miðvikudagur, október 27, 2004

... ég er búin að vera að reyna að blogga ... ef ég væri að reyna að hringja myndi ég alltaf ná sambandi við Færeyjar - og alltaf sömu konuna í Færeyjum:) stundum finnst serverinn ekki eða ég næ að stroka allt út áður en ég næ að pósta þannig að þessi síðasta getrauna-færsla hefur verið einum of lengi inni... sérstaklega þar sem ég ætlaði að vera duglegri að blogga:)

Valgerður er ótvíræður sigurvegari keppninnar með þrjú stig:)

en þessi getraun var alltof erfið, ég var næstum búin að gleyma svörunum sjálf - fyrir utan það að mér er eiginlega alveg sama núna:)

núna ætla ég að tala um sprautur - viðvörun fyrir þá sem hata þær:)
... flest allir sem ég hitti þessa dagana eru hræddir við sprautur og með ofnæmi fyrir köttum - þetta er ábyggilega að ganga?

ég fékk flensu í vinstri handlegginn um daginn... mæli ekki með flensusprautum:/
hélt það væri góð hugmynd en nei, var það eiginlega ekki neitt - það var greinilega búið að útskýra hvað allt gerðist hratt á bókasafninu fyrir hjúkrunarfræðingnum þannig að hún stakk og frussaði efninu inn á núll komma núll einni... ekkert sérlega vont en ekkert sérlega gott heldur að finna nokkra millilítra af einhverju efni troða sér inn í vöðvann:/ tíu sekúndum seinna byrjaði mig að klæja og mig klæjaði í viku en mig klæjaði ekki bara því fimm mínútum eftir að kláðinn hófst byrjaði upphandleggurinn að bólgna, svo bólgnaði hann meira og endaði með því að ég var með stóra eldrauða kúlu á upphandleggnum sem litlu gati efst eins og sjúklega sýktur, viðbjóðslegur fílapensill ... á vitlausum stað:) svo fékk ég hita ... en bara í handlegginn og beinverki og öll flensueinkenni nema hósta og nefrennsli - en líklega bara vegna þess að ég er hvorki með háls né nef á olnboganum - ég ætla ekki að þiggja flensusprautuna á næsta ári eða nokkurn tímann aftur, það er miklu betra að dreifa flensunni um líkamann en að skella henni á einn líkamshluta þó það sé mögulega hentugt þegar fólk hefur ekki tíma til að verða alveg lasið frá toppi til táar?? ég hef ekki tíma svo að tæknilega séð var ég heppin:)
EN ég var að heyra að þessar sprautur virka hvort sem er bara í 25% tilfella sem þýðir að það eru 75% líkur á að ég fái flensuna í allan líkamann hvort sem er:/ samt skemmtileg lífsreynsla, alltaf gaman að svoleiðis:)

talandi um lífsreynslur þá var ég að hugsa um kaffihúsið í dag, ekki um vinnuna beint heldur fólkið sem mætti ... ég verð að segja að ég er ótrúlega fegin að þurfa ekki að eyða kvöldum í að afgreiða fólk eins og það sem ég kallaði "Elskan mín" og "Nokkuð & Co"!!!
Nokkuð & Co. eru tveir menn sem koma alltaf og panta svart kaffi, annar drekkur það svart og sterkt en hinn setur eins mikið af mjólk og sykri og kemst í bollann og bætir við mjólk eftir hvern sopa þannig að hann endar með a. tóma mjólkurkönnu (fyllt á hana ca. þrisvar í hverri heimsókn) b. haug af sykurbréfum og c. bolla fullann af volgri mjólk og sykri ... frekar ógeðslegt:/ á meðan hann er að klára sæta mjólkurbollann drekkur vinurinn sinn bolla og biður um ábót, eins oft og hann kemst upp með án þess að þurfa að borga fyrir þær (nefnilega aðeins mismunandi eftir því hver er að vinna...) þegar fríu ábótirnar klárast - ef þær gerðu það ekki myndi hann drekka nokkra lítra ... væri að vísu áhugavert að sjá hversu mikið úthald hann hefur;) sérstaklega þar sem hann reykir hraðar en nokkur annar maður sem ég hef séð... eftir að hann klárar sinn kvóta sem sagt sendir hann vin sinn til að fá ábótir sem hann drekkur fyrir hann því mjólk+sykur maðurinn finnst kaffi ógeðslegt:) en kaffidrykkjuritúal þeirra var útúrdúr... það sem fór alltaf í taugarnar á mér varðandi þá var að þessi sem drakk bara mjólk+sykur sagði aldrei neitt og lét hinn tala fyrir sig og sá sem talaði sagði aldrei neitt án þess að segja "nokkuð" á undan því sem hann bað um, aldrei!! "áttu nokkuð kaffi?" - "áttu nokkuð mjólk?" - "áttu nokkuð sykur?" - "áttu nokkuð öskubakka?"... hvers konar kaffihús á ekki kaffi, mjólk, sykur, öskubakka?.... svo borgði sá sem hataði kaffi alltaf fyrir þá báða, jamms, "Nokkuð & Co." fóru í taugarnar á mér - aðallega "Nokkuð" samt:)

svo var það "Elskan mín" ég var alltaf elskan hennar sama hvað ég var að gera, "ég ætla bara að fá kaffi, elskan mín" - þetta sagði hún þegar hún kom inn EN hún vildi ekki bara kaffi, hún vildi aldrei bara kaffi.... fyrst þegar hún kom inn fór ég bara með kaffi til hennar en ég varð að fara sirka fimmtán ferðir að borðinu hennar, fram og tilbaka, með sykurmola, fyrst hvíta svo brúna og tilbaka með hvíta (báðar tegundir verða að vera til staðar sem sagt), vatnsglas, heitt vatn því kaffið var of sterkt, volgara vatn (því kaffið var of heitt) í "stálkönnu" (varð að vera í svoleiðis til að halda hitanum??? sækó!!) öskubakka, mjólk, volga mjólk, aðeins kaldari mjólk, strásykur!!!, meira vatn, tilbaka með vatnið því hún vildi ekki klaka í það núna heldur tvær sítrónur, ekki sítrónu, meiri klaka.... KRÆST!! hún var að gera mig geðveika og það var sama hversu vel undirbúin ég var þegar ég afgreiddi hana, fór með heilan bakka af dóti til hennar þá var alltaf eitthvað að, eitthvað vantaði, einu sinni hélt ég að ég hefði náð þessu en nei, "áttu rör í vatnið, elskan mín?" ... það var ekki hægt að fara eina, tvær ferðir því hún fann alltaf uppá einhverju nýju, ferkantaðan öskubakka, ekki kringlóttan var ein af merkilegri kröfunum en alltaf, alltaf, alltaf var ég elskan hennar.... og subbulegri viðskiptavin er heldur ekki hægt að ímynda sér (og við fáum sambýlishópa í sunnudagsmat, súpur í brauði á línuna!), það varð alltaf að þrífa borðið hennar með hreinsiefni og sópa gólfið undir borðinu hennar þó hún hafi bara fengið sér kaffi ... sakna hennar ekki neitt og hún var sko ekki elskan mín!!

Góðar stundir

Engin ummæli: