Þið megið öll bjóða mig velkomna á 21. öldina:)
ég sit núna á kaffistofunni í Odda og er að blogga á nýju tölvunni minni í gegnum þráðlaust net!!! Það er ekki einn einasti vír sjáanlegur, ég er tengd við alnetið og tölvan er algerlega hljóðlaus... ég er líka búin að skíra hana:) hún heitir "Coffee- Black" .... asnalegt nafn nema þú þekkir vísunina, hún er ekki svört;)
það eru allir með lapptoppa hérna þannig að mér finnst ég ekkert sérstaklega mikið nörd en ég er samt að hugsa um að segja þetta gott - vildi bara láta vita af því að ég er formlega orðin meðlimur 21. aldarinnar:) ... tókst að vísu ekki sjálf því ég veit hvað orðin í "proxy server" þýðir en ég hef ekki hugmynd um hvað þau "þýða" ... takk kærlega fyrir að hjálpa mér Pétur;)
farin á fyrirlestur, enda háskólanemi.... hmmm ... jamms, ég borgði skólagjöldin;)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli