði greinilega fengið sér að borða ... á nærbolnum:)
"við ætlum að hringja á lögguna!!" sagði hann og benti á mig og upp í stofugluggann sinn þar sem félaginn sat og hristi höfuðið einn og fullur vandlætingar.
"afhverju ætlið þið að hringja á lögguna?" spurði ég, ekki alveg viss hvað hann var að fara.
"það má ekki bara taka dót úr bílnum svona!!" sagði maðurinn og benti á mig og gangstéttina þar sem bílaþrifefnin, svampar og tuskur sátu í poka og fatan, sem efnin etc. áttu heima í áður, núna full af glerbrotum, lá...
"ég á bílinn," segi ég og brosi, "það var brotist inn í hann og ég er bara að taka stærstu glerbrotin saman..."
"átt ÞÚ bílinn!!!!" frussaði hann.
"já, ....."
"þú mátt ekki leggja hérna!!!" segir hann eins og ég hefði lagt bílnum ofaná verðlaunaða rósarunna sem ég hafði að sjálfsögðu ekki gert, ég var í fullkomlega löglegu bílastæði í almenningseign, ekki fyrir einum eða neinum.
"nú? ég...."
"ÞÚ mátt EKKI leggja hérna" greip maðurinn frammí fyrir mér og var orðinn rauður í framan og benti upp og niður götuna.
"auðvitað má ég leggja hérna, stæðið er ómerkt, ég er ekki fyrir neinum og ég á heima í hverfinu" náði ég að segja því hann var líklega að ná andanum og æsa sig upp í almennilegar svívirðingar.
"BÍLLINN ER FYRIR!!!" æpti hann og benti upp í loftið og niður á stéttina.
"ég veit að hann er langur en ég sé ekki að hann sé fyrir...." byrjaði ég að segja en hann greip aftur frammí fyrir mér.
"mér er ANNNSSSKOTANS SAMA, þessi HELVÍTIS BÍLL ER SSSMMMÁN!!!" orgaði maðurinn og benti í allar áttir samstundis!
Ég var farin að hafa áhyggjur af manngreyinu, hann var gamall og hann var fjólublár og æðarnar í enninu á honum voru orðnar á stærð við eftirsóknarverða veiðiorma sem laxveiðimenn skríða á hnjánum til að finna í kirkjugörðum um miðja nótt í rigningu. Ég var óttaðist að þessi nágranni minn myndi enda í kirkjugarðinum sjálfur miðað við hvað hann var orðinn æstur. Það er hægt að segja margt um bílinn minn en hann er ekki smán... ekki í neinum skilningi, glampandi hreinn, nýbónaður, óryðgaður að vísu með brotna rúðu en það var ekki mér að kenna og tímabundið, ákaflega tímabundið:) Ég gat ekki séð að það væri neitt skammarlegt við bílinn, engin hneisa eða vansæmd að hafa hann í götunni miðað við marga aðra bíla sem er lagt sitthvoru megin við bílinn minn á hverju kvöldi, en þessi maður var greinilega ósammála mér. Maðurinn var augljóslega ósáttur við stærð bílsins en það eru þó nokkrir breyttir "fjallajeppar" sem eiga "heima" í Freyjugötunni, ekkert minni en pallbíllinn minn, og ég ákvað að benta manninum á þá staðreynd.
"það eru margir jeppar hérna í götunni...." byrjaði ég en fékk ekki að halda áfram.
"ÞETTA er EKKI jeppi!! þetta er AMERÍSKT!!" hnussaði maðurinn og benti á bílinn minn með báðum höndum.
Þannig að það var ekki bíllinn heldur uppruni hans sem fór fyrir brjóstið á honum, lítið hægt að gera í því hugsaði ég og ætlaði að halda áfram að týna glerbrotin úr sætunum.
"þetta er ekki fjölskyldubíll... ÞÚ mátt EKKI LEGGJA HÉRNA!!!" sagði hann og potaði í mig því ég var greinilega ekki að veita honum næga athygli. Ég var búin að fá nóg af honum og þrátt fyrir eindæma þolinmæði var ég orðin pirruð. Bíllinn minn var of stór vegna þess að ég á ekki fjölskyldu og hann var fyrir því hann var bandarískur!! Ef ég ætti jafnstóran en breyttan japanskan jeppa og fjölskyldu hefði ég ábyggilega mátt leggja í garðinum hans en ég má ekki leggja bandarískum bíl, fjölskyldulaus í almenningsstæði. Maðurinn var samt of gamall og of geggjaður til að ég nennti að æsa mig þannig að ég sagði einfaldlega:
"bíllinn verður farinn eftir hádegið, ég er að fara með hann á verkstæði"
"ÞÚ mátt EKKI LEGGJA HÉRNA!!" gólaði hann aftur og benti.
"bíllinn er að fara á verkstæði, það er búið að brjótast inn í hann, ég hef orðið fyrir umtalsverðu tjóni og mér dettur ekki í hug að legga bílnum mínum aftur í þessu glæpahverfi" sagði ég eins rólega og ég gat og reyndi að horfa í augun á manninum ... það gekk samt ekki því annað augað var að horfa bílinn minn, hitt á bílinn við hliðina og skyndilega mundi ég eftir skraddaranum úr einhverri norrænni barnabók sem var orðinn rangeygur eftir að hafa horft á eftir nálinni með öðru auganu en á efnið með hinu alla ævi. Maðurinn og skraddarinn voru meira að segja svipað klæddir:) en ég fór ekki að hlæja heldur lét mér nægja að horfa á nefið á manninum, en það var jafn "merkilegt" og maðurinn í heild... ég bjóst við að ég hefði gengið of langt með því að segja að glæpahverfi en hann hætti að benda og sagði ekki neitt, heillengi.
"þú mátt ekki vera með bílinn hérna" sagði hann og snéri sér við. Ég vonaði að hann myndi fara heim til sín en hann labbaði aðeins nokkur skref og snéri sér aftur við til að horfa á mig vinna. Fínt, verði honum að því, hugsaði ég og hélt áfram.
Það var búið að hleypa lofti úr dekkjunum og til að geta keyrt hann burtu varð ég að bæta í þau. Ég var með pumpu sem gengur fyrir 5 voltum (bíla-kveikjara-straumur) og pumpar í dekkin, einstaklega flott tæki en býr til hávaða á meðan það pumpar. Um leið og ég setti það í gang byrjaði maðurinn aftur:
"þú mátt ekki vera með þennan hávaða! Hvað ertu AÐ GERA!! ÞÚ MÁTT EKKI VERA MEÐ ÞENNAN HÁVAÐA!!!" kallaði hann og ég er ekki frá því að fingurnir á honum hafi lengst því hann benti svo ákaft á mig og bílinn og stéttina og himininn og bílinn við hliðina og öll húsin í hverfinu.
"viltu...."
"ÞESSI HÁVAÐI ER ÓÁSÆTTANLEGUR!!!!" æpti hann. Ég veit ekki hvar maðurinn var í allt sumar þegar verið var að gera við allar stéttirnar og það voru gröfur og vörubílar og ég veit ekki hvað allan liðlangan daginn að framleiða tíu sinnum meiri hávaða en litla tækið mitt gaf frá sér. En ég var auðvitað fjölskyldulaus stelpa að búa hávaðan til...
"ég þarf að dæla lofti í dekkin til að geta flutt bílinn," sagði ég, "þú vilt það er það ekki? að bíllinn fari eitthvað annað?"

... ótrúlega pirrandi maður sem hélt áfram að horfa á mig og skammast í mér og röfla og hóta að kalla á lögguna því ég var að setja glerbrot á gangstéttina (nei, ég var með fötu og fór varlega...) þetta er lengri saga en þó orðin nægilega löng, þið getið ímyndað ykkur framhaldið ef ég segi að ég var í tvo tíma að vinna hálftíma vinnu og var næstum búin að troða manninum ofan í fötuna mína... en ég gerði það ekki, ég benti ekki einu sinni og það krafðist viljastyrks!! Þið vitið hvernig það er þegar þið eruð að tala við einhvern og viðmælandi ykkar er með einhver kæk eða talar með hreim, ég sjálf fer alltaf að herma eftir:) en ég benti ekki á manninn ...

ég komst að svolitlu í dag varðandi íslenskt mál, ég spái aldrei í neinu en ég á ekki að spá í neitt, þið eigið að spá í það, þið eigið ekki að spá í því:) merkilegt:)

föstudagur, september 24, 2004

Ný lausn fundin á óveðrinu: ég gæti líklega hjólað í öllum veðrum ef ég fitnaði bara aðeins:) ... skiptir samt engu máli núna, búin í skólanum, mætt í vinnunna og þarf ekki að fara út næstu klukkutímana:)
óveður.... sem þýðir þrennt, ég þarf að sópa svalirnar mínar þegar lægir, ég þarf að labba í skólann og ég þarf að nenna út... nenni ekki út og í tíma og vinnu í dag:/ svona veður á að koma á sunnudögum þegar það er í lagi að hanga heima allan daginn og lesa og vesenast:) í dag langar mig til að eiga Goldwing þau eru ábyggilega þyngri en smábílar og eru ekkert að fjúka neitt en ég myndi samt blotna hellings ... en ef ég ætti Goldwing með hliðarvagni þá gæti ég setið inní hlýjunni og fengið einhvern til að skutla mér:)

held ég sé búin að ákveða nýju klippinguna... en hún verður að bíða aðeins vegna óviðráðanlegra aðstæðna;)

góðar stundir

miðvikudagur, september 22, 2004

lífið er skemmtilegra þegar Ástþór Magnússon fær að ganga laus og framkvæma hugmyndir sínar ... sama hversu "merkilegar" þær eru;)

þriðjudagur, september 21, 2004

ég er pirruð á hárinu á mér... mér finnst það bæði of stutt og of sítt:) ábyggilega krísa sem margir stutthæringar lenda í en ég er alvarlega að hugsa um að gera eitthvað í því, kannski ekki í kvöld því ég á bara græn leikfangaskæri sem eru með límklessum og málningu eftir eirðarleysiskast helgarinnar ... það eru sem sagt klessurnar sem koma í veg fyrir að ég vilji setja þau í hárið á mér ekki sú staðreynd að þau eru græn. Það er líka annað sem er að stoppa mig, ég hef aldrei klippt hár og alls ekki mitt (nema eftir slys einu sinni en ég var með svo sítt hár þá að það sást eiginlega ekki neitt) - fyrir ári var ég með sítt hár, það er að vísu komið aðeins meira en eitt ár núna... áður en ég klippti mig var ég verulega upptekin af því að "halda síddinni" í hvert sinn sem ég fór í klippingu, jújú, klippa, en ekki neðan af því... einmitt:) ég hef enga komplexa núna varðandi það að klippa hárið á mér, ég hef nefnilega komist að gífurlega merkilegri staðreynd, þið vitið þetta ábyggilega en fattarinn minn er frægur fyrir að vera langur - hár vex:)!!! sama hvað ég geri við lubbann á höfðinu á mér þá þarf ég ekki að bíða nema í nokkrar vikur og klippingin sem var í því er horfin... kannski ekki horfin en orðin svo "síð" að hún hefur misst "tilganginn", ef það er hægt að segja að klipping hafi tilgang... annars... klippingar hafa tilgang ... jújú, ég ætla ekki að klippa á mig mullet þó að þeir séu sniðugir, business at the front - party at the back! Words to live by;)
ég er mikið fyrir að surfa og lesa og skoða og þannig (þangað til ég fer og kaupi þessa blessuðu tölvu mína, þá fer ég að brenna og niðurhala eins og geðsjúklingur býst ég við;)) en ég hafði ekki séð þessa síðu fyrr en Debbý benti mér á hana:) núna ætla ég að áframbenda stelpum, og strákum sem hafa áhuga, á skemmtilegustu bloggsíðu sem ég hef séð lengi, Hunk Heaven ... akkúrat núna er efsta myndin af Karli Bretaprinsi þannig að ég mæli með að þið skoðið eldri færslur, eins og myndir af slökkviliðsmönnunum ... eða Antonio Banderas ... surfið bara:)

farin í vinnuna, skólann, vinnuna, heim og fæ heimsókn... busy, busy bee bzzzzzzzz

mánudagur, september 20, 2004

Vissuð þið að Humphrey Bogart og Lauren Bacall úr I love Lucy voru hjón? það er meira að segja til heilkenni sem ber nafn þeirra... en hefur ekkert að gera með að þau voru gift held ég:)

Í bíómyndum er heiladautt fólk "tekið úr sambandi" og deyr þegar öndunarvélin hættir að hjálpa þeim að anda. Stundum deyr það ekki um leið eins og ég hélt (enda er meirihluti minnar reynslu fengin úr bíómyndum) heldur lifir áfram í einhvern tíma áður en líkaminn gefst upp, klukkutíma, sólarhring etc. Karen Ann Quinlan óverdósaði 1975 og læknarnir bjuggust ekki við að hún myndi nokkurn tímann vakna aftur því hún hafði orðið fyrir heilaskaða. Foreldrar hennar fóru fyrir dómstóla og börðust fyrir leyfi til að "taka hana úr sambandi", þau fengu leyfið, slökktu á öndunarvélinni en Karen Ann dó ekki, hún lifði öndunarvélarlaust í tíu ár og dó úr lungnabólgu 1985. Eftir þetta mál urðu til siðanefndir innan spítala ... áhugavert:)

Stundum berast fréttir um lát frægra einstaklinga en þeir hafa það raunverulega fínt... þessir listar hjá Who2 eru sumir skemmtilegir:) fólk sem varð að fyrirbærum, Oversize demise og Óskarsverðlaunaklúður ... fór að velta því fyrir mér afhverju styttan er kölluð Óskar og það er ekki beint vitað:) Styttan heitir The Academy Award of Merit og er riddari með krossferðarsverð (hvernig þau eru öðruvísi en venjuleg sverð veit ég ekki alveg...), hann stendur á filmuspólu með fimm teinum sem eiga að tákna meðlimi akademíunar (upprunalega, teinarnir þyrftu að vera mun fleiri núna), leikarar, höfundar, leikstjórar, framleiðendur og tæknimenn. Ein óstaðfest saga af uppruna nafnsins er að Margaret Herrick, sem var eitt sinn bókasafnsfræðingur Akademíunar og seinna framkvæmdastjóri, sagði að styttan líktist Óskari frænda hennar. Nafnið var fyrst notað 1934 eftir að Katharine Hepburn fékk hana fyrir "Bestu leikkonuna" en Akademían sjálf notað ekki nafnið fyrr en 1939. Merkilegt:) svo getið þið séð hverjir hafa unnið styttuna frá upphafi:)
Verðlaunaafhendingin er skemmtilegt þema fyrir útskriftarböll og það er hægt að kaupa alls konar fylgihluti og jafnvel leigja skemmtistað með þessu þema:)

góðar stundir

þriðjudagur, september 14, 2004

var í prófi í dag, próf tvö og bara tvær vikur búnar af skólanum ... nóg að gera:) svo er sumarbústaður á morgun einhvers staðar fyrir austan, ég er með lýsingu á bílnum sem fólkið er á og verulega óskýra lýsingu á því hvar bústaðurinn sjálfur er en ... þetta reddast:) allir með gemmsa og ég þarf bara að passa að vera með minn hlaðinn svo ég þurfi ekki að keyra í næsta þéttbýliskjarna og leita að tíkallasíma og komast að því að ég man ekki símanúmerið því það er í minninu á símanum mínum sem er batteríslaus og þurfa að redda mér penna og blaði því ég rugla alltaf símanúmerum þegar ég geymi þau í skammtímaminninu mínu sem er verulega óþægilegt en góð leið til að kynnast nýju fólki auðvitað og hringja í 118 til að spyrja konurnar þar hvað símanúmerið er og fara svo í hraðbanka til að taka út pening því símatalið í 118 var svo dýrt að klinkið mitt er búið og ég þarf að skipta meiri pening í smápeninga og þegar ég kem aftur að símanum er einhver skringilegur maður kominn í hann með svarta putta og blæðandi sár á enninu eftir að hafa dottið beint fram fyrir sig án þess að bera skítugu hendurnar fyrir sig að röfla í einhverri eymingjans konu um að gefa sér einn sjéns enn og þetta verði öðruvísi núna því hann sé búinn að fá nóg og elski hana og hafi alltaf elskað hana svo fer hann að vola og tárin renna niður andlitið á honum og mynda hvítar rendur þar sem saltvatnið leysir upp efsta lag húðarinnar sem reynist ekki vera húð heldur ryk og drulla og svo fær maðurinn ekka og það byrjar að leka úr nefinu á honum og hann heldur áfram að tala og hiksta og frussa líkamsvessum sínum og slími á símtólið þangað til að ég get ekki meir og ákveð að ég geti ekki hugsað mér að koma við þetta símtæki núna þegar hann er búinn að slefa á það allt saman og sný við og fer aftur í bæinn og panta mér pizzu í staðinn fyrir að fara í grill í sumarbústað sem er með potti og verönd og uppþvottavél og sjö rúm og svefnloft sem rúmar fjóra í viðbót á dýnum en kannski verður Sara skynsamari en ég og hleður símann sinn áður en við leggjum af stað?

en talandi um konurnar í 118, ég heyrði einu sinni að þær væru með stílabók þar sem þær skrifuðu furðulegustu samtölin í:) mig langar til að komst í þessa stílabók því sögurnar sem ég hef heyrt eru frábærar, bróðir vinkonu minnar hringdi í þær einu sinni því hann var með saltfisk (minnir mig) sem hann vissi ekki hvernig hann ætti að elda. Mamma hans svaraði ekki þegar hann reyndi að hringja og þannig að hann hringdi bara í þær til að fá leiðbeiningar:) konurnar hafa líka hjálpað fólki við að festa tölur - mönnum býst ég fastlega við, meira að segja ég kann að sauma tölur á föt:) svo var það stelpan sem hringdi til að spyrja hvar Austurvöllur væri?
- hann er þarna fyrir framan Alþingishúsið
- er ekki bara vatn í kringum það?
- ehh, nei það er Ráðhúsið... Austurvöllur er fyrir utan Hótel Borg?
- hvar er það?
- eeehhhh, veistu hvar Kaffi París er?
- já! heyrðu er Austurvöllur grasið fyrir framan Kaffi París?
- já, einmitt
- frábært, takk;)

góðar stundir

laugardagur, september 11, 2004

þá er það búið... búin að fá magapest, búin að fara í prófið, búin að kenna nýjum starfsmanni (litlu frænku minni:)) á kaffihúsið, búin að ná í hjólið hans Gunnars aftur!!!! en ég er ekki búin að blogga heillengi... sem er allt í lagi því ég hef ekkert mikið að segja, ég veit samt heilmikið um Vesturfarana ... en núna ætla ég að surfa smá því það er svo gaman og ég hef ekki gert það svo lengi:) og um að gera að njóta tímans sem ég á eftir með þessari tölvu því ég er að hugsa um að kaupa nýja í næstu viku... þetta er samt svo stórt, næstum því jafnstórt og veggur...

aníhú, þar sem þema dagsins hefur verið Skotland þá fann ég þessa skemmtilegu síðu, hér getið þið keypt sykraðar pöddur ... eru gylltu stígvélin virkilega nauðsynleg samt? ég bara spyr:)

hérna er mikilvægasta myndin sem þið munið sjá á ævinni, ég vil auðvitað ekki að neitt ykkar missið af þessu:)

chick'n þetta er svona KFC ekki Kentucky Fried Chicken því þeir eru ekki að selja alvöru kjúklinga:)

mér finnast svona síður alltaf soldið krípí ... það er svo auðvelt að kaupa þetta drasl líka:)

þessi síða heitir Tournaments of Stuff og hún er eflaust en furðulegasta síða sem ég hef rekist á, tveir hlutir eru settir saman og svo kýs fólk hvort það haldi að vinni... held ég??

pæliði í því að hafa þekkt einhvern sem sendi svona miða í barnaskóla, svona er fólk sérkennilegt:)

og að lokum, mig langar í svona bíl:) Pokemon rúlar:)

fimmtudagur, september 09, 2004

... og á meðan ég man:)

Enzyme
You are an enzyme. You are powerful, dark,
variable, and can change many things at your
whim...even when they're not supposed to be
changed. Bad you. You can be dangerous or
wonderful; it's your choice.

Which Biological Molecule Are You?
brought to you by
Rosalega er Þjónustuver Símans góð hugmynd:) ég er búin að ætla að hringja í þá í næstum tvær vikur en ég hef ekki gert það fyrr en í morgun, því ég hef ekki verið við tölvuna mína á opnunartíma þeirra undanfarið. Málið er nefnilega að ég er búin að fá mér nýtt email, fyrranafnseinnanafnmínusdóttir@simnet.is (þetta voru dulkóðuð skilaboð, þeir sem ná að dísæfera nýja emailið mitt og senda mér skilaboð fá verðlaun:)) en ég gat ekki tengst póstserverinum, þetta var að gera mig verulega pirraða eins og gefur að skilja því mig langar til að fara gefa upp auðvelt email sem er ekki vinnuemail... anívei, loksins er opið hjá þeim, ég hef tíma til að vera á hóld (jamms, ég var líka að bíða eftir tækifæri þar sem ég gat eytt hálftíma á hóld án þess að verða of sein í tíma/vinnu etc.) þannig að ég fer í nýja identitíið mitt, hef villuskilaboðin á skjánum fyrir framan mig og hringi .... og hlusta á eitthvað sixtís rokk í nokkrar mínútur og fer að leiðast biðin. Ég hugsa með sjálfri mér að ef ég held villuskilaboðunum á skjánum geti ég alveg farið fikta í þessu og þó ég týni þeim þarf ég bara að ýta á "send" til að sjá þau aftur, auk þess sem ég var að bíða eftir samtali við viðgerðamann ef ég klúðraði einhverju .... 12 mínútum og 37 sekúndum seinna er ég ennþá á hóld en ég er búin að senda email!!! þannig að ég skellti á:)

Fídel komst að því í gærkvöldi að við búum í fjölbýlishúsi, held hann sé ennþá í sjokki;)

fimmtudagur, september 02, 2004

Takk fyrir linkinn á Vísindavefinn Eydís og þakka þér Hildur fyrir verulega fræðandi tölvupóst;) núna veit ég miklu meira um lotukerfið en ég gerði um daginn sem er frábært:) en ég var samt að pæla, hvað með Mars... eða Venus hvað ef það finnst efni á einhverri plánetu sem hefur sömu sætistölu og eitthvað efni á jörðinni og með jafnmargar "eindir" á hvolfunum en er "rautt" en ekki "blátt" eins og við eigum að venjast, er það þá annað efni? eða sama efnið? eru frumefni í lit?:)

skemmti mér mjög vel á nýnemakvöldi áðan, rosalega flott kaka;) .... verð að fara að halda almennilegt litakökuboð bráðum þó það sé ekki júróvisjón;) back to school kökuboð með rauðum og grænum pönnukökum, þar sem ég er svo léleg í að bjóða verðið þið að bjóða ykkur sjálfum...

í öðrum fréttum er ég að hugsa um að kaupa mér nýja tölvu í næstu viku... held meira að segja að ég sé búin að velja hana:) eru ekki wizardar fyrir allt sem á að vera í tölvum? eða kemur allur pakkinn uppsettur með tölvunni? ... annars er kominn tími til að ég læri á tölvur almennilega og afhverju ekki að gera það meðan hún er ennþá í ábyrgð;) eða þá að ég fer að fikta í þessari bigtime, taka hana í sundur og þannig... eða ekki:) það er ekkert hægt að sjá betur hvernig tölvur virka þó hún liggi í frumeindum á borðinu er það nokkuð? væntanlega ekki...

komið gott, góðar stundir
Elvis er dáinn og ég fæddist á laugardegi:) var alltaf viss um að ég hefði fæðst á þriðjudegi klukkan ellefu... kannski fæddist ég ekki einu sinni klukkan ellefu? verð að spyrja að þessu ... og rifja upp afhverju ég hélt að 27. hefði borið upp á þriðjudegi;)

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Morgunblaðið 3. febrúar 1977

Rannsókn Geirfinnsmálsins er lokið:
Þrír menn játa að hafa ráðið Geirfinni bana

það er nú gott, eins og Ólafur Jóhannessson dómsmálaráðherra sagði: "martröð er létt af þjóðinni" svo bætti hann við: "það hefði verið óskemmtilegt, ef málið hefði ekki upplýstst. Þá hefðu að minnsta kosti fjórir menn og kannski fleiri verið tortryggðir allt sitt líf, legið undir grun. Það er ljótur leikur."

mánudagur, ágúst 30, 2004

óboj óboj... ég er soldið fegin að mér var ekki boðið í þetta jólaboð:) ég hefði ábyggilega eipað ef ég hefði fattað seint að ekki "öllum" manninum var eins vel pakkað inn - og ef ég þekki mig rétt hefði ábyggilega fengið mér að smakka af "borðinu";) af einhverjum ástæðum fann ég þessa síðu þegar ég var að leita að upplýsingum um lotukerfið... fattaði að ég veit ekki neitt um hvernig þetta kerfi virkar, ég kann fyrstu efnin utan að (H-He-Li-Be-B-C-N-O-F-Ne-Na-Mg-Al-Si-P-S-Cl-Ar-K eða eins og ég lagði þetta á minni í efnafræði á sínum tíma Háhelíbebbknoffnenaemmgéalsipsclark) en ég veit ekki afhverju þau eru í þessari röð - jú, eitthvað með massa eða eitthvað ... eða eindir (raf/nift/etc.) veit ekki... hvað gerist ef þeir finna eitthvað nýtt efni? það hlýtur að hafa gerst? er þetta júníversalt? getur verið að efni frá öðrum hnöttum passi í þetta kerfi líka eða bara þau sem finnast á jörðinni? er komin reynsla á þetta? hvað með efnin sem við höfum náð í á tunglinu? eru þau í þessu kerfi? fyrir hvað standa allar skammstafanirnar seinna í kerfinu og hvar finn ég það? ... ef einhver veit eitthvað af þessu býð ég í pizzu gegn upplýsingum:)... fann skemmtilega síðu að vísu, sem svarar spurningum sem ég kunni ekki að spyrja:) í hvert sinn sem þið ýtið á Refresh þá kemur ný staðreynd á skjáinn ... en ekkert um lotukerfið ... ennþá:) annars er ég að fara að setja aðra umferð af olíunni á tröppurnar mínar og klára heilasellurnar sem lifðu af í gær:)

já, meðan ég man, hver er maður í Bond á sunnudagskvöldum í vetur?:) það verður feitt horft á hann heima hjá mér og ég kann að poppa:)

... og einhver með einhverja hugmynd um hvað ég get gert við "baukinn á barnum"... vill einhver eiga hann?:)
Gleðifréttir dagsins: Einar reddaði mér hjólamús og vinnan mín mun þar af leiðandi vera mun auðveldari
Sorgarfréttir dagsins: Geirfinnur Einarsson er ennþá týndur
Ég vil þakka öllum sem komu á föstudaginn kærlega fyrir komuna og ég vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel:)

