Það var nákvæmlega ekki neitt opið á sunnudaginn síðasta þannig að ég fór í fáránlega langan hjólreiðatúr í sólskininu og endaði heima hjá mömmu og pabba í vöfflum og súkkulaðikexi... bjóst við að vakna aum um allan líkaman en ég fékk ekki eina einustu harðsperru, samt hef ég ekkert hjólað síðan í haust... ég er sátt:)
fór í Byko á mánudaginn hins vegar og féll fyrir rafmagnsskrúfjárni en keypti það ekki, sannfæringamáttur vitrari manna hafði betur... kannski ekki sannfæringakraftur þeirra beint? frekar flissið og glottin? keypti venjulegt stjörnuskrúfjárn mínus Lithium Ion Technology og tvo venjulega skiptilykla en þegar ég var komin heim uppgötvaði ég að a) ég verð að taka skápinn úr því hann er laus ekki panellinn við hann sitthvoru megin (eyðilegg panelfrontinn ef ég reyni að rífa hann frá), hef ekki alveg tíma til að tæma skápinn og taka hann í sundur akkúrat núna og b) get ekki sett brettin á hjólið ef ég vil get bremsað og notað gírana - bæði bremsur og gírar eru nauðsynlegir fylgihlutir þegar hjólreiðamaðurinn býr efst á holti:)...
fór út úr bænum á mánudaginn... mæli með svoleiðis þegar fólk er í fríi:) gerir frídaginn skemmtilegri, eftirminnilegri og þannig...
fiskibollur í karrýsósu í hádegismatnum í dag, fóru ekki vel í maga þó ég hafi ekki fengið mér kaffi eftir matinn... ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef yfirborð kaffisins er með blárri slikju þá fæ ég brjóstsviða... getur samt líka verið efni úr frauðplastinu sem hefur vond áhrif á mig, veit það ekki en tilraunastarfseminni er lokið... í bráð að minnsta kosti:) fæ mér kannski kaffi á eftir, kom seint heim og gat svo ekki sofnað... miklar pælingar í gangi;) ... stendur ekki í Hávamálum að vitur maður hefur ekki áhyggjur á nóttunni? því þá getur hann ekkert gert í neinu sem þarf hugsanlega, mögulega að laga en á daginn getur hann gert eitthvað í því sem er bögga hann... var að muna/rifja þetta upp núna, hefði ég munað þetta í nótt væri ég líklega ekki svona yfirgengilega þreytt í dag ... jú annars, ég hefði þá ábyggilega farið að lesa í staðinn :)
góðar stundir:)
miðvikudagur, júní 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli