Góðan og blessaðan:)
hafiði séð You've Got Mail? Í einu atriðinu er persónan hennar Meg Ryan, Kathleen Kelly, lasin og neitar að hleypa Tom Hanks, Joe Fox, upp til sín á þeirri forsendu að hún sé bullandi lasin og geti ekki tekið á móti neinum:
Who is it?
It's Joe Fox
What are you doing here?
Ah, may I please come up?
No, I don't, no, I don't think that that is a good idea because I have a, I have a terrible cold - *aaatsjhuuuu*! Can you hear that?!
Yeah
Listen, I'm sniffling, and I'm not really awake. I'm taking echinacea and vitamin C and sleeping practiacally 24 hours a day. I have a temperature. And I think I'm contagious. So I would, I would really appreciate it if you'd just go away.
Bank bank bank - Joe mætir samt og þau verða vinir
því það er ekki baun að henni! Handritshöfundarnir og leikstjórinn hafa ekki einu sinni fyrir því að láta hana í almennilega sjúskuð náttföt, hárið og meiköpið er fullkomið og eina sem sýnir að hún eigi að vera lasin er að það eru snýtubréf um allt og hún andar með munninum ... þetta atriði hefur alltaf böggað mig, jafnvel að því marki að mér finnst rómantískargamanmyndir örlítið óraunverulegar;)
ég vildi óska að ég liti eins vel út og Meg Ryan þegar ég er veik - þegar ég lít í spegil núna er það eina sem við eigum sameiginlegt að við öndum báðar með munninum:(
Verið hraust og lifið heil
fimmtudagur, september 20, 2007
fimmtudagur, september 13, 2007
Ofsalega var vetrarlegt í dag:( ísjökulkuldi og mikið var ég þakklát fyrir að það skyldi haldast nokkuð þurrt milli átta og fimm;)
Kannski var það vegna þess hve vetrarlegt var úti í dag að ég fattaði ekki hvað ég var að lesa á bílnum fyrir framan mig þegar ég sat á ljósum í dag. Þetta var sendiferðabíll og á vinstri hurðinni stóð "mar" og á þeirri hægri stóð "kisur" og fyrir neðan var símanúmer og heimilsfang minnir mig ... ég las þessi tvö orð aftur og aftur og aftur en heilinn á mér fattaði þau bara alls ekki, hann náði engu taki á þeim og á meðan þau hringsóluðu í galtómu heilabúinu eins og flugur í tómri tunnu velti einhver innri meðvitund því fyrir sér hvernig svona sjókettir væru og afhverju fólk sem fengi sér svoleiðis vildi fá sér kisur sem fíluðu að vera í sjónum og hvort þessir kettir væru stærri en ruslatunnukisar eins og Fídel og þegar ég var farin að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum svona sérræktaðir kettir kosta smullu orðin saman - markisur - ekki sjókisur heldur regnhlífar utaná hús, kjáni get ég verið;)
Talandi um ketti þá er Seifur kominn í heimsókn aftur, verður framyfir helgi og kom síðasta sunnudag ... ég held að Seifur sé botnlaus, á hverjum morgni síðan hann kom hefur hann komist í eitthvað um nóttina sem ég hélt ekki að kisur borðuðu? Fyrstu nóttina vaknaði ég við að hann var að smjatta á snakki, nótt númer tvö vaknaði ég við að snakkskálin skall í gólfinu því ég hafði sett plast yfir hana áður en ég fór að sofa svo hann væri ekki að borða þessa óhollustu og núna í morgun vaknaði ég við að ákveðinn kisi hafði komist í vínberjaklasa sem ég hafði í kæruleysi skilið (plastað!!) eftir á borðinu ... Seifur er eins ævintýragjarn og Fídel er vandlátur, erfitt að finna ólíkari ketti held ég;)
en talandi um mat, afhverju heitir hrásalat hrásalat? er það ekki í eðli salats að vera hrátt? afhverju notum við orðið bara fyrir hrásalat en ekki salöt almennt sem eru öll hrá hvort sem er? ... bara að spá:)
Góðar stundir
Kannski var það vegna þess hve vetrarlegt var úti í dag að ég fattaði ekki hvað ég var að lesa á bílnum fyrir framan mig þegar ég sat á ljósum í dag. Þetta var sendiferðabíll og á vinstri hurðinni stóð "mar" og á þeirri hægri stóð "kisur" og fyrir neðan var símanúmer og heimilsfang minnir mig ... ég las þessi tvö orð aftur og aftur og aftur en heilinn á mér fattaði þau bara alls ekki, hann náði engu taki á þeim og á meðan þau hringsóluðu í galtómu heilabúinu eins og flugur í tómri tunnu velti einhver innri meðvitund því fyrir sér hvernig svona sjókettir væru og afhverju fólk sem fengi sér svoleiðis vildi fá sér kisur sem fíluðu að vera í sjónum og hvort þessir kettir væru stærri en ruslatunnukisar eins og Fídel og þegar ég var farin að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum svona sérræktaðir kettir kosta smullu orðin saman - markisur - ekki sjókisur heldur regnhlífar utaná hús, kjáni get ég verið;)
Talandi um ketti þá er Seifur kominn í heimsókn aftur, verður framyfir helgi og kom síðasta sunnudag ... ég held að Seifur sé botnlaus, á hverjum morgni síðan hann kom hefur hann komist í eitthvað um nóttina sem ég hélt ekki að kisur borðuðu? Fyrstu nóttina vaknaði ég við að hann var að smjatta á snakki, nótt númer tvö vaknaði ég við að snakkskálin skall í gólfinu því ég hafði sett plast yfir hana áður en ég fór að sofa svo hann væri ekki að borða þessa óhollustu og núna í morgun vaknaði ég við að ákveðinn kisi hafði komist í vínberjaklasa sem ég hafði í kæruleysi skilið (plastað!!) eftir á borðinu ... Seifur er eins ævintýragjarn og Fídel er vandlátur, erfitt að finna ólíkari ketti held ég;)
en talandi um mat, afhverju heitir hrásalat hrásalat? er það ekki í eðli salats að vera hrátt? afhverju notum við orðið bara fyrir hrásalat en ekki salöt almennt sem eru öll hrá hvort sem er? ... bara að spá:)
Góðar stundir
þriðjudagur, september 11, 2007
Ég er alveg eins og Valgerður! :)
... hafið þið heyrt um þessa bók?? Ekki ég;)
sem minnir mig á það, hvaða bók mælið þið með? mig langar til að kaupa mér bók sem ég get gleymt mér í á meðan ég flýg til New York (eftir 19 DAGA!!!) - og helst til baka líka;) hvaða bók hafið þið lesið nýlega sem þið mynduð mæla með?
Góðar stundir
You're Watership Down!
by Richard Adams
Though many think of you as a bit young, even childish, you're
actually incredibly deep and complex. You show people the need to rethink their
assumptions, and confront them on everything from how they think to where they
build their houses. You might be one of the greatest people of all time. You'd
be recognized as such if you weren't always talking about talking rabbits.
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
... hafið þið heyrt um þessa bók?? Ekki ég;)
sem minnir mig á það, hvaða bók mælið þið með? mig langar til að kaupa mér bók sem ég get gleymt mér í á meðan ég flýg til New York (eftir 19 DAGA!!!) - og helst til baka líka;) hvaða bók hafið þið lesið nýlega sem þið mynduð mæla með?
Góðar stundir
mánudagur, september 10, 2007
Kæru vinir!!
takk kærlega fyrir komuna síðasta laugardag og ég vona innilega að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég?;)
afmælisveislan var frábær og það fyllir mig alls konar væmni að vita til þess að ég á svona yndislega vini - þeir sem komu ekki en eru löglega afsakaðir eru líka yndislegir auðvitað;)
ég er ennþá að vinna hjá Þykkvabæjar og mér finnst það ennþá alveg jafnskemmtilegt þó að það sé farið að vera ögn þreytandi að vera alltaf að læra á nýjar búðir og mötuneyti, vera alltaf afleysingarstarfsmaðurinn og vera loksins komin með allt á hreint í sömu vikunni og venjulegi bílstjórinn kemur aftur úr fríinu sínu:) eitt að því skemmtilegasta við þessa vinnu er að ég er alltaf að hitta nýtt fólk, eins og um daginn þegar ég var uppí Hólagarði. Ég er að keyra frá Bónusbúðinni þegar það kemur maður hlaupandi að bílnum og bankar á rúðuna, ég skrúfa niður (eða hvað sem það heitir þegar rúður eru rafdrifnar):
"Ertu á leiðinni í Þykkvabæinn?" spurði maðurinn sem var hálftannlaus með mikið af ógreiddum gráum krullum um allt höfuðið, en samt hálfsköllóttur.
"Nei, því miður, ég er á leiðinni í Vesturbæinn núna" og hugsaði með sjálfri mér að ég hefði líklega verið á leiðinni í Þykkvabæinn ef hann hefði spurt um Vesturbæinn.
"Allt í lagi, ég ætlaði bara að fá far með þér" það var rigning þennan dag, ekkert að því að vona;)
"Nú já, einmitt" ég ákvað að vera ekkert að gefa út á þessar pælingar með farið, til vonar og vara.
"Já, ég á sko bíl en ég var að spá í að spara bensínið" hann hljómaði ekki beint sannfærandi, meira svona eins og hann væri að reyna að ganga í augun á mér með að segjast eiga bíl ekki eins og hann ætti hann í alvörunni.
"Alltaf gott að nota ferðina, alltof margir einir í bíl" það er rétt, eina fólkið sem er saman á bíl eru ellilífeyrisþegar og fólk með börn í bílstólum - og einstaka ósáttur unglingur með foreldrum sínum í stórum jeppum og lexusum ...
"Nákvæmlega!! Þú skilur mig!!" ég var að vísu að leggja mig fram um það, hann var frekar þvoglumæltur og svo vantaði í hann bróðurpartinn af tönnunum eins og áður sagði
"Ég ætlaði að fá far með þér vegna þess að ég hef aldrei farið í Þykkvabæinn!!" ef hann hefði verið sitjandi hefði hann slegið á lær sér, það getur vel verið að hann hafi gert það?
"Nei, hann er ekki í alfaraleið" ég hef bara farið einu sinni sjálf og ég "vinn þar", hvað hafa mörg ykkar farið í Þykkvabæinn?
"Ég ætla samt að fara á morgun!!" sagði maðurinn og hló stórkallalega ... ég veit, asnalegt lýsingarorð, en það eina sem er viðeigandi til að lýsa hlátrinum:)
"Ok" ég held það hafi ekkert heyrst í mér ...
"Já, ég ætla að fara á morgun!! ég ætla að húkka mér far í Þykkvabæinn og taka myndir!!" núna sló hann á lær sér, bæði, hló hátt og klappaði saman lófunum, ég var fegin að hann var farinn að fjarlægjast bílinn.
"Góð hugmynd" afhverju ekki að fara í Þykkvabæinn, þetta er mjög fallegt svæði;)
"Ég ætla að taka myndir!!" hrópaði maðurinn að bílnum skælbrosandi og kýldi útí loftið eins og Rocky þegar hann er búinn að hlaupa upp allar tröppurnar.
"Góða ferð" kallaði ég á eftir honum því það er ekki á hverjum degi sem ég sé fólk taka ákvarðanir sem gleðja það svona augljóslega:)
... svo lagði ég af stað í Vesturbæinn.
Lifið heil
takk kærlega fyrir komuna síðasta laugardag og ég vona innilega að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég?;)
afmælisveislan var frábær og það fyllir mig alls konar væmni að vita til þess að ég á svona yndislega vini - þeir sem komu ekki en eru löglega afsakaðir eru líka yndislegir auðvitað;)
ég er ennþá að vinna hjá Þykkvabæjar og mér finnst það ennþá alveg jafnskemmtilegt þó að það sé farið að vera ögn þreytandi að vera alltaf að læra á nýjar búðir og mötuneyti, vera alltaf afleysingarstarfsmaðurinn og vera loksins komin með allt á hreint í sömu vikunni og venjulegi bílstjórinn kemur aftur úr fríinu sínu:) eitt að því skemmtilegasta við þessa vinnu er að ég er alltaf að hitta nýtt fólk, eins og um daginn þegar ég var uppí Hólagarði. Ég er að keyra frá Bónusbúðinni þegar það kemur maður hlaupandi að bílnum og bankar á rúðuna, ég skrúfa niður (eða hvað sem það heitir þegar rúður eru rafdrifnar):
"Ertu á leiðinni í Þykkvabæinn?" spurði maðurinn sem var hálftannlaus með mikið af ógreiddum gráum krullum um allt höfuðið, en samt hálfsköllóttur.
"Nei, því miður, ég er á leiðinni í Vesturbæinn núna" og hugsaði með sjálfri mér að ég hefði líklega verið á leiðinni í Þykkvabæinn ef hann hefði spurt um Vesturbæinn.
"Allt í lagi, ég ætlaði bara að fá far með þér" það var rigning þennan dag, ekkert að því að vona;)
"Nú já, einmitt" ég ákvað að vera ekkert að gefa út á þessar pælingar með farið, til vonar og vara.
"Já, ég á sko bíl en ég var að spá í að spara bensínið" hann hljómaði ekki beint sannfærandi, meira svona eins og hann væri að reyna að ganga í augun á mér með að segjast eiga bíl ekki eins og hann ætti hann í alvörunni.
"Alltaf gott að nota ferðina, alltof margir einir í bíl" það er rétt, eina fólkið sem er saman á bíl eru ellilífeyrisþegar og fólk með börn í bílstólum - og einstaka ósáttur unglingur með foreldrum sínum í stórum jeppum og lexusum ...
"Nákvæmlega!! Þú skilur mig!!" ég var að vísu að leggja mig fram um það, hann var frekar þvoglumæltur og svo vantaði í hann bróðurpartinn af tönnunum eins og áður sagði
"Ég ætlaði að fá far með þér vegna þess að ég hef aldrei farið í Þykkvabæinn!!" ef hann hefði verið sitjandi hefði hann slegið á lær sér, það getur vel verið að hann hafi gert það?
"Nei, hann er ekki í alfaraleið" ég hef bara farið einu sinni sjálf og ég "vinn þar", hvað hafa mörg ykkar farið í Þykkvabæinn?
"Ég ætla samt að fara á morgun!!" sagði maðurinn og hló stórkallalega ... ég veit, asnalegt lýsingarorð, en það eina sem er viðeigandi til að lýsa hlátrinum:)
"Ok" ég held það hafi ekkert heyrst í mér ...
"Já, ég ætla að fara á morgun!! ég ætla að húkka mér far í Þykkvabæinn og taka myndir!!" núna sló hann á lær sér, bæði, hló hátt og klappaði saman lófunum, ég var fegin að hann var farinn að fjarlægjast bílinn.
"Góð hugmynd" afhverju ekki að fara í Þykkvabæinn, þetta er mjög fallegt svæði;)
"Ég ætla að taka myndir!!" hrópaði maðurinn að bílnum skælbrosandi og kýldi útí loftið eins og Rocky þegar hann er búinn að hlaupa upp allar tröppurnar.
"Góða ferð" kallaði ég á eftir honum því það er ekki á hverjum degi sem ég sé fólk taka ákvarðanir sem gleðja það svona augljóslega:)
... svo lagði ég af stað í Vesturbæinn.
Lifið heil
miðvikudagur, september 05, 2007
Jæja krakkar mínir og góðan daginn Olla:)
núna er ég orðin þrítug og hef ekki breyst baun - ég er enn jafnóskipulögð og aftarlega á merinni og ég hef alltaf verið;)
ég ætla að halda uppá afmælið mitt næsta laugardag og það eru allir velkomnir;) húsið opnar tvö og öllum verður hent út rétt fyrir miðnætti, það þarf ekki að vera allan tímann auðvitað, það má líka koma og fara og koma aftur ... eigum við ekki bara að segja að afmælisbarnið muni vera heima á "afmælisdaginn":) - eftir klukkan tvö, ég ætla ekki að vakna fyrr en á hádegi;)
ég hlakka rosalega mikið til!!! og ég hlakka líka til að sjá sem flest ykkar??
Lifið heil og ég skal segja ykkur allar sögur sumarsins þegar fer að dimma og skammdegið tekur völdin;)
núna er ég orðin þrítug og hef ekki breyst baun - ég er enn jafnóskipulögð og aftarlega á merinni og ég hef alltaf verið;)
ég ætla að halda uppá afmælið mitt næsta laugardag og það eru allir velkomnir;) húsið opnar tvö og öllum verður hent út rétt fyrir miðnætti, það þarf ekki að vera allan tímann auðvitað, það má líka koma og fara og koma aftur ... eigum við ekki bara að segja að afmælisbarnið muni vera heima á "afmælisdaginn":) - eftir klukkan tvö, ég ætla ekki að vakna fyrr en á hádegi;)
ég hlakka rosalega mikið til!!! og ég hlakka líka til að sjá sem flest ykkar??
Lifið heil og ég skal segja ykkur allar sögur sumarsins þegar fer að dimma og skammdegið tekur völdin;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)