Var að koma úr vinnunni... get ekki sofnað vegna þess að ég var svo "sniðug" að leggja mig í dag áður en ég fór að vinna þó ég hafi ekki verið að gera neitt erfitt í gær... líkami minn er greinilega ekki vanur því að fá að sofa svona mikið:) er að horfa á lokahátíð Ólympíuleikanna og það er allt svo þrungið merkingu að þulurinn er ennþá að segja hvað dansinn á að þýða þegar sá næsti er byrjaður en núna heldur hann kjafti því það er halarófa af fólki að hlaupa með kúta í sumarfötum sem passa hvorki á einstaklingana né saman ... þau eiga ábyggilega að vera túristar? get ekki séð að þau séu að túlka einhverja goðsöguna með nútímadansi? túlkun hefur að vísu aldrei verið mín sterka hlið svo hver veit?:)

Ég olíubar nýju tröppurnar mínar í dag, fyrri umferðina, þannig að íbúðin mín ilmar af antík olíu og þó ég hafi skilið svalahurðina eftir opnar er ég soldið hrædd um að kötturinn hafi orðið fyrir heilaskaða? hann hagar sér einkennilegar en venjulega þannig að annað hvort hafa gufurnar þessi áhrifa á hann eða hann hefur komist í terpentínuna? hvernig veit ég ekki alveg því hann hefur margsannað að hann er ómögulegur þegar kemur að viðhaldi og heimilsstörfum... köttur sem nennir ekki að ganga frá mjólkinni eða kveikja/slökkva ljósin er ólíklegur til þess að opna plastflösku með barnalæsingu og fá sér sopa, en það er aldrei að vita? það er svo margt sem ég skil ekki varðandi ketti og dýr almennt... og fólk, ég skil ekki fólk og ég skil ekki golf og krikket og hvernig fólk getur drukkið Guinness og Campari:) en ég skil V-Tec (stendur aftaná sumum bílum) og ég skil hvernig 155 hestafla Alfa Romeo getur tapað í spyrnu á móti 150 hestafla Volkswagen Golf:) það er vegna þess að að Ítalir skrá hestöfl vélarinnar en Þjóðverjar skrá hestöflin útí hjólinn og það getur munað alveg 20 hestöflum:) skemmtilegar samræður yfir pizzu í gærkvöldi veittu mér aukna innsýn inní heim véla og bíla... alltaf gott að vita hvernig hlutirnir virka:)

ég þarf ekki að byrja í skólanum á morgun... hélt ég þyrfti þess en núna þegar ég var að tékka á stundatöflunni (til að vera 100% viss - Eydís og Hrönn sögðu að þetta byrjaði á miðvikudaginn, en þær voru fullar;)) þá byrjar ekkert fyrr en á miðvikudaginn og meira á mánudaginn næsta .... gaman að þessu:) bara vinna næstu tvo daga, svo vinna og skóli og vinna og heimalærdómur og ritgerðir ... djeveikt stuð! en ég ætla í haustfrí til útlanda, þarf bara að ákveða hvert ég fer - einhverjar uppástungur??

ætla að reyna að sofna núna,
góða nótt;)

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Ég er að reyna að finna email hjá öllum til að senda afmælisboð því það kostar fáránlega mikið að hringja í alla... það gengur nefnilega eiginlega ekki að segja bara:

hæþérerboiðíafmæliðmittáföstudaginnklukkantíuáannarrihæðveitingastaðarinsáhorninuáklapparstígoglaugavegiengarafmælisgjafirbarabaukurábarnumsemþú
ræðurhvortþúborgaríeðaekkihlakkatilaðsjáþigogmakaþinneðabestavinefþúerthrædd/urumaðþekkjaengannásvæðinuen
égætlaekkiaðhafaþettalengranúnaviðsjáumstbaraáföstudagskvöldiðklukkantíu
takkblessssssssss!!!!

... og anda:) ... það er enginn steingeit í mér, ég þekki stelpu sem er steingeit og hún er snillingur í að skipuleggja svona, vantar nokkur þannig gen í mig því ég á ábyggilega eftir að gleyma einhverjum:/ einhver sjálfboðaliði til að hlýða mér yfir gestalistann?;) það má líka hjálpa mér, ef þið hafið ekki fengið email sendið mér endilega bréf (linkurinn á mig er hægra megin) og ég skal staðfesta það við ykkur að ykkur er boðið.... anívei:)

síðasta vaktin mín á kaffihúsinu var á sunnudaginn og ég eyddi deginum í að henda fólki sem var enn að djamma eftir Menningarnótt út .... ótrúlegt úthald hjá sumum:) svo var ein stelpa sem stóð fyrir utan og bauð sig til sölu, það kom fólk inn og sagði okkur frá henni en ég verð að segja að ég trúði þeim ekki fyrr en ég fór út og hlustaði, jú, hún var til sölu, ekki dýrt, barasta frekar ódýrt og ef þú vildir gastu fengið sýnishorn af því sem stóð til boða... ég hringdi á lögguna... þegar ég var nýbúin að skella á og þeir ætluðu að tékka á þessu (hver getur staðist svona kostaboð... hmmmm) kom hún inn og vildi kaupa kakó, hún var "sko að vinna" .... okey:) verð að segja að ég átti bágt með mig en ég gat ekki afgreitt hana, það var verulega vond lykt af henni og hún var alls ekki edrú - þegar fólk kemur inn sem er búið að fá nóg að mínu mati nýti ég mér stundum lögin sem segja að það megi ekki selja ölvuðum áfengi því það vita ekki allir hvenær þeir eiga að hætta.... hún fór út og við loftuðum út

góðar stundir:)

laugardagur, ágúst 21, 2004

Búin að panta stað fyrir afmælið:)

Hátíðin verður haldin næsta föstudag klukkan tíu á stað niður í bæ - veit ekki alveg hvort ég eigi að þora að opinbera staðinn á netinu þar sem þetta er fremur opin vettvangur - en það eru samt allir velkomnir;) ef þig langar til að koma en heldur að þú munir ekki þekkja neinn þá máttu koma með einhvern með þér:) hugsa málið, sendi ábyggilega bara email, sms og læt það berast ef það er í lagi? ..... en næsta föstudag, 27. ágúst, klukkan tíu eigið þið að mæta og þeir sem koma fyrstir fá ókeypis bjór!!!

Ég vil ekki fá neinar afmælisgjafir en það verður baukur við barinn sem þið megið láta klink í því það er ekki alveg ókeypis að leigja stað með ókeypis áfengi.... ég ælta líka að reyna að redda einhverju tilboði sem verður nánar auglýst síðar þegar Menningarnætur meihamið er búið og veitingastaðir og rekstaraðilar þeirra eru komnir aftur niður á jörðina ... sem minnir mig á það að ég verð að fara að koma mér:)

föstudagur, ágúst 20, 2004

Var að koma úr vinnunni og er á leiðinni í vinnuna... vinn á morgun líka og hinn en bara til sex báða dagana... svo byrjar skólinn á mánudaginn - never a dull moment;)

planið er að halda upp á afmælið mitt næsta föstudag en ... ég er ekki búin að gera neitt í því:/ spurning um að gera það núna í staðinn fyrir að vesenast þetta?:) væri sniðugt er þaggi?

hver vill koma í afmælið mitt?:)

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

ég þekki stelpu sem var að flytja til útlanda og hún hefur rosalega gaman að því að spila leiki á netinu þannig að þessi færsla er tileinkuð henni Erlu:) ég fíla líka netleiki þannig að ég er að surfa núna og finna nokkra því ég er búin að sjóða sjálfa mig í sólinni í dag ... bókstaflega og ég vil ekki vera úti lengur... þið sem fílið þennan hita getið leikið ykkur og slæpst í vetur:)

Barneignaleikurinn
Kastaðu peningi
Lærðu reikning
Ávanabindandi boltaleikur
Slæpingjaleikurinn
Shove it
Snákaleikur - skemmtilegur ef þú nennir að læra hvernig á að stjórna snáknum, þangað til er hann bara pirrandi:)

hversu mikill lygari ertu? frekar krappí próf en kúl síða þar sem þið getið meðal annars hlustað á frægar lygar:)
svo eru líka skemmtilegar síður um allt:)
Darwin verðlaunin
Hausar...
Hvernig á að tala ... eða ekki:)
Fyrir ykkur sem vinnið á skrifstofum
Hversu stórt er alnetið?
Algerlega tilgangslaus síða finnst mér:)
Strumparnir eru kommúnistar
White trash

og ég var svo fegin þegar ég las þetta eftir að hafa skoðað Bambi Killers heimasíðuna mér fannst ömurlegt að lesa um hvernig átti að kenna börnum að veiða - kannski hafa samt aðrir tekið þetta alvarlega?

mánudagur, ágúst 09, 2004

Ég auglýsi hér með eftir einstakling sem vill ættleiða um það bil fimm stórar kóngulær sem búa á svölunum mínum ... Fídel vill ekki fara út því hann labbar alltaf í vefina og veit ekki hvað er að snerta hann - kóngulóavefir og skíthræddir kettir eru ekki góð blanda;) hann sér kóngulærnar hins vegar ekki, held ég? veiðigenið er kannski bara dautt í honum? en ég sé þær og vil helst losna við þær... og nei, ég er ekki að fara út með sóp og sópa þær í burtu því þá fara þær í sópinn og hvað geri ég þá? næ í annan sóp? er ég þá ekki bara komin í vítahring áttfætla og hætti að geta sofið??? þær eru alveg ókeypis, fyrstur kemur fyrstur fær .... ég get reddað krukkum;)

föstudagur, ágúst 06, 2004

Ég var göbbuð! það voru tveir þjónar og kokkur (held ég) að fá sér drykk eftir vinnu hjá okkur áðan... þau voru búin að fá sér nokkra bjóra, hvítvínsglös og gos (kokkurinn var edrú) og stelpurnar voru greinilega farnar að finna vel á sér:) klukkan kortér í eitt kom önnur þeirra upp að barnum og spurði hvort við lokuðum eitt og þegar ég sagði já spurði hún hvort þau mættu sitja inni þangað til þau væru búin með glösin? ég leit á borðið, hún átti hálft bjórglas eftir og vinkona hennar átti þriðjung eftir af hvítvíninu sínu - gaurinn var búinn með gosið sitt - jú, sagði ég það er ekkert mál og fannst hún verulega tillitsöm að spyrja að þessu þangað til hún pantaði annan bjór, hvítvín og appelsín.... auðvitað gat ég ekki ekki selt henni þetta því það var kortér í að við lokuðum og hún var búin að spyrja - hún gabbaði mig!! hehehehe soldið gott trick samt;)


fimmtudagur, ágúst 05, 2004

freistingar eru til þess að falla fyrir þeim er þaggi?... sumar freistingar eru líka nauðsynlegar, að minnsta kosti það sem freistar einstaklingsins ef það er hlutur, ég er ekki að segja að súkkulaðikaka með rjóma sé nauðsynleg en það getur verið fræðilegur möguleiki að það sé skynsamlegt að fá sér svoleiðis? segjum að þú þjáist af ógurlegum kalkskorti þá er rjómi góð hugmynd, ef þú ert gísl hjá skæruliðum eða keppandi í Survivor þá getur tilhugsunin um súkkulaðiköku hjálpað þér að halda geðheilsunni (þó getur hún gert nær útaf við þá sem eru í kringum þig samanber súkkulaðidrauma Jerri í Survivor Ástralíu - a selfproclaimed "total Snickers whore") svo er löngum vitað að það er sama efni í súkkulaði og líkaminn myndar þegar þú ert ástfangin þannig að súkkulaðikaka getur hjálpað þér í gegnum erfiðar stundir þegar ástarmálin eru í deyfð... líter af vodka getur að vísu gert alveg sama gagn samanber Bridget Jones´s Diary bömmerinn daginn eftir er ábyggilega svipaður:)

ég var að falla fyrir freistingu, ég keypti mér soldið sem ég þurfti á að halda en ... var ekki endilega algerlega nauðsynlegt:) ég er með mótorhjól í láni og í hvert einasta skipti sem ég hef stigið á það hingað til hefur byrjað að rigna, hellidembur, svo lendi ég í polli og ég rennblotna... gallinn þornar á núll einni en ég enda alltaf daginn með skó í þurrki og þarf að vera með aukaskó og sokka með mér ef ég er að fara í vinnuna (og fara í blauta skó eftir vaktina:/) .... mig sem sagt vantaði almennileg mótorhjólastígvél, vatnsheld, upphá og þægileg og eftir að hafa hugsað þetta og velt þessu fyrir mér ákvað ég að láta verða af því að kaupa svoleiðis:) fimm mínútur í sex fór ég inn í búð sem selur sérstaklega flotta skó sem ég var búin að máta nokkrum sinnum og keypti mér par - ógisslega flottir!!

til hamingju með nýju skónna:)

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

ég er að kaffihúsast þessa dagana... ég er ekki alveg viss um að mig myndi langa til að eiga kaffihús? kannski ef það væri bara með þremur borðum, ef viðskiptavinir sem mig langar til að eiga samskipti við væru þeir einu sem létu sjá sig og ef ég þyrfti ekki að vera með neinn mat:) ... ég held að ég sé ekki manneskjan sem á að leggja þetta fyrir mig en það er fínt að standa í þessu í þrjár vikur - og fara svo í skólann:) mig langar rosalega mikið í skólann aftur;)

ég sendi út sms um daginn um íbúð sem er laus strax og til leigu sem fyrst en ég var að gera það á meðan ég var að gera annað þannig að ég er ekki alveg með það á hreinu hver fékk skilaboð og hver ekki þannig að í staðinn fyrir að senda þetta út aftur ætla ég að auglýsa gullfallega íbúð við gömlu höfnina til leigu:) horn-nudd-baðkar, geðveikt útsýni og húsgögn fylgja með - aðeins smekklegt og gott fólk kemur til greina auðvitað:) ekki há leiga og húsaleigubætur þannig að ef þið eruð að leita eða þekkið einhvern sem á sér ekki samastað núna eða bráðum látið mig endilega vita;)

mánudagur, ágúst 02, 2004

ofurhetjufærslan er verulega illa skrifuð, var að fatta það... var meira að einbeita mér að upplýsingaöflun en stíl og þannig ... nenni ekki að laga hana, þið skiljið þetta ábyggilega af samhenginu:)

góðar stundir

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Batman
það voru miklar pælingar í gangi í vinnunni í dag, hvaðan fékk Batman ofurkraftinn sinn til að mynda, Superman og Supergirl eru bæði geimverur, Spiderman var bitinn af kónguló en Batman... ég fór á netið og Batman er ekki með neina ofurkrafta, hann er ofurhetja en er venjulegur maður sem er ótrúlega klár:) hann og Sherlock Holmes væru verðugir andstæðingar ef annar þeirra væri vondur en þeir eru vinir samkvæmt fyrstu sögunum:) meðal þess sem Batman er með í gula tækjabeltinu sínu er fingrafarakit... hann er beisikallí svona ofur-Grisom úr CSI samkvæmt skilgreiningunni og álit mitt á Batman hefur stóraukist:)

He-Man
við vorum líka að pæla í He-man og kastalanum hans, mér fannst Castle Greyskull hljóma eins og kastalinn hans Skeletor, en kastalinn hans víst heitir Snake Mountain ... og ég finn ekki mynd af honum:) He-man heitir Prins Adam í alvörunni og er krónprins plánetunar Eterníu, sonur Randor konungs og Marlenu drottningar (hér eru þau ásamt Seiðkonunni og Orco). Hann fékk töfrasverð frá Seiðkonunni til að hjálpa honum verja leyndardóma Greyskull kastala fyrir hinum illa Skeletor ... en ég veit ekki hvort Greyskull kastali og kastalinn sem He-man býr í er einn og hinn sami... verð að leita betur .... ok, Konunglega höllin er í Eternos konungsríkinu og heitir Eternos, plánetan heitir Eternía, og hér getið þið séð nákvæmt kort af landsvæðinu:)

var að komast að því að She-Re: Princess of Power er spin-off leikfang og sería ekki hluti af upphaflega ævintýrinu (sem by the way varð til vegna þess að Conan The Barbarian leikföng þóttu ekki uppeldisfræðilega skynsamleg...) She-Ra er tvíburasystir Adams og heitir Adora þegar hún er ekki ofurhetja:) Prins Adam gaf henni The Sword of Protection (sverðið hans heitir The Sword of Power) og hún segir "For the Honor of Grayskull......I am She-ra" til að breytast, Adam segir "By the Power of Grayskull......I have the Power" til að breytast í He-man og "Let the Power return" til að verða eðlilegur aftur - það er ekki vitað hvernig She-Ra breytir sér til baka í Adoru...

ég man ekki sérlega mikið eftir þáttunum en við vorum alltaf í He-man, Gunnar átti kastalann og Doddi í Næsta húsi átti allt... mér fannst alltaf skemmtilegast að vera Orco:) Prins Adam á að vera 18 ára í fyrstu seríunni, ég man ekki eftir neinum 18 ára unglingi sem hljómaði svona og leit svona út.... ég er búin að læra heilan helling um He-man núna og ég mæli með því að surfið aðeins um og lesið ykkur til um ofurhetjur, ég held ég sleppi því jafnvel að fara á æfingu á morgun;)

ef ég færi á æfingu á morgun hins vegar gæti ég verið skrefi nær því að líta út eins og Catwoman... og hvað um hana? sumir segja að hún hafi ekki ofurkrafta nema næmari skilningarvit, heyrn og þannig, sumir segja að hún hafi verið myrt og komið aftur til að komast að því hver myrti hana en varð háð spennunni sem fylgdi því að slást við vonda kalla... eða að vera "vondur kall" sjálf ... í sjónvarpsþáttunum var hún oft skilin eftir í óvinnanlegum aðstæðum og Batman sagði þá við Robin: "þetta verður í lagi, hún kemur aftur - kettir eru með níu líf" ... miðað við allar sögurnar, þættina, myndirnar og leikkonurnar þá held ég að Catwoman hafi lifað oftar en níu sinnum:) ég er búin að lesa heilmikið um hana í kvöld og... fyrst var hún gimsteinaþjófur, svo milli 1940 og 54 var hún minnislaus glæpamaður fékk svo högg á höfuðið og mundi allt í einu að hún var flugfreyja sem lenti í flugslysi og fékk sjokk þegar hún fattaði hvað hún hafði verið að gera í nokkur ár, hún bætti ráð sitt og opnaði gæludýrabúð... á tímabili var ekki víst hvort hún væri köttur eða leðurblaka en það var ekkert á milli hennar og Batman í þessum heimi en í annarri vídd átti hún barn með honum, The Huntress, samanber Birds of Prey sem Skjár einn sýnir þessa dagana... eða sýndu þegar ég var lasin um daginn;) 1987 kom ný útgáfa eftir Frank Miller og þar átti Catwoman að hafa verið munaðarlaus og vændiskona áður en hún varð þjófur... og '92 túlkaði Michelle Pfeiffer hana sem ritara veggjalús sem er næstum drepin og fyllist sjálfstrausti til að verða allt sem hún getur verið (hljóma eins og auglýsing frá bandaríska hernum hérna:)) en öðlast ekki neina ofurkrafta frekar en Catwoman í myndasögunum sem verið er að framleiða í dag um hana. Þar er varð hún munaðarlaus 12 ára, mamma hennar framdi sjálfsmorð og alkahólískur pabbi hennar dó, bjó á götunni þar til hún ákveður að feta í fótspor Batmans, fer að stela frá öðrum glæpamönnum, verður rík og deitar Bruce Wayne um tíma (Bruce Wayne AKA Batman) ... í nýjustu myndinni er Halle Berry grafískur hönnuður sem fattar leyndarmál yfirmanns síns, er næstum drepin (af honum væntanlega... hef ekki séð myndina, ennþá;)) en í stað þess að deyja öðlast hún hraða, styrk og skynjun kattarins - verulega kúl, þess má geta að Halle Berry er með sykursýki og hálfheyrnalaus en miðað við það sem ég hef séð úr myndinni skemmir það ekkert fyrir;)

búin að læra nóg um ofurhetjur í kvöld ... mig á eftir að dreyma að ég sé að bjarga heiminum í nótt:)

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Síðustu helgi fór ég í ferðalag út á land, kominn tími á nokkra daga útilegu til að "fíla grasið þar sem það grær" eins og Bubbi myndi segja. Bubbi var einmitt ferðafélagi minn ásamt fleirum þessa helgi því þetta var óvissuferði í tvennum skilningi, ég hafði ekki hugmynd um hvar ég ætlaði að gista á næturna svo tók ég með mér alla ómerktu diskana sem ég hef ætlað að hlusta á til að komast að því hvað er á þeim en hef aldrei fundið mér tíma til þess - sífelld óvissa, en alltaf verulega góð tónlist og góðir gististaðir;) ég skírði bílinn minn í ferðinni, kominn tími til að hann fengi alvöru nafn...

ég keyrði Kjöl og ætlaði að gista á Hveravöllum en þegar þangað var komið sá ég nokkur hundruð blá og grá tjöld sem einhver hafði tjaldað samkvæmt stöðlum bandaríska hersins um útlit grunnbúða landgönguliða. Þegar ég var komin inn á svæðið sá ég flokka af Þjóðverjum og Frökkum í mjög mismunandi ástandi sem áttu væntanlega að vera í þessum tjöldum en ég ákvað samt að ganga um svæðið og athuga hvort ég gæti ekki bara lagt soldið frá þeim en nei.... þarna var líka fimmtíu manna hópur úr Hafnarfirði, miðaldra fólk að drekka sig fullt, að losa fullar þvagblöðrur hér og þar, skemmta sér í lauginni og syngja, syngja, syngja - þetta var kór áhugamanna í kórferðalagi, sumt er ekki hægt að bjóða sjálfum sér þannig að ég hélt áfram:)

á Sauðárkrók er bar, hann heitir Bar-Inn, með bandstriki ekki klikka á því, en mér sýndist eiginlega allir stunda það að keyra bara í hringi, hring eftir hring með græjurnar í botni, verulega sveittir FM-hnakkar, sólgleraugu um miðja nótt og træbaltattú hvert sem litið var... þeir eru meira að segja með eigin heimasíðu:) fínn staður samt ábyggilega ef ég hefði gefið honum séns en ég nennti bara að vera eina nótt:)

fór á Grundarfjarðarhátíð á laugardagskvöldið - hitti Valgerði sem er nýflutt þangað og Pálínu, Eddu og Bryndísi (þú verður að fá þér síðu Bryndís;)) sem voru í dagsferð sem entist fram á nótt í bryggjuballsstuði og almennri gleði:) fyrir utan stelpurnar hitti ég fullt af fólki sem ég þekkti og er jafnvel að hugsa um að fara aftur að ári;) við sáum gamlan Willis í grasbúningi með skilti um að ganga ekki á grasinu:) hefði átt að taka myndavélina með mér - ég verð aldrei ljósmyndari, hafið þið ekki séð Supergirl? anívei... fór í Dritvík á leiðinni heim og komst að því að hún stóð engan vegin undir nafni miðað við hvað Íslendingar eru góðir í að skíra staði og bæi lýsandi nöfnum samanber Votamýri, Staðastaður, Hólahólar og Keisbakki (býst fastlega við að eitthvað keis búi á þeim bæ) svo ég nefni nokkra staði sem ég keyrði framhjá (keyrði líka framhjá skilti sem á stóð "2 Hundadalur" sem ég er ekki alveg að fatta... ég geri ráð fyrir að það búi aðeins tveir hundar í þessum dal??), ég var að tala um Dritvík... ekki neitt drit og varla nokkrir fuglar - verð samt að segja að ég fílaði víkina í ræmur, ótrúlega falleg fjara og er frekar fegin að það vantaði allt drit í hana:)

ég keyrði slatta í ferðinni, alveg alla leiðina... nenni ekki að setja alla ferðasöguna hingað inn þannig að þið verðið bara að hafa uppá mér og biðja mig um að segja ykkur frá;)

á meðan ég var í burtu gerðist margt í Reykjavík, langt síðan ég hef sett eitthvað inn af Lögguvefnum þannig að hérna kemur dagbókin síðan um helgina, soldið stytt:

Helstu verkefni LR helgina 23. - 25. júlí 2004
Um miðjan dag á föstudag var tilkynnt um innbrot í íbúð í Breiðholti.  Þar hafði verið stolið DVD spilar, tölvu og þrem GSM símum.
- afhverju voru ÞRÍR gemmsar í íbúðinni... hversu margir bjuggu þarna?
Um miðjan dag á laugardag tilkynnti kona um þjófnað, en hún var stödd í Sundhöllinni við Barónstíg.  Konan fór frá búningsklefa til laugar en snéri við eftir um 10 mínútur.  Þá kom í ljós að brotist hafði verið inn í búningsskáp konunnar og þaðan stolið þrem myndavélum og tveim greiðslukortum ásamt veski. - ÞRJÁR myndavélar, hvað er málið með að vera með of mikið af tækjum hjá sér? eins og Tracy Chapman myndi segja, two more than you need - hlustaði mikið á tónlist í ferðinni minni;)
Laust eftir miðnætti á laugardag var tilkynnt um að ökumaður væri hugsanlega ölvaður en hann var þá staddur í Hvalfjarðargöngum á leið í átt til Reykjavíkur.  Á Esjumelum skammt norðan Mosfellsbæjar urðu lögreglumenn varir við bifreið mannsins og hugðust stöðva hana.  Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var honum þá veitt eftirför.  Ók hann um nokkrar götur í Mosfellsbæ en var loks lokaður af  í Hulduhlíð.  Var hann ölvaður og mjög æstur.  Var hann að lokinn blóðtöku færður í fangageymslu.
Nánast á sama tíma var bifreið ekið á vegg í Hverafold í Grafarvogi. Í ljós kom að ökumaður var mjög ölvaður og var hann eftir blóðtöku færður í fangageymslu. - mér líður ekki vel að vita af svona mönnum í umferðinni, pæliði í því, þeir nást ekki allir:/ horfa þeir aldrei á sjónvarpið? talandi um glæfraakstur, hafiði séð nýju herferðina frá Umferðastofu? með laginu eftir Vatnsenda Rósu? ... spúkkí
Á sunnudagsmorgunn þegar starfsmaður Bæjarins bestu var að taka til eftir nóttina, varð hann fyrir því að stóll sem hann hafði sett út fyrir á meðan hann gekk frá innan dyra, var stolið.  Fátt fær nú að vera í friði.
- heimur versnandi fer...

Góðar stundir

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Pálína er komin með nýtt blogg og þar linkar hún meðal annars á Blóðflokkamataræðissíðu... Edda kíkti á sína útkomu og ég ákvað að gera það líka:) Það sem ég skil aldrei við svona er hvað má borða og hvað ekki þannig að ég ákvað að kíkja á matseðilinn sem hægt er að finna hérna, þetta ætti ég sem sagt að borða:
 
MATSEÐILL
Margir hafa kvartað yfir því að vita ekki hvað þeir eiga að borða eða hvernig þeir geta sett saman matinn ef þeir ætla að fylgja blóðflokkamataræðinu (og ég myndi falla undir svona einstakling)... 
 
Dagur 1:
Morgunverður: Niðurskornir ávextir að eigin vali (skv. fæðulista), 1-2 tesk. hlynsíróp yfir.
Hádegisverður: Ristuð speltbrauðsneið með grillaðri kjúklingabringu, tómötum og salati. Ölkelduvatn (er þetta ekki venjulegt vatn? hvernig verð ég mér út um ölkelduvatn?).
Snarl milli mála: Eplasneiðar með möndlusmjöri (hvað er möndlusmjör? hakkaðar möndlur??).
Kvöldverður: Grillaður lax með pesto með basilíkum (heimalagað), grillaðar sætar kartöflur, romaine salat með salatsósu (væntanlega einhver sérstök salatsósa? eða bara hvað sem er?).
 
Dagur 2:
Morgunverður: Sneið af spírubrauði með sultu úr svörtum kirsuberjum, engiferte (ég er að hugsa um að sofa yfir mig þennan dag og missa af morgunmatnum).
Hádegisverður: Túnfisksalat á hrökkbrauði (ég geri ráð fyrir að þetta sé ekki hefðbundið túnfisksalat heldur eitthvað blóðflokkaspesiffik?), fenugreek-te heitt (hvers konar te er þetta? grískt?) eða með ísmolum.
Snarl milli mála: Ferskur ananas (jamms, alltaf með einn solleis í bakpokanum), greipaldinsafi og hreinn kristall (erum við að tala um gosdrykkinn Kristal? eða grjótið? - heimilsfangið er sko á Hellnum á Snæfellsnesi og emailið er gudrun@hellnar.is ... jamms, það er alveg hægt að misskilja er það ekki??).
Kvöldverður: Snöggsteiktar rækjur með grænmeti, rauðri papriku, spergilkáli, hvítlauk, lauk og tamari-sósu (hvers konar sósa er þetta? er hægt að kaupa hana? eða er hún heimatilbúin?). Sushi hrísgrjón, Engiferte með ísmolum. Gráfíkjukökur (held barasta að ég hafi aldrei séð gráfíkjukökur... eða eru þetta FigRolls eins og eru í öllum búðin... naaahhh too easy!).

Dagur 3:
Morgunverður: Eggjakaka úr einu eggi með rifnum gulrótum og kúrbít, glas af ananassafa, rósaberjate (rósaberjate ... enn ein te tegundin).
Hádegisverður: Laxasalat með majónesi og söxuðu fersku dilli á salatblaði, hrökkbrauð, fenugreek-te með ísmolum.
Snarl milli mála: Gulróta- og engifersafi (þetta þarf ég væntanlega að búa til sjálf... hvernig ættu hlutföllin í þessu að vera? ég þarf örugglega að kaupa bókina, ég sé það núna...).
Kvöldverður: Lifur með lauk, pílaff (pílaff, pílaff.... pílaff, hljómar eins og eitthvað sem fólk saumar á kjóla eða nærföt??) úr brúnum hrísgrjónum, blandað grænt salat.
 
Dagur 4:
Morgunverður: Soðin egg á ristuðu spírubrauði (meira spírubrauð... kannski er þetta til í bakaríum?), ½ greipaldin (endist hinn helmingurinn fram að næsta degi fjögur?), regnálmste (þessi te eru orðin frekar iffí...).
Hádegisverður: Ostborgari (hamborgarabrauð úr speltmjöli) m/geitaosti, blandað salat með tómötum.
Snarl milli mála: Pera, glas af sojamjólk (er soyamjólk seld í minni umbúðum en lítrum? ef ekki endist hún fram að næsta degi fjögur? þessi dagur verður dagur sóunar:/).
Kvöldverður: Grilluð lifur með lauk, gufusoðið spergilkál með ídýfusósu (Vogaídýfa??? væntanlega ekki? hvernig ídýfa á þetta að vera?), pílaff (pílaff, pílaff, pílaff, plíaff, plíaff, plaff, plaff ... segðu pílaff tíu sinnum hratt) úr brúnum hrísgrjónum.
 
Dagur 5:
Morgunverður: Speltflögur (speltflögur ... er það hráefnið sem speltbrauð er búið til úr? eða eru speltflögur búnar til úr sama "hveiti" og speltbrauð??) með rúsínum og sojamjólk, banani, engiferte.
Hádegisverður: Einföld fiskisúpa (ekki flókin... hvar eru mörkin, er einföld bara súpa með rækjum? hvenær verður hún flókin?), brauðbolla úr speltmjöli (væntanlega úr bakaríi??), kristall með ananassafa.
Snarl milli mála: 2 valhnetusmákökur (úr ráðlögðu mjöli - auðvitað!! hvað eiga þær að vera stórar? á stærð við tíkalla eða lófa eða eins og súkkulaðibitakökurnar í bakaríunum), piparmyntute (þetta te hef ég heyrt um:)).
Kvöldverður: Grilluð nautalendarsteik, núðlur (úr ráðlögðu mjöli), soðsteikt spínat (hvernig soðsteiki ég spínat? hvernig er nokkuð soðsteikt???) með hvítlauk.

Dagur 6:
Morgunverður: Banana- og hnetumuffins (ég hef séð bláberja og súkkulaði og double chocolate en ekki banana og hnetu?), piparmyntute (ég held ég fái mér bara te þennan morguninn).
Hádegisverður: Pinto-baunasúpa (hvernig eru Pinto baunir?), blandað grænt salat, sódavatn með sítrónusneið.
Snarl milli mála: Banana- og sojamjólkurþykkni (matvinnsluvél) (aftur spurning um hlutföll ... en ég ætla ekki að kaupa þessa bók!!).
Kvöldverður: Karríkrydduð lambakássa með mangó-chutney, basmati hrísgrjón, soðsteiktur blaðlaukur, fenugreek-te (þetta er svo sem í lagi kvöldmatur fyrir utan soðsteikinguna og teið...).
 
ég sé hvergi að ég megi drekka bara vatn, það verður að vera ölkelduvatn eða sódavatn... má ég drekka eins mikið vatn og ég vil eða bara með matnum eins og matseðillinn gefur til kynna ... og þá með kolsýru... það er ekki fræðilegur að ég gæti þetta, ég myndi deyja úr hungri.....
 
einn skemmtilegur að lokum, til að gleðja alla:
why are cowboyhats curled up at the sides?
so four cowboys can sit in a pick-up truck

fimmtudagur, júlí 08, 2004

það er föstudagur á morgun og í tilefni fimmtudagsins koma hérna nokkrir frá árinu 1950:

Herbergisþjónn: "Hringduð þjer bjöllunni, herra?"
Reiður gestur: "Nei, kirkjuklukkunum, Jeg hjelt þjer væruð dauður."

Mjög horaður maður mætti mjög feitum manni í anddyri.
"Eftir útliti yðar að dæma", sagði sá feiti, "mætti halda, að það hefði ríkt hungursneyð."
"Og eftir útliti yðar að dæma," sagði sá horaði, "mætti halda, að þjer hefðuðu orsakað hana."

Einfalt mál.
Hópur af ferðamönnum í Arizona mætti Indíána ríðandi á hesti. Kona gekk við hlið hans og kiknaði undan þungri byrði.
"Hvers vegna er ekki konan ríðandi?" spurði einn ferðamaðurinn.
"Hún hefir engan hest."

Gætið háttvísi.
Viðskiptavinur: "ÞJónn, þessi rjúpa er viðbjóðsleg."
Þjónn. "Uss, herra. Talið aldrei illa um hina dauðu."

13. ágúst 1950, blaðsíðu 10.


dadramdam!

sunnudagur, júlí 04, 2004

var að koma úr Tívólíinu:) rosalega gaman en ég mæli ekki með X-TREAM tækinu (sem Hannes neyddi mig til að prófa) ef ykkur þykir vænt um magann á ykkur:/ draugahúsið var hins vegar fínt, þið verið nett nojuð meina ég, sérstaklega ef þið farið með einhverjum í það sem er sífellt að bregða ykkur - endilega bjóðið Hannesi með ykkur;) við prófuðum skotbakka líka og ég vann tuskukött sem Fídel er ekki sáttur við... miðið á byssunum er eitthvað skakkt en það er skakkt í alveg hárrétta átt fyrir mig því yfirleitt hitti ég aldrei neitt þegar ég reyni að miða á eitthvað ákveðið:)

... sá líka gókartbraut þarna hjá Smáralindinni þegar við vorum alveg efst í Parísarhjólinu:) verð að prófa hana einhvern tímann - einhver maður í keppni?:)

laugardagur, júlí 03, 2004

Jæja Valgerður, það er kominn linkur á þig:) loksins:)

í gær var hið árlega gókart mót kaffihússins og ég vann gullmedalíu:) mætti með hana í vinnuna og allt saman... en ég vann að vísu ekki með hana því hún var alltaf fyrir þegar ég var að fara með súpur á borð og dæla bjórum og þannig en ég hengdi hana upp þegar ég kom heim og hún fer rosalega vel í stofunni hjá mér:) þetta var geðveik keppni, allir að fara yfirum af keppnisanda og allir ætluðu að vinna, bílar að snúast hægri vinstri (á þurri braut), ég lenti í árekstri við Böggles sem missti stjórn í beygju sem ég var á leiðinni í og ég gat ekki neitt gert nema beygja undan og skella á honum, ein fór í dekkjavegginn og braut stýrið sitt, einn fór á ágætum hraða í beygju og dekkið flaug undan bílnum, bíllinn í dekkin og ökumaðurinn út í móa... þetta var snilld!!! ef þið hafið ekkert að gera og eigið pening (þetta er dýrt...) þá mæli ég hiklaust með gókarti í Reykjanesbæ - þið fáið galla og hjálm og allt:)

Erla og Atli kíktu í heimsókn í vinnuna mína í gær:) takk fyrir komuna! Hannes kom líka en þá var of klikkað að gera til að segja meira en hæ... það var frekar mikið að gera í gær, allt kvöldið, engin lægð á meðan fólk borðar kvöldmat eins og stundum en líklega var það vegna þess að allir voru búnir að fá útborgað?

við fengum 13 manna steggjapartý frá Englandi í heimsókn, allir í Gull - The Viking Bear og refsiskot, einn gaur fékk sér kaffi og varð að taka refsiskot, annar fór tvisvar á klósettið á einum bjór og varð að taka refsiskot... þeir voru mjög fullir:) ég held ég hafi samt aldrei séð annan eins hópþrýsting... á sama tíma vorum við með fjögurra manna afmælisveislu sem söng og hafði miklu, miklu hærra en steggjapartýið - en það var allt í lagi vegna þess að þetta voru félagar mínir úr sigurliðinu í fótboltanum um daginn:)

fyrr um kvöldið kom Augun og sat í nokkra klukkutíma á borðinu sínu... við köllum hann Augun en mamma hans kallar hann ábyggilega eitthvað annað... þetta er útlendingur sem virðist ekki tala neitt ákveðið tungumál, allt sem hann segir er blanda af ensku, þýsku, frönsku, umli (aðallega) og bendingum... sem betur fer bendir hann vegna þess að annars væri ábyggilega verulega erfitt að afgreiða hann:) hann sest alltaf á sama borðið í horninu, pantar sér mismunandi rétti (sem er fremur óeðlilegt því yfirleitt pantar "svona fólk" sér alltaf það sama, eitthvað í comfort zoneinu sínu...) og situr svo í tvo til þrjá tíma og reynir að vera ósýnilegur. Honum tekst það næstum því en við tökum alltaf eftir augunum í honum, þess vegna köllum við hann Augun... verulega furðulegur gaur og ég er fegin að fá hann ekki heim til mín í sunnudagsmat!

búin að vera vakandi í meira en tvo tíma þó ég hafi ætlað að sofa út, einhvers staðar í hverfinu er verið að grafa í gegnum granít með ósmurðri gröfu... ætla að fara að gera eitthvað núna, innivinnu því veðrið er ... ógisslegt:(

sunnudagur, júní 27, 2004

Búin að breyta linkunum og er núna að surfa og taka próf eins og ég gerði alltaf hérna í denn en hef ekki gert ... lengi, lengi:)

við hvað vinnur þú... eða nafnið þitt?
Guðrún, Your ideal job is a … who are you kidding, you work?

svo auðvitað "klassískt" persónuleikapróf:

Þú hefur hlotið 35 stig

Persónuleiki þess sem fær á milli 31-40 stig:
Annað fólk skynjar þig sem varkára, hagsýna vitsmunaveru. Þú þykir snjöll, hæfileikarík en hógvær persóna. Ekki manneskja sem eignast vini of auðveldlega en ert mjög trygg vinum þínum og ætlast til sama trygglyndis til baka. Þeir sem kynnast þér virkilega vel átta sig á því að það þarf býsna mikið til að glata trausti þínu, en ef það gerist tekur það langan tíma að gróa og gerist jafnvel aldrei.


á http://www.betra.net/ eru fjölmörg próf sem eru skemmtileg svona á sunnudögum í roki:) kvikmyndaþekking, fyrri líf, tjokkó- og gellutest etc.

nenni þessu samt ekki lengur:)
varðandi fótboltaleikinn... sko, ég vann með liðinu mínu en ekki vinnustaðnum:) hinir voru færri þannig að ég var lánuð yfir og sett í vörnina hjá þeim:) fyrri leikurinn fór 6-6 og seinni 4-1 fyrir mínu liði ... auðvitað var sigurinn því að þakka að ég var í vörninni og stoppaði vinnufélagana mína þegar þeir reyndu að skora í markið hjá okkur:) núna er planið að mæta á æfingar og æfa okkur grimt til að geta boðið í fleiri vinnustaði í götunni ... mér skilst að ég þurfi að læra að "sóla" og "tækla" og "rekja" ... persónulega held ég samt að ég þurfi að einbeita mér að því að sparka boltanum þangað sem hann á að fara en ekki í hina áttina:) ... ég á meira að segja fótbolta einhvers staðar - er einhver maður í leik í dag?

hvað um það... ég keypti barnagulrætur um daginn, svona pínkulitlar gulrætur sem þarf ekki að skræla frá Jolly Green Giant, fimm á dag eiga víst að bæta heilsuna samkvæmt pakkanum, það eru alveg margir dagar síðan ég keypti þær en ég hef ekki viljað opnað pokan ennþá vegna þess að ég held að þetta séu ekki alvöru gulrætur heldur rotvarnarstaukar sem er búið að lita appelsínugular - síðasti neysludagurinn er nefnilega í júlí ... á næsta ári!! getur grænmeti lifað af í meira en ár og verið ferskt? sem betur fer er enginn pökkunardagur á umbúðunum því mig langar helst ekki til að vita hversu gamlar þær eru nú þegar:)

ég er búin að fara í klippingu aftur, frekar stutt á mér hárið núna ... en það vex:) og tvær tegundir af strípum svona í tilefni sumarsins - ég er orðin aðeins betri í að ráða við stutt hár en ég var fyrir ári þannig að þetta er fínt en ég er samt að hugsa um að safna aðeins núna líka vegna þess að klippikonan mín er að flytja til Litáen til að reka parketverksmiðju og mun þess vegna ekki vera að klippa nein hár í nokkur ár - nema ef einhver þarna úti þekkir frábæra klippimanneskju?:) akkúrat núna væri til í að láta klippa mig sítt:)

mánudagur, júní 21, 2004

Mánudagur í Borg óttans

svo bregðast krosstré sem önnur, í kvöld er ég, svarin og gildur limur antisportista samfélagsins, að fara að keppa í fótbolta... minn vinnustaður skoraði á vinnustaðinn hinum megin við götuna í fótboltakeppni, Egils gaf okkur bjórinn, Bónus gaf okkur treyjurnar og yfirmaðurinn minn gaf mér tvo valmöguleika, að vera með eða vera með - auðvitað eigum við eftir að vinna hitt liðið, fyrir utan það hvað ég mun vera gagnleg þá erum við með einkaþjálfara, tvær löggur, unglingalandsliðsmann í körfubolta, kúlista af guðsnáð og tjokkó í okkar liði - hitt liðið er víst aðallega "gengilbeinur" og kjötétandi kokkar:)

wish me luck:)

miðvikudagur, júní 16, 2004

mig vantar:
tölvu
vídeótæki
fána og blöðru í tilefni morgundagsins

ég er í vinnunni og á í raun ekki að vera að skrifa þetta en ... þá verð ég bara rekin:) merkilegt við þessa vinnu hvað ég festist í henni, þessar fyrirsagnir síast inn og þótt ég sé ekki að lesa blöðin þá finnst mér eins og ég sé stödd 1960ogeitthvað nema að ég veit hvað á eftir að gerast, ég veit til dæmis að þeim mun takast að lenda á tunglinu (nokkuð viss að minnsta kosti:))... soldið furðulegt að vita hvað muni gerast í framtíðinni þegar verið er að lesa gömul dagblöð, til dæmis í seinni heimstyrjöldinni var ráðist á skip fyrir norðan landið, Súðin, en svo hét skipið, rétt komst í land eftir árás þýskra orrustuflugvéla og allir lifðu af nema kyndarinn ... þegar við vorum að taka myndir af árinu á undan sáum við auglýsingu: "Kyndara vantar á Súðina" ... ekki ráða þig!!!! ekki taka þessari vinnu!!! dagskrá Kennedy þegar hann ferðaðist um landið örlagaríka haustið sem hann var drepinn, ekki fara til Dallas!!! Amelia Earhart ætlar að fljúga ein yfir Kyrrahafið, ekki fara!!!!

gallinn er samt sá að núna þegar ég er að lesa Moggann eða Fréttablaðið langar mig til að vera 20 árum á undan og sjá hvað gerðist:)

Grillveisla í kvöld og 17. júní á morgun, fyrir utan að eiga ekki tölvu sem virkar er lífið bara þokkalega fínt:)