sunnudagur, júní 27, 2004

Búin að breyta linkunum og er núna að surfa og taka próf eins og ég gerði alltaf hérna í denn en hef ekki gert ... lengi, lengi:)

við hvað vinnur þú... eða nafnið þitt?
Guðrún, Your ideal job is a … who are you kidding, you work?

svo auðvitað "klassískt" persónuleikapróf:

Þú hefur hlotið 35 stig

Persónuleiki þess sem fær á milli 31-40 stig:
Annað fólk skynjar þig sem varkára, hagsýna vitsmunaveru. Þú þykir snjöll, hæfileikarík en hógvær persóna. Ekki manneskja sem eignast vini of auðveldlega en ert mjög trygg vinum þínum og ætlast til sama trygglyndis til baka. Þeir sem kynnast þér virkilega vel átta sig á því að það þarf býsna mikið til að glata trausti þínu, en ef það gerist tekur það langan tíma að gróa og gerist jafnvel aldrei.


á http://www.betra.net/ eru fjölmörg próf sem eru skemmtileg svona á sunnudögum í roki:) kvikmyndaþekking, fyrri líf, tjokkó- og gellutest etc.

nenni þessu samt ekki lengur:)
varðandi fótboltaleikinn... sko, ég vann með liðinu mínu en ekki vinnustaðnum:) hinir voru færri þannig að ég var lánuð yfir og sett í vörnina hjá þeim:) fyrri leikurinn fór 6-6 og seinni 4-1 fyrir mínu liði ... auðvitað var sigurinn því að þakka að ég var í vörninni og stoppaði vinnufélagana mína þegar þeir reyndu að skora í markið hjá okkur:) núna er planið að mæta á æfingar og æfa okkur grimt til að geta boðið í fleiri vinnustaði í götunni ... mér skilst að ég þurfi að læra að "sóla" og "tækla" og "rekja" ... persónulega held ég samt að ég þurfi að einbeita mér að því að sparka boltanum þangað sem hann á að fara en ekki í hina áttina:) ... ég á meira að segja fótbolta einhvers staðar - er einhver maður í leik í dag?

hvað um það... ég keypti barnagulrætur um daginn, svona pínkulitlar gulrætur sem þarf ekki að skræla frá Jolly Green Giant, fimm á dag eiga víst að bæta heilsuna samkvæmt pakkanum, það eru alveg margir dagar síðan ég keypti þær en ég hef ekki viljað opnað pokan ennþá vegna þess að ég held að þetta séu ekki alvöru gulrætur heldur rotvarnarstaukar sem er búið að lita appelsínugular - síðasti neysludagurinn er nefnilega í júlí ... á næsta ári!! getur grænmeti lifað af í meira en ár og verið ferskt? sem betur fer er enginn pökkunardagur á umbúðunum því mig langar helst ekki til að vita hversu gamlar þær eru nú þegar:)

ég er búin að fara í klippingu aftur, frekar stutt á mér hárið núna ... en það vex:) og tvær tegundir af strípum svona í tilefni sumarsins - ég er orðin aðeins betri í að ráða við stutt hár en ég var fyrir ári þannig að þetta er fínt en ég er samt að hugsa um að safna aðeins núna líka vegna þess að klippikonan mín er að flytja til Litáen til að reka parketverksmiðju og mun þess vegna ekki vera að klippa nein hár í nokkur ár - nema ef einhver þarna úti þekkir frábæra klippimanneskju?:) akkúrat núna væri til í að láta klippa mig sítt:)

mánudagur, júní 21, 2004

Mánudagur í Borg óttans

svo bregðast krosstré sem önnur, í kvöld er ég, svarin og gildur limur antisportista samfélagsins, að fara að keppa í fótbolta... minn vinnustaður skoraði á vinnustaðinn hinum megin við götuna í fótboltakeppni, Egils gaf okkur bjórinn, Bónus gaf okkur treyjurnar og yfirmaðurinn minn gaf mér tvo valmöguleika, að vera með eða vera með - auðvitað eigum við eftir að vinna hitt liðið, fyrir utan það hvað ég mun vera gagnleg þá erum við með einkaþjálfara, tvær löggur, unglingalandsliðsmann í körfubolta, kúlista af guðsnáð og tjokkó í okkar liði - hitt liðið er víst aðallega "gengilbeinur" og kjötétandi kokkar:)

wish me luck:)

miðvikudagur, júní 16, 2004

mig vantar:
tölvu
vídeótæki
fána og blöðru í tilefni morgundagsins

ég er í vinnunni og á í raun ekki að vera að skrifa þetta en ... þá verð ég bara rekin:) merkilegt við þessa vinnu hvað ég festist í henni, þessar fyrirsagnir síast inn og þótt ég sé ekki að lesa blöðin þá finnst mér eins og ég sé stödd 1960ogeitthvað nema að ég veit hvað á eftir að gerast, ég veit til dæmis að þeim mun takast að lenda á tunglinu (nokkuð viss að minnsta kosti:))... soldið furðulegt að vita hvað muni gerast í framtíðinni þegar verið er að lesa gömul dagblöð, til dæmis í seinni heimstyrjöldinni var ráðist á skip fyrir norðan landið, Súðin, en svo hét skipið, rétt komst í land eftir árás þýskra orrustuflugvéla og allir lifðu af nema kyndarinn ... þegar við vorum að taka myndir af árinu á undan sáum við auglýsingu: "Kyndara vantar á Súðina" ... ekki ráða þig!!!! ekki taka þessari vinnu!!! dagskrá Kennedy þegar hann ferðaðist um landið örlagaríka haustið sem hann var drepinn, ekki fara til Dallas!!! Amelia Earhart ætlar að fljúga ein yfir Kyrrahafið, ekki fara!!!!

gallinn er samt sá að núna þegar ég er að lesa Moggann eða Fréttablaðið langar mig til að vera 20 árum á undan og sjá hvað gerðist:)

Grillveisla í kvöld og 17. júní á morgun, fyrir utan að eiga ekki tölvu sem virkar er lífið bara þokkalega fínt:)

mánudagur, júní 07, 2004

ég hef alltaf sagt að fólk er furðulegt... á laugardagskvöldið vorum við Jónas í pásu milli rétta og sátum í setustofunni á Carúsó, þar var bresk fjölskylda að velja sér mat af matseðlinum og ég fór að spjalla við þau. Ég veit ekki hvað þau voru að lesa en þau voru öll svo sátt við að geta fengið sér bjór eins og ekkert væri - einhvers staðar höfðu þau nefnilega lesið/heyrt að áfengi væri bannað á Íslandi nema þrjá daga vikunar og þau voru ekki viss um hvort áfengi væri hugsanlega bannað á laugardögum... hugsið ykkur ef það væri bannað að drekka fjóra af sjö dögum vikunar:)

... í gærkvöldi á kaffihúsinu bað einn viðskiptavinurinn um poka því hann var með eitthvað dót með sér, þegar hann var farinn sáum við að það voru sígarettustubbar á disknum hans og öskubakkinn var horfinn þannig að Celine hljóp á eftir honum út, hann var ekki kominn langt með öskubakkan okkar í pokanum sem hann bað okkur um - ég man ekkert orð yfir svona hegðun akkúrat núna, tjíkkí á ensku:) næst þegar ég sé hann, hann er eiginlega fastagestur, ætla ég að henda honum út ... henti manni út í gær líka, pís of keik því ég var enn svo reið yfir tilrauna-öskubakkastuldinum - hvað er að fólki?

sunnudagur, júní 06, 2004

Gleðilegan sjómannadag:)

Það rignir svo að Ísland verði grænna úr geimnum... það er eitthvað fáránlegt að gerast varðandi svefn og svefnþörf líkama míns, fór frekar "snemma" að sofa í morgun og var vöknuð fyrir hádegi... ætlaði að sofa út eins og á að gera þegar planið er ekki að mæta í vinnunna fyrr en klukkan sex um daginn - sérstaklega eftir svona "kvöldið áður" eins og í gærkvöldi en nei, glaðvöknuð og ekki á leiðinni í háttinn aftur (er hægt að segja í háttinn um miðjan dag?) búin að klára bók í morgun, fylgjast með nágrannanum byggja einhvers konar sólpall ofaná sólpallinn sinn (mjög merkilegt allt saman, skemmtilegt að fylgjast með þessu þróast og ég er farin að hlakka til að sjá hvað þetta á að vera), leika við köttinn, vaska upp og er núna á leið í sturtu til að hjóla út í sólskinið hrein með hárið niður en ekki upp, fór nefnilega í sturtu þegar ég kom heim í morgun og vaknaði 15 sentimetrum hærri, held að hárið á mér sé um það bil 15-20 sm langt ... jamms, varðandi svefninn, með nóttinni í nótt held ég að ég hafi sofið um það bil tíu tíma síðan á fimmtudaginn ... ef það nær því ... og ég er ekkert sérstaklega þreytt, gæti líklega ekki sofnað þó ég færi upp í rúm og rembdist...

fór út að borða á Carúsó með vinnunni í gærkvöldi (mætti að vísu aðeins of seint því ég náði ekki að losna úr hinni vinnunni fyrr en rétt áður en ég átti að mæta og verandi stelpa varð ég að gera mig sæta ... með spennum og sokkabuxum og pilsi og málingu, hef aldrei náð upp mikilli leikni við ofantalið en það á að reyna:)). Mæli hiklaust með þessum stað, Carúsó, rosalega fín setustofa og góður matur og fín þjónusta þó að kokkarnir kunni hugsanlega ekki allir íslensku? ég pantaði mér blandaðan ís með blöndðum ávöxtum í eftirrétt, ég fékk blandaða ísinn en svo fékk ég bara eitt jarðaber skorið í fernt með honum... en fjórir hlutar kalla á fleirtölu og þetta var jarðaberja-, piparmyntu og vanilluís og það má hugsanlega segja að vanilla og piparmynta ávöxtur ef við endurskoðum skilgreiningu ávaxta og þá erum við komin með tvær tegundir í viðbót... ég er að röfla, þetta var gott:) ef þið eruð að fara út að borða kíkið á Carúsó:)... við sátum í setustofunni framyfir miðnætti og fórum á pöbbarölt, Ölstofuna, fullt af fólki, Café List, ekkert "fólk" bara skrækjandi og rymjandi jakkafataklæddar verur í Quark's Bar lýsingu, hálfbjóst við að labba út á The Prominade þegar við komum út ... þennan fatta þeir sem horfa á réttu þættina ... fórum þaðan á Næsta bar þar sem ég hitti mann sem ég hef ekki hitt alltof lengi, gaman að sjá þig:), og lofaði honum að blogga meira... svo var það Rósenberg, Kúltúra, Jón Forseti, Viktor og... heim held ég barasta:) rosalega skemmtilegt kvöld:)

núna verð ég að fara, búin að efna loforðið um meira blogg og ætla að efna annað loforð um að kíkja í heimsókn:)

góðar stundir

miðvikudagur, júní 02, 2004

Það var nákvæmlega ekki neitt opið á sunnudaginn síðasta þannig að ég fór í fáránlega langan hjólreiðatúr í sólskininu og endaði heima hjá mömmu og pabba í vöfflum og súkkulaðikexi... bjóst við að vakna aum um allan líkaman en ég fékk ekki eina einustu harðsperru, samt hef ég ekkert hjólað síðan í haust... ég er sátt:)

fór í Byko á mánudaginn hins vegar og féll fyrir rafmagnsskrúfjárni en keypti það ekki, sannfæringamáttur vitrari manna hafði betur... kannski ekki sannfæringakraftur þeirra beint? frekar flissið og glottin? keypti venjulegt stjörnuskrúfjárn mínus Lithium Ion Technology og tvo venjulega skiptilykla en þegar ég var komin heim uppgötvaði ég að a) ég verð að taka skápinn úr því hann er laus ekki panellinn við hann sitthvoru megin (eyðilegg panelfrontinn ef ég reyni að rífa hann frá), hef ekki alveg tíma til að tæma skápinn og taka hann í sundur akkúrat núna og b) get ekki sett brettin á hjólið ef ég vil get bremsað og notað gírana - bæði bremsur og gírar eru nauðsynlegir fylgihlutir þegar hjólreiðamaðurinn býr efst á holti:)...

fór út úr bænum á mánudaginn... mæli með svoleiðis þegar fólk er í fríi:) gerir frídaginn skemmtilegri, eftirminnilegri og þannig...

fiskibollur í karrýsósu í hádegismatnum í dag, fóru ekki vel í maga þó ég hafi ekki fengið mér kaffi eftir matinn... ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef yfirborð kaffisins er með blárri slikju þá fæ ég brjóstsviða... getur samt líka verið efni úr frauðplastinu sem hefur vond áhrif á mig, veit það ekki en tilraunastarfseminni er lokið... í bráð að minnsta kosti:) fæ mér kannski kaffi á eftir, kom seint heim og gat svo ekki sofnað... miklar pælingar í gangi;) ... stendur ekki í Hávamálum að vitur maður hefur ekki áhyggjur á nóttunni? því þá getur hann ekkert gert í neinu sem þarf hugsanlega, mögulega að laga en á daginn getur hann gert eitthvað í því sem er bögga hann... var að muna/rifja þetta upp núna, hefði ég munað þetta í nótt væri ég líklega ekki svona yfirgengilega þreytt í dag ... jú annars, ég hefði þá ábyggilega farið að lesa í staðinn :)

góðar stundir:)