laugardagur, september 11, 2004

þá er það búið... búin að fá magapest, búin að fara í prófið, búin að kenna nýjum starfsmanni (litlu frænku minni:)) á kaffihúsið, búin að ná í hjólið hans Gunnars aftur!!!! en ég er ekki búin að blogga heillengi... sem er allt í lagi því ég hef ekkert mikið að segja, ég veit samt heilmikið um Vesturfarana ... en núna ætla ég að surfa smá því það er svo gaman og ég hef ekki gert það svo lengi:) og um að gera að njóta tímans sem ég á eftir með þessari tölvu því ég er að hugsa um að kaupa nýja í næstu viku... þetta er samt svo stórt, næstum því jafnstórt og veggur...

aníhú, þar sem þema dagsins hefur verið Skotland þá fann ég þessa skemmtilegu síðu, hér getið þið keypt sykraðar pöddur ... eru gylltu stígvélin virkilega nauðsynleg samt? ég bara spyr:)

hérna er mikilvægasta myndin sem þið munið sjá á ævinni, ég vil auðvitað ekki að neitt ykkar missið af þessu:)

chick'n þetta er svona KFC ekki Kentucky Fried Chicken því þeir eru ekki að selja alvöru kjúklinga:)

mér finnast svona síður alltaf soldið krípí ... það er svo auðvelt að kaupa þetta drasl líka:)

þessi síða heitir Tournaments of Stuff og hún er eflaust en furðulegasta síða sem ég hef rekist á, tveir hlutir eru settir saman og svo kýs fólk hvort það haldi að vinni... held ég??

pæliði í því að hafa þekkt einhvern sem sendi svona miða í barnaskóla, svona er fólk sérkennilegt:)

og að lokum, mig langar í svona bíl:) Pokemon rúlar:)

Engin ummæli: