sunnudagur, október 24, 2004

Af tilefni sunnudagsins ætla ég að hafa getraun hérna og af vegna þess að ég er að "læra íslensku" þá verður hún um íslenskt mál:) þessi getraun er að vísu stolin, orðin eru úr þættinum Orð skulu standa sem Karl Th. Birgisson er með á laugardögum... hann á sem sagt allan heiðurinn en ég er að stela til að auglýsa þennan þátt, ég er sem sagt ekki vond inn að beini:)

Fyrst þrjú orð sem þið eigið að giska á hvað þýða:
brækta
alsla
búkonuhalli

svo eigið þið að finna orð sem getur þýtt allt þrennt:
óskertur
liðinn
fullkominn

og

páfabréf
áflogahundur
stór, ólögulegur skór

við erum alltaf að nota orðatiltæki sem við hugsanlega vitum ekki alveg hvað þýða, hérna er dæmi um það, hvað þýða feitletruðu orðin í eftirfarandi:

að vera heitt í hamsi
og
að fara í humátt eftir einhverjum/einhverju

jamms, það þýðir heldur ekki að googla þetta ef þið ætlið að þykjast vera klár, það skilar bara eitt niðurstöðu en til að vinna verðið þið að geta eitthvað annað en það orð:)

... sjálf gat ég bara uppá einu þegar ég var að hlusta á þáttinn en hafði óljósa hugmynd um nokkur í viðbót þannig að það þarf að finna svör við tveimur atriðum (það sem skilar googlaðri niðurstöðu telst ekki með sem stig) til að vinna, svör óskast í kommentakerfið:)

Góðar stundir

Engin ummæli: