mánudagur, janúar 31, 2011

Nýtt ár og síðasti dagur fyrsta mánaðar þess og ég er er ekkert búin að blogga ... kannski það sé síðbúið áramótaheit að blogga í hverjum mánuði?

Jú, það er gott plan :)

Fór í bústað á Flúðum með Brókunum síðustu helgi, fimm Brækur auk viðhengja og barna, óvissuferð á föstudagskvöldinu, spádómar og innivera í slagviðrinu á laugardeginum, grill og pottur á laugardagskvöldinu og dólað sér heim með viðkomu á gulrótarbóndabæ í gær ... vinna í dag og það var eiginlega hálfsárt að vakna í morgun, nennti því einhvern veginn barasta alls ekki neitt ;)

... en þegar ég er þreytt hugga ég mig við að samkvæmt spádómum helgarinnar stend ég á krossgötum og framtíðin er hrikalega björt sama hvað ég ákveð að taka mér fyrir hendur - og ég hef ákveðið að trúa því ;)


Góðar stundir