sunnudagur, nóvember 26, 2006

Var ad panta mér fjórhjólaferd á morgun ... býst vid ad ég muni endurnýja kynni mín vid thýskuna thví fararstjórinn (og ótrúlega margir hérna) talar thýsku en vona ad thad verdi ekki of mikid af hormottum med í for:)

býst vid ad thad verdi mjog gaman, laet ykkur vita hvernig fer:)

ég er ekki ordin appelsínugul en ég fékk ad heyra frá samferdarfólki mínu "thú hefur tekid lit" í morgunmatnum í morgun!! ég er formlega ekki lengur fraenka hans Kaspers og ég er ad hugsa um ad haetta ad vera vinaleg:)

lífid heldur áfram ad vera audvelt og sólin hlý, ég er ad hugsa um ad koma ekkert eftur heim fyrr en naesta sumar:)

Gódar stundir

laugardagur, nóvember 25, 2006

Gódan og blessadan:)

ég er ad nota tíkallainternet hérna á hótelinu og thad virkar alls ekki, hendir mér út reglulega og setur upp auglýsingu í stadinn ... ég hef alveg prófad ad blogga en aldrei hafa faerslurnar komist alla leid á internetid:)

en ég er bjartsýnismanneskja og kannski ad thessi komist alla leid, thad er nú einu sinni kominn laugardagur:)

lífid er ljúft og thad er afskaplega gaman ad vera til hérna:) vakna, borda morgunmat, fara í gongutúr eftir strondinni, fara í sund, í sjóinn, labba meira, skoda dót, fara hingad og thangad ... ekki mikid búid ad vera ad "gerast" ad vísu enda nádi ég mér í kvef og hálsbólgu ádur en ég fór og er ad dunda mér vid ad losna vid thad:) ... svo er thetta ekki alveg ofnaemislaust land nema á strondinni:)

hótelid er fimm stjornu edalhótel og ég heyrdi af manni sem var hérna og í tvaer vikur og thyngdist um átta kíló ... og ég er sannfaerd um ad thad sé ekki lygisaga! Thvílíkt og annad eins hladbord á matmálstímum ... thad er haegt ad fá sér hvad sem er, sem daemi stendur til boda steikt mjólk í morgunmat og kanínukjot í kvoldmat :)

jaeja, ég aetla ekki ad storka orlogunum thar sem ég hef nád ad skrifa svona mikid og segja thetta gott núna:)

frétti af leiktaekjasal hérna í kortérs fjarlaegd thar sem internetid er baedi ódýrara og hendir manni ekki út:) tékka á thví á eftir en núna er ég farin í sund:)

Lifid heil:)

föstudagur, nóvember 17, 2006

Fyrir þá sem hafa velt því fyrir sér þá er þetta minn húmor :)

LETTER FROM A FARM KID, NOW AT SAN DIEGO MARINE CORPS RECRUIT DEPOT.

Dear Ma and Pa:


I am well. Hope you are. Tell Brother Walt and Brother Elmer the Marine Corps beats working for old man Minch by a mile. Tell them to join up quick before maybe all of the places are filled.

I was restless at first because you got to stay in bed till nearly 6 a.m., but am getting so I like to sleep late.

Tell Walt and Elmer all you do before breakfast is smooth your cot and shine some things. No hogs to slop, feed to pitch, mash to mix, wood to split, fire to lay. Practically nothing. Men got to shave but it is not so bad, there's warm water.

Breakfast is strong on trimmings like fruit juice, cereal, eggs, bacon, etc., but kind of weak on chops, potatoes, ham, steak, fried eggplant, pie and other regular food, but tell Walt and Elmer you can always sit by the two city boys that live on coffee. Their food plus yours holds you till noon when you get fed again.

It's no wonder these city boys can't walk much. We go on "route marches", which the platoon sergeant says are long walks to harden us. If he thinks so, it's not my place to tell him different. A "route march" is about as far as to our mailbox at home. Then the city guys get sore feet and we all ride back in trucks. The country is nice but awful flat.

The sergeant is like a school teacher. He nags a lot. The Capt. is like the school board. Majors and colonels just ride around and frown. They don't bother you none.

This next will kill Walt and Elmer with laughing. I keep getting medals for shooting. I don't know why. The bulls-eye is near as big as a chipmunk head and don't move, and it ain't shooting at you like the Higgett boys at home. All you got to do is lie there all comfortable and hit it. You don't even load your own cartridges. They come in boxes.

Then we have what they call hand-to hand combat training. You get to wrestle with them city boys. I have to be real careful though, they break real easy. It ain't like fighting with that ole bull at home.
I'm about the best they got in this except for that Tug Jordan from over in Silver Lake. I only beat him once. He joined up the same time as me, but I'm only 5'6" and 130 pounds, and he's 6'8" and weighs near 300 pounds dry.

Be sure to tell Walt and Elmer to hurry and join before other fellers get onto this set up and come stampeding in.

Guess I best be goin'.
Your loving daughter,


Gail.Núna eru fjórir dagar í fríið, aðeins morgundagurinn og mánudagurinn eftir í innstimplaðri vinnu og allt að klárast sem varð að klárast ... lífið er ljúft og ég er búin að láta klippa mig ofsalega fínt því klippi- og ofurkonan hún Olga er byrjuð að klippa aftur!! :)

Núna er ég sem sagt hrikalega sæt en til að fyrirbyggja allan misskilning þá var ég ekki að klippa mig til að höstla í fríinu (algengur og útbreiddur misskilningur af einhverjum ástæðum?) heldur vegna þess að mig langaði til að finnast ég vera "viljandi":) það er frekar erfitt að útskýra afhverju mér finnst ég stundum ekki vera viljandi þannig að ég segi ykkur bara að hugsa málið og spyrja ef þið skiljið mig alls ekki:)

Góðar stundir OG lifið heil

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Góðan og blessaðan:)

ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir fjölmörg komment við síðustu færslum og afsaka það að hafa ekki svarað neinu þeirra ... ég er fegin því að vera ekki sú eina sem festist andlega á öðru tungumáli en því sem ég er að tala ... líkamlega :) rauðkál og ora grænar voru eimitt meðlætið á laugardaginn síðasta ásamt kartöflum auðvitað og því miður held ég að ég fari ekki á Jólablótið því undanfarin jól hef ég verið upptekin við annað og fagna vetrarsólhvörfum og því að daginn tekur að lengja á minn eigin hátt. Þannig að við "Leynilegi aðdáandinn" verðum bara að hittast á Sigur- eða Sumarblótinu í staðinn? ... samt grunar mig að "hann" þurfi ekkert að kynna sig fyrir mér fyrst "hann" veit af þessu bloggi? :)

Ég var að hugsa svolítið áðan og ég ætla aldrei að venja mig á það að mála mig á hverjum degi. Fyrir því eru fjölmargar ástæður, mér finnst að húðin eigi að fá að anda, ég er með eða hef fengið ofnæmi fyrir öllum snyrtivörum sem ég hef prófað, snyrtivörur eru dýrar en aðallega ætla ég ekki að venja mig á að mála mig á hverjum degi því þegar ég er orðin gömul og hárið fer að þynnast þá detta sum hárin alveg af og skallablettir myndast. Ég er eiginlega sannfærð um að ég eigi eftir að missa augabrúnirnar og vera sköllótt á enninu. Ef ég er sköllótt á enninu verð ég að teikna á mig augabrúnir og þá má ósköp lítið útaf bera til að ég verði ekki krónískt undrandi á svipinn, er það ekki?

Sex dagar í frí og mig svimar af stressi ...

Lifið heil og verið góð við alla í kringum ykkur.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Það er aftur spáð stormi ... ég er að fara í frí eftir átta daga :)

ég misskil hluti í dag, ekki í fyrsta sinn og því miður held ég að það verði ekki það síðasta ... ég er líka búin að vera stillt inn á ensku í allan morgun af einhverjum ástæðum?
Gaurinn var að vinna hérna við hliðina á mér og segir eitthvað sem ég heyri ekki alveg, fyrir utan eitt orð sem hljómaði eins og stíng eða stíg, þegar ég svara engu (enn að melta það sem hann hafði sagt) lítur hann á mig og segir "police? sting?" og ég fer að velta því fyrir mér afhverju í ósköpunum hann sé að tala um svoleiðis fyrir klukkan níu á mánudagsmorgni? hann var þá að tala um söngvara hljómsveitarinnar Police hann Sting ekki þegar lögreglan gabbar glæpamenn og kemur þeim í fangelsi - hvað er annars íslenska orðið yfir "sting"? er það til?
ég misskildi líka þegar Gaurinn var að tala um The Biggest Looser og sagði að þátturinn væri leikur, ég veit ekki afhverju en ég þýddi "leikur" sem "act" og að þátttakendur væru að leika í þáttunum, að þetta væri ekki raunveruleikasjónvarp ... gleymdi því alveg að "leikur" þýðir líka "game" og maldaði mikið í móinn áður en misskilningur minn uppgötvaðist, hann hélt bara að ég væri að vera með stæla, ekki að sleppa góðu röfli og þannig ... nei, ég var bara föst í meinloku ... ef þú lætur samloku mygla og verða eitraða verður hún þá meinloka? eru kjúklingalanglokur með salmonellu meinlokur? :)

gott að geta glatt sjálfa sig að minnsta kosti:) ... skil samt ekki afhverju ég er föst á ensku í dag? hefur þetta komið fyrir ykkur?

ég setti upp gardínufestingar í gærkvöldi, var loksins komin með rétta stærð af festingum, réttar skrúfur, búin að hlaða borvélina og finna tork skrúfjárn í réttri stærð þegar ég fatta að ég þurfti tæki sem gæti skrúfað fyrir horn til að ná efri skrúfunum beinum inn í vegginn ... nú voru góð ráð dýr en sem betur fer gat ég hringt í riddarann á hvíta hestinum (sem er í raun björgunarsveitarmaður á silfurlituðum Nissan) og hann átti svoleiðis í jeppanum sínum - það er gott að eiga góða vini, sérstaklega þegar þeir skilja spurningar á við "áttu skrúfjárn með olnboga?" :)

talandi um góða vini þá fór ég á Kótilettukvöld með mömmu og pabba og Maju síðasta laugardagskvöld:) það var ofsalega skemmtilegt og margt sem kom á óvart meðal annars það að mjög góður vinur og sessunautur hans pabba míns er fræg útvarpsstjarna sem ég hlusta á mörgum sinnum í viku:) ég hafði ekki hugmynd um að pabbi þekkti hann og mér leið hálfkjánalega allt kvöldið, hrikalegt að fatta að ég er grúppía án þess að hafa gert mér grein fyrir því ... leið líka svona þegar Tim Tangerlini var að kenna uppí skóla, lá við að ég skrópaði til að sýna að ég væri ekki grúppía:)

Lifið heil og vonandi gangið þið heilari til skógar en sumir ...

P.S. mér finnst alltaf sem stelpur séu meirihluti lesenda minna þannig að ég skrifaði fyrst: "vonandi gangið þið heilar til skógar" ... svo fór ég að flissa eins og Hómer Simpson "gangi þið heilar" tíhíhí "brain"!!

Góðar stundir

föstudagur, nóvember 10, 2006

Stutt skilaboð til að fyrirbyggja misskilning og til að fólk sé áfram vinir mínir þrátt fyrir að það haldi að ég hafi hundsað það í heilan dag:

ég setti msn upp í tölvunni hans pabba fyrir langa, langa löngu og stundum tekst honum að logga sig inn sem ég ... en hann skilur ekki msn og gerir þess vegna það sem honum hefur verið sagt að gera við pop-up glugga, hann ýtir á X :) hann var að segja mér að "litli maðurinn minn á skjánum" (við höfum rætt þetta áður ...) hefði verið að tala við sig í dag og spyrja hvort hann væri ekki í vinnunni (sérlega ruglingslegt því hann er kominn á eftirlaun), hvort hann þetta væri hann og hvort hann væri þarna - síðustu tvær fannst honum mjög sérkennilegar :)

ég var ekki inná msn í dag en ég er búin að logga mig út af því hjá pabba núna og ætla heim í sturtu og fá mér að borða og fara að sofa því það er óveður og ég er þreytt og ætla á útiæfingu í fyrrmálið ... nokkuð sem mér finnst í augnablikinu vera hrein geðveiki en ef ég fer ekki fæ ég harðsperrur og samviskubit:)

aðeins 11 dagar í fríið:)

Lifið heil

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ég vinn á rannsóknarbókasafni, við rannsökum hluti - Gaurinn (sbr. fyrri færslur) lítur alveg eins út og Moby í ákveðnu ljósi og Paul Young er sláandi líkur Kónginum frá ákveðnu sjónarhorni ... í dag fékk ég svo sent bréf frá samstarfskonu minni með nýjum upplýsingum um uppruna bloggsins:Þá vitum við það ... núna þarf ég bara að rannsaka hver hinn leynilegi aðdáandi er ... nah, mig langar ekki til að vita það:) takk bara fyrir mig:)

Lifið heil

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Fann mig knúna til að skipta um mynd ... þekki ekki eitt einasta lag með Paul Young:)

... það er lágmark að kunna eitt lag er það ekki?;)

Góðar stundir

mánudagur, nóvember 06, 2006

Aftur kominn mánudagur og ný vika byrjuð, núna eru bara tvær vikur í að ég fari til útlandanna!! Ég er að fara í frí!! Hrikalega verður það fínt:) Held samt að ég kunni ekkert að vera í fríi? Ég er búin að vera að hugsa um allt sem ég ætla að gera á meðan ég verð úti og mér reiknast til að ég þurfi að vera um það bil mánuð til að klára allt og hafa tíma til að sofa:) Spurning um að hætta við allt saman, fara óundirbúin fyrir allan tímann sem ég mun hafa aflögu og í almennilegt frí?

Það er hins vegar alveg nóg að gera hjá mér þangað til ég fer ... ég verð að gera íbúðina fína því það verður búið í henni á meðan ég er úti (ef innbrotsþjófar eru að lesa þetta þá verður grimmur köttur og fírs kattapassari á svæðinu:)). Íbúðin er alveg í lagi finnst mér en þegar ég lít á hana með augum einhvers sem er ekki vanur henni þá má margt betur fara og það verður að laga:)

Ég fékk bréf í dag frá fyrrverandi samstarfskonu og laumulesanda, takk kærlega fyrir það!! Ég leyfði samstarfsfólki mínu að lesa það hjá mér, enda ekki prívat beinlínis og þau unnu öll með henni líka (vona að það hafi alveg verið í lagi??). Yfirmaðurinn las það sem sagt og hann komst að því að ég er með blogg ... í tilefni af því má ég kalla hann "gaur" á síðunni minni, honum fannst "yfirmaður minn" (sbr. síðustu færslu) alltof formlegt:) ... og honum fannst myndin hérna hægra megin vera alveg eins og Paul Young ... þá er komið mál að skipta:) Þetta er alls ekki Paul Young heldur kóngurinn!!

Lifi óformlegheit, lifi frí og lifið heil!