Takk fyrir linkinn á Vísindavefinn Eydís og þakka þér Hildur fyrir verulega fræðandi tölvupóst;) núna veit ég miklu meira um lotukerfið en ég gerði um daginn sem er frábært:) en ég var samt að pæla, hvað með Mars... eða Venus hvað ef það finnst efni á einhverri plánetu sem hefur sömu sætistölu og eitthvað efni á jörðinni og með jafnmargar "eindir" á hvolfunum en er "rautt" en ekki "blátt" eins og við eigum að venjast, er það þá annað efni? eða sama efnið? eru frumefni í lit?:)
skemmti mér mjög vel á nýnemakvöldi áðan, rosalega flott kaka;) .... verð að fara að halda almennilegt litakökuboð bráðum þó það sé ekki júróvisjón;) back to school kökuboð með rauðum og grænum pönnukökum, þar sem ég er svo léleg í að bjóða verðið þið að bjóða ykkur sjálfum...
í öðrum fréttum er ég að hugsa um að kaupa mér nýja tölvu í næstu viku... held meira að segja að ég sé búin að velja hana:) eru ekki wizardar fyrir allt sem á að vera í tölvum? eða kemur allur pakkinn uppsettur með tölvunni? ... annars er kominn tími til að ég læri á tölvur almennilega og afhverju ekki að gera það meðan hún er ennþá í ábyrgð;) eða þá að ég fer að fikta í þessari bigtime, taka hana í sundur og þannig... eða ekki:) það er ekkert hægt að sjá betur hvernig tölvur virka þó hún liggi í frumeindum á borðinu er það nokkuð? væntanlega ekki...
komið gott, góðar stundir
fimmtudagur, september 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli