miðvikudagur, október 20, 2004

í gærkvöldi lærði ég að spila Nepalskt fjárhættuspil:) ég hélt að ég væri að fara að spila með ókunnugu fólki en svo komst ég að því að ég þekkti alla við borðið:) verulega lítill heimur;) mér fannst rosalega gaman og er alveg til í að spila þetta aftur en ég var ekki sérlega heppin... tapaði ÖLLU sem ég kom með og varð að skipta hjá "bankanum" EN það er alltaf sagt að ef fólk er óheppið í spilum eigi það eftir að vera heppið í ástum... miðað við gang kvöldsins bjóst ég við því að lenda á hörkuséns á leiðinni heim sem gekk að vísu ekki eftir EN ég hitti og spjallaði við þrjá af fjórum meðlimum verulega góðrar íslenskrar rokk hljómsveitar sem er að fara að halda tónleika á föstudaginn:) ... ég er feitt að fara á þessa tónleika:) ... en ég er samt ekkert skotin í þessum gaurum... bara svona til að hafa það á hreinu;) hefði nefnilega mátt misskiljast ... whatever... ætli ég sé ekki bara að blogga því það er svo langt síðan? frekar en að ég hafi eitthvað að segja sem ég man í augnablikinu? ég er bara að reyna að koma mér í gírinn aftur:) þar sem ég er komin með snilldartölvu heim til mín og þannig...;) ég fer að verða virkari:)

úr Morgunblaðinu 1. september 1952:
Saga úr dýraríkinu:

Litla margfætlan kom grátandi heim.
- Mamma, það steig vondur maður ofan á fæturna.
- Svona litli vinur, vertu ekki að gráta, þetta er ekki svo voðalegt. Nú skulum við nudda löppina úr einhverju græðandi salvi, og þá verður allt gott aftur. Hvaða fótur var það, barnið mitt?
- Ég veit það ekki, mamma, þú veist að ég kann bar aað telja upp að 10.

Góðar stundir

Engin ummæli: