sunnudagur, júní 27, 2004

varðandi fótboltaleikinn... sko, ég vann með liðinu mínu en ekki vinnustaðnum:) hinir voru færri þannig að ég var lánuð yfir og sett í vörnina hjá þeim:) fyrri leikurinn fór 6-6 og seinni 4-1 fyrir mínu liði ... auðvitað var sigurinn því að þakka að ég var í vörninni og stoppaði vinnufélagana mína þegar þeir reyndu að skora í markið hjá okkur:) núna er planið að mæta á æfingar og æfa okkur grimt til að geta boðið í fleiri vinnustaði í götunni ... mér skilst að ég þurfi að læra að "sóla" og "tækla" og "rekja" ... persónulega held ég samt að ég þurfi að einbeita mér að því að sparka boltanum þangað sem hann á að fara en ekki í hina áttina:) ... ég á meira að segja fótbolta einhvers staðar - er einhver maður í leik í dag?

hvað um það... ég keypti barnagulrætur um daginn, svona pínkulitlar gulrætur sem þarf ekki að skræla frá Jolly Green Giant, fimm á dag eiga víst að bæta heilsuna samkvæmt pakkanum, það eru alveg margir dagar síðan ég keypti þær en ég hef ekki viljað opnað pokan ennþá vegna þess að ég held að þetta séu ekki alvöru gulrætur heldur rotvarnarstaukar sem er búið að lita appelsínugular - síðasti neysludagurinn er nefnilega í júlí ... á næsta ári!! getur grænmeti lifað af í meira en ár og verið ferskt? sem betur fer er enginn pökkunardagur á umbúðunum því mig langar helst ekki til að vita hversu gamlar þær eru nú þegar:)

ég er búin að fara í klippingu aftur, frekar stutt á mér hárið núna ... en það vex:) og tvær tegundir af strípum svona í tilefni sumarsins - ég er orðin aðeins betri í að ráða við stutt hár en ég var fyrir ári þannig að þetta er fínt en ég er samt að hugsa um að safna aðeins núna líka vegna þess að klippikonan mín er að flytja til Litáen til að reka parketverksmiðju og mun þess vegna ekki vera að klippa nein hár í nokkur ár - nema ef einhver þarna úti þekkir frábæra klippimanneskju?:) akkúrat núna væri til í að láta klippa mig sítt:)

Engin ummæli: