sunnudagur, júní 27, 2004

Búin að breyta linkunum og er núna að surfa og taka próf eins og ég gerði alltaf hérna í denn en hef ekki gert ... lengi, lengi:)

við hvað vinnur þú... eða nafnið þitt?
Guðrún, Your ideal job is a … who are you kidding, you work?

svo auðvitað "klassískt" persónuleikapróf:

Þú hefur hlotið 35 stig

Persónuleiki þess sem fær á milli 31-40 stig:
Annað fólk skynjar þig sem varkára, hagsýna vitsmunaveru. Þú þykir snjöll, hæfileikarík en hógvær persóna. Ekki manneskja sem eignast vini of auðveldlega en ert mjög trygg vinum þínum og ætlast til sama trygglyndis til baka. Þeir sem kynnast þér virkilega vel átta sig á því að það þarf býsna mikið til að glata trausti þínu, en ef það gerist tekur það langan tíma að gróa og gerist jafnvel aldrei.


á http://www.betra.net/ eru fjölmörg próf sem eru skemmtileg svona á sunnudögum í roki:) kvikmyndaþekking, fyrri líf, tjokkó- og gellutest etc.

nenni þessu samt ekki lengur:)

Engin ummæli: