föstudagur, september 24, 2004

Ný lausn fundin á óveðrinu: ég gæti líklega hjólað í öllum veðrum ef ég fitnaði bara aðeins:) ... skiptir samt engu máli núna, búin í skólanum, mætt í vinnunna og þarf ekki að fara út næstu klukkutímana:)
óveður.... sem þýðir þrennt, ég þarf að sópa svalirnar mínar þegar lægir, ég þarf að labba í skólann og ég þarf að nenna út... nenni ekki út og í tíma og vinnu í dag:/ svona veður á að koma á sunnudögum þegar það er í lagi að hanga heima allan daginn og lesa og vesenast:) í dag langar mig til að eiga Goldwing þau eru ábyggilega þyngri en smábílar og eru ekkert að fjúka neitt en ég myndi samt blotna hellings ... en ef ég ætti Goldwing með hliðarvagni þá gæti ég setið inní hlýjunni og fengið einhvern til að skutla mér:)

held ég sé búin að ákveða nýju klippinguna... en hún verður að bíða aðeins vegna óviðráðanlegra aðstæðna;)

góðar stundir

miðvikudagur, september 22, 2004

lífið er skemmtilegra þegar Ástþór Magnússon fær að ganga laus og framkvæma hugmyndir sínar ... sama hversu "merkilegar" þær eru;)

þriðjudagur, september 21, 2004

ég er pirruð á hárinu á mér... mér finnst það bæði of stutt og of sítt:) ábyggilega krísa sem margir stutthæringar lenda í en ég er alvarlega að hugsa um að gera eitthvað í því, kannski ekki í kvöld því ég á bara græn leikfangaskæri sem eru með límklessum og málningu eftir eirðarleysiskast helgarinnar ... það eru sem sagt klessurnar sem koma í veg fyrir að ég vilji setja þau í hárið á mér ekki sú staðreynd að þau eru græn. Það er líka annað sem er að stoppa mig, ég hef aldrei klippt hár og alls ekki mitt (nema eftir slys einu sinni en ég var með svo sítt hár þá að það sást eiginlega ekki neitt) - fyrir ári var ég með sítt hár, það er að vísu komið aðeins meira en eitt ár núna... áður en ég klippti mig var ég verulega upptekin af því að "halda síddinni" í hvert sinn sem ég fór í klippingu, jújú, klippa, en ekki neðan af því... einmitt:) ég hef enga komplexa núna varðandi það að klippa hárið á mér, ég hef nefnilega komist að gífurlega merkilegri staðreynd, þið vitið þetta ábyggilega en fattarinn minn er frægur fyrir að vera langur - hár vex:)!!! sama hvað ég geri við lubbann á höfðinu á mér þá þarf ég ekki að bíða nema í nokkrar vikur og klippingin sem var í því er horfin... kannski ekki horfin en orðin svo "síð" að hún hefur misst "tilganginn", ef það er hægt að segja að klipping hafi tilgang... annars... klippingar hafa tilgang ... jújú, ég ætla ekki að klippa á mig mullet þó að þeir séu sniðugir, business at the front - party at the back! Words to live by;)
ég er mikið fyrir að surfa og lesa og skoða og þannig (þangað til ég fer og kaupi þessa blessuðu tölvu mína, þá fer ég að brenna og niðurhala eins og geðsjúklingur býst ég við;)) en ég hafði ekki séð þessa síðu fyrr en Debbý benti mér á hana:) núna ætla ég að áframbenda stelpum, og strákum sem hafa áhuga, á skemmtilegustu bloggsíðu sem ég hef séð lengi, Hunk Heaven ... akkúrat núna er efsta myndin af Karli Bretaprinsi þannig að ég mæli með að þið skoðið eldri færslur, eins og myndir af slökkviliðsmönnunum ... eða Antonio Banderas ... surfið bara:)

farin í vinnuna, skólann, vinnuna, heim og fæ heimsókn... busy, busy bee bzzzzzzzz

mánudagur, september 20, 2004

Vissuð þið að Humphrey Bogart og Lauren Bacall úr I love Lucy voru hjón? það er meira að segja til heilkenni sem ber nafn þeirra... en hefur ekkert að gera með að þau voru gift held ég:)

Í bíómyndum er heiladautt fólk "tekið úr sambandi" og deyr þegar öndunarvélin hættir að hjálpa þeim að anda. Stundum deyr það ekki um leið eins og ég hélt (enda er meirihluti minnar reynslu fengin úr bíómyndum) heldur lifir áfram í einhvern tíma áður en líkaminn gefst upp, klukkutíma, sólarhring etc. Karen Ann Quinlan óverdósaði 1975 og læknarnir bjuggust ekki við að hún myndi nokkurn tímann vakna aftur því hún hafði orðið fyrir heilaskaða. Foreldrar hennar fóru fyrir dómstóla og börðust fyrir leyfi til að "taka hana úr sambandi", þau fengu leyfið, slökktu á öndunarvélinni en Karen Ann dó ekki, hún lifði öndunarvélarlaust í tíu ár og dó úr lungnabólgu 1985. Eftir þetta mál urðu til siðanefndir innan spítala ... áhugavert:)

Stundum berast fréttir um lát frægra einstaklinga en þeir hafa það raunverulega fínt... þessir listar hjá Who2 eru sumir skemmtilegir:) fólk sem varð að fyrirbærum, Oversize demise og Óskarsverðlaunaklúður ... fór að velta því fyrir mér afhverju styttan er kölluð Óskar og það er ekki beint vitað:) Styttan heitir The Academy Award of Merit og er riddari með krossferðarsverð (hvernig þau eru öðruvísi en venjuleg sverð veit ég ekki alveg...), hann stendur á filmuspólu með fimm teinum sem eiga að tákna meðlimi akademíunar (upprunalega, teinarnir þyrftu að vera mun fleiri núna), leikarar, höfundar, leikstjórar, framleiðendur og tæknimenn. Ein óstaðfest saga af uppruna nafnsins er að Margaret Herrick, sem var eitt sinn bókasafnsfræðingur Akademíunar og seinna framkvæmdastjóri, sagði að styttan líktist Óskari frænda hennar. Nafnið var fyrst notað 1934 eftir að Katharine Hepburn fékk hana fyrir "Bestu leikkonuna" en Akademían sjálf notað ekki nafnið fyrr en 1939. Merkilegt:) svo getið þið séð hverjir hafa unnið styttuna frá upphafi:)
Verðlaunaafhendingin er skemmtilegt þema fyrir útskriftarböll og það er hægt að kaupa alls konar fylgihluti og jafnvel leigja skemmtistað með þessu þema:)

góðar stundir

þriðjudagur, september 14, 2004

var í prófi í dag, próf tvö og bara tvær vikur búnar af skólanum ... nóg að gera:) svo er sumarbústaður á morgun einhvers staðar fyrir austan, ég er með lýsingu á bílnum sem fólkið er á og verulega óskýra lýsingu á því hvar bústaðurinn sjálfur er en ... þetta reddast:) allir með gemmsa og ég þarf bara að passa að vera með minn hlaðinn svo ég þurfi ekki að keyra í næsta þéttbýliskjarna og leita að tíkallasíma og komast að því að ég man ekki símanúmerið því það er í minninu á símanum mínum sem er batteríslaus og þurfa að redda mér penna og blaði því ég rugla alltaf símanúmerum þegar ég geymi þau í skammtímaminninu mínu sem er verulega óþægilegt en góð leið til að kynnast nýju fólki auðvitað og hringja í 118 til að spyrja konurnar þar hvað símanúmerið er og fara svo í hraðbanka til að taka út pening því símatalið í 118 var svo dýrt að klinkið mitt er búið og ég þarf að skipta meiri pening í smápeninga og þegar ég kem aftur að símanum er einhver skringilegur maður kominn í hann með svarta putta og blæðandi sár á enninu eftir að hafa dottið beint fram fyrir sig án þess að bera skítugu hendurnar fyrir sig að röfla í einhverri eymingjans konu um að gefa sér einn sjéns enn og þetta verði öðruvísi núna því hann sé búinn að fá nóg og elski hana og hafi alltaf elskað hana svo fer hann að vola og tárin renna niður andlitið á honum og mynda hvítar rendur þar sem saltvatnið leysir upp efsta lag húðarinnar sem reynist ekki vera húð heldur ryk og drulla og svo fær maðurinn ekka og það byrjar að leka úr nefinu á honum og hann heldur áfram að tala og hiksta og frussa líkamsvessum sínum og slími á símtólið þangað til að ég get ekki meir og ákveð að ég geti ekki hugsað mér að koma við þetta símtæki núna þegar hann er búinn að slefa á það allt saman og sný við og fer aftur í bæinn og panta mér pizzu í staðinn fyrir að fara í grill í sumarbústað sem er með potti og verönd og uppþvottavél og sjö rúm og svefnloft sem rúmar fjóra í viðbót á dýnum en kannski verður Sara skynsamari en ég og hleður símann sinn áður en við leggjum af stað?

en talandi um konurnar í 118, ég heyrði einu sinni að þær væru með stílabók þar sem þær skrifuðu furðulegustu samtölin í:) mig langar til að komst í þessa stílabók því sögurnar sem ég hef heyrt eru frábærar, bróðir vinkonu minnar hringdi í þær einu sinni því hann var með saltfisk (minnir mig) sem hann vissi ekki hvernig hann ætti að elda. Mamma hans svaraði ekki þegar hann reyndi að hringja og þannig að hann hringdi bara í þær til að fá leiðbeiningar:) konurnar hafa líka hjálpað fólki við að festa tölur - mönnum býst ég fastlega við, meira að segja ég kann að sauma tölur á föt:) svo var það stelpan sem hringdi til að spyrja hvar Austurvöllur væri?
- hann er þarna fyrir framan Alþingishúsið
- er ekki bara vatn í kringum það?
- ehh, nei það er Ráðhúsið... Austurvöllur er fyrir utan Hótel Borg?
- hvar er það?
- eeehhhh, veistu hvar Kaffi París er?
- já! heyrðu er Austurvöllur grasið fyrir framan Kaffi París?
- já, einmitt
- frábært, takk;)

góðar stundir

laugardagur, september 11, 2004

þá er það búið... búin að fá magapest, búin að fara í prófið, búin að kenna nýjum starfsmanni (litlu frænku minni:)) á kaffihúsið, búin að ná í hjólið hans Gunnars aftur!!!! en ég er ekki búin að blogga heillengi... sem er allt í lagi því ég hef ekkert mikið að segja, ég veit samt heilmikið um Vesturfarana ... en núna ætla ég að surfa smá því það er svo gaman og ég hef ekki gert það svo lengi:) og um að gera að njóta tímans sem ég á eftir með þessari tölvu því ég er að hugsa um að kaupa nýja í næstu viku... þetta er samt svo stórt, næstum því jafnstórt og veggur...

aníhú, þar sem þema dagsins hefur verið Skotland þá fann ég þessa skemmtilegu síðu, hér getið þið keypt sykraðar pöddur ... eru gylltu stígvélin virkilega nauðsynleg samt? ég bara spyr:)

hérna er mikilvægasta myndin sem þið munið sjá á ævinni, ég vil auðvitað ekki að neitt ykkar missið af þessu:)

chick'n þetta er svona KFC ekki Kentucky Fried Chicken því þeir eru ekki að selja alvöru kjúklinga:)

mér finnast svona síður alltaf soldið krípí ... það er svo auðvelt að kaupa þetta drasl líka:)

þessi síða heitir Tournaments of Stuff og hún er eflaust en furðulegasta síða sem ég hef rekist á, tveir hlutir eru settir saman og svo kýs fólk hvort það haldi að vinni... held ég??

pæliði í því að hafa þekkt einhvern sem sendi svona miða í barnaskóla, svona er fólk sérkennilegt:)

og að lokum, mig langar í svona bíl:) Pokemon rúlar:)

fimmtudagur, september 09, 2004

... og á meðan ég man:)

Enzyme
You are an enzyme. You are powerful, dark,
variable, and can change many things at your
whim...even when they're not supposed to be
changed. Bad you. You can be dangerous or
wonderful; it's your choice.

Which Biological Molecule Are You?
brought to you by
Rosalega er Þjónustuver Símans góð hugmynd:) ég er búin að ætla að hringja í þá í næstum tvær vikur en ég hef ekki gert það fyrr en í morgun, því ég hef ekki verið við tölvuna mína á opnunartíma þeirra undanfarið. Málið er nefnilega að ég er búin að fá mér nýtt email, fyrranafnseinnanafnmínusdóttir@simnet.is (þetta voru dulkóðuð skilaboð, þeir sem ná að dísæfera nýja emailið mitt og senda mér skilaboð fá verðlaun:)) en ég gat ekki tengst póstserverinum, þetta var að gera mig verulega pirraða eins og gefur að skilja því mig langar til að fara gefa upp auðvelt email sem er ekki vinnuemail... anívei, loksins er opið hjá þeim, ég hef tíma til að vera á hóld (jamms, ég var líka að bíða eftir tækifæri þar sem ég gat eytt hálftíma á hóld án þess að verða of sein í tíma/vinnu etc.) þannig að ég fer í nýja identitíið mitt, hef villuskilaboðin á skjánum fyrir framan mig og hringi .... og hlusta á eitthvað sixtís rokk í nokkrar mínútur og fer að leiðast biðin. Ég hugsa með sjálfri mér að ef ég held villuskilaboðunum á skjánum geti ég alveg farið fikta í þessu og þó ég týni þeim þarf ég bara að ýta á "send" til að sjá þau aftur, auk þess sem ég var að bíða eftir samtali við viðgerðamann ef ég klúðraði einhverju .... 12 mínútum og 37 sekúndum seinna er ég ennþá á hóld en ég er búin að senda email!!! þannig að ég skellti á:)

Fídel komst að því í gærkvöldi að við búum í fjölbýlishúsi, held hann sé ennþá í sjokki;)

fimmtudagur, september 02, 2004

Takk fyrir linkinn á Vísindavefinn Eydís og þakka þér Hildur fyrir verulega fræðandi tölvupóst;) núna veit ég miklu meira um lotukerfið en ég gerði um daginn sem er frábært:) en ég var samt að pæla, hvað með Mars... eða Venus hvað ef það finnst efni á einhverri plánetu sem hefur sömu sætistölu og eitthvað efni á jörðinni og með jafnmargar "eindir" á hvolfunum en er "rautt" en ekki "blátt" eins og við eigum að venjast, er það þá annað efni? eða sama efnið? eru frumefni í lit?:)

skemmti mér mjög vel á nýnemakvöldi áðan, rosalega flott kaka;) .... verð að fara að halda almennilegt litakökuboð bráðum þó það sé ekki júróvisjón;) back to school kökuboð með rauðum og grænum pönnukökum, þar sem ég er svo léleg í að bjóða verðið þið að bjóða ykkur sjálfum...

í öðrum fréttum er ég að hugsa um að kaupa mér nýja tölvu í næstu viku... held meira að segja að ég sé búin að velja hana:) eru ekki wizardar fyrir allt sem á að vera í tölvum? eða kemur allur pakkinn uppsettur með tölvunni? ... annars er kominn tími til að ég læri á tölvur almennilega og afhverju ekki að gera það meðan hún er ennþá í ábyrgð;) eða þá að ég fer að fikta í þessari bigtime, taka hana í sundur og þannig... eða ekki:) það er ekkert hægt að sjá betur hvernig tölvur virka þó hún liggi í frumeindum á borðinu er það nokkuð? væntanlega ekki...

komið gott, góðar stundir
Elvis er dáinn og ég fæddist á laugardegi:) var alltaf viss um að ég hefði fæðst á þriðjudegi klukkan ellefu... kannski fæddist ég ekki einu sinni klukkan ellefu? verð að spyrja að þessu ... og rifja upp afhverju ég hélt að 27. hefði borið upp á þriðjudegi;